Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1977.
„Spillingin er að drepa þjóðfélagið”
— segirbréfritari
Guömundsson virðist ekki vera
á sama máli. Grein hans snerist
um tvo heiðursmenn, Vilmund
og Jón H. Guðmundsson.
Greinilegt er að G.G. virðist
ekki vera búinn að fá nóg af
spillingunni í þessu þjóðfélagi.
Vert er að benda á nokkrar
staðreyndir. Vilmundur hefur
nú í tvö ár skrifað hverja stór-
greinina á fætur annarri í DB
þar sem hann hefur vakið at-
hygli á þeirri gífurlegu
spillingu sem á sér stað í þessu
þjóðfélagi, spillingu þar sem
öllu á að halda leyndu fyrir
okkur. Hvaða maður hefur þor-
að að halda uppi gagnrýni á
kerfið, eins og Vilmundur? Mér
er spurn.
Máli mínu til staðfestingar
ætla ég að vitna í nýlegt les-
endabréf:
Vilmundur Gylfaso'n er ekki
óþekkt nafn. Hin skeleggu skrif
hans í DB hafa vakið þj'óðarat-
hygli. Vilmundur hefur opin-
berlega ságt spillingunni
stríð á hendur og boðar nýjar,
áður óþekktar aðgerðir til
úrlausnar. Ber þar hæst að
mínu mati tillaga hans
um opinberar rannsóknarþing-
nefndir. Gagnrýni hans á Geir-
finnsmálinu, Kröflu og Víðis-
húsinu, svo dæmi séu tekin, er
hressilega opinská og málefna-
Ieg. Þetta hefur að vonum vak-
ið mikla ólgu hjá „fimmta
flokknum" sem vart hefur
vatni haldið á síðum pólitísku
málgagnanna. Vilmundur
nýtur mikillar lýðhylli, einkum
meðal frjálslynds ungs fólks,
þannig að óhætt er að spá þvi
að hann komist á þing. Tilvitn-
un lokið.
Já, Vilmundur er sannarlega
rétti maðurinn til að berj-
ast gegn spillingunni. Mörg
þúsund kjósendur styðja hann.
Jón H. Guðmundsson skrifaði
stórgðða grein i DB fyrir
skemmstu. Grein hans var vel
skrifuð og " studdi hann
Vilmund.
Gunnar Guðmundsson segir
orðrétt: ,,Er það raunveruleg
skylda Alþýðuflokksins að
krefjast þess að Jón H.
Guðmundsson segi- sig úr
flokknum þegar í stað.“
Þetta er náttúrlega algjör vit-
leysa. Ef menn mega ekki hafa
sínar skoðanir á hlutunum er
ekki ritfrelsi í landinu. Ég vil
einnig benda G.G. á enn eitt.
Gagnrýni á Björgvin Guð-
mundsson á rétt á sér. Maður
sem stjórnað er af Framsóknar-
flokknum á ekki heima í
Alþýðuflokknum.
Vilmundur Gylfason hefur
sannarlega sýnt að hann vill
aðeins sannleikann um
spillinguna. Greinar hans um
spillinguna í þessu þjóðféiagi
hafa vakið menn til um-
hugsunar. Enginn lætur grein-
ar hans og skoðanir fram hjá
sér fara. Enda sýnir fylgi hans í
prófkjörinu að fólkið vill Vil-
mund Gylfason.
VILTU HAFA SNJÓ
Á JÓLUNUM?
Sverrir Einar E.vjólfsson. 6 ára:
Nei, ég vil ekki hafa snjó, þá sekk
ég í hann og bílarnir komast ekk-
ert áfram. Svo getur verið að ég
komist ekki á jólaballið.
Spurning
dagsins
msm
SllJl
u - •
psgBifeBal
gB9S
, . ■
NYJAR VÖRUR TEKNAR
UPP DAGLEGA FRAM TIL JÓLA
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155
Grímur Atlason, 6 ára: Já. jólin
eiga að vera þegar það er fullt af
snjó. Þá er skrautið líka miklu
fallesra.
Andri Memonson, 8 ára: Já, mér
finnst ekkert hátíðlegt nema það
sé mikill snjór á götunum og líka í
trjánum. Ef það væri enginn
snjór finnst mér bara eins og það
sé venjulegur tími.
Steinþór Darri Þorsteinsson, 7
ára: Já. það er miklu betra fyrir
jólasveinana. ef það er snjór. því
þeir koma núna á sleða ofan úr
fjöllunum. Svo er miklu skemmti-
legra að leika sér úti í jólafríinu
ef það er snjór.
Guðni Sigurbjörnsson, 8 ára: Já,
það finnst mér svo fallegt og
hátíðlegt, svo er miklu hreinna
úti. Mér finnst líka miklu fallegri
jólaskreytingin þegar það er
snjór.
Hrafnkell Öskarsson, 8 ára: Já,
helzt, því þá er miklu jólalegra.
Ég vildi nú alls ekki hafa sól, þá
sjást nú engin jólaljós, en þau
lýsa svo vel þegar það er dimmt.