Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1977. Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Frettastjori: Jon Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stpfánsdóttir. Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf„ Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Of langt gengið Sums staðar erlendis, þar sem ríkisstofnanir eru betur reknar en hér á landi, er algengt, að nýir embættismenn séu fundnir utan viðkomandi stofnunar. Til dæmis eru hæfustu embættismennirnir færðir milli stofnana á f jögurra til fimm ára fresti. Einnig eru fengnir menn úr atvinnulífinu til að taka að sér embættisstörf um f jögurra til fimm ára skeið. Með þessum hætti er reynt að vinna gegn stöðnun opinberra stofnana. Talið er, að utan- aðkomandi embættismenn, sem hafa á sér gott orð, geti blásið nýjum lífsanda í slíkar stofnanir ög rutt til hliðar kerfislægum vinnubrögðum. Enn frekar gildir þetta sjónarmið um þá menn, sem koma úr atvinnulífinu. Hér á landi hefur lítið verið um tilfæringar af þessu tagi, enda hafa æviráðningar í emb- ætti gert sumar opinberar stofnanir að stein- gervingum. í nokkrum tilvikum hafa þó menn úr atvinnulífinu verið gerðir að ráðuneytis- stjðrum. Einstaka embættismaður hefur haft hugsun á að staðna ekki. Guðlaugur Þorvaldsson há- skólarektor var um tíma ráðuneytisstjóri fjár- mála. Jón Sigurðsson, forstjóri málmblendi- félagsins, var áður ráðuneytisstjóri fjármála og í annan tíma bankastjóri Alþjóðabankans. Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur, hefur verið bæjarstjóri á Húsavík og framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Flestir geta verið sammála um, að slíkar tilfæringar hafi oftast gefizt vel. Þeir, sem færa sig, öðlast víðtækari reynslu og meiri víðsýni en ella og reynast oft dugmeiri embættismenn en hinir, sem rótgrónir eru innan stofnunar- innar. Hins vegar gilda þessar röksemdir alls ekki um afleysingar embættismanna í tvo-þrjá mán- uði. Hvergi erlendis tíðkast, að menn séu fengnir utan stofnunar til aðstjórna henni í tvo-þrjá mánuði í fjarveru embættismanns. Nýr stjórnandi er yfirleitt um ár að setja sig inn í embætti. Tveggja til þriggja mánaða afleysing er alveg út í hött. Afleysingamaður- inn fer jafn ringlaður og hann kemur. Þess vegna ber að gagnrýna þá ákvörðun Gunnars Thoroddsen orkuráðherra að setja Þórodd Th. Sigurðsson vatnsveitustjóra sem orkumála- stjóra í tveggja mánaða leyfi Jakobs Björns- sonar. 1 þessu felst engin gagnrýni á Þórodd. Hins vegar er enginn íslenzkur embættismaður svo snjall, að hann geti náð tökum á stórri ríkis- stofnun á tveimur mánuðum, né skilið þar eftir sig umtalsverð spor. Hið eina rétta í þessu máli var að setja næstráðandi innan Orkustofnunar til að gegna embætti forstjórans þessa tvo mánuði. Engin skynsemi er í öðru, nema næstráðandi sé bæði óalandi og óferjandi, enda ætti hann þá ekki að vera næstráðandi. í versta tilviki er unnt að setja hinn þriðja í röðinni sem forstjóra. Líklega býr hér að baki spenna, sem að undanförnu hefur myndazt milli ráðherra og ýmissa embættismanna Orkustofnunar út af ágreiningi um Kröfluvirkjun. Og með setningu vatnsveitustjórans hefur ráðherra gengið of langt í ágreiningnum. t Undirbúningur Olympíuleikanna í Moskvu 1980 Hér á eftir fara ýmsar upplýsingar um undirbúning Olympíuleikanna í Moskvu 1980. I. Novikov, aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, er for- maður undirbúningsnefndar- innar, sem skipuð var í mars 1975. A vegum hennar starfa 20 undirnefndir undir forustu háttsettra embættismanna í ráðuneytum og stjórnardeild- um Sovétríkjanna. Fjallar hver þeirra um einstaka málaflokka, s.s. byggingu iþróttamann- virkja og iþróttavalla, tækni- þjónustu, byggingar gistihúsa og annarra þjónustumiðstöðva, samgöngumál, skipulagningu íþróttakeppninnar, fjarskipta- mál, upplýsingar, lista- og menningardagskrár o.s.frv. DAGSKRÁ LEIKANNA í Moskvu mun fara fram keppni í eftirtöldum íþrótta- greinum: Körfuknattleik, hnefaleikum, glímu, júdó, hjól- reiðum, blaki, fimleikum, róðri, kappreiðum, frjálsíþróttum, sundi, dýfingum, sundknatt- leik, handknattleik, nútima fimmtarþraut, bogfimi, skot- Forsenda betri stjórnskipunar er hugarfarsbreyting stjómmálamanna Þ ... 