Dagblaðið - 09.01.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.01.1978, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. JANUAR 1978. Er ekkert vit í hlutunum nema þeim sé stjórnað f rá Reykjavík? A undanförnum árum og ára- tugum hefur þröun mála orðið sú að allar meiriháttar ákvarð- anir, sem einhverju höfuðmáli skipta, hafa verið teknar af ráð- andi öflum þjóðfélagsins i Reykjavik. Og engu er likara en það hafi verið skoðun þeirra, sem þjóð- félaginu og kerfinu hafa ráðið, að þvi aðeins hafi verið að vænta viturlegra ákvarðana öll- um landsins börnum til handa að þær hafi verið ákvarðaðar syðra. Það er því ekki að undra þó komið hafi fram það sjónarmið að breyta þyrfti þessu mengaða hugarfari og draga bæri með öllum tiltækum ráðum úr þvi valdi sem kallað hefur verið Reykjavikurvaldið og deilt hefur og drottnað um áratuga skeið. MIKLAR UMRÆÐUR, MINNA GERT Um þetta hafa á undanförn- um árum farið fram miklar um- ræður og stöðugt stækkar sá hópur sem heldur því fram að nauðsyn sé að draga úr þessu mikla miðstýringarvaldi frá Reykjavík og dreifa því út i héruðin, út á landsbyggðina. En þrátt fyrir fögur fyrirheit og fjálglegar yfirlýsingar margra mestráðandi manna jóðfélagsins hefur lítið gerst i á átt að breyta þessu og engu r líkara en yfirlýsingar vald- hafa hafi verið fram settar án nokkurrar meiningar af þeirra hálfu. Nú getur auðvitað svo verið, og gerist oft, að saman fari hagsmunir höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar, en í miklu fleiri tilfellum er það ekki svo og reynslan sýnir að i yfirgnæfandi fleiri tilfellum hefur það verið svo að vel- ferðarsjónarmið Reykjavikur- svæðisins hefur verið látið ráða, á kostnað landsbyggðar- innar. Það er kunnara en frá þurfi að segja hver þróun þessara mála hefur verið frá þvi um eða upp úr 1940, þegar Reykja- víkursvæðið tók að soga til sín Kjallarinn Karvel Pálmason fólk utan af landsbyggðinni vegna þeirrar uppbyggingar sem látin hefur verið njóta for- gangs á suðvesturhorni lands- ins á kostnað landsbyggðarinn- ar. Þetta hefur ekki bara gerst með stuðningi stjórnvalda heldur og miklu fremur fyrir atbeina þeirra. FJÁRMAGNI DÆLT Á REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ EN LANDSBYGGÐIN SVELT A undanförnum áratugum hefur verið svo á málum haldið að enginn skortur hefur verið á fjármagni til framkvæmda á þessu svæði, hverju nafni sem nefnast. Nægir þar að nefna bankabyggingar, verslunarhall- ir, menntastofnanir, vegafram- kvæmdir og stórvirkjunarfram- kvæmdir, svo eitthvað sé talið. Á sama tíma var fyrirgreiðsla og fjárveitingar, t.d. til Vest- fjarða, til miklum mun arðbær- ari framkvæmda I algjöru lág- marki og víðsfjarri að vera í neinu samræmi við þann ský- lausa rétt sem Vestfirðingar eiga til aukins stuðnings við þau brýnu verkefni sem sinna þarf í uppbyggingu þar svo Vestfirðir dragist ekki enn frekar en orðið er aftur úr öðrum landshlutum að því er varðar hina samfélagslegu hlið mála, svo sem f samgöngumál- um, félags- og menningarmál- um og orkumálum, svo eitthvað sé nefnt. En þetta er sú hlið stjórnun- ar og miðstýringar frá Reykja- vík sem að Vestfirðingum snýr, að því er varðar hina pólitfsku hlið gæðanna, og ekki virðast í augsýn neinar breytingar þar á. Vestfirðingar geta því með fullum sanni sagt að það er síður en svo meira vit í hlutun- um, ég tala nú ekki um sann- girnina gegnum miðstýringuna frá Reykjavík, en með meiri yfirfærslu valds stjórnunar og fjármagns heim f héraðið. En til að það gerist verður að herða róðurinn og knýja á um efndir loforða. Karvel Pálmason alþingismaður. . Framsókn burt Eitt helzta umræðuefni manna að undanförnu hefur, verið prófkjör flokkanna 1 hin- um ýmsu kjördæmum landsins fyrir • komandi kosningar. Er það að vonum, þar sem um nokkurt nýmæli er að ræða í stjórnmálabaráttu hérlendis. Prófkjörin hafa verið með ólíku sniði, eftir þvi hvaða flokkar hafa átt í hlut. Það er einkennandi fyrir lokaðan og fornaldarlegan hugsunarhátt, flokkanna tveggja, Al- þýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins, að þeir hafa ekki vogað sér að ganga lengra en að halda svokallaðar skoð- anakannanir. