Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 19.12.1977, Blaðsíða 36
40 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. DESEMBER 1977. Kópavogsbúar! Verið velkomin í nýju fataverzlunina f miðbænum Tfunda bók Francis Clifford á íslenzku — Skæruliðar í skjóli myrkurs heitir sú nýjasta Rithöfundurinn Francis Clif- ford hefur skipað sér fastan sess á íslenzkum bókamarkaði með bók- um eins og Njósnari á yztu nöf, Flótti f skjóli nætur og í eldlín- unni. Nú er komin út tfunda bók hans á íslenzku, Skæruliðar í skjóli myrkurs. Utgefandi bóka Francis Clif- fords er Hörpuútgáfan á Akra- nesi. Þýðingu Skæruliða í skjóli myrkurs annaðist Skúli Jensson. Hún er 181 blaðsíða að stærð og kostar kr. 3.120.- ★ A götuhæd er sérdei/d med geysimikið úrval afharnafatnadi ★ A neöra palli ersvofull búð af a/ls konarfatnadi a' alla fjölskylduna ásamt sængurverasettum, handklædasettum o.fl. Gjörið svo vel að Ifta inn til að sannfærast um að ekki er hagstætt að leita lengra Viltu vita hvernig kynlífið getur veitt þér meiri unað en þig hef ur nokkurn tíma dreymt um? Er kynlífið í lagi? Ef svo er, þá er allt annað í lagi. Sé svo ekki, þá getur ekkert annað verið í lagi. — Til þess að allt falli nú í ljúfa löð hefur bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur sent á markaðinn bókina Hvernig kynlífið getur veitt þér meiri unað en þig hefur nokkurn tíma dreymt um. Höfundur bókarinnar er banda- rískur læknir, David Reuben, — sá sami og reit bókina Allt, sem þú hefur viljað vita um kynlífið. Nýju bókina tileinkar hann Bar- böru konu sinni, ,,sem kennir mér á ný á hverjum morgni hið sanna eðli ástarinnar," eins og segir í bókinni. Hvernig kynlífið getur veitt þér meiri unað er safn af spurning- um, sem Reuben leitast svo við að svara. Spurningar þessar fékk læknirinn aðsendar eftir að fyrri bók hans kom út. Það er Loftur Guðmundsson, sem þýddi Hvernig kyniífið getur veitt þér meiri unað. Yfirlestur handrits annaðist Guðsteinn Þengilsson læknir. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Viðey. Vérð hennar út úr búð er kr. 2900.- - AT- Hamraborg - Fataverzlun Hamraborg 14 — Kópavogi Norðurlandstrómet eftir Petter Dass: „Landlýsing f rúmum skilningi” — segir þýðandinn, dr. Kristján Eldjárn Helgafell hefur sent á markað- ín bókina Norðurlandstrómet. Bókin er kvæðabálkur í sextán köflum, „landlýsing í rúmum Síml 53534 VERZLUNINNI I v Strandgtftu 31 — Hafnarf irél Fyrir hana: Prjónakjólar - Peysur- Hanzkar - Sjöl - Blússur - Pils - Innisloppar velúr Fyrirhann: Peysur - Buxur - Mittisúlpur - Skyrtur - Bindi s skilningi“ eins og þýðandinn dr. Kristján Eldjárn kemst að orði i formála að bókinni. Hann ritar einnig skýringar í bókarlok og birtir staðanöfn í Noregi bæði á norsku og íslenzku. Á frummálinu nefnist Norður- iandstrómet Nordlands Trompet. Höfundur bálksins er séra Petter Dass. Hann var uppi um svipað leyti og Hallgrímur Pétursson á íslandi. Norðurlandstrómet samdi hann á siðasta fjórðungi sautjándu aldar, en það kom ekki fyrir almennings sjónir fyrr en árið 1739 — rúmum þremur ára- tugum eftir dauða skáldsins. Norðurlandstrómet er 175 blað- síður að stærð. Teikningar í bók- inni eru eftir Kjartan Guðjóns- son. Verð bókarinnar með sölu- skatti er kr. 5.598,- I ríki hestsins: Bók fyrir fólk sem ann stóðlffi í ríki hestsins nefnist nýútkom- in bók eftir Ulf Friðriksson. Ut- gefandi er Skuggsjá. A hlífðar- kápu segir útgefandinn: „Höfundur þessarar bókar hefur unnið þrekvirki með samn- ingu hennar. Hann leiðir fram fræðimenn, skáld og rithöfunda og lætur þá vitna um samskipti hestsins, mannsins og landsins og víða er vitnað til erlendra ferða- manna ?em landið gistu.“ Sem lítið dæmi um efni bókar- innar er rétt að nefna nokkur kaflaheiti hennar: Járnjórinn, á stroki, illt er að hefta heimfúsan klár, dæmalaust var drottinn góður að drepa hrossið en ekki mig, bjargvætturinn, litfari minn lúinn er. I ríki hestsins-er 192 blaðsiður að stærð, prentuð í Víkingsprent. Verð hennar út úr búð er kr. 4.320,- TANJÁ: — nýr bókaf lokkur f rá Æskunni Nýr bókaflokkur virðist vera í uppsiglingu hjá Æskunni en nú er komin út bókin Tanja vinnur sigur. Tanja er ný í bekknum og öll- um ráðgáta. Hvers vegna er hún svona sérkennileg? Þarf hún ein- hverju að leyna? Krakkarnir f bekknum ákveða að leysa gátuna, en þau bjuggust aldrei við að hún væri sú sem hún reyndist vera. Bókin er 105 blaðsíður og kostar 1.680 krónur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.