Dagblaðið - 19.12.1977, Side 34
38
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. DESEMBER 1977.
* Austan kaldi og él var við suður-
ströndina an lóttskýjað vestan, aust-
an og norðanlands, en óljaveður i
Þingeyjarsýslum. Mikið frost var
um allt land. Gert er réð fyrir austan-
kalda næsta sólarhring, skýjuðu og
úrkomulaus og frosti.
I Reykjavík var frost 10 stig og»
alskýjað i morgun. +12 stig og skýj-
að í Stykkishólmi, + 13 og skýjað á
Gaitárvíta7 +18 og heiöskírt á‘
Akureyri, +15 og snjókoma á
Raufarhöfn, +13 og heiöskírt á
Dalatanga, +13 og lóttskýjað á
Höfn, +7 og snjókoma i Vest-
mannaoyjum.
i Þórshöfn í Fsereyjum var hiti um
frostmark og hálfskýjað, Kaup-
mannahöfn 5 stig og súld og rign-
ing, +6 stig og þoka í Osló, hiti 3
stig i London og þoka, 7 stiga hiti
og skýjað í Hamborg, 8 stig og
rigning i Madrid, 13 stig og skýjað i
Lissabon og 3 stiga hiti og rigning í
New York.
Valdimar Einarsson frá Neðra-
dal, sem lézt af slysförum 10. des-
ember sl., var fæddur 27. júlí 1923
að Neðradal í Biskupstungum.
Foreldrar hans voru Kristjana]
Kristjánsdóttir og Einar
Grímsson bóndi. Valdimar stund-
aði leigubílaakstur frá Hreyfli em
var jafnframt ökukennari. Árið
1948 kvæntist Valdimar eftirlif-.
andi konu sinni Þuríði Sigurjóns-
dóttur og eignuðust þau fimm
börn, fjóra syni og eina dóttur.
Agúst Stefánsson, Siglufirði, sem
lézt 8. desember sl., var fæddur 2
ágúst 1915 að Vatnsenda í Héðins-
firði. Foreldrar hans voru Soffía
Sigurðardóttir og Stefán Erlends-
son.
Þorgrímur St. Eyjólfsson for-
stjóri, Keflavík, sem lézt 12. des-
ember sl., var fæddur 2. maí 1905
að Borgum í Nesjum i A-Skaft.
Foreldrar hans voru Eyjólfur
Bjarnason og Þórdís Sigurðar-
dóttir, bæði ættuð úr Skaftafells-
sýslu. Þorgrfmur lauk námi frá
Flensborgarskóla en hélt síðan til
Danmerkur til framhaldsnáms,
stundaði hann verzlunarstörf er
hann kom heim að námi loknu.
Síðar fékkst Þorgrímur nokkuð
við útgerð og frystihúsarekstur,
gegndi hann fjölda trúnaðar-
starfa fyrir bæjarfélag sitt. Arið
1931 kvæntist Þorgrímur eftirlif-
andi konu sinni Eiríku Ar'na-
dóttur frá Gerðakoti á Miðnesi.
Eignuðust þau tvö börn, Árna Þór
flugumferðarstjóra og önnu sem
er gift og búsett í Reykjavík.
Ölvunog
ófærð
Allmikil ölvun varð — að venju
— i höfuðborginni og nágrenni
um helgina. Þurfti lögregluað-
stoðar allvíða við og ýmsir urðu
að sofa úr sér vímuna í fanga-
geymslum.
Öfærðin á sunnudagsnóttina
varð fjölda vegfarenda erfið.
Gengu margir frá bílum sfnum og
er morgnaði af sunnudegi voru
bílarnir fyrir eðlilegri umferð.
Lögreglunni bárust um nóttina
ýmsar hjálparbeiðnir og um
morguninn var ekki um annað að
ræða en fá snjóruðnings- og lyfti-
tæki til að rýma götur, bæði af
sköflum og yfirgefnum bílum.
A Akureyri var mikið um
drykkju og er það sett í sambandi
við skólaslit fyrir jól. Ekki kom til
vandræða. Sömu sögu er t.d. að
segja af Akranesi. Þar var
drykkja en ekki önnur alvarleg
mál en ölvaður maður sparkaði í
bíl svo tjónamál verður af.
ASt
Ný verðlaun
gagn-
rýnenda?
Þótt Silfurhesturinn og
Silfurlampinn séu úr sögunni,
hafa gagnrýnendur áhuga á að
endurvekja verðlaunaveitingar
í listum. Þau verðlaun yrðu
með öðrum hætti en áður var.
