Dagblaðið - 13.01.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1978.
r
„Fáheyrt að hækka
eigin laun um 78%”
— segir lesandi um hækkun kaups þingmanna
Helga Finnbogadóttir hringdi.
Þótti henni mikið til um frétt í
DB síðastliðinn mánudag þar
sem rætt var um það að þing-
menn hefðu hækkað eigin laun
um 78% á einu ári. Þetta þótti
Helgu fáránlegt að leyfa. Þegar
semja átti við alþýðuna eða
BSRB var hver króna fram yfir
100 þúsund í laun á mánuði
talin fáránleg í kröfugerð, af
þingmönnum sem svo hafa
meira en þrefalt hærra kaup.
Helga sagði að okkar stjórn-
kerfi hefði hreint ekki ráð á því
að borga þingmönnunum öll
þessi laun og vildi því gera það
að tillögu sinni að þinghúsinu
yrði hreinlega lokað og þing-
menn sendir til síns heima þar
sem þeir gætu unnið hörðum
Þingmenn hækkuðu laun
sín um 78% á einu ári
- EKKIVITAÐ TIL AÐ ÞINGHEIMUR HAFI í NEINU MÓTMÆLT HÆKKUNINNI
Nefbrotinn, 0
kinnbeins-og i
kjálkabrotinn ”
— eftir átttk við
stSAvarvKri
)URINN DÓÚT
höndum fyrir 100 þúsundum
rétt.eins og aðrir. Helga taldi að
það hlyti að vera jafnvel brot á
stjórnarskrá okkar eða i það
minnsta mikil svívirða við hana
að slik hegðun þingmanna væri
leyfð.
i
Að beygja teskeið
með hugarorkunni
— er það staðreynd eða blekking?
Dagblaðið hefur að undan-
förnu birt þrisvar sinnum
myndir af frú Gretu Woodrew í
Bandaríkjunum, en hún tók
þátt í vísindaráðstefnu hér í
Reykjavík í nóvember sem f jöl-
sótt var og mikla athygli vakti.
A myndum þeim, sem birtar
voru, sjást teskeiðar sem blaðið
segir hafa bognað fyrir sérstök
Raddir
lesenda
áhrif frá konunni og dreg ég
ekki f efa að svo hafi verið, gæti
jafnvel talið mig í sæmilegri
aðstöðu til að staðfesta hvað
þarna gerðist. En hins væri
e.t.v. framur ástæða til að
spyrja, hvort blaðið sjálft
tekur þessar upplýsingar sínar
alvarlega þar sem það birtir
myndirnar einmitt með grein
um „baráttu gegn hindurvitn-
um“ sem það segir vera að hef j-
ast f Bandaríkjunum (skv.
grein f vikuritinu Time) og
virðist telja lofsverða — enda
eru Bandaríkin stórt og voldugt
land. Það virðist því dálitil mót-
sögn I því að birta myndir af
því sem afsannar þá baráttu um
leið og hún er lofuð i orði. —
En varla býst ég við því að
þetta nýja „hatursfélag („new
hate group“), sem samtökin
gegn hindurvitnum eru, eigi
mikla framtíð fyrir sér í Banda-
ríkjunum því að til þess eru
félagarnir of ósamstæðir.
Bandaríkjamenn hafa séð það-
svartara en þetta og sem betur
fer er þar margt af ágætu fólki
sem áttar sig betur á því hvað
eru hindurvitni og hvað ekki en
þessir nýsamantengdu félagar
virðast hafa gert.
Reyndar eru lítil takmörk
fyrir því hvert ýmiss konar
félög geta leiðzt í starfsemi
sinni og umræðum sem þróast í
ákveðnar áttir. Ég var til dæmis
um daginn á fundi í einu þar
sem eitt aðalumræðuefnið var
hvort tiltekinn bankastjóri
hefði á sfnum tíma fengið rétt-
mæta útför, þ.e. hvort hún
hefði ekki farið fram áður en
bankastjórinn dó. Einnig hafði
þetta sama mál verið rætt i
félagsblaði af sjálfum formanni
félagsins sem þarna er um að
ræða. Ég nefni þetta aðeins sem
dæmi um sérstök og óvenjuleg
umræðuefni.
