Dagblaðið - 13.01.1978, Page 13
Það var hart barizt i körfunni í gærkvöid — og myndin raunar týpísk, KR-íngar hata netur í baráttu undir
körfunni. DB-m.vnd Hörður Vilhjálmsson.
Komar varpaði rúmum 3 m
skemur en íslandsmet Hreins!
— en sigraði samt a f r jálsíþróttamóti í Melbourne
Olympíuhafinn frá Munchen
’72, Pólverjinn Wladyslaw Komar
sigraði í kúluvarpi á miklu frjáls-
íþróttamóti á ólympíuleikvangin-
um í Melbourne í gær, varpaði
kúlunni, 17.88 — eða 3,21 metra
skemmra en islandsmet Hreins
Halldórssonar og sigraði Komar
þó með miklum yfirburðum,
varpaði rúmum hálfum þriðja
metar lengra en næsti maður.
Ölympíuhafinn Don Quarrie
sigraði bæði í 100 og 200 metra
hlaupi á ólympíuleikvanginum
þar sem Vilhjálmur Einarsson
hreppti silfur fyrir íslandshönd
‘56. Quarrie hljóp á 10.4 og 20.5. I
800 metra hlaup sigraði John
Higman á 1:47.1, á undan John
Walker, 1:47,7. Finninn Ari
Paurenon sigraði í 1500
metrunum á 3:46.0 og Pólverjinn
Malinowski sigraði í 3000 metra
hindrunarhlaupi á 8:38.3.
Eamonn Coghlan, Irlandi sigraði í
tveggja mílna hlaupi á 8:25.2.
Pólverjinn Slursarksi sigraði í
stönginni — 5.40. Olympíuhafinn
frá Munchen og Montreal, Finn-
inn Lasse Viren tók þátt í 800
metra hlaupinu og hann varð 11.
— á 8:54.8. I 200 metra hlaupi
kvenna sigraði brezka blökku-
stúlkan Boyle Irenu Swewinska,
Boyle hljóp á 23.1 en Swewinska
ólympíuhafi á 23:8.
V.
V.
=HÓLASPORT=
HÓLAGARÐI - BREIÐH0LTI
Nýkominn
Sundfatnaður
frá SPEED0 ogARENA
Merkin sem allirþekkja
Allar stærdir, margirlrtir
VERÐ:
Sundbolir fró 2.060—3.100
Sundskýlur frá 900—1.670
Einnig sundgleraugu,
sundhettur, sundspaðar,
sundboltaro.fi. o.fl.
Póstsendum um land allt
HÓLASP0RT
Hólagarði —lóuhólum 2-6
Sími 75020
Sigurvilji KR færði tvö
stig gegn stúdentum
— Reykjavíkurmeistarar KR sigruðu ÍS107-104í 1. deild
íslandsmótsins í gærkvöld
Reykjavíkurmeistarar KR
unnu ákaflega þýðingarmikinn
sigur í 1. deild Islandsmótsins í
körfuknattleik í gærkvöld gegn
stúdentum, 107-104. Baráttan um
meistaratign er í algleymingi —
Njarðvík hefur tapað tveimur
stigum, KR, ÍS og Valur öll fjór-
um. — Þó verður að hafa fyrir-
vara með KR, þar sem meir en
hugsanlegt er, að þeir vinni kæru
gegn Þór og hafi því í raun aðeins
tapað tveimur stigum.
Hvað um það — viðureign KR
og stúdenta í íþróttahúsi
Kennaraháskóla Islands í gær-
kvöld var ákaflega jöfn allan ieik-
inn — skorað grimmt á báða bóga.
Mikils taugaóstyrks gætti meðal
leikmanna í upphafi, sannkölluð
úrslitaleiksstemmning. Stúdentar
byrjuðu betur — komust í 6-2 í
byrjun fyrri hálfleiks en síðan
fylgdi í kjölfarið góður kafli KR
— að sama skapi slakur hjá IS og
KR komst í 17-8 — leikkafli sem
reyndist ákaflega afdrifaríkur því
stúdentar voru ávallt að elta uppi
þennan mun , náðu aldrei frum-
kvæðinu úr höndum KR-inga. |
Þeim tókst þó að jafna 33-33, og
síðan 42-42 og raunar komast yfir
44-42 — en KR var þó yfirleitt
fyrri til að skora — og staðan í
leikhléi var 52-51 KR í vil.
