Dagblaðið - 19.12.1977, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1977.
16
r’
FELAGSSTOFNUN STUDENTA
TILRAUN SEM MISTÓKST
í tíð Viðreisnarstjórnarinnar
voru samþykkt lög um Félags-
stofnun stúdenta. Markmið
þessarar lagasetningar var að
setja undir einn hatt þjónustu
sem nauðsynlegt og sjálfsagt
þótti að veita stúdentum. I at-
hugasemdum með frumvarpinu
var sagt sem svo, að góð
kennsluaðstaða og kennslu-
bækur væru ekki einu forsend-
ur náms. „Engu minna skiptir
fyrir námsmanninn að hann
hafi aðstöðu til að stunda nám
sitt án daglegrar áhyggju um
afkomu sína.“ 1 dag, 9 árum
eftir þessa lagasetningu, rekur
Félagsstofnun stúdenta (FS)
margháttaða starfsemi. Undir
hana heyra stúdentagarðarnir,
hjónagarðarnir, barnaheimili
stúdenta, Matstofa stúdenta,
bóksala, Stúdentakjallarinn,
kaffistofur o.fl.
Með lögunum voru FS mark-
aðir þrír megintekjustofnar: a)
sala á vörum og þjónustu; b)
sérstakt framlag úr ríkissjóði
og c) hluti innritunargjalda í
Háskólann. I ofannefndum at-
hugasemdum var gert ráð fyrir
að ríkisframlagið yrði greitt i
ákveðnu hlutfalli við hlut stúd-
enta af innritunargjöldunum.
Tekið var fram að ef stúdent
greiddi 500 kr. þá greiddi ríkis-
sjóður 1.500 kr. á móti.
En Alþingi lét sér ekki nægja
að tryggja stofnuninni öruggar
tekjur. FS átti að verða óvenju
lýðræðisleg stofnun. Með lög-
unum var ákveðið að stúdentar
ættu meirihluta í stjórn
hennar. Af fimm stjórnarmönn-
um eru þrír fulltrúar stúdenta.
Hugmyndin að skipan stjórnar
og tekjustofnum var fengin að
láni frá Noregi,' enda er FS
sniðin eftir norskum fyrir-
myndum.
NIDURSKURÐARSTEFNA
RÍKISVALDSINS
Þannig leit þetta allt saman
óskaplega fallega út árið 1968
ívar Jónsson
og framtíðin virtist brosa við
FS. Afstaða rikisvaldsins var
stúdentum líka mjög i vil á
þessum árum. En hún átti eftir
að breytast mikið, reyndar svo
mikið að fullyrða má að Alþingi
stefni í dag markvisst að því að
jafna stofnunina við jörðu.
Frá því er skemmst að segja,
að raungildi ríkisframlagsins
til FS hefur verið skorið veru-
lega niður. T.a.m. er það í ár
aðeins 1/6 af því sem það var
1970. Framlag stúdenta hefur
hins vegar fyllilega haldið
raungildi sínu (sjá töflu I).
Slíkur niðurskurður sem hér
hefur átt sér stað, er í raun og
veru ekkert annað en bein árás
á kjör stúdenta og hefur sett
márk sitt á starfsemi FS. Sam-
fara því að verð á vörum og
þjónustu FS hefur hækkað
óeðlilega mikið, hefur þjónust-
an dregist saman og versnað.
Stúdentagarðarnir hafa komið
einna verst út úr fjársveltinu,
en um þá hefur töluvert verið
fjallað í fjölmiðlum undanfarn-
ar vikur. FS hefur ekki haft
fjárhagslegt bolmagn til þess að
fjármagna langtíma viðhald á
þeim. Ástandið á Görðunum er
nú svo bagalegt, að stjórn FS
treystir sér ekki til að taka
ábyrgð á útleigu þeirra. Þetta
er í samræmi við kröfur ýmissa
opinberra stofnana um nauð-
synlegt viðhald á þeim. Stjórn-
in hefur því neyðst til þess að
taka þá ákvörðun að Stúdenta-
görðunum verði lokað frá og
með 1. febr. nk. ef ekki fáist
nægilegt fé til nauðsynlegra
framkvæmda. Þar með verða
100 stúdentar húsnæðislausir.
