Dagblaðið - 19.12.1977, Síða 9

Dagblaðið - 19.12.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. DESEMBER 1977. 9 Opið bréf til ríkissak- sóknara Þórðar Bjömssonar frá Kristjáni Péturssyni, deildarstjóra 1. apríl 1976 kröfðust þér dómsrannsóknar á hendur undirrituðum og Hauki Guð- mundssyni, rannsóknarlög- reglumanni í Keflavík, skv. kröfu Arnar Clausen hrl., vegna handtöku varnarliðs- mannanna Charles E. Burrel og James William Hand. Krafist var rannsóknar á handtöku þeirra, skýrslutökum, fram- komu rannsóknaraðila við sak- borninga og því hvort rannsókn þessi hafi verið framkvæmd í heimildarleysi. Með bréfi dómsmálaráðu- neytis dags. 30. apríl 1976 var Sigurberg Guðjónsson, fulltrúi bæjarfógeta í Kópavogi, skipaður setudómari í máli þessu. Rannsókn stóð yfir eins og yður mun kunnugt í fulla 14 mánuði. 12. þ.m. móttók ég bréf frá embætti yðar dags. 8. þ.m. þar sem mér voru tilkynnt málalok, en þar segir orórétt: „Af ákæruvaldsins hálfu skal fram tekið að eins og mál þetta liggur-nú fyrir, þykir eigi næg efni til frekari aðgerða í málinu." í greinargerð undirritaðs dags. 12. janúar sl„ sem yður var framsend, segir m.a. orðrétt: „Skömmu eftir að örn Clausen, hrl. gerði kröfu um rannsókn á hendur okkur Hauki Guðmundssyni til varn- armáladeilda'r utanríkisráðu- neytis, skýrði Örn Clausen hrl. mér og Þorgeiri Þorsteinssyni, lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli frá því á skrifstofu varnarmáladeildar, að ástæðan fyrir framkominni kröfu um rannsókn á hendur okkur Hauki Guðmundssyni væri einungis sú að reyna með þeim hætti að tefja fyrir brottför varnarliðsmannanna úr landi. Örn Clausen ítrekaði fyrri ummæli sín við mig og Hauk Guðmundsson á skrifstofu sinni fyrri hluta nóvember- mánaðar 1976. Vegna framan- greindra ummæla lögmannsins í þessu máli tel ég forsendur fycir rannsókn á kröfunni ekki vera fyrir hendi, þar sem hún er gerð á röngum forsendum. Haukur lét einnig bóka eftir sér efnislega samskonar yfir- lýsingu fyrir dómi þann 15. janúar sl. t þágu rannsóknarinnar telj- um við Haukur Guðmundsson, mjög áríðandi að örn Clausen hrl., verði yfirheyrður í þessu máli, vegna framangreindra ummæla þar sem þau hljóta að teljast mjög alvarlegs eðlis, þegar beiðst er rannsóknar ríkissaksóknara á sakarefni að því er virðist á alröngum for- sendum, sé miðað við ummæli og yfirlýsingar hans í þessu máli." Það vekur sérstaka athygli og undrun, herra ríkissaksóknari, að þér skuluð ekki ennþá hafa látið fram fara opinbera rann- sókn á greindum ummælum Arnar Clausen hrl. Eigi verður annað séð en lögmaðurinn hafi gerzt brotlegur við 148. gr. al- mennra hegningarlaga, sem hljóðar svo: „Hver sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu- eða undanskoti gagna, öflun fals- gagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsi- verðan verknað, skal sæta varð- haldi eða fangelsi allt að 10 árum.“ Ég ítreka því fyrri kröfu um að áðurnefnd um- mæli Arnar Clausen hrl. verði rannsökuð til hlítar án frekari tafar. Það er í meira lagi óeðlilegt að rannsaka aðeins hlutdeild okkar Hauks Guðmundssonar í málinu, en ekki framkomna kröfu vegna meints hegningar- lagabrots hæstaréttarlög- mannsins. Þá er rétt að vekja athygli yðar á því að ennþá liggur óaf- greidd hjá embætti yðar rann- sókn vegna rógskrifa dag- blaðsins Tímans, en rannsókn lauk hjá Sakadómi Reykjavíkur sl. vor. Ég vil í þessu sambandi benda yður herra ríkissaksókn- ari á yfirlýstan vilja hæstvirts dómsmálaráðherra um að flýta almennt meðferð dómsmála í landinu frá því sem nú er. Allir hljóta að vera fylgjandi þessari stefnu dómsmála- ráðherra, sem vakið hefur verð- skuldaða athygli þjóðarinnar, vegna sinna alkunnu afskipta af hvers konar