Dagblaðið


Dagblaðið - 19.12.1977, Qupperneq 22

Dagblaðið - 19.12.1977, Qupperneq 22
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. DESEMBER 1977. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. DESEMBER 197,7. a Fjörefni—A+ Ófullgerða hljómplatan Á þessum tveimur gömlu myndum af .hljómsveitinni Dögg má finna meirihluta meðlima Fjörefnisins. A myndinni til vinstri er Nikulás Róbertsson hljómborðsleikarií efri röð fyrir miðju. Jóhann Þórisson bassaleikari er iengst til v.instri i fremri röð og Páll 'Páisson söngvari við hlið hans Á myndinni að ofan er Páli lengst til hægri í efri röð en Jón Þór Gislason til vinstri í fremri röð. DB-myndir Björgvin Pálsson. Fiörafni — A + Útgaffandi: Stainar hff. (Stainar-019 Stjórn upptöku: Tony Cook og Fjöroffni. Upptökumaöur: Tony Cook. Hljóöritun: Hljóðriti i sapt. '77. Yrkisefnin á hljómplötunni A+ eru nokkuð öðruvísi og nær fólki en gerist og gengur. önnur hlið plöt- unnar er öll lögð undir Hallæris- planið margumtalaða. Á hinni hlið- inni er til dæmis sungið um Læra- lækinn — heilsulindina góðu sem mjög var til umræðu síðastliðið sumar. Þar má einnig finna lagið Diskódans sem hefur álíka inni- haldsríkan texta og tónlistin sem hvað mest glymur í eyrum á diskótekum. Það heyrir til undantekninga að tónlistarmenn geri nánasta umhverfi sitt að yrkisefni. Miklu frekar kjósa þeir að syngja um ástir sínar, fortiðina eða uppdiktaða atburði og persónur. Aó þessu leyti er A+ fersk undantekning á markaðinum. Lög og textar á plötunni eru að mestu leyti-eftir þá Pál Pálsson og Jón Þór Gíslason. Við tex.tagerðina njóta þeir aðstoðar manns sem kýs að kalla sig Loka og einnig á Halldór Gunnarsson einn texta eða miklu heldur ljóð, Meiri sól: Þegar morgunregnið malar við giugga og músum vatnar himinn á gler, hver kann ráð? Kannski finnur einhver þörf tii að hugga hann og hljómasúpu fyrir hann ber meó von um bros. Fingur hans falia á hljómboro falleg hugsun kailar á orð með von um bros. Uppí nefið alveldið sýgur, augun þerrar, strýkur burt ský og gefur bros. Tónn og geisli faðmast og fagna, flögra um stofu í áköfum leik. Orð og hljómur minnast og magna, meiri sól. Lög þeirra Jóns Þórs og Páls eru öll áheyrileg og sum góð. Þeir félag- arnir eru ólíkir tónsmiðir — lög Páls eru auðgripin en þegar frá líður fer maður að veita lögum Jóns meiri athygli. Svo er til dæmis um lögin í Læralæk og Meiri sól. í upphafi átti A+ að vera sóló- plata Jóns og Páls. Þeir fengu með sér tvo fyrrverandi félaga Páls úr hljómsveitinni Dögg, Þá Nikulás Róbertsson og Jóhann Þórisson. Síðar bættust við tveir meðlimir hljómsveitarinnar. Eikar, Tryggvi HUbner og Asgeir Öskarsson. Allir standa þessir hljóðfæraleikarar sig óaðfinnanlega á A+. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast á bassaleik Jóhanns. Hann hefur aðeins stundað hljóðfæraleik öðru hverju og með löngum hléum síðustu ár en þrátt fyrir það gæti hann gengið inn í hvaðí hljómsveit sem er, strax í dag. Sömuleiðis á Tryggvi Hiibner hrós skilið fyrir gítarleik sinn. Tryggvi hefur alltaf látið litið á sér bera en er mjög fær gltarleikari. Vera hans í hljómsveit- inni Eik ætti að vera næg sönrfhn fyrir þvi. A+ er fyrir margra hluta sakir áheyrileg plata. Helzti galli hennar er sá að hún er ekki fullunnin ennþá. ÖIl aukahljóðfáeri vantar og sömuleiðis eru raddanir I lágmarki. ■ Vegna tfmaskorts í Hljóðrita hefur ekki unnizt tími til að lagfæra ýmis smáatriði — atrið sem eru til komin vegna reynsluleysis sum hver. Hljóðblöndun er vönduð og viróisl talsverðum tíma hafa verið varið til hennar, gagnstætt því sem gert var við upptökuna. Næsta plata Fjörefnis á að fjalla um nokkra stráka i sveitaþorpi sem slá sér saman í hljómsveit. Ég er farinn að hlakka til að heyra þí plötu. AT Gamlar, góðarlummur: Hin fullkomna söluplata GAMLAR, GÓÐAR LUMMUR - Gunnar Þoröarson og Lummurnar. Útgofandi: Ýmir (Ýmir-005). Stjórn upptöku, hljóðblöndun og útsetning- •ar: Gunnar Þóröarson. Upptökumaöur: Tony Cook. Hljóðritun: Hljóöriti í okt. '77. Gamlar, góðar lummur hafa flest það til að bera sem ein- kennir góða söluplötu. Lögin eru mátulega gömul og öll gríp- andi. Utsetningarnar