Dagblaðið - 13.01.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1978.
Danmörk:
LYKTIN YFIR-
BUGAÐIHÚS-
VÖRÐINN OG
NÁGRANNANA
Dómstóll í Kaupmannahöfn
'hefur úrskurðað að kona ein skuli
rýma íbúð sem hún hefur haft á
leigu síðan 1974. Þykir þetta
tíðindum sæta í Danmörku því
íbúðin er í eigu samvinnufélags,
sem sér meðlimum sínum fyrir
leiguíbúðum sem þeir yfirleitt
þurfa ekki að yfirgefa nema að
eigin ósk.
Konan hefur unnið sér það til
sakar að lyktin sem berzt frá ibúð
hennar í sambýlishúsi einu hefur
orðið nágrönnunum um megn.
Hófu þeir að kvarta yfir lyktinni
skömmu eftir að konan flutti í
íbúðina en án árangurs. Stjórn
samvinnufélagsins reyndi þá að
skerast í leikinn en fékk ekki
einu sinni að koma inn í íbúðina.
Var kónunni þá sagt upp en hún
lét sig það engu skipta.
Að sögn húsvarðar sem kom til
konunnar var sóðaskapurinn
óskaplegur og gólfið meðal
annars þakið fuglasaur enda
leigjandinn greinilega mikill unn-
andi gæludýra. Að sumarlagi
hefur hún haft svaladyr opnar til
að lofta út en því hefur fylgt
fnykur eins og frá búrum rán- og
hrædýra i dýragörðum.
Vitað er að bæði húsvörðurinn
og iðnaðarmaður einn hafa neitað
að lagfæra hurðarlæsingu í íbúð
konunnar vegna ótta við að
sýkjast af óþverranum.
Kortsnoj sigraöi
og mætir Karpov
Kortsnoj sigraði í einvíginu
við Spasský í Belgrad í gær.
Hann hefur þar með öðlazt rétt
til þess að skora á Karpov
heimsmeistara í skák.
Spasský gaf biðskákina úr 18.
umferð þegar eftir biðleikinn
enda stefndi hann beint til
taps. Lokastaðan varð því sú að
Kortsnoj hlaut 10.5 vinninga,
en Spasský 7.5 vinninga. Þetta
er í fyrsta sinn sem Kortsnoj
vinnur sér réttinn til þess að
skora á heimsmeistarann. Hann
hefur tvívegis áður keppt um
áskorendaréttinn en tapað.
Nýkomið! Jumbo-quick, Cabel-sportog
Jakobsdalsgamið vinsæla.
Fjölbreytt úrval af hannyrðavörum.
Norsku kollstólarnir komnir aftur.
HOF -Ingólfsstræti 1 — Sími 16764
Bílamálarinn hf.
auglýsir. Erum fluttir að Skemmuvegi
10 Kópavogi. Almálum og blettum
allar tegundir bifreiða.
BÍLAMÁLARINN H/F
Skemmuvegi 10
Kópavogi,
Sími 75323
Smurbrauðstofan
BJORNINN
NjáEsgötu 49 — Sími 15105
Hnetumjöl í brauðið
eykur eggjahvítuna
Shakespeare og
Dickens
aftur i náð í Kína
Ráðstefna þeirra sem vinna
að útgáfumálum í Kína, en hún
var haldin nýlega í Peking,
hvatti til að hafizt yrði handa á
nýjan leik að gefa út sígild verk
í kínverskum bókmenntum og
einnig erlend bókmenntaverk
en þau hafa meira og minna
verið bönnuð i því stóra landi
síðasta áratuginn.
Fyrir nokkrum dögum var
tilkynnt að banni sem verið
hefur á höfundum eins og
William Shakespeare, Charles
Dickens og Mark Twain hefði
verið aflétt í bókasafni Peking-
borgar. Er það stærsta safn í
Kína.
Eins og flest sem úr lagi
þykir hafa gengið að undan-
förnu er bókabannið kennt
„hinum fjórum“ undir forustu
ekkju Maos formanns.
Hvatt er til aukinnar útgáfu
á sósialískum ritum eftir Marx,
Engels, Lenin, Stalin og Mao
formann. Einnig er hvatt til út-
gáfu og rannsókna á fornum
kínverskum bókmenntum auk
erlendra góðbókmennta.
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og
fjölskylda hans hefur haft ótaldar
milljónir dollara upp úr hneturækt-
inni. Hið kunna vikurit Newsweek sá
ástæðu til að birta þessa teikningu af
honum á forsíðu sinni 9. janúar.
Brauð sem bandarískir visinda-
menn hafa bakað í tilraunaskyni
og blandað er mjöli gerðu úr jarð-
hnetum þykir smakkast vel og
auk þess vera fimmtán af hundr-
aði eggjahvituauðugra en venju-
legt brauð.
Hlutfall jarðbaunamjöls er
fimmtán af hundraði af því mjöli
sem notað er við baksturinn og
segja vísindamenn að ekki þurfi
að hækka verð brauðsins þrátt
fyrir það.
Tilraunir þessar eru meðal
annars gerðar til að finna lausn á
vanda margra bænda í norður-
vesturhéruðum Bandaríkjanna.
Vegna mikillar og langvarandi
nýtingar á ökrunum er jarðvegur-
inn orðinn svo snauður af
nauðsynlegum efnum að upp-
skera venjulegs hveitis hefur
dregizt verulega saman.
Telja visindamenn á land-
búnaðarsviði að ef bændurnir
mundu rækta jarðhnetur á móti
hveitiræktuninni hefði jarðvegur-
inn tækifæri til að jafna sig.