Dagblaðið - 19.12.1977, Síða 44

Dagblaðið - 19.12.1977, Síða 44
12 lesta rækjubát- ur fórst í mynni Steingrímsfjarðar -og með honum tveir menn Tveir menn fórust með rækjubátnum Pólstjörnunni ST 33 á laugardagskvöld. Báturinn var á rækjuveiðum í mynni Steingrimsfjarðar og heyrðist síðast í honum kl. 16.30 á laugardag. Þá ráðgerðu menn- irnir að draga lokatogið og koma siðan í land. Þegar báturinn kom ekki í land á fyrirhuguðum tíma var farið að grennslast fyrir um hann og síðan var skipulögð leit, sem stóð fram eftir nóttu. 13 skip tóku þátt í leitinni frá Hólma- vík, Drangsnesi og Skaga- strönd og einnig voru gengnar fjörur bæði austan og vestan Húnaflóans. Um kl. 1.30 aðfaranótt sunnudags fannst brak úr bátnum um 4 mílur frá Grímsey í mynni Steingrímsfjarðar, á þeim slóðum sem báturinn var síðast á veiðum. Um kl. 4 um nóttina fannst siðan illa uppblásinn gúmbátur og bar hann merki þess, að hann hefði ekki komist í mannahendur, samkvæmt upplýsingum Óskars Þórs Karlssonar erind- reka Slysavarnafélagsins. Þá hafði svæðið verið þaulleitað og leit var þar með hætt. Ljóst þótti að mennirnir hefðu ekki náð því að komast í gúmbátinn er Pólstjarnan fórst. Leit átti síðan að hefja á nýjan leik í birtingu ef veður leyfði. Pólstjarnan var 12 lesta bátur, smíðaður í Hafnarfirði 1959 úr furu og eik. Veður á þessu svæði var ekki slæmt, sjór tiltölulega sléttur, en gekk á með éljum annað slagið og sló fyrir vindbyljum. Líkur benda til þess að trollið hafi lenr í föstu og báturinn hafi híft sig niður, en það hefur áður hent rækjubáta á ísafjarðardjúpi. Mennirnir, sem fórust hétu: Jóhann Snæfeld Pálsson skip- stjóri, Hamarsbæli Steingrims- firði, 58 ára. Hann lætur eftir sig konu og fjögur uppkomin börn, og Loftur Ingimundar- son, Drangsnesi, 23 ára. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.- JH Maður f órst í húsbruna Maður fórst i bruna að Þing- holtsstræti 27 á laugardag. Slökkviliðið var kallað að húsinu kl. 16.55 og var þá geysimikill reykur í kjallara hússins götu- megin. Tveir reykkafarar voru þegar sendir inn í húsið og flögraði eldur um veggi og loft og var mikill hiti. Eldinn tókst að slökkva á örskammri stundu. Maðurinn, sem fannst í herbergi inn af forstofunni, var þegar fluttur út. Það v.ar þó þegar ljóst að hann var látinn fyrir nokkurri stundu, enda líklegt að eldurinn hafi kraumað nokkra stund í bekkjum og stólum. Reykinn lagði frá plastefnum og fötum, sem voru þarna innandyra. Ekki er ljóst út frá hverju eldurinn kviknaði, en það gæti hafa verið út frá sigarettu eða rafmagni. Þingholtsstræti 27 hefur staðið autt undanfarin 2-3 ár, að undanskilinni vinnustofu i kjallara. Þá kviknaði í húsinu og hafa gluggar verið byrgðir síðan og húsið verið mannlaust. Hinn látni er Hafnfirðingur, Hann var 45 ára að aldri og lætur eftir sig konu og fimm börn. Talið er að hann hafi leitað skjóls i húsinu. Húsið að Þingholtsstræti 27 er verndað og á að standa til frambúðar. Ráðgert er að flytja það yfir götuna á grunn sem þar hefur verið gerður. Húsið er fallegt en skemmt eftir tvo bruna auk þess sem það hefur verið autt í nokkurn tíma. Það er tvær hæðir og ris. JH í Frá slökkvistarfi á laugardaginn. Glöggt má sjá brunaskemmdir á hæð og risi hússins frá því að það brann fyrir tveimur tii þremur árum. DB-mynd Hörður. Flugumferðarstjórar í yfirvinnubanni: Kemur niður á f lug- félögum í jólaönnum Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan á fimmtudag. DB ræddi við Ingvar Valdimarsson, formann félags flugumferðarstjóra, og spurði hann um ástæður yfir- vinnubannsins. Ingvar sagði að forsaga málsins væri sú að á hverju vori yrði að breyta vökt- um flugumferðarstjóra, svo ménn gætu fengið orlof. Teknar voru upp þrískiptar vaktir á sumrin og því væri lítið um frí nema yfir orlofstímann. Samið er um viðbótargreiðslur við flugmálastjórn vegna þessa og er þá samið fyrir flugum- ferðarstjóra hvar sem er á land- inu. Flugumferðarstjórar í Reykjavík og Keflavík hafa fengið greitt eftir þessum samningum, en ekki þeir, sem eru á Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. í september sl. var sett á yfirvinnubann vegna þessa máls én því var aflétt þegar lofað var að allir sætu við sama borð. Það loforð hefur ekki staðizt og er' nú verið að biðja um leiðréttingu mála. „Það er óskiljanlegt að þurfa að standa i þessu stappi við ráðuneytið," sagði Ingvar. ,,Það er eins og þe.ir séu aðeins að tefja bæði sig og okkur. Ráðu- neytið hefur þó viðurkennt Þessar greiðslur í verki, því flugumferðarstjórar úti á landi hafa fengið greiddan bæði fyrsta og síðasta mánuð samn- ingstímabilsins eftir þessum samningum.