UM VALDAST0ÐU
STJÓRNAR FS
Nú er eðlilegt að einhver
spyrji; Hvernig getur þetta
gerst, þegar stúdentar hafa
meirihluta í stjórn FS og þar
með öll völd í sínum höndum?
— Svarið er ósköp einfalt: lýð-
ræði getur aldrei falist í form-
legum meirihluta einum sam-
an, forsendan eru þau valda-
tæki sem nægja þessum meiri-
hluta til að tryggja og raungera
hagsmuni umbjóðenda sinna.
Sá aðili sem hefur vald til þess
að skera niður tekjustofna FS
hefur um leið vald til þess að
afmarka hlutverk eða valdsvið
stjórnar hennar. Þannig er
meirihluti i stjórninni einskis
verður, ef Alþingi markar
stjórninni það hlutverk með
niðurskurði sínum, að vera
stuðpúði milli rikisvaldsins og
stúdenta. Þvi í raunveruleikan-
um fær stjórnin það hlutverk
að finna heppilegustu leiðina
við að hækka verð á vörum og
þjónustu eða draga úr henni,
eða m.ö.o. að stinga rýting í bak
umbjóðenda sinna. En svona
vill það nú oft verða í fulltrúa-
lýðræðinu.
Hér að framan var á það
minnst að FS er sniðin eftir
norskri fyrirmynd. I Noregi,
eins og hér, hafa stúdentar
orðið fyiir barðinu á fjandsam-
legri afstöðu ríkisvaldsins í
„Félagsstofnunarmálum". Við-
brögð þeirra hafa víðast hvar
verið þau, að draga fulltrúa
sina út úr stjórnunum og varpa
þannig ábyrgðinni alfarið á
herðar ríkisvaldsins. Þessi við-
brögð eru auðvitað hárrétt.
Hlutverk fulltrúanna á að vera
að gæta hagsmuna stúdenta, ef
ríkisvaldið ræðst að stúdentum
með niðurskurði, þá er grunn-
inum um leið kippt undan
þessu hlutverki fulltrúannfl
Óséð er fyrir hvort stúdentar
hér á íslandi munu fara eftir
fyrirmynd norskra stúdenta. Sú
sérstæða staða er nefnilega hér,
að opinber gjöld FS eru u.þ.b.
helmingi hærri en ríkisfram-
lagið. Árið 1977 er ríkisfram-
lagið 11 millj. króna, en opin-
ber gjöld 21,9 millj. (sjá töflu
II). Ljóst er, að ef afstýra á
lokun stúdentagarðanna, þarf
að veita í þá um 25 millj. króna,
eða rétt rúmlega þeirri upphæð
sem greidd er í opinber gjöld í
ár. Stúdentar hafa hugleitt af
alvöru þann möguleika að
greiða ekki opinber gjöld. í
leiðara 6. tbl. Stúdentablaðsins
1977, segir „þegar Félagsstofn-
un var komið á fót 1968 var það
yfirlýst stefna ríkisvaldsins að
ríkisframlag til stofnunarinnar
skyldi vera þrisvar sinnum
hærra en framlag stúdenta með
Stúdentablaðið
tafla
Hvað hefur FS fengið síðustu árin?
Fjárveiting Alþingis til FS.
Fært til verölags 1969.
Fjárlög pr.stúdent Fjárlög pr.stúdent Fjöldi Vísitala
Ar þús.kr. kr. þús.kr. kr. innrit. stúd. vöru og þjónusti
1970 6.430 3.794 5.640 3.328 1.695 114
1971 3.480 1.817 2.829 1.477 1.915 123
1972 4.080 1.877 2.914 1.341 2.179 140
1973 4.850 2.000 2.771 1.143 2.425 175
1974 6.850 2.661 2.751 1.069 2.574 249
1975 7.500 2.777 2.005 743 2.700 372
1976 7.600 2.533 1.447 482 3.000 525
1977 11.000 3.666 1.556 519 3.000 707
1978 14.000 1) Visitala 1978 áælluö meö 33% verö- bólgu 4.666 ' 1.486 495 3.000 942 1)
Heildarfjárhæð innritunargjalda
Hluti FS. og Stúdentaskiptasjóðs.
