Dagblaðið - 09.01.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.01.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. JANUAR 1978. Bifreiðastillingar NICOLAI Brautarholti 4 - Sími13775 26908-26908-26908n MÁLASKÓLIHALLDÓRS Danska, enska, þýzka franska, spænska ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. Uinritun daglega frá kl. 1-7 e.Ij., • Síðasta innritunarvika Kennsla hefst 16. jan. Skólinn er til húsa að Miðstræti 7. Miðstræti er miðsvæðis. 26908-26908 -26908 Heildsólubirgðir: Heildverzlun Júlíusar Sveinbjörnssonar Borgurtúni 2,'I — Simi 20480. • Tannkrem i 3 brögðum • Shampoo og freyðibað • Olía • Barna- krem og smvrsl Sápa • Púður Bikcififfit /f. Sportvöruverslun Hafnarstræti 16 simi 24520 Leikfimibolir, buxur, stuttar ogsíðar, margirlitir Ankeriörgensen: DAGAR EBE TALDIR ef samvinnan eykst ekki Anker Jörgensen forsætis- ráðherra Danmerkur sagði í viðtali í gær að dagar Efnahags- bandalags Evrópu væru taldir ef ekki yrði komið á aukinni samvinnu, sem væri bindandi fyrir aðildarríkin. Þetta ’ kom fram í danska blaðinu Berlingske tidende og þar sagði Jörgensen jafnframt að slík samvinna krefðist mikils af aðildarþjóðunum, þar sem oft yrði að gefa eftir. „Annað- hvort verður saga EBE og sam- vinna aðildarríkjanna harm- saga eða við komum á bindandi samvinnu," sagði forsætisráð- herrann. Danmörk tók við formennsku í ráðherraráði EBE nú um ára- mótin og að sögn Jörgensens verður meginviðfangsefni ráðs- ins undir forsæti Dana að fást við hin miklu efnahagsvanda- mál, sem blasa við bandalaginu. Vandamálin væri hægt að leysa með hnitmiðaðri efnahags- stefnu aðildarrfkjanna níu. Anker Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur. ELDUR í EIFFEL- TURNINUM í PARÍS Rafmagnsbilun olli miklum eldi í hinum fræga Eiffelturni I París á laugardaginn. Eldurinn kom upp á annarri hæð i þessu frægasta tákni Parísarborgar og börðust slökkviliðsmenn við hann í fjörutíu mínútur áður en tök náðust á honum. Bilunin varð i rafmagnstöflu fyrir jóla- og nýársljós, en turn- inn var skreyttur þúsundum ljósa vegna hátíðanna. Eldtung- ur og reykjarsúlur náðu hundruð metra upp í loftið, en ferðamönnum, sem í turninum voru, var bjargað niður stigana. Umferðaröngþveiti skapaðist er agndofa Parisarbúar horfðu á þessa óvæntu sýn i hjarta Parfsar. Suöurheimsskautiö: Fyrsti inn- fæddi íbúinn 1 gær kom í heiminn fyrsti inn- fæddi Suðurheimskautsbúinn. Heimskautsbúanum var gefið nafnið Emilo Marcos Palma, en hann er sonur argentínskra hjóna, sem búa nú í búðum Argentínumanna á heimskautinu. Drengurinn fæddist á svæði, sem tilheyrir Argentínu, Bretlandi og- Chile. Tveir herlæknar í búðunum hjálpuðu snáðanum i heiminn, en móðir hans hefúr dvalið á heim- skautinu síðan í nóvember í fyrra. Woods íLondon: Kynnir kyn- þáttaaðskiln- aðarstefnu S-Afríku fyrir SÞ Suður-afríski ritstjórinn Donald Woods, sem nýlega flúði frá heimalandi sínu þar sem hann var í einangrun, kom til London fyrir helgina. Hann sagði í London í gær að hann óskaði eftir að kynna öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna kyn- þáttastefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. „Ég vil gera það fyrir Suður-Afríku, hina sönnu Suður-Afríku,“ sagði hann á fundi með blaðamönn- um. Woods hefur skrifað bók um Steve Biko, sem lézt af höfuð- meiðslum í fangelsi í Suður- Afríku. Aður en hann flúði tókst honum að smygla handrit- inu úr landi og gert er ráð fyrir því að bókin um Biko komi út I apríl eða maí. Jafntef li í Belgrad REUTER Kortsnoj og Spasský gerðu Staðan er nú sú að Kortsnoj hefur jafntefli í 16. einvígisskákinni á 8V4 vinning en Spasský 7V4. Korts- laugardaginn. Skákin fór í bið á noj þarf nú tvo vinninga til við- föstudaginn og f biðskákinni léku bótar til þess að sigra í einvfginu, meistararnir aðeins 5 leiki. en fjórar skákir eru eftir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.