Dagblaðið - 19.12.1977, Page 26
30
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1977.
OVENJULEG BÖRN
—tveir gíraff ar sem eru ástúðlegir og forvitnir
Ji«*t vtu fójut?
#•*«!< Hftjj
Í íbúð sinni i New York hafa Betty og Jock útskorið afríkanskt iikan af
gíraffa tii þess að minna sig á fósturbörnin heima í Nairóbí.
Allir vinir Jocks og Bettyar
Leslie-Menville eru orðnir ósköp
þreyttir á þeim miklu áhyggjum
sem hjónin hafa af afkvæmum
sínum.Uti á meðal manna fást þau
ekki til að tala um annað en það
hvernig „börnin" hafi hagað sér.
Þetta finnst líklega flestum merki
um að börnin séu lítil og foreldr-
arnir ekki ennþá orðnir vanir um-
stanginu. Það fyrra er rangt en
hið seinna rétt. „Börnin" eru eng-
in smásmíði. Þau eru tveir gír-
affar, annar tveggja ára og hinn
átján mánaða. Sá minni er þrir
metrar og þrjátíu sentimetrar og
vegur 375 kíló en sá stærri er 3.98
metrar og vegur hálft tonn.
Uppeldið á þessum afkvæmum
hlýtur því alltaf að verða svoiítið
öðruvísi en á öðrum „börnum"
enda vinna þau hjónin fyrir sér
með því að halda fyrirlestra um
það mál. Þau hafa einnig gefið út
Þeir sem aia upp gíraffa verða að venja sig við að láta ekkert koma sér
á óvart. Ekki heldur að fá ekki að vera í friði við morgunverðarborðið.
Til þess að hægt sé að vernda
giraffana þarf að ná þeim og það
gengur ekki aiitaf of vel. Daisy
var náð með því að snara hana.
bók sem nefnist Að ala Daisy
Rotschild upp. Daisy er sá eldri af
gíröffunum. Rotschild nafnið er
eftir brezkum dýrafræðingi sem
fyrstur fann þennan gíraffastofn
og gaf honum nafn sitt.
Aðeins eru 130 gíraffar eftir af
þessari tegund í Afríku og þeir
eru í mikilli lífshættu. Stofninn
smáþynnist einnig með blöndun
við aðra stofna. Stjórnvöld í
Kenýa hafa tekið 23 stykki undir
sina vernd en aðrir eru upp á
sjálfa sig komnir. Leslie Melvilles
hjónin hafa því hafið mikla
áróðursherferð til að vernda
’þessa vini sína og telja ekki eftir
sér að ferðast vítt um lönd í þeim
tilangi. Fólk er hvatt til þess að
taka gfraffa í fóstur. Nokkrir hafa
þegar orðið við þessum óskum,
meðal þeirra leikarinn Richard
Chamberlain sem nefnt hefur gír-
affa eftir þeim hjónum.
Hjónin hafa keypt sér 130 ekra
landsvæði í Nairóbí sem þau nota
sem uppeldissvæði fyrir gíraffa.
Þau skulda þó ennþá mestan part-
inn og hafa lítið getað byggt á
landinu. Jock er öllu vanur því
hann ólst upp á búgarði í Kenýa.
Þrjú börn Bettýar af fyrra hjóna-
bandi hjálpa líka til.
Gíraffarnir eru að sögn hjón-
anna sérlega yndisleg dýr og til-
finninganæm. Ef hjónin skilja þá
eftir eina þá snökta þeir tímunum
saman og eru ekki mönnum sinn-
andi. Þeir eru mjög forvitnir og
vill oft fara lítið fyrir skrautmun-
unum þegar þeir eru búnir að
athuga þá að vild. En sparki þeir
frá sér er voðinn vís. Gíraffar
reyna aldrei neitt slíkt nema þeir
séu áreittir. Komi það fyrir þarf
líka ekki nema eitt spark til þess
að drepa mann.
- DS þýddi og endursagði
/ANTIK AAvAAAAy
V GLER 4 SIMÍ 16820
^yy^XYVYY^
SÍGTUNÍ 1 REYKJAVIK
$ériicröinn ntcb bltfotctnt ^lcr ofl lomfia.
X ''
\ á
. ...ri1 h
-"•
VIÐARLÍKISBITAR ÚR POLIURETAN
GEFA ÓTRÚLEGUSTU MÖGULEIKA VID INNRÉTTINGU ÍBÚÐA
EÐA VINNUSTAÐA.
SVO AUÐVELDIR Í UPPSETNINGU AÐ ÓTRÚLEGT ER.
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR. GJÖRIÐ SVO VEl AD LÍTA INN.
''úu'
Antili
Siþtiuii 1 Siini lfiBSn. >
DORA
STEFANSDO^t!R