Það stefndi því í baráttu í síðari
hálfleik — og svo varð. KR náði
undirtökunum í byrjun síðari
hálfleiks en um miðjan síðari
hálfleikinn náðu KR-ingar 13
stiga forustu og úrslit í raun ráð-
in, 94-81. Þetta var stúdentum of-
viða — þó þeim tækist að minnka
muninn í lokin áttu þeir aldrei
raunhæfan möguleika að ná KR.
Það er staðan breyttist úr 78-76
KR í vil í 94-81 gerði endanlega
útslagið.
Endanlegar tölur — 107-104,
baráttuleik lokið með sigri
Reykjavíkurmeistara KR. Jón
Sigurðsson var allt í öllu hjá KR,
stjórnaði öllu spili og skoraði
margar snilldarkörfur. Þá var
HALLUR
HALLSSON
S0VET SIGRAÐI
SPÁNVERJA18-14
ífimm landa keppni á Spáni. Sovétmenn
sigruðu f öllum leikjum sínum
Sovétmenn sigruðu Spánverja
18-14 í iandsleik á Spáni í fimm
þjóða móti. Sovétmenn sigruðu í
mótinu — hlutu 8 stig. Heims-
meistarar Rúmena hlutu 6 stig.
~Þá komu Spánverjar með 4 stig —
Japanir hlutu 2 stig en lestina
ráku Frakkar, með ekkert stig.
Arangur Sovétmanna á Spáni
er athyglisverður. Þeir byrjuðu
með stórsigri gegn Japan og í
kjölfarið fylgdi öruggur sigur
gegn heimsmeisturum Rúmeníu,
24-19-. Frakkar voru og ekki mikil
hindruri, átta marka sigur, 23-15.
Spánverjar sigruðu bæði
Frakka og Japani — en töpuðu
gegn Sovétmönnum, 18-14 og
Rúmenum 16-21. Yfirburðir
Sovétmanna eru því umtalsverðir
og greinilegt að þeir verða sterkir
í Danmörku. Ekki er DB kunnugt
um, hvaða leikmenn Sovétmenn
voru með á Spáni né heldur
Rúmenar — þessar tvær þjóðir
hafa viðhaft mikla leynd yfir
öllum undirbúningi sínum fyrir
HM.
ísland leikur eins og kunnugt
er með Dönum, gestgjöfunum í
HM, ólympíumeisturum Sovét, og
Spánverjum í c-riðli HM í Dan-
mörku.
Annars er riðlaskiptingin í
Danmörku:
A-riðill: V-Þýzkaland, Júgóslavía,
Tékkóslóvakía og Kanada, full-
trúi Ameríku.
B-riðill: Rúmenía, Ungverjaland,
A-Þýzkaland og Frakkland, sem
kom í stað Túnis, fulltrúa
Afriku.
C-riðill: Sovétríkin, Danmörk,
Island og Spánn.
E-riðill: Pólland, Svíþjóð, Japan
og Búlgaría.
| Andrew Piazza drjúgur, þekking
hans og leikreynsla í körfuknatt-
leik reyndist þung á metunum —
og alls ekki má gleyma þætti
þeirra Bjarna Jóhannssonar og
Einars Bollasonar — Bjarni
I skoraði margar ákaflega þýðing-
armiklar körfur i síðari hálfleik
— og Einar, já gamli maðurinn
stendur ávallt fyrir sínu.
En það sem raunverulea skildi
milli liðanna var sigurvilji KR-
inga, barátta þeirra. Það var
sigúrviljinn, sem fleytti KR yfir
marga erfiða hjalla. KR hafði
vissulega gæfuna með sér í leikn-
um í gærkvöld — meðan flest
virtist ganga upp hjá KR, jafnvel
í annarri til þriðju tilraun, var
ekki það sama uppi á teningnum
hjá ÍS — sér í lagi var það í síðari
hálfleik, að hlutirnir heppnuðust
ekki sem skyldi — en stúdentar
gáfust aldrei upp þó móti blési.
Unnu iðulega upp forskot KR —
en ætluðu sér beinlínis um of —
það voru of margir slakir kaflar
er riðu baggamuninn.