“ „Okkur þykir það leitt að þetta kemur niður á flugfélög- unum á mesta annatíma en þau hafa ekkert til saka unnið. Yfir- vinnubannið kemur í veg fyrir bæði kvöld- og næturflug, þar sem ekki er unnið eftir 19.30 á kvöldin. En við sættum okkur ekki við þessa mismunum, þótt ekki sé um miklar fjárhæðir að ræða. Það er ekkert talað við okkur. Það hafa engir fundir verið um helgina og á meðan gerist ekkert.“ - JH Guðmundar- og Geirf innsmál: Dæmt í dag — örugglega áf rýjað til Hæstaréttar Dómar í Guðmundar- og Geir- finnsmálum verða kveðnir upp í dag í sakadómi Reykjavíkur. Verða lögmenn sakborninga boðaðir í dómþing. Þar verða dómarnir síðan birtir fyrir þeim og/eða sakborningum. Dómunum verður áfrýjað til Hæstaréttar, hvernig sem þeir veróa. Sakadómur í málum þessum er fjölskipaður, eins og fram hefur komið. Dómsfor- maður er Gunnlaugur Briem sakadómari. Meðdómendur eru sakadómararnir Ármann Krist- insson og Haraldur Henrýsson. - BS UPP KOMST UM STÓRTINNBROT Fyrrv. kaupfélagsstjóri endurheimtir æruna „Eg hreinlega hraktist úr starfi vegna þessa innbrots og hef ekki lagt út í að stunda verzlunarstörf síðan,“ sagði Marteinn Sigursteinsson, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Borgfirðinga á Hellissandi. Fyrir þrem árum var brotist inn í fyrirtækið sem hann stýrði. Marteinn telur að almenningsálitið hafi hrakið sig úr starfi. I innbrotinu var stolið 400 þúsund krónum. Fyrir fjórum dögum játuðu þrír heimamenn á Hellissandi, ungir piltar, að hafa brotizt inn í kaupfélagið og stolið pening- unum. „Víst er þetta góð jólagjöf að fá uppreisn æru,“ sagði kaup- félagsstjórinn fyrrverandi, ,,en þetta mál hefur þó skemmt ýmislegt fyrir mér og mínum.“ Marteinn starfar nú á Kefla víkurflugvelli. JBF frfáJst, nháð dagblað MANUDAGUR 19. DES 1977. TÆKIÐ FUÐRAÐI UPP — þegarhorfa átti á Prúðu leikarana í öllum litum Prúðu leikararnir geta tekið upp á ýmsu — og það hélt Suður- nesjamaðurinn sem var nýbúinn að fá sér nýtt litasjónvarp og hlakkaði sannarlega til að sjá þá í litum í fyrsta sinn, en viti menn. Myndin brenglaðist og reykur leið upp frá tækinu. Svo magnaðir gátu prúðu leikararnir varla verið að þeir gætu látið rjúka beint upp úr viðtækjunum — enda var ekki svo. Nýja litasjónvarpstækið var að sviðna og eyðilágðist alveg en eigandanum var af seljendum bættur skaðinn án möglunar. emm. Alþingi fer í f rí með hækkandi sól Tillaga um jólahlé Alþingis hefur nú komið frá forsætisráð- herra. Geir Hallgrimssyni. Efnis- lega er hún á þá leið, að Alþingi álykti að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 21. desember næstkomandi, eða síðar, ef henta þykir. Enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en hinn 23. janúar 1978. í stjórnarskránni er gert ráð fyrir því, að forseti lýðveldisins geti frestað fundum Alþingis til- tekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. „Alþingi getur þó veitt afbrigði frá þessum ákvæðum," segir í stjórnarskránni. Það er í samræmi við þetta stjórnarskrárákvæði sem for- sætisráðherra flytur nú þings- ályktunartillögu um frestun á fundum Alþingis frá miðvikudeg- inum 21. desember. Þann dag eru vetrarsólstöður og mörsugur byrj- ar. - BS Bana- slys í Sunda- höfn Banaslys varð í Sundahöfn í morgun rétt fyrir klukkan tiu. Þar var verið að undirbúa uppskipun úr Bakkafossi og er lestir voru dregnar upp með raf- magnsspili varð maður á milli lestarlúga og hlaut bana af sam- stundis. Litl^r upplýsingar var að fá um þetta nörmulega slys nú rétt áður en blaðið fór í prentun. Þetta er fjórða banaslysið á þremur dögum og árið 1977 er að verða eitt mesta slysaár sem yfir þjóðina hefur dunið. ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.