4 UNDIRBÚNINGSNEFND 22. OLYMPÍULEIKANNA fimi, lyftingum, skylmingum, knattspyrnu og hokkí. Siglingakeppnin verður haldin í Tallin og Leningrad. Kiev og Minsk verða einnig olympíuborgir, því þar fer fram undankeppni í knattspyrnu. Aðalnýjungin frá leikunum í Montreal er sú að tekin verður upp keppni í hokkí kvenna. t Moskvu og Tallin verður keppt um 201 samstæðu gull-, siifur- og bronsverðlauna. ÍÞRÓTTAMANNVIRKI Unnið er nú að endurbygg- ingu þeirra íþróttamannvirkja, sem fyrir eru í Moskvu, svo og byggingu nýrra íþróttaleik- vanga. Verið er að reisa nýja 320 metra langa og 110 metra breiða íþróttamiðstöð við Leningradskí breiðgötu, rétt við íþróttahöll sovézka hersins. Þar verður keppt í glímu og skylmingum. Olympíuleik- vangur er tekur 5000 manns í sæti er að rísa i hinum gamla Izmailovskígarði. Þar verður keppt í lyftingum. Fyrsta innanhússhjólreiðabraut lands- ins verður reist í Krjlatskoje skammt frá róðrarskurðinum. Brautin sem er 333.33m og hallast 42° verður gerð úr völdum innlendum viði. Áhorfendapallarnir tveir munu rúma 6.000 áhorfendur, undir þeim verða búnings- og hvíldar- herbergi með öllum þægindum, herbergi fyrir dómara og blaða- mannamiðstöð. Á Kjimki-Kjovrinosvæðinu verður reist íþróttahöll fyrir handknattleikskeppnina er tekur 5000 manns i sæti. önnur slík höll verður reist á Lusjniki fyrir keppni í blaki kvenna. í Bitsaþjóðgarðinum í grennd við Moskvu er verið að koma á 45 hektara landsvæði miðstöð fyrir keppni í reiðmennsku- íþróttum hvers konar svo og fyrir keppni í nútima fimmtar- þraut. Nú hafa verið talin upp nokkur hinna nýju olympiu- mannvirkja í Moskvu. Olymípu- þorpið, sem á að rúma 10-12 þúsund gesti, er að risa á yfir 100 hektara landsvæði skammt frá Luzjnikileikvanginum. Keppendurnir á Olympíuleik- unum munu búa í tveggja til þriggja herbergja íbúðum í átján 16 hæða byggingum. íþróttamennirnir munu geta æft þarna í næði. Þeir munu hafa til umráða heila samstæðu íþróttamannvirkja. í þorpinu verður einnig sérstök menningarmiðstöð, m.a. leik- hús og tónleikasalur, tveir kvik- 'myndasalir fyrir 350-400 manns hvor, bókasafn, og mörg önnur þægindi. í Tallin er verið að reisa stóra siglingamiðstöð og endur- Ég skrifa þessa grein í tilefni af athyglisverðri ábendingu EMerts Schram alþingismanns, sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. nóv. sl. og bar heitið 'Verðbólga er hættulegasti óvin- ur lýðræðisins. Fjallaði þessi grein hans m.a. um mjög við- kvæm og mikið rædd vandamál í dag, svo sem um gagnrýni á stjórnmálaflokkana, pólitíska spiMingu, fíokksræðið, sam- tryggingu flókkanna, breytt vinnubrögð alþingis og getu- leysi alþingis við stjórnun landsins og hverju þar helst er um að kenna. Setur EMert ákveðið fram skoðanir sínar i þessum efnum og enda þótt við séum ósam- mála í flestum atriðum þá virði ég hreinskilni hans og dirfsku við að reyna að taka á þessum vandamálum. i Flestir stjórnmálamenn vilja því miður leiða allar umræður hjá sér og flokka þær gjarnan undir neikvætt nöldur eða róg óábyrgra afla i þjóðfélaginu. Hafa verður þó í huga að fáum er tamara en einmitt mjög illa spilltum stjórnvöldum að beita slíkum röksemdum. Stutt er síðan fjöldi emb- ættismanna og ráðherra í Bandaríkjunum undir stjórn Nixons varð að segja af sér og þola dóma fyrir misbeitingu valds og margskonar spillingu, en þessir sömu aðilar gripu stöðugt til þessara slagorða sér til varnar. Reynslan sýnir okkur að góð stjórnvöld taka tillit til réttmætrar gagnrýni og virða hana, en kveða niður og takast á við ósómann og ræða umfram allt vandamálin ef hreinskilni. I öllum mannlegum viðskipt- um verður og að hafa í huga, að flest sem gert er orkar tvímælis og reynslan verður oft um síðir besti dómarinn. STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR SKARA ELD AÐ SINNI KÖKU Það er öllum ljóst að í lýð- ræðisríkjum eru stjórnmála- flokkarnir nauðsynlegir og hafa mikilvægu hlutverki að gegna, en þeir mega ekki sölsa undir sig fjármagn, sem ætlað er til starfrækslu ríkisbúsins eða til almenningsþarfa. Við hlutlausan samanburð á fjárlögum i dag og fyrir 10 ár- um kemur í ljós að stjórnmála- flokkarnir hafa síðustu árin staðið saman á alþingi í fjöl- mörgum málum sem hafa haft í för með sér aukin völd og mikið fjármagn til þeirra sjálfra. Nokkur dæmi skulu hér rakin: í frumvarpi til fjárlaga 1978’ er gert ráð fyrir 40 millj. króna ti! blaðanna skv. nánari ákvörð- un ríkisstjórnar að fengnum til-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.