Dirk Dunbar var allt í öllu hjá
stúdentum, svo og var Kolbeinn
Pálsson drjúgur — en alls ekki
kom nóg út úr leikmönnum eins
og Bjarna Gunnari, Steini Sveins-
syni og Jóni Héðinssyni. Jón
ávallt sterkur í vörn, þó hann ætti
í erfiðleikum með Bjarna
IJóhannsson — en þessir leik-
reyndu leikmenn IS náðu ekki að
hleypa í sig þeirra hörku, baráttu
sem til þarf að vinna mikilvæga
leiki.
Andrew Piazza var stigahæstur
KR-inga með 26 stig. Jón Sigurðs-
son skoraði 25 stig, Bjarni
Jóhannsson 24 og Einar Bollason
16.
Dirk Dunbar var stigahæstur
stúdenta með 42 stig — þrátt fyrir
að þessi snjalli leikmaður.eigi erf-
itt uppdráttar vegna meiðsla,
beinlínis stingur við, hefur hann
sýnt með leikjum sínum í vetur að
þar fer snjall leikmaður, mikil
hugsun í leik hans. Kolbeinn
Kristinsson skoraði 21 stig fyrir
stúdenta — en þeir Bjarni
Gunnar og Steinn Sveinsson
skoruðu hvor um sig 11 stig.
Staðan í 1. deildinni er nú:
Njarðvík
KR
Valur
ts
IR
Fram
Þór
Ármann
1 651-545 12
2 550-439 10
615-556 10
619-603 10
576-635 6
558-614 4
447-503 4
546-683 0
- h halls
Holland í efsta sæti 4. riðils
; Fylgið mér. Ætla að sýna ykkur
íþróttavöllinn.
Q /iL'J.LS
— i HM i knattspyrnu i Argentínu
um efsta sætið í 4. riðli var ákaf-
lega hörð — þjóðirnar lita á þessi
sæti sem ákaflega mikilvæg svo
þær lendi ekki gegn sterkari
þjóðum. ítalir voru þó settir á
stað — þeir skipa annað sætið í 1.
riðli, sem fer fram í höfuðborg-
inni, Buenos Aires. Riðill V-
Þjóðverja fer fram í Cordoba, 3.1
riðill með Brassana fer fram í
Mar Del Plata, upp við brasilísku
landamærin við strendur Argen-
tínu. Riðill Hollendinga fer fram í
Mendoza, við ræður Andesfjalla.
Fjölmargir Argentínumenn af
ítölsku bergi brotnir búa í Buenos
Aires, og því var ákveðið að setja
þá þar. Síðan var þeim 11 liðum
er eftir voru skipað í þrjá riðla —
Skotar, Spánverjar og Pólverjar
lenda í riðlum 2, 3 og 4 — eitt lið í
hvern riðil. Mexíkó og Perú lenda
í riðlum 1 og 3.
Svíar og Ungverjar lenda í
riðlum 1 og 3 — það er dregið
verður um hvor þjóðin fer í hvorn
riðil. Loks verður Iran, Túnis,
Austurríki og Frakklandi raðað í
riðlana fjóra — það er þessar
fjórar þjóðir skipa 4. sæti í hverj-
um riðli.
Vissulega flókið — en nauðsyn-
legt og nánast hefð svo sterkustu
þjóðir heims lendi ekki saman í
riðlakeppninni og þannig nánast
geri út um möguleika hver ann-
arrar þegar í riðlakeppninni.
Nú hefur verið raðað í efstu
sæti riðlakeppninnar í heims-
meistarakeppninni i Argentinu í
sumar. Fyrsta sætið í 1. riðli
skipar Argentína, gestgjafarnir.
Fyrsta sætið í 2. riðli skipa heims-
meistarar V-Þýzkalands. Fyrsta
sætið í 3. riðli skipa Brasilíu-
menn og. fyrsta sætið í 4. riðli
skipa Hollendingar, silfurhaf-
arnir frá Múnchen ’74.