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
Heildar
fjárhæð
þús.kr.
740
2.017
2.265
3.896
6.947
8.100
10.800
13.500
pr.stúdent
437
1.054
1.039
1.600
2.700
3.000
3.600
4.500
Fært til verölags. i9t>9
Heildar
fjárhæö
þús.kr.
649
1.640
1.618
2.226
2.790
2.166
2.057
1.909
pr.stúdent
kr.
Fjöldi
innrit.
stúd.
1.695
1.915
2.179
2.425
2.574
2.700
3.000
3.000
Vísitala
vöru og
þjónustu
Ekki á hann Grímsi gott að...
Það er til ótrúlega mikið af
biluðu fólki. Sumir elska
peninga og leggja þá oft á sig
ótrúlegar vitleysur og jafnvel
glæpi, til að eignast meiri
peninga. Aðrir elska amerískar
ryðhrúgur, sem þeir kalla „ofsa
kagga". í þá eyða þeir oft iillum
sínum peningum, frístundum
og heilsu. Ekki eru nema
nokkrir dagar siðan vart varð
við aldeilis nýtt tilfelli. Maður
einn (ónafngreindur) fékk
ofurást á punktum, og þá i leið-
inni stuttum málsgreinum.
Hann leggur að sjálfsögðu allt á
sig til að komast yfir sem allra
flesta punkta og sem flestar
stuttar málsgreinar. Þrátt fyrir
hitmmiiflíufjölda geðsjúklinga,
liefur . BlaðiÖM' Okkar: (Þjóð-
viljinn) ót rúlega. lengi. sloppið
við þá. Hafan þeir þót með
Magga „húsmóðun" Þórðarson
fremstan í flokki, verið mjög
iðnir við að opinbera sjúkdóm
sinn á síðum dagblaðanna.
Hvort maður að nafni Þor-
grímur Gestsson á einhverja
samleið með þessu fólki veit ég
ekki.
I dagskrárgrein Blaðsins
Okkar 24. nóvember s.l. kemur
þó í ljós að hann er langt frá því
að vera eins og fólk er flest.
Ekki ætla ég að sjúkdóms-
greina hann, nema að litlu
leyti.
Umrædd dagskrárgrein ber
yfirskriftina „Beðið um læsi-
legan texta“. Er hér um að
ræða gagnrýni á greinar eftir
mig um síðustu hljómplötur
hljómsveitanna Lúdó & Stefán
og Colosseum II.
Ég kann vel að meta vinsam-
legar athúgasemdir við skrif
min, og ég kann vel að meta
vinsamlegar ábendingar um
hvað megi betur fara hjá mér.
En gagnrýni Grímsa verð ég að
taka með fyrirvara. Við lestur
gagnrýninnar kemur nefnilega
í ljós að Grímsi fer með rangt
mál i flestum atriðum.
KANN NEFNILEGA
EKKI AÐ TELJA
Það er kannski ekki furða þó
að Grimsi sé ekki áreiðanlegur.
C.rímsi kann nefnilega ekki að
telja.
Og þar sem gagnrýni Grímsa
byggist að nokkru leiti upp á
tölum. þá gefur auga leið að
taka verður hana með fvrirvara
a.m.k. hvað þær varðar. ,
(iritnsi héfur líka vanstillt
tímaskynog hann kann ekki að
k.vngreina orð. Jafnvel þó hann
rambi á rétt kyn orða, misskilur
hann merkingar þeirra.
Þetta er aðeins örlítið brot af
ölíu því sem hrjáir Grímsa. Þar
sem gagnrýni hans er rúmlega í
sama hlutfalli og sjúkdómur
hans ætla ég aðeins að fara
lauslega yfir hana.
FÆÐINGARGALLI
EN EKKI SLÆMT
UPPELDI
Snemma í gagnrýninni fáum
við að vita að Grímsi er alinn
upp með Blaðið Okkar í hönd-
unum. Það bendir til þess að
sjúkdómur Grímsa s.é fæðingar-
galli en ekki slæmt uppeldi.