Annars mætti imynda sér að
spillingin f Landsbankanum
ætti sér býsna djúpar og gamlar
rætur og þyrfti ýmislegt að
rannsaka áður en öll kurl komi
til grafar, svo að komizt yrði
fyrir þá meinsemd sem líkja
mætti við krabbamein f likama
þjóðarinnar.
Þ. Guðjónsson
9738-9179
ERU KRATAR LATIR?
- Hjalti Öm Ólason formaður ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum svarar
Anders Hansen framkvæmdastjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna
„Safnanir og fjáraflanir fyrir
Alþýðuflokkinn hafa gengið
illa. Flokksmenn eru latir og
vilja lítið sem ekkert leggja á
sig fyrir þessa hugsjón sína.“
Þetta skrifaði framkvæmda-
stjóri ungra sjálfstæðismanna í
Dagblaðið 9. janúar sl. og ann-
ars staðar skrifar hann:
...enda eru stjórnmál hér á
landi með þeirri sérstöðu að
ekki finnast hliðstæður annars
staðar."
Skoðum nokkrar stað-
reyndir:
1. Hvergi í heimi hefur rfkt
önnur eins óðaverðbóla og hér
á landi undanfarin ár, þó eru til
önnur dæmi, ástandið hefur
verið svipað eða verra hjá
ógnarstjórnum í Suður-
Ameríku þar sem Milton Frid-
mann hagfræðingur og nóbels-
hafi er í hávegum hafður.
2. Þar sem óðaverðbólga ræður
ríkjum þrífst gegndarlaus spill-
ing og hvert fjármálasvindlið
rekur annað og eru þau mál
sfðan afgreidd í illa uppbyggðu
dómskerfi.
3. Maður sem græðir á verð-
bólgunni vill stuðla að áfram-
haldi á henni.
4. Sjálfstæðisflokkurinn vill
forðast allar breytingar
á kerfinu (eins og Geir segir:
við góðir sjálfstæðismenn
breytum ekki breytingarinnar
vegna).
5. Maður sem á fimm milljónir
borgar meira til stjórnmála-
flokks en sá sem á fimm þús-
und kr.
6. Sjálfstæðisflokkurinn er
byggður upp af fjármagni
heildsala, lögfræðinga og stór-
kaupmanna.
7. Alþýðuflokkurinn er
byggður upp af verkafólki sem
notar eigin hendur til tekjuöfl-
unar.
8. Verkamenn lifa ekki af
kaupi fyrir 8 tíma vinnu á dag.
Þurfa þeir þvf að leggja á sig
mikið erfiði og vinna eftir- og
næturvinnu. Þetta leiðir til
þess að þeir hafa hvorki tfma
né peninga fyrir póiitfk.
Framkvæmdastjóri ungra
sjálfstæðismanna ritar um
rússagull og sænskt kratagull.
Ég vil minna á að CIA hefur
verið þekkt fyrir að styrkja
íhaldsöflin um allan heim. Það
er gert með leynd. Það skyldi þó
aldrei vera að með leynd
styrktu þeir ákveðið afl f fs-
lenzkum stjórnmálum? Öll fjár-
málatengsl Alþýðuflokksins við
vel stæða erlenda skoðana-
bræður eru opinber.
Kjörorð jafnaðarstefnunnar
eru frelsi, jafnrétti og bræðra-
lag. Framkvæmdastjóri SUS
skrifar: „íslendingar hafa verið
blessunarlega lausir við erlend
áhrif á þjóðlff sitt sfðari ára-
tugi.“
Anders Hansen virðist
gleyma því að á Suðurnesjum
búa 5000 útlendingar við hlið
12000 tslendinga.
Heldur Anders Hansen að
það hafi ekki áhrif á islenzkt
þjóðlíf?
P.S. fyrir utan efnið:
Ég vil skora á Amnesty-
samtökin að taka málstað
Hauks Guðmundssonar fyrrver-
andi lögreglumanns vegna
þeirra ofsókna sem hann hefur
orðið fyrir af ákveðnum stjórn-
málaflokki.
Hjalti örn Ölason form. Félags
ungra jafnaðarmanna á Suður-
nesjum.
Deilt er um hvort kratar séu latir. A myndinni eru toppkratarnir
Benedikt Gröndaf og Vilmundur Gylfason allavega mjög glaðir
enda að fagna sigri í prófkjöri siðastliðið haust.