Þetta kom fram á aðalfundi
Sambands gagnrýnenda,
„Samgagns", fyrir helgina. Þeir
hafa áhuga á að stofna til fjöl-
þættra verðlauna. Til dæmis'
kæmu mörg verðlaun fyrir leik-
list í stað einna verðlauna
fyrir eitt hlutverk. Hugsanlega
mætti veita verðlaun fyrir
fleiri hlutverk og einnig auka-
hlutverk, sviðsteiknun, leik-
stjórn og svo framvegis. Þá
mætti I bókmenntum veita
verðlaun fyrir athyglisvert
verk eftir nýliða, athyglis-
verðustu skáldsöguna, athyglis-
verðustu ljóðabókina og svo
framvegis.
A aðalfundinum var Aðal-
steinn Ingólfsson, gagnrýnandi
Dagblaðsins, kosinn formaður,
en Ölafur Jónsson, annar gagn-
rýnandi DB, baðst undan end-
urkjöri í formannssætið. Um 30
eru í sambandinu, sem á að
vera tillöguaðili um greiðslur
til gagnrýnenda og viðhalda
tengslum við erlenda gagnrýn-
endur og sambandi milli gagn-
rýnenda hér.
HH
Sigurður R. Guðmundsson pípu-
lagningameistari, sem lézt 10. des-
ember sl., var fæddur 26. júlí 1907
að Norðurkoti í Miðneshreppi.
Foreldrar hans voru Gróa Bjarn-
ey Einarsdóttir og Guðmundur
Gíslason bóndi. Eftirlifandi kona
Sigurðar er Ingibjörg Ölafsdóttir
og eignuðust þau fjögur börn,
Ólaf Jón, Guðmund, Elínu Gróu
og Aðalheiði Þóru.
Bergsveinn S. Bergsveinsson yfir-
vélstjóri lézt hinn 11. desember
síðastliðinn. Bergsveinn Sigurður
var fæddur 7. okt. 1906 að Ara-
tungu í Steingrímsfirði sonur
hjónanna Bergsveins Sigurðs-
sonar bónda og Sigríðar Guðrúnar
Friðriksdóttur. Bergsveinn var í
foreldrahúsum fram til tvítugs en
þá fór hann til ísafjarðar og hóf
nám í Vélsmiðju. Árið 1933 tók
hann svo vélstjórapróf frá Vél-
stjóraskólanum í Reykjavík. 1934
kvæntist Bergsveinn eftirlifandi
konu sinni Valgerði Jónsdóttur og
áttu þau 4 börn. Bergsveinn var
vélstjóri á skipum mestan hluta
æfinnar en 1974 kom hann fyrir
fullt og allt í land. Hann verður
jarðsunginn í dag frá Dómkirkj-
unni.
Guðmundur B. Guðmundsson,
Hringbraut 42, Hafnarfirði, lézt
þann 16. des.
Gunnlaugur Illugason fv. skip-
stjóri var jarðsunginn í morgun
kl. 10.30 frá Dómkirkjunni.
Ingibjörg Gestsdóttir, Leifsgötu
8, verður jarðsungin í dag kl. 3
e.h. frá Fossvogskapellu.
Una Benjamínsdóttir var jarð-
sungin í morgun kl. 10.30 frá
Fossvogskirkju.
Nr. 240 — 15. desember 1977.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 211,70 212,30
1 Sterlingspund 391,05 392,15'
1 Kanadadollar 193,00 193.50'
100 Danskar krónur 3571,50 3581,60-
100 Norskar krónur 4041,60 4053,10-
100 Sænskar krónur 4441,30 4453.90-
100 Finnsk mörk 5141,15 5155,75
100 Franskir frnnkar 4408,10 4420.60
100 Belg. frankar 633,15 634,95 1
1ÚO Sviasn. frankar 10202,40 10231,30 ,
100 Gyllini 9076.10 9101,90-
100 V-þýzk mörk 9835,10 9862,90- :
100 Lírur 24,22 24.29
100 Austrr. Sch. 1377,40 1381,30-
100 Escudos 525.30 526.80-
100 Pesetar 259,50 260.20-
100 Yen 89.21 89.46 1
Ú rval j ólagj afa
Sjónaukar í úrvali
Sýningartjöld, blá,
þau bestu í bænum
Leifturljós í úrvali
Ljósmælar
Kvikmyndatökuvélar,
margar gerðir
Kvikmyndasýningavélar
Töskur undir myndavélar,
mikið úrval
Þrífætur
Konica myndavélar
4 tegundir
Borð fyrir sýningarvélar
slurstrœti
6 S<
nu 22955
1