dómsmálum. Frekari dráttur á afgreiðslu Tímamálsins er honum því örugglega ekki að skapi. Kristján Pétursson deildarstjóri. Atkvæðagreiðslu um Víðishússkaupin frestað til 3. umræðu fjárlagafrumvarpsins Atkvæðagreiðslu um Víðishús- kaupin var frestað til 3. umræðu fjárlaganna á Alþingi. Lúðvík Jósepsson og Ragnar Arnalds fluttu tillögu um það, að fellt yrði niður heimildarákvæði fjárlaga- frumvarpsins um húsakaup þessi. Vitað er að ýmsir alþingismenn hafa lýst sig andvíga kaupunum. Eru það bæði þingmenn úr stjórn- arliðinu og eins stjórnarand- stæðingar. Tillaga nokkurra þingmanna um hækkun fjárveitingar til byggingar sundlaugar við Grensásdeildina var einnig til at- kvæðagreiðslu við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Var þeirri atkvæðagreiðslu einnig frestað. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 3 milljóna króna framlagi til sundlaugarinnar. Jóhann Haf- stein, Sverrir Bergmann, sem er varamaður Einars Ágústssonar, Magnús Kjartansson, Eggert G. Þorsteinsson og Albert Guð- mundsson gerðu tillögu til hækkunar framlagsins upp í 50 milljónir króna. Að ósk flutnings- manna var atkvæðagreiðslu frest- að til 3. umræðu. Fjárveitinga- nefnd Alþingis óskaði einnig að frestað yrði atkvæðagreiðslu um sína 3 milljón króna tillögu. -BS. Grímsárvirkjun þolir ekki snjókorn þá verða Austfirðingar rafmagnslausir Enginn póstur hefur komið hingað á Eskifjörð síðan á þriðjudagskvöld. Ekki hefur verið hægt að fljúga vegna óveðprs. í fyrradag gerði hér aftaka veður með norðvestan- roki og stóð það yfir í nokkra klukkutíma. Ekki urðu neinir stórskaðar sem betur fór en nokkrar plötur fuku af Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Bóas Sigurðsson, sem er að byggja sér íbúðarhús að Bleiksásshlíð 10 var nýbúinn að kaupa einangrunarplast fyrir 80 úsund og fór helmingurinn af ví út í veður og vind. Viða annars staðar urðu smáskaðar þar sem rúður brotnuðu í hálf- byggðum húsum, þar sem verið var að glerja. Rafmagnið fór oft af í fyrra- dag eftir að veðrið skall á. Skólastjórinn keyrði yngstu börnin heim og forstöðukona barnaheimilisins lét sækja börnin því þau voru mjög hrædd 1 ljósleysinu. Það heyrðist mjög mikið á barna- heimilisbyggingunni sem er úr timbri. alifi s nulsiav ot 1 dag er bezta veður á. Eski- firði, jörð alauð og mikið verzl- að. í gærkvöldi kom aðeins smá- slydda og var þá Ijóslaust frá kl. hálfsjö til klukkan að ganga ellefu. Krap hafði komizt í Grímsár- virkjun, sem virðist ekki þola nokkurn snjó eða slyddu. Sennilegast er að byggja verði yfir hana til þes að Austfirðing- ar hafi öruggt rafmagn. -Regína Thor./abj. Áður ósögð saga af heimskauíaferð Vilhjálms Stefánssonar • • Om&Oriygur Vesturgötu 42 simi:25722 í þessari bók er í fyrsta sinn rakin öll saga Karluks, forystuskips í leiðangri Vilhjálms Stefánssonar tii norðurhafa á árunum 1913—1918, en það brotnaði og sökk í ísnum, áður en leiðangurinn var raunverulega hafinn. Tuttugu og fimm menn voru skildir eftir skipreika á ísnum, meðan foringi þeirra fór í fimm ára landkönnunarferð norður. Við þessar aðstæður gat ekkl hjá þvf farið að endir sögunnar yrði hörmuleg- ur. Átta manns létust á leið yfir ísinn, einn skaut sig, tveir sveltu í hel og hinir drógu með naumindum fram lífið, uns hjálpin barst. Frásagnirnar um jjol- raunir þeirra eru átakanlegar, en bera vott um ótakmarkaðan lífsvilja. í bókinni eru einstakar Ijósmyndir, teknar í leiðangrinum og hafa flestar þeirra aldrei blrst áður. Hina næsta ótrúlegu sögu um örvænt- ingarfulla lífsbaráttu fákunnandl og forystulausra manna, seglr segul- og veðurfræðingur leiðangursins, William McKinlay, sem þá var hálfþrítugur kennari.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.