Keppni ítala og Holiendinga
Hinn skemmtilegi línumaður Fram, Birgir Jóhannsson, hefur þarna snúið á vörn landsliðsmanna og
skorar. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
FRAMLAGÐILANDSLIÐIÐÁ
70 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐINNI
Fram hélt í gærkvöld velheppn-
aða afmælishátíð — 70 ára af-
mæli Fram í Laugardalshöll. Á
, annað þúsund manns komu í
1 Laugardalshöll. Að sjálfsögðu bar
hæst viðureign íslenzka lands-
liðsins og Fram — með Axel
Axelsson I broddi fylkingar.
Fram sigraði 29-28 — og nú
aðeins hálfum mánuði fyrir HM
er greinilegt að íslenzku lands-
liðsmennirnir eiga erfitt upp-
dráttar. — Varnarleikurinn er
mikill höfuðverkur og þá ekki
síður markvarzlan — hún hefur í
undanförnum Ieikjum verið
nánast i lágmarki. Þeir Kristján
Sigmundsson og Gunnar Einars-
son hafa verið í miklum öldudal
sem þeir beinlínis verða að ná sér
uppúr þar sem með hverjum deg-
inum verður ólíklegra að Olafur
Benediktsson geti tekið þátt í bar-
áttunni i Danmörku vegna
meiðsla.
Islenzka landsliðið gengur nú í
gegnum svipað timabil og
skömmu fyrir HM í Austurríki
fyrir tæpu ári. Leikmenn virka
þungir, seinir að hugsa og staðir í
vörninni. Þeir hafa ekki náð sam-
stillingu í vörninni og greinilegt
að bjartsýni sú er einkenndi liðið
fyrir ári er ekki fyrir hendi. En er
í raun við öðru að búast —
íslenzku landsliðsmennirnir æfa
tvívegis á dag, erfiðar æfingar.
Danir ganga nú í gegnum
svipað tímabil, tímabil þreytu og
meiðsla hjá ýmsum leikmönnum.
Við eigum og við okkar vandamál
að stríða — Ólafur Benediktsson
á erfitt uppdráttar vegna meiðsla
í olnboga. Þá verðum við án Ólafs
H. Jónssonar, leikmanns er með
krafti sínum og dugnaði hefur
reynzt liðinu ákaflega mikil-
vægur.
Nú en það var góð stemmning í
Höllinni í leik Fram og landsliðs-
ins — Fram hafði ávallt undirtök-
in gegn íslenzku landsliði án
Geirs Hallsteinssonar. Leikmenn
Fram börðust vel, greinilega stað-
ráðnir í að vinna sigur. Þegar 13
mínútur voru til leiksloka hafði
Fram yfir 24-20. Landsliðinu
tókst að minnka muninn, í 24-22
og síðan jafna 26-26. Svo virtist
sem landsliðið mundi síga framúr
þrátt fyrir að leikmenn væru ein-
um færri. En leikmenn Fram
settu hörku í sig — og þegar 25
sekúndur voru til leiksloka
komust þeir yfir 29-28. Landsliðið
fékk víti — Jón Karlsson tók það,
hans níunda — átta sinnum hafði
hann áður skorað. En hinn ungi
markvörður Fram, Einar Birgis-
son, gerði sér lítið fyrir og v-arði
frá iandsliðsfyrirliðanum — og
sigur Fram í höfn. Áhangendur
Fram streymdu fram til að fagna
sínum mönnum.
Axel Axelsson sýndi vissulega
gamla skemmtilega takta með sín-
um gömlu félögum — snjallar
línusendingar ásamt 9 mörkum.
Birgir Jóhannsson skoraði 3,
Pétur Jóhannsson, Árni Sverris-
son, Gústaf Björnsson, Sigurberg-
ur Sigsteinsson, Arnar Guðlaugs-
son og Jens Jensson skoruðu allir
2 mörk hver.
Hjá landsliðinu skoraði Jón
Karlsson 15 mörk, Gunnar Einars-
son 4, Bjarni Guðmundsson 4,
Björgvin Björgvinsson og Viggó
Sigurðsson 2, Þorbjörn Guð-
mundsson, Ólafur Einarsson og
Árni Indriðason 1 mark hver.
H Halls
Keppni í nútíma-
fimleikum í fyrsta
sinn á Islandi
Keppni í nútímafimleikum var haldin I
fyrsta skipti hér á landi laugardaginn 7.
janúar sl. í íþróttahúsi Kennaraháskóla
Islands. Keppt var samkvæmt sænsku
æfingakerfi sem tíðkast á öllum Norðurlönd-
.unum fyrir byrjendur.
