Dagblaðið - 13.01.1978, Side 7

Dagblaðið - 13.01.1978, Side 7
pAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1978. 7 Erlendar fréttir Ætluðu að setja falska dollara í umferð fyrir austan járntjald Tveir Frakkar og einn Pól- verji hafa verið dæmdir til fangelsisvistar og sekta í Pól- landi fyrir tilraunir til að koma fölskum dollaraseðlum í um- ferð í Póllandi og Ausur- Þýzkalandi. Er frétt þessi höfð eftir pólsku vikublaði sem kom út í gær. Annar Frakkanna, sem sagður er eigandi veitingastað ar í París þangað er fólk af pólskum ættum venur mjög komur sínar, er sagður hafa fengið hinum Frakkanum 8000 falska dollara til að dreifa í Póllandi. Pólverjinn er hins vegar sagður hafa tekið við 6500 dollurum til að lauma út i Austur-Þýzkalandi. Veitingahúseigandinn hefur ekki viðurkennt sekt sína en hinir mennirnir tveir eru sagð- ir hafa játað hlutdeild sína í málinu. Áttu mennirnir tveir að selja dollarana fyrir pólska og austurþýzka mynt en síðan skipta henni fyrir ófalsaða dollaraseðla á svörtum mark- aði. Báðir voru dreifingarmenn- irnir handteknir við iðju sína en franski veitingamaðurinn lenti í klóm yfirvalda þegar hann kom til Póllands í maí síðastliðnum. Var hann farið að lengja eftir fregnum af hvernig viðskiptin gengju hjá félögun- um. Bandaríkin: STEFNUM AÐ TÍU MÁNAÐA OLÍUBIRGÐUM — segir Carter forseti Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti sagði í gær að ætiunin væri að koma upp f það minnsta 10 mánaða birgðum af olíu þar vestra til að ríkið verði óháðara duttlungum annarra olíufram- leiðsluríkja í framtlðinni. Forsetinn sagði að ekki skipti máli hvort þessum birgðum yrði náð með aukinni olíuvinnslu í Bandaríkjunum sjálfum eða kaupum erlendis. Hann tók reyndar fram að nú væri iögð áherzla á aukna vinnslu heima fyrir. Spurningu hvort hann byggist við að öldungadeild þingsins mundi afgreiða orkusparnaðar- frumvarp hans á næstunni svaraði forsetinn á þann hátt að hann byggist við málamiðlunartil- lögu varðandi verðlagningu á jarðgasi. — Ég á von á, að sú tillaga verði aðgengileg bæði fyrir mig og þjóð- ina og muni þvl verða að lögum fljótlega. — • öldungadeildin í Washington kemur saman eftir jólaleyfi í næstu viku. Mikil andstaða hefur verið þar gegn orkusparnaðar- frumvarpi Jimmy Carters, sem aðallega byggði á oliusparnaði, minni innflutningi olíu, aukinni kolanotkun og meiri skattlagn- ingu á óþarfa orkueyðslu. — Þeir erlendu þjóðarleið- togar, sem ég hitti á ferð minni um heiminn fyrir nokkrum dögum höfðu flestir mestan áhuga á að fregna um væntan- legar aðgerðir Bandaríkjanna f orkusparnaði. Við fáum ekki aðrar þjóðir heims til baráttu með okkur til að spara birgðir heimsins ef við gerum ekkert sjálfir sagði Jimmy Carter. Forsetinn spáði góðri afkomu Bandarfkjamanna á fyrri helmingi þessa árs. Hagvöxtur yrði eðlilegur og verðbólga og atvinnuleysi innan þeirra marka, sem þar eru talin þolanlg. Skattalækkun yrði aftur á móti nauðsynleg sfðari hluta ársins til að örva atvinnulíf og halda þvf í sömu skorðum. Bretland: SKIPASMIÐIRNIR LEYFÐU AFTUR EFTIRVINNUNA yrðu byggð í stöðinni og með því var miklum hluta þeirra sjö hundruð verkamanna, sem horfur voru á að yrðu atvinnu- lausir, tryggð atvinna. Þegar hafði þremur skipum' verið ráðstafað til annarra fyrirtækja. Yfirvinnubannið er sagt hafa verið sett á til að reyna að tryggja öllum starfsmönnum skipasmíðastöðvarinnar sem lfkust laun og járnsmiðir við ketilsmfði fá greidd. Átti að halda þeirri kröfu til streitu en f gær ákváðu forustu- menn starfsmanna að fara fremur samningaleiðina. Samningur Breta við Pól- verja um smfði hinna tuttugu og fjögurra flutningaskipa mun nema jafnvirði nærri fimmtíu milljarða fslenzkra króna. Starfsmenn stórrar skipa- smíðastöðvar ákváðu f gær að láta af banni gegn yfirvinnu sem valdið hefði verkefnaleysi og meðfylgjandi atvinnuleysi í stöðinni. Áður en banninu var aflétt voru horfur á að skipa- smíðastöðin gæti ekki staðið við tímamörk til að fá að smfða sjö skip fyrir pólska aðila. Er það hluti tuttugu og fjögurra flutn- ingaskipa, sem ákveðið er að smfða fyrir þá í Bretlandi. Ef ekkert skipanna sjö hefði verði smlðað f skipasmíðastöðinni við Newcastle upon Tyne hefðu sjö hundruð manns orðið atvinnu- lausir. Afturköllun yfirvinnubanns- ins hafði samstundis f för með sér loforð um að fjögur flutn- ingaskipanna fyrir Pólverjana Vicki Vogeler þrjátíu og fjögurra ára læknir í þjónustu bandaríska sjóhersins. Hún er auk þess lærður flugmaður og nú hefur Vicki fullan hug á að bregða sér út í geiminn og hefur sótt um slíkt til Geimferðastofnunar Bandaríkjanna. Er hún ein átta kvenna sem gengur nú uudir rannsóknir og próf vegna hugsanlegra geimferða i framtíðinni! Á myndinni cr læknir að mæla einhvern hluta líkamsstarf- semi Vicki Vogel. Skrásett vörumerki Stærðir: Nr. 35-46 — Kr. 8450.— Litur: Natur Skóverzlun ÞÓRÐAR PÉTURSS0NAR Kirkjustræti 8 við Austurvöll Sími 14841 — Póstsendum r TRAMPS NYKOMIÐ

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.