Það næsta sem við fáum að vita
Kjallarinn
Jens Kristján
Guðmundsson
af Grímsa er að hann er orðinn
fullorðinn maður.
Hann hefur stárfað við
Alþýðublaðiö. Þar er komin
skýringin á þeim mikla sam-
drætti, sém órðið héfur á út-
breiðslu og velgengni Alþýðu-
blaðsins undanfarin ár. 7.
nóvember sl. fær Grímsi vænan
bunka af notuðu Blaðinu
Okkar. Skyndilega bregður
honum í brún. Hann hefur
nefnilega séð fyrirsögnina
„Gamlar lummur — fyrir fólk
yngra en 12 ára og eldra eri 30
ára.“ Ekki leist honum á
blikuna. Og þrátt fyrir að hann
segist ekki vita hvað orðið
hneyksli þýðir, varð hann illi-
lega var við merkingu þess.
Líklega hefur Grímsi haldið
að hér væri um að ræða kaffi-
brauð, sem kallað er lummur og
að það hefði lent illa í kynslóða-
bilinu.
Því næst sér Grímsi að ég
skrifa mig: „Jens Kristján
Guð....“. Finnst honum undar-
legt að ég skuli skrifa mig
„Guð", en heiti Jens í kirkju-
bókum. Ég skrifa mig aldrei
„Guð“ án þess að hafa nafnið
Jens á undan. Og þar sem ég er
Guðmundsson, þá stytti ég
föðurnafnið um nokkra stafi,
rétt eins og Oli Jó, Matti Matt,
Helgi P. o.m.fl.
KALLAR ÞRIGGJA
MANNA HLJÓMSVEIT
SEXTETT
Þegar Grímsi fer svo.að lesa
unt „lummurnar" verður hann
fljótlega var við að þaö eru
fleiri en eitt orð í málsgreinun-
um. Fer Grimsi nú að telja orð-
in.
En hann telur að sjálfsögðu
ekki rétt, því'hann kann ekki
að telja rétt. Þau orð sem
öðrum telst vera 53 telst
Grímsa vera 54. Þessi smíða-
galli í Grímsa kemur ennþá
betur í ljós þegar hann kallar
Lúdó, sem er þriggja manna
hljómsveit plús Stefán, sextett.
Heilbrigt fólk kallar þriggja
manna hljómsveitir tríó.
Næsta áberandi vitleysa
Grímsa er vegna vanstillts tíma-
skyns. Hann fullyrðir að hann
muni eftir því að ég hafi ritað
um poppmennsku í Alþýðu-
blaðið fyrir þremur til fjórum
árum. Hið rétta er að ég ritaði í
Alþýðublaðið fyrri part þessa
árs, og tókst mér á því stutta
tímabili, sem ég starfaði við það
blað, að ná inn aftur 1100 af
þeim áskriftum sem blaðið
missti er Grimsi starfaði þar.
Það er nokkuð mikill munur
á tímalengd mánaða og ára.
Ekki. vildi ég lána slíkum
manni sem Grímsa peninga og
senija um greiðslu eftir fjóra
mánuði. Hann kæmi eftir
nokkur ár. skælbrosandi hring-
inn í kringum hausinn.
Grímsi hefur eftir mér að
Lúdó hafi ekki verið hættur
lengur. Ég skrifáði hins/yegar
að Lúdó hafi ekki verið hætt.
Þetta bertdir til þess að Grímsi -
háfi'' litla hugmynd um kyn-
béygingu. Þ.e a.s. hann heldur
að HÚN hljómsveitin sé HANN
hljómsveitin.
Grímsi þýðir orðið sólóplata
(Björgvins Gíslasonar), sem
einleiksplata. Eins og alþjóð
veit þá merktir sólóplata að
einstaklingur sé skrifaður fyrir
henni. En ekki að um einleik sé
að ræða.
Til er fjöldi dæma um að
einstaklingar séu skrifaðir
fyrir plötum, þó þeir ,,rythmi“
aðeins með á þeim. Slíkar
plötur eru ætíð kallaður sóló-
plötur.
Þegar Grímsi er búinn að
svala sjálfspyntingarfýsn sinni
nokkuð vel á ,,lummunum“, er
íí