eru líf- legar, söngur kraftmikill og hljóðfæraleikur smekklegur. Neytendur eru sem sagt teknir með trukki. Gunnar Þórðarson veit alveg hvað hann er að gera, hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. Til er fjöldi fólks sem finnur þessari Lummuplötu flest til foráttu. Sumir þola hana ekki af því að hún rýkur út eins og heitar lummur. Öðrum þykir hún heldur.létt og að sjálfsögðu líkar ekki öllum við lög eins og Anna í Hlíð, Viltu með mér vaka í nótt eða Lóa litla á Brú, svo að þrjú af ellefu lögum plöt- unnar séu nefnd. Þá eru þeir ófáir sem telja það fyrir neðan virðingu Gunnars Þórðarsonar að fást við tónlist eins og lumm- urnar. Það er ekki fyrir neðan virð- ingu Gunnars að gera neitt sem á annað borð er vel gert. Hvers vegna ætti hann ekki að mega gera plötur fyrir fjöldann eins og aðrir, ef hann langar til á annað borð? Sem betur fer er nú svo komið að Gunnar er sjálfur hættur að taka mark á þeim sem úthrópa hann mesta óvin íslenzkrar tónlistar og öðrum ónöfnum fyrir starf hans með Ríó, aðild að Vísna- bókárplötunni og þess háttar. Hann hefur líka sýnt það og sannað með verkum sínum að slíkt hjal er marklaus þvæla. Ég játa það fúslega að ég hef ekkert sérstaklega gaman af Gömlum, góðum lummum, það er einum of mikið tyggjóbragð af þeim. Én platan er jafn vel gerð fyrir því og þeir, sem þykir hún skemmtileg, eru ekk- ert verri menn fyrir bragðið. Ég vona að Gamlar, góðar •lummur skili af sér góðum .ágóða. Þá er tilganginum náð. - ÁT - ^PIata sem móðgar engan Silfurkórinn — HVÍT JÓL Útgefandi: SG-hljómplötur (SG-110). Upptökumaður: Siguröur Ámason. Útsetningar og hljómsveitarstjórn: Magnús Ingimarsson. Hljóöritun: Tóntækni. Búið er að gefa út svo margar jólaplötur hér á landi að erfitt er orðið að gera plötu, sem líkist ekki neinni annarri. Það var því ágætis lausn að velja sosum fjörutíu jólalög, skipta þeim í syrpur og taka síðan allt upp. — Þannig er plata Silfurkórsins, Hvit jól, upp byggð. Þetta er ekki ný hugmynd. Áður höfðu Fjórtán fóst- bræður sungið inn á .þriár plötur með þessu sniði. Magnús Ingimarsson, útsetjari Ilvitra jóla, útsetti einnig að minnsta kosti tvær af plötum Fjórtán fóstbræðra, svo að ekkert undarlegt er við það ])ó að handbragðið sé svolítið keimlíkt. Þó er mikill munur á plötum Fjórtán fóstbræðra og Silfur- kórsins. Silfurkórinn er frekar tilþrifalaus kór. Sér í lagi þykir mér lítið til karlmanna- raddanna koma. Ég heyri ekki betur en að allar bassaraddir vanti, — að minnsta kosti fer ákaflega litið fvrir þeim. Þá er lítill kraftur í kórnum, en það var einmitt krafturinn sem var einkenni Fjórtán fóstbræðrá. Kannski er ég voðalega óréttlátur að hera þessa tvo kóra saman Fóstbræðurnir starfa stöðugt. en Silfurkórinn mun aðeins einu sinni hafa komið saman i heild. Það var ekki einu sinni til að s.vngja heldur til að hlusta á eigin söngl Silfurkórinn er nefnilega dðeins nokkurra mánaða gamall. Utgefandi Hvítra jóla auglýsti eftir kórfólki og af umsækjendum voru 24 valdir. Síðan var tekið upp, væntan- lega hver rödd fyrir sig. Þetta eru ákaflega ópersónuleg Ivinnubrögð, sem hljóta að koma niður á heildarútknm- unni. Hvít jól eru ákaflega látlaus plata. Litið ber á undirleik- urum heldur fer kórinn með aðalhlutverkið. Notkun slag- verkshljóðfæra er alveg mátu- leg. Oft hefur viljað brenna við að jölaplötur hafi verið ofhlaðnar með þeim. — Sem sagt plata sem kemur ekki á ovart að neinu levti, -— jóla- plata fvrir alla fjölskvlduna AT Loksins áíslandi FOTBOLTAR HANDBOLTAR KÖRFUBOLTAR Búningar: ENGLAND — WEST HAM — LEEDS — M. UNITED — 0. FL. einnig ADMIRAL ÆFINGABÚNINGAR ARMBÖND, HRINGAR, FÁNAR, PRJÓN- MERKI O.FL. MOON- BOOTS KR. 4.770. TIL 5.270. ÆFINGABÚNINGAR VERD FRA KR. 3.895—8.800. PUMA ÆFINGASKÓR ÍÞRÓTTATÖSKUR FRAM, VALUR, LIVERPOOL, KR, MAN. CITY O.FL. GERÐIR VERÐ KR. 1.840. PUMA ÍÞRÓTTATÖSKUR 20 GERDIR HANZKAR, HUFUR, PEYSUR, HNÉHLÍFAR OG OLNBOGAHLÍFAR CHARLTON OG YONEX—SPAÐAR SKÓR, PEYSUR OG BOLTAR PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783 RADI0ST0FA VILBERGS OG ÞORSTEINS - LAUGAVEGI80 - SÍMI10259

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.