Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1978. Verður reynt að hnekkja úrslitum í prófkjöri sjálfstæðismannal Um þetta hefur ekki verið rætt við mig,“ sagði Friðrik Sóphusson, framkvæmdastjóri, í viðtali við DB, þegar frétta- maður spurði hann, hvort til orða hefði komið að hann færði sig úr sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til Alþingiskosninga. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins er bindandi fyrir kjörnefndina að því er tekur til 7 efstu -manna. Hins vegar getur fulltrúaráð Sjálfstæðis-. félaganna I Reykjavik breytt röð frambjóðenda. Endanlegur listi verður að hljóta samþykki fulltrúaráðsins. Talið er, að kjörnefndin leggi til, að 12 efstu sæti listans verði skipuð þeim 12, sem flest sæti fengu í prófkjörinu og í röð samkvæmt atkvæðamagni. Þannig yrði tillaga kjörnefnd- ar: Albert, Geir, Ragnhildur, Friðrik, Gunnar, Ellert, Guð- mundur H., Pétur, Geirþrúður Hildur, Elín, Gunnlaugur Snædal, Haraldur Blöndal. Einhverjir hafa áhuga á því í fulltrúaráðinu, að Geir verði í efsta sætinu og Gunnar í öðru sæti listans. Þykir fara vel saman, að formaður flokksins og forsætisráðherra skipi efsta sætið og varaformaður flokksins og formaður þing- flokks skipi annað sæti. Þá telja einhverjir að fulltrúar launþega séu óheppilega neðar- lega á blaði. Þeir eru Guð- mundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson. Þá vilja þeir Pétur ofar á listann, og vandast þá málið. Enginn þingmanna er lík- legur til að gefa sæti sitt eftir fyrir þeim mönnum, sem ekki eru samþykkir niðurstöðum prófkjörsins. Spurningin er því um það, hvort Friðrik Sophus- son vill láta af hendi frækileg- an sigur i prófkjörinu, ef á hann yrði leitað um það. Hún var borin upp við hann í gær . Ekki vildi Friðrik ræða þetta efni frekar fyrr en greinilegt tilefni gæfist. -BS. Tekjuraf þjóðhátíðarpening- um 74: Notaðar til varðveizlu fornminja og náttúruvernd- ar Tekjur þær er höfðust af þjóðhátíðarpening þeim er Seðla- bankinn gaf út í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar námu 300 milljónum króna. Nú í byrjun janúar skipaði ríkisstjórnin, nefnd til að fara með stjórn sjóðs-: ins í samræmi við lög frá Alþingi. Alþingi. Formaður nefndarinnar er Björn Bjarnason, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, skipaður af ríkisstjórninni. Af Alþingis hálfu eru í stjórninni þeir Gísli Jónsson, menntaskólakennari Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra og Gils Guðmundsson alþingismaður. Frá Seðlabankan- um er Jóhannes Nordal, 'seðla- bankastjóri. Samkvæmt reglugerð sjóðsins á hann að veita styrki til stofnana er vinna að varðveizlu lands og menningararfleifðar er þessari kynslóð hefur fallið í skaut eins og það heitir. Árlegt úthlutunarfé eru tekjur af höfuðstól, vextir. Af árlegri úthlutun skal veita 1/4 til náttúruverndar á vegum náttúru- verndarráðs, 1/4 skal ráðstafa til varðveizlu fornminja og gamalla bygginga á vegum Þjóðminja- safnsins. Helmingnum af út- hlutun skal stjórn sjóðsins veita í samræmi við reglugerð hans. Nefndin hefur enn ekki _tekið ákvörðun um hvenær auglýst verður eftir umsóknum til lán- veitingar, þó bjóst Björn Bjarna- son við því að það yrði á þessu ári í fyrsta sinn. H.Halls. 