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur veita stuðningsfólki sfnu aftur á móti meira traust og skuldbinda sig til að hafa prófkjörin bindandi, ef frambjóðandi fær tilskilið at- kvæðamagn. Fyrrnefndu flokkarnir heimila einungis yfirlýstum stuðningsmönnum að hafa áhrif á val fram- bjóðenda, enda hefur það sýnt sig, að vilji flokksforystunnar lefur ávallt orðið ofan á, hvað íarðar röð efstu manna á list- inum. Samt er sá varnagli ileginn, ef eitthvað brygði út af og óæskilegir menn skytust upp fyrir óskadrengi flokks- forystunnar, að kalla próf- kjörin skoðanakannanir. Annað hefur orðið ofan á hjá síðarnefndu flokkunum. Þar hafa orðið verulegar og óvænt- ar breytingar á röð manna. Einkum á þetta við um prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík og á Reykjanesi og prófkjör Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík. Varðandi prófkjör Sjálf- stæðismanna í Reykjavík hefur það vafalaust vakið hvað mesta athygli, að ráðherrar flokksins skyldu ekki hljóta efstu sætin. Skoðanir eru skiptar um ástæður þess að svo fór. For- sætisráðherra lét svo um mælt, eftir að úrslitin voru kunn, að þar kæmi greinilega fram óánægja vegna miður vinsælla ráðstafana, sem forystumenn flokksins hefðu þurftað styðjaá tímum erfiðleika. Satt bezt að segja er mér ekki ljóst, hvaða ráðstafanir forsætisráðherra á þar við, ráðstafanir, sem bera einhvers konar erfiðleikum vitni. Atvinnuleysi er ekki til að dreifa og ber að lofa það. Stórfelldri gengislækkun hefur ekki verið beitt, aðeins er um venjulegt gengissig að ræða. Kauphækkunin f sumar er sú mesta, sem orðið hefur i einu frá árinu 1942. Kjarabætur valda sjaldan óánægju. Allir fagna unnum sigri i landhelgis- málinu. Ekki hefur verið hreyft við stöðu íslands í varnarsam- starfi vestrænna lýðræðisþjóða. Af þessu mætti ætla, að tilefni til óánægju væri ekki mikið. Allt virðist leika í lyndi. Þvi miður er ekki allt sem sýnist. Verðbólgan vex og færist i aukana í kjölfar þeirra blekkingarkjarabóta, sem samið hefur verið um af aðilum vinnumarkaðarins. Abyrgðin er mikil, en axarsköft þeirra verða ekki aftur tekin. Að venju er vandamálunum kastað i net stjórnvalda og þau látin sæta ábyrgð. A sama tíma og gerðir eru launasamningar, sem' ekki taka neitt tillit til raunverulegra aðstæðna, er þrástagazt á friðhelgi hins frjálsa samningsréttar. Verka- lýðsforingjarnir hreykja sér af unnum sigri en forsvars- mönnum atvinnurekenda liggur ekki hátt rómur. Þeir vita upp á sig skömmina. Dálítið kemur það manni ankannalega fyrir sjónir, að á sama tíma og kaupmenn segja fjárráð almennings aldrei hafa verið meiri, hrannast erlendar skuldir upp og nema nú um 500 þús. kr. á hvert einasta manns- barn í landinu. Þrátt fyrir þess- ar sorglegu staðreyndir, má ráða það af ummælum ýmissa ráðamann, sem ábyrgir eiga að teljast, að allt tal um efnahags- vandræði þjóðarinnar sé óheillaiðja og einungis til óþurftar. Tvískinnungur framsóknar Menn minnast þess sennilega ofur vel, hve þrálátlega var hamrað á því fyrir sfðustu kosningar, að gripa þyrfti til róttækra aðgerða í efnahags- málum og sultarólina þyrfti óhjákvæmilega að herða ög það fastar en oftast áður. En hver hefur orðið raunin? Sannleik- urinn er sá, að ekki hefur verið gripið til neinna samræmdra Kjallarinn Guðmundur Snorrason efnahagsráðstafana ennþá. Kenning forsætisráðherra um óvinsælar aðgerðir á þvi ekki við rök að styðjast. