Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1978. 3 Ábyrgðamál Landsbankans: Þjóf urínn fær að hreinsa sig í sjónvarpi en fómardýrið ekki — bankastjórnin á að segja af sér á meðan rannsókn fer f ram Ónefndur sjónvarpsáhorfandi hringdi og taldi afgreiöslu sjón- varpsins á svokölluðu ábyrgðar- máli í Landsbankanum hreina hneisu. Til viðræðna hefði verið kall- aður bankastjóri Landsbank- ans, sem í þessu tilfelli væri hinn seki. Þrátt fyrir að einn starfsmaður bankans væri ákærður og í varðhaldi vegna þessa máls væri hann og hefði aldrei verið annað en fulltrúi bankastjóranna. Taldi sjónvarpsáhorfandi ótvírætt að Landsbankinn sem stofnun væri „þjófurinn". Þó svo bankastjórum og bankaráði hefði ekki verið kunnugt um verknað starfsmanns síns væri ábyrgðin þeirra. Áralangt mis- ferli í stórum stíl væri ekki hægt að verja á neinn hátt og byggðist ekki á öðru en slælegu eftirliti. — Því ber bankastjórn Landsbanka Islands að segja af sér nú þegar, sagði sjónvarps- áhorfandi. Annar háttur virðist þó eiga að vera á. Bankastjóri situr fyrir svörum í sjónvarpi og gefur þjóðinni uppýsingar um frumatriði í ábyrgðarviðskipt- um milli landa, auk annars sem drepur meginatriðum svika- málsins á dreif. Enginn fulltrúi eða tals- maður er fenginn frá sjálfu fórnardýrinu — stóru innflutn- ingsfyrirtæki — sem þó varð til að bregða birtu á málið í byrj- Vangefnir eiga að búa við sama atlæti og aðrir Veiga hringdi: Vegna greinar sem ég skrifaði í DB nýlega um að- hlynningu vangefinna og mót- mælt var í blaðinu af Torfa Tómassyni 4. janúar síðastlið- inn óska ég að koma eftirfar- andi á framfæri. Vegna rúmleysis í blaðinu var mér tjáð að stytta þyrfti grein mína og samþykkti ég það ef meining hennar héldi sér nokkurn veginn. Eftirfarandi féll þó niður: Ég hef sjálf ekki séð Bjarkar- ás með eigin augum en um hann fjallaði efni greinar minnar. Hins vegar hafði ég lýsing- una eftir öðrum sem ásamt fleirum fór í heimsókn þangað. Mín skoðun er að öðru leyti sú að ekki sé heppilegt að láta vangefna kynnast betra atlæti en aðrir búa við. Það gæti ef til vill gefið þeim rangar hug- myndir um raunveruleikann ef ske kynni að einhver þeirra yrði síðar meir talinn hæfur til að hverfa út í lífið. Þess vegna tel ég eðlilegra að ala vangefna upp við venjuleg skilyrði. Gamla fólkið í Þórkötlu- staðahverfinu í Grindavík hef ur ekki fengið hitaveitu Ragnar í Grindavík hringdi til þess að láta í ljósi óánægju sína með ummæli bæjarstjóra í Keflávík á dögunum þar sem hann sagði að hitaveita væri komin til Grindavíkur. Sagði Ragnar þetta ósatt þar sem hitaveitu vantaði algerlega í Þórkötlustaðahverfi. Sér þætti þetta sérlega slæmt þar sem gamla fólkið byggi þar i svo miklum mæli og mætti það sízt við því að borga olíukostn- aðinn. Einnig sagði Ragnar að benda mætti á að í Grindavík væri auðséð hvar útgerðar- mennirnir byggju þvi þar rýkur ennþá úr reykháfum eins og hann orðaði það. Pétur Ólafsson sjómaður er ekki Pétur sjómaður (ekki Sigurðsson) Pétur Ólafsson sjómaður, Þver- brekku 2 Kópavogi, hringdi í DB. Hann bað fyrir eftirfar- andi: 1 Dagblaðinu 5. janúar sl. birtist í lesendadálkinum bréf, sem Pétur sjómaður (ekki Pétursson) skrifar. Ber það yfirskriftina: Bifröst sparar sex hundruð og tíu milljónir — ætlar Eimskip í samkeppnina? Meðal kunnugra til lands og sjós er ég oft nefndur Pétur sjómaður. Pétur, vinur minn Sigurðsson alþingismaður, var og er oft kallaður Pétur sjó- maður. Þegar einhver misskiln- ingur hefur orðið út af þessu starfsheiti okkar beggja hefi ég leiðrétt hann með þvf að kalla mig Pétur betri. Að gefnu tilefni vil ég koma . því á framfæri að ég er ekki höfundur áðurnefnds lesenda- bréfs. Það kann að þykja til of mikils mælzt að DB láti alla Pétra landsins sverja af sér áðurgreint bréf. Ég held samt að beiðni mín sé ekki ósann- gjörn þar sem ég hefi bæði stundað sjó, verið hjá Eimskip í 22 ár og unnið að félagsmálum sjómanna. Dagblaðið ætti að krefja bréfritara um fullt nafn. V Stutt bréf og undir naf ni DB biður þá mörgu sem vilja koma bréfum á framfæri á les- endasíðum blaðsins að hafa það I huga að þnn mega helzt ekki vera löng. Styttri bréf geta nær alltaf verið jafn ,efnismikil, eru fremur lesin og hægt er að koma þeim fyrr á síður blaðsins. Ennfremur er ítrekað að nafnlaus bréf eru undir engum kringumstæðum birt í DB. Hringiðísíma 27022milli kl. 13ogl5 ÚTSALAN ífullufjöri Nokkur dæmi um verðlækkun: Terylenebuxur kvenna 2.995. Denimbuxur kvenna no. 26—34 2.995. Néttkjúlar damustærðir *3^sa5. 1.995. Domupeysur 999. Dömublússur ^se^. 1.495, U.F.O. buxur 7^39Q. 4.495. Kjdlar. Hagstætt verð, allt niður 1 kr. 2.900. Mikið úrval af verksmiðjugölluðum Cannon handklæðum á mjög hagstæðu verði HAGKAUP Lækjargötu Raddir lesenda Spurning dagsins HAFA SJÓMENN NÓGU GOTT KAUP? Guðrún Hagallnsdóttir nemi, Noregi: Ég veit ekki hvað þeir hafa en tel að þeir eigi að hafa samsvarandi við sína vinnu. Vegna fjarveru frá heimilum eiga þeir að hafa meira en aðrir og það er varla nægilega metið. Ólöf Ingibergs, starfar í Hampiðj- unni: Eg hef ekki hugmynd um það og hef ekkert kynnt mér málið. Guðmundur Kristmundsson framkvæmdastjóri: Nei, mér finnst að hlutfallslega miðað við landverkafólk eigi þeir að hafa betri laun, bæði vegna vinnuað- stöðu og fjarveru frá heimilum sinum. Karl Hirst, starfsmaður Rauða krossins: Það fer auðvitað alveg eftir því hve mikið þeir vinna eins og hjá öðrum. Sunneta .lónsdóli" ‘iókraliði og húsmóðir: Já en i st i'.ini tið held ég að kjör þeirra haii batnað miðað við fyrr á áfum, enda veitir þeim ekki af að fá uppbót fyrir fjarveru á sjónum og erfiða vinnu. Sigurður Karlsson viðskiptafræð- ingur: Nei, yfirleitt er sjó- mennska erfið vinna sem krefst þess að þeir séu langdvölum fjarri heimilum sínum. Auk þess er þetta grundvallaratvinnugrein þjóðarbúsins.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.