4C Ragnar Guðmundsson, eitt af söltibörnum Dagblaðsins er hér að prófa hjól úr Fálkanum, en hann var einn af þeim heppnu sem fékk hjól í vinning í desem- ber. DB-mynd Ragnar Th. Margur er ríkari en hann hyggur: Ósóttir vinningar úr sölu- bama happdrættinu, bæði hjól og vöruúttektir Einhver af hinum stálheppnu sölubornum Dagblaðsins sem seldu blaðið í nóvember og desember, er ríkari en hann hyggur. Ósóttir eru þrír vinning- ar, hjól frá Fálkanum sem dregið var út í nóvember og tvær vöruút- tektir hjá Útilífi í Glæsibæ. Osóttu vinningarnir komu á númer 10962 (hjólið í nóvember), 11512 (vöruúttekt í nóvember) og 12538-(vöruúttekt í desember). Hinir heppnu sölukrakkar sem eiga þessi númer eru beðin að gefa sig fram á afgreiðslu Dag- blaðsins í Þverholti. Sölukrakkarnir eru milli 50 og 60 talsins á hverjum degi þá daga sem skólarnir starfa. Þegar frí er í skólum fara sölubörnin upp í 200. Þau börn, sem færa áskrifend- um Dagblaðsins blaðið, fá einnig aukaumbun fyrir vel unnin störf. Ef ekki. berst kvörtun í einn mánuð fá þau viðurkenningar- skjal og eitt þúsund krónur á mánuði. -A.Bj. EKKERT A M0TIAÐ KANNA BREYTT REKSTRARFORM SIGLÓSÍLDAR — en tryggja þarf að Siglósíld starfi áf ram á Sigluf irði, sagði Egill Thorarensen, forstjóri ,,Ég hef ekkert á móti þvi, að kannað verði breytt rekstrarform Siglósíldar, en þá ekki með neina spákaupmennsku i huga — held- ur verði tryggt að Siglósild starfi áfram á Siglufirði," sagði Egill Thorarensen, forstjóri Siglósíldar Verkamannasambandið hefur lýst yfir stuðningi við sjómenn á loðnuflotanum í baráttu þeirra fyrir hærra verði á loðnu. Harmar stjórnin að meirihluti Verðlags- ráðs skuli „ráðast á kjör sjó- manna, þess launahóps, sem um tillögur nefndar þeirra er fjármálaráðuneytið skipaði til að gera tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri. „Milli 70 og 80 manns starfa við Siglósíld — þannig að fyrirtækið er ákaflega snar þáttur i atvinnu- þjóðarbúið byggir . mest afkomu sína á og er undirstaða fyrir vinnu stærsta hóps launafólks í landinu.“ Er skorað á stjórnvöld að grípa inn í deiluna og leiðrétta kjör sjómanna. -JBP- lifi bæjarins því verður að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Síðustu ár hefur Siglósíld skilað hagnaði — og allt útlit fyrir að svo verði einnig ’77,“ sagði Egill enn- fremur. Siglósíld hefur gert stóra samninga við Sovétmenn um sölu á gaffalbitum og starfsemin að mestu farið i að vinna upp í þessa samninga. Samningar Siglósildar' hafa yfirleitt verið gerðir í lok janúar við Sovétmenn og lokið við að uppfylla þá samninga í lok nóvember. „Það tekur ekki nema nokkra daga að metta markað hérlendis, svo þarna skapast tíma- bil þar sem verksmiðjan er ekki startandi," sagði Egill. „Það er ákaflega gott, beinlínis nauðsyn- legt að fá hlé, en þetta tveggja mánaða tímabil er of langt því þá verðum við að segja upp mörgum og því aðkallandi að finna verk- efni þarna. Viðræður við Sovét- menn eru enn ekki hafnar en þær fara væntanlega af stað upp úr miðjum mánuðinum,” sagði Egill að lokum. Um áramótin voru 48 skráðir atvinnulausir á Siglufirði, þar af 47 konur, en flestar koma þær á skrána rétt fyrir áramót — at- vinnuleysisdagar á Siglufirði í desember voru 206. H.Halls. Sparibaukar verðbólgu- þjóðfélags Verðbólguskrúfan snýst og snýst en íslendingum hefur hingað til tekist furðanlega vel að aðlaga sig henni i daglegu lífi. Ekki eru bankarnir síðri f verðbólguúrræðunum og gott dæmi þar um eru úr- bætur Búnaðarnankans i sparibaukavanda þjóð- arinnar. Hann virðist leyst- ur. Baukarnir stækki hér eftir í öfugu hlutfalli við minnkun krónunnar. DB hitti Sigurð Kar! sson viðskiptafræðing þar sem hann var að sveifla sér út úr Búnaðarbankanum við Hlemm og sagðist hann hafa fest kaup á tveim sparibauk- um handa börnum sínum. DB-mynd R. Th. Sig. Verkamenn styðja sjómenn

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.