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins f Reykja- vfk sýnir miklu fremur óánægju með samstarfið við Framsóknarflokkinn og and- varaleysi ráðamanna, þegar vá steðjar að. Ekki skyldu menn gleyma þvf, að formaður Fram- sóknarflokksins hvatti óspart til hinna miklu launahækkana f sumar. Það er sami maðurinn, sem taldi launahækkanirnar f febrúarsamningunum 1974 hafa valdið hvað mestu um fall vinstri stjórnarinnar og hina gifurlegu verðbólguþróun vera afleiðingu þeirra. Af þessari af- stöðu hans mætti allt eins ráða að hjöðnun verðbólgunnar væri ekki sérlega eftirsóknarvert markmið. Tvfskinnungsháttur þeirra Framsóknarmanna rfður yfirleitt ekki við einteyming. Utkoma prófkjörsins er einnig gagnrýni á forystumenn flokksins fyrir það, að hafa ekki veitt grundvallarhugsjón- um sjálfstæðisstefnunnar það brautargengi sem skyldi. Avinningur ungu mannanna f prófkjörinu er greinilegt and- svar við þessu, enda hafa ungliðasamtök Sjálfstæðis- flokksins sett út á það, hvað eftir annað, að um of hafi verið hvikað frá yfirlýstum megin- hugsjónum flokksins. Þau hafa gagnrýnt hinar hrikalegu er- lendu lántökur, sem stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða, sffellda út- þenslu rfkisbáknsins og óarðbæra fjárfestingu á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Við myndun núverandi rfkis- stjórnar þótti mörgum það afar ósanngjarnt og ámælisvert, að Sjálfstæðisflokkurinn, með 25 þingmenn, skyldi ekki fá fleiri ráðherra en Framsóknar- flokkurinn, sem náði 17 þing- mönnum, og það i skjóli órétt- látrar kjördæmaskipunar. En það er ekki ný saga. Að öllum lfkindum lánast Framsóknar- flokknum samt að halda f samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn út kjörtimabilið úr þvf sem komið er og má það heita sögulegur árangur f sögu Framsóknarflokksins. Engu að sfður er núverandi samstarf óræk sönnun þess, að samvinna við Framsóknarflokkinn f rfkis- stjórn er sjálfdæmd frá byrjun. Framsóknarflokkurinn, flokkur klfka, fyrirgreiðslna og þröngra Sambandshagsmuna, er ekki reiðubúinn að axla ábyrgð víðtækra óvinsælla efnahagsaðgerða. Framsóknar- flokkurinn er flokkur veizluhalda. Það sannar aðild hans að þessari rfkisstjórn og forysta hans í vinstri stjórninni ótvfrætt. Með aðild Framsókn- arflokksins að núverandi rfkis- stjórn hefur veizlunni verið haldið áfram, enda von þar sem flokkarnir skipa jöfnu liði í rfkisstjórn. Ekki er undarlegt þó að slfk liðskipun leiði til aðgerðaleysis. Þess vegna hlýtur'það að*verða eitt helzta keppikefli við myndun næstu rfkisstjórnar að útiloka Fram- sóknarflokkinn frá stjórn- araðild, þann flokk sem átt hefur hvað drýgstan þátt f því að koma á þvf öngþveitis- og óreiðuástandi, sem hér hefur ríkt allt frá valdatöku vinstri stjórnarinnar. Krafa um framgang hugsjónanna Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins kættust að vonum við þau tfðindi, að forystumenn flokksins f rfkisstjórn skyldu ekki hafna f efstu sætunum 1 prófkjörinu. Vissulega væntu þeir sundrungar innan flokksins og reyndu allt hvað þeir gátu til að ala á henni. En þeim varð ekki að ósk sinni fremur en endranær.Þeir gerðu sér ekki ljósa þá staðreynd, að formaður flokksins, Geir Hall- grfmsson, hlaut hærra hlutfall nú en f prófkjörinu fyrir kosningarnar 1971 og þar sem þátttakan varð sfzt minni en þá, má forsætisráðherra vel una sfnum hlut. Prófkjör hafa ávallt orðið Sjálfstæðisflokknum til ávinnings. Svo verður að öllum líkindum einnig nú, því þegar allt kemur til alls er útkoma prófkjörsins fyrst og fremst krafa um raunhæfan framgang grundvallarhugsjóna Sjálf- stæðisflokksins. Slfk krafa verður flokknum aldrei til tjóns. Að þessu leyti stendur flokkurinn þvf sterkari en áður. Styrkur Sjálfstæðis- manna er f þvf fólginn að geta staðið saman þrátt fyrir eðlileg- an skoðanaágreining um menn og málefni, sem jafnan hlýtur að koma upp f stórum flokki. Höfuðforsenda þess, að Sjálfstæðisflokknum megi lán- ast að ávinna sér aukið traust I komandi baráttu og fylgja eftir glæsilegum kosningasigri 1974, er að forystumenn flokksins sinni framkominni kröfu og sýni stefnubreytingu f verki. Þá væri og æskilegast að sú vissa lægi fyrir, að til áfram- haldandi samstarfs við Fram- sóknarflokkinn komi ekki að kosningum loknum. Verði sú raunin má enn eygja örlitla von til þess, að ná megi viðtækri samstöðu um aðgerðir, sem forðað geti þjóðinni frá þeirri efnahagslegu vá, sem hún stendur nú frammi fyrir. Ef til slfks kæmi, getum við svo sannarlega horft bjartari aug- um til framtiðarinnar. Guðmundur Snorrason nemi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.