Fimleikakerfi þetta er í 5 stigum allra
áhalda nútíma fimleika, þ.e. bolta, sippu-
banda, gjarða, keilna, og langbanda
(vimpils) auk gólfæfinga, án handaáhalda,
en í öllum atriðum eru æfingarnar gerðar
eftir tónlist.
Æfingarnar eru stigþyngjandi og samdar
af fremstu þjálfurum, alþjóðlegum dómara
og meistara Svía í nútíma fimleikum.
Fimleikasamband ísiands hefur unnið að
útbreiðslu og kynningu á þessari fögru grein
fimleikanna sl. 4—5 ár, og einnig haldið
nokkur stutt námskeið fyrir kennara, áhuga-
fólk og nú nýlega fyrir dómara.
Aðeins eitt félag, íþróttafélagið Gerpla,
Kópavogi, tilkynnti þátttöku að þessu sinni.
Það voru 25 stúlkur á aldrinum 9—16 ára.
Keppt var í 4 aldursflokkum og urðu úrslit
þessi:
I. fl.
1. Berglind Pétursdóttir 45.49
2. Ásta tsberg 43.05
3. Elín Viðarsdóttir 42.89
II. fl.
1. Björk Ólafsdóttir 42,97
2. Jódís Pétursdóttir 42.93
3. Vilborg Nielsen 42 72
III. fl.
1. Aslaug Óskarsdóttir 41.18
2. Gunnlaug Ingvadóttir 31.54
3. Guðrún ísberg 16 13
IV. fl.
1. Halldóra Ingþórsdóttir 16.69
2. Hlíf Þorgeirsdóttir 16.65
3. Katrin Guðmundsdóttir 16.18
Það er von stjórnar F.S.I. að þessi fyrsta
keppni verði til að auka áhugann á nútíma
fimleikum og að fleiri félög sjái sér fært að
vera með í framtíðinni.
Stjórn
Fimleikasambands Islands
Ólafur Benedikts-
son ekki til
Danmerkur?
Flest bendir nú til að ísland verði án Ólafs
Benediktssonar markvarðar í úrslitum HM í
Danmörku. Olafur gekkst undir uppskurð,
eins og DB skýrði frá á sínum tíma, á olnboga
vegna liðamúsar.
En batinn hefur látið á sér standa —
Ölafur hélt utan til Svíþjóðar í gær með
handlegginn í gipsi. Vissulega áfall fyrir
ísland — ölafur sannaði enn einu sinni hve
góður markvörður hann er með ágætri mark-
vörzlu sinni í Austurríki.
Þeir Kristján Sigmundsson og Gunnar
Einarsson verða því aðalmarkverðir liðsins I
Danmörku ef að líkum lætur. Báðir ágætir
markverðir — en hafa undanfarið verið I
mikilli lægð og því brýnt að þeir nái sér upp
úr henni. Þá hefur landsliðsnefnd valið tvo
markverði til æfinga með liðinu — þá Pétur
Hjálmarsson KR og Þorlák Kjartansson
Haukum.
McQueen settur á
sölulista
og úr liðinu
Skozki landsliðsmaðurinn Gordon
McQueen hjá Leeds United hefur verið
settur út úr liði Leeds gegn Birmingham á
morgun og Leeds hefur fallizt á að selja
hann. Fari McQueen frá Leeds — og annað
virðist vart koma til greina — er hann annar
leikmaðurinn sem fer frá hinu fræga Yorks-
hirefélagi á stuttum tíma.
Aður hafði annar skozkur landsliðsmaður,
Joe Jordan, verið seldur til Manchester
United. Allar líkur benda til að McQueen
feti í fótspor Jordan — það er fari til Man-
chester United og þá fyrir stóran pening.
Astæða þess, að McQueen fer frá Leeds er
fyrst og fremst atvik það er gerðist á EUand
Road i Leeds á laugardag. Þá mætti Leeds
Manchester City í FA bikarnum — og
McQueen réðst þá að landa sínum, markverð-
inum David Harvey og sló hann. Þetta atvik
vakti mikla athygli — McQueen var sektaður
og sú óánægja sem virðist hafa kraumað í
Lc,eds undanfarnar vikur brauzt upp á yfir-
borðið.