Dagblaðið - 19.12.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1977.
r '
Opið bréf til ~| „Siðleysi stjórnar-
bi,reiðaeigenda: I herranna er mikið”
— segir bréfritari
HAGSMUNIR OKKAR
BIFREIÐAEIGENDA
Lesandi góöur. Trúlega ert
þú bifreiðareigandi, fyrrver-
andi bifreióareigandi, eða
væntanlegur bifreiðareigandi,
eða bifreiðarstjóri að atvinnu,
og átt afkomu þína undir út-
gerð bifreiðar. Ástæðan fyrir
því að ég rita þér bréf er að þú
og ég eigum sameiginlegra
hagsmuna að gæta.
ÁLÖGUR Á OKKUR
Álögur á okkur bifreiðaeig-
endur eru nú komnar yfir eðli-
leg og sæmileg mörk, og það
fyrir nokkru, og enn er verið að
boða okkur stórfelldar hækkan-
ir á rekstrarkostnaði bifreiða
okkar. Um langt árabil hefur
það verið auðveld og þægileg
leið stjórnvalda að vega að
pyngju okkar ef þau hefur
vantað fjármagn í illa rekinn
ríkissjóð. Stjórnarherrarnir
(þá geri ég ekki mun á hvaða
stjórnmálaflokki þeir tilheyra)
vita sem er að við í nútíma
þjóðfélagi okkar getum illa án
bifreiða okkar verið. Stjórnar
herrarnir vita jafnframt ac
kannski er hægt að hengja á
okkur einn klafa enn. Alla vega
Raddir
lesenda
ætla þeir að freista þess nú, og
það í trausti þess að við getum
ekki borið hönd fyrir höfuð
okkar. Hvort þú lesandi góður,
eða ég getum borið klafa þann
er stjórnvöld ætla nú að hengja
á okkur, veit ég ekki, en ég ætla
að það verði einhverjir sem nú
kikna undan byrðinni.
HVER FELLUR N/EST
Kannski verður það hlut-
skipti mitt eða þitt að falla
næst, ef við verðum aðgerðar-
laus. Einn er sá klafi sem á mig
og þig er lagður, það er að
borga rekstrarkostnað bifreiða
stjórnarherranna. Ráðherrarn-
ir sem hafa margföld laun á við
mig, og trúlega þig, lesandi
góður, ráðherrarnir sem
harðast vega að pyngju okkar
bifreiðareigenda, flytja inn til
landsins bifreiðir sem þeir
greiða ekki gjöld né tolla af og
þeir nota þessar bifreiðir til
eigin þarfa, og brenna elds-
neyti sem við borgum, þú og ég.
SIÐLEYSI
STJÓRNARHERRANNA
Siðleysi stjórnarherranna er
mikið. Þeir aka á þessum bif-
reiðum án sýnilegs kinnroða á
sama tíma og öryrkjar og fatlað
fólk, sem berst áfram af dugn-
aði en getur ekki komizt ferða
sinna nema í bifreið, verður að
greiða tolla og skatta af bifreið-
um sínum, þó þar komi til ein-
hver eftirgjöf, en aftur á móti
koma til kvaðir sem binda þetta
fólk við að kaupa ákveðnar bif-
reiðategundir. Siðleysið og
óréttlætið birtist okkur í ýms-
um myndum.
VARNIR OG AÐGERÐIR
Við verðum að taka upp
varnir til aó tryggja hagsmuni
okkar.
Hvað getum við gert? A vor-
dögum bílaaldar á íslandi, árið
1935, ætluðu stjórnvöld þeirra
tíma að hækka bensinverð um
fjóra aura lítrann. Bifreiðaeig-
endur í Reykjavík svöruðu að-
för stjórnvalda og lögðu bif-
reiðum sínum. Þessar sam-
stilltu aðgerðir bifreiðaeigenda
báru árangur. Hækkun á
bensínverði kom ekki til fram-
kvæmda. ökutæki í Reykjavík
stóðu óhreyfð i tíu daga.
Aðgerð sú sem bifreiðaeig-
endur í Reykjavík á árinu 1935
gerðu hentar trúlega ekki að
sinni, en við getum gert ýmis-
legt okkur til varnar.
TÆKI
STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
Til að stjórnvöld geti komið
þessari holskeflu verðhækkana
á rekstrar- og útgerðarkostnað
bifreiða verður það að sam-
þykkjast af alþingi. Stjórnmála-
flokkarnir hafa sín málgögn
(dagblöð) til að koma áhuga-
málum sínum til okkar.
Ef þú ert ekki sáttur við að-
för stjórnvalda að okkur bif-
reiðaeigendum, ef þú ert
áskrifandi að málgagni eða mál-
gögnum, stjórnmálafloKka
þeirra sem standa fyrir því að
vega stöðugt að hagsmunum
okkar bifreiðaeigenda, stjórn-
málaflokka sem gera okkur erf-
itt eða ókleyft að reka bifreiðir
okkar þá gefðu þeim áminn-
ingu.
TILLAGA?
Fvrsta aðgerð okkar er: Dag-
inn sem okkur verða kynntar
boðaðar hækkanir, segjum við
upp í þrjá mánuði áskrift okkar
á málgögnum þeirra stjórn-
málaflokka sem stóðu að því að
þessi hækkun náði fram að
ganga.
Ef við verðum samtaka. Sam-
taka eins og bifreiðaeigendur í
Reykjavík árið 1935, er ekki
vafi á því að stjórnarherrarnir
hugsa sig um áður en þeir gera
frekari aðför að okkur.
Lesandi góður, ef þú hefur
haft þolinmæði til að lesa þetta
bréf mitt og ert mér sammála
að einhverju eða öllu leyti um
þessar aðgerðir til að tryggja
hagsmuni okkar, ættir þú að
senda mér línu og tjá mér hug
þinn í þessum hagsmunamálum
okkar.
Kópavogi 13. des. 1977
Eðvarð L. Árnason,
Digranesvegi 38, Kóp.
Ráðherrarnir eru ekki skyldaðir til þess að kaupa ákveðnar bilateg-
undir. Þeir mega kaupa hvaða tegund sem þeir helzt kjósa sjálfir. Á
myndinni er sams konar bíll og Vilhjálmur menntamálaráðherra á.
Bókin um
SETBERG
ABBA
Hljómsveitin sem slær
öll met í vinsældum.
Þetta er bókin um sænsku hljóm-
sveitina ABBA — sem braust til
heimsfrægðar. í bókinni er frásögn
í máli og fjölmörgum myndum af
lífi þeirra og starfi fyrr og nú.
Eignist bókina um ævintýralegan
feril þeirra.
Kvikmyndin um þau verður
jólamynd í Austurbæjarbíó.