Dagblaðið - 24.01.1978, Side 4

Dagblaðið - 24.01.1978, Side 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978. % Víðishúsið: Ólöglegir kofar víkja — 48 bíla- stæði í staðinn — verðið er ein milljón fyrir hvert stæði ,,Það fylgir sú kvöð kaupun- um á Víðishúsunum að við hús- ið verði gerð bílastæði og hefur verið fjallað um það mál hér hjá borgarverkfræðíngi," sagði Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur í viðtali við Dag- blaðið. ,,AIls er rætt um 48 bíla- stæði og það á að vera hægt að koma þeim fyrir á baklóð hússins." Þórður sagði að þar væru fyrir húsbyggingar sem byggðar hefðu verið í leyfis- leysi og yrðu þær fjarlægðar, mest kofabyggingar. ,,Þarna háttar svo til að hallinn er það mikill frá Brautar- holtinu að möguleiki er á því að byggja bílastæði á tveim hæðum og hafa komið fram hugmyndir þar að lútandi,“ sagði Þórður ennfremur. „Með loftræstingakerfi og öllu saman hefur talan ein milljón á stæði verið nefnd og er hún sennilega ekki fjarri lagi.“ -HP. HEIM UR SKOLA Veðrið leikur við höfuðborgar- búa síðustu daga. Götulífið marg- faldast líka, fólk kann greinilega vel við sig úti i góðu vetrarveðri, kappklætt samkvæmt tízkusveifl- um okkar tíma. Ung dama er á heimleið úr skólunum, þungt hugsi um itroðsluna þennan sköladag. Húsmóðir, og ungir piltar eru í útsöluleit. Önnur hver verzlun býður upp á kjarakaup — fatnaðurinn sem var svo dýr fyrir jólin er nú seldur fyrir svo sem ekkert. I)B-mynd R. Th. Sig. Stofna nýtt listasafn, NÝLISTASAFNIÐ: ÞAÐ VANTAR15- 20ÁRINNÍUSTA SAFN ÍSLANDS — segja stof nendur hins nýja saf ns „Nýlistasafnið stofnum við vegna mikillar óánægju með starfsemi Listasafns íslands og innkaupa safnráðs,“ sögðu ungir listamenn sem stofnað hafa Nýlistasafnið. Telja þeir að inn í heildareign Listasafn íslands vanti 15-20 ára timabil merkilegra hræringa 1 íslenzkri myndlist. Helztu markmið Nýlista- safnsins verða að varðveita og kynna listaverk og heimildir um Iistaverk og sýningar þessa „gleymda tímabils“, auk þess að vera miðstöð nýjustu strauma i íslenzkri myndlist. Hinu nýja safni hafa þegar borizt tilkynningar um stór- gjafir listaverka eftir heimskunna listamenn. Þá hefur safninu verið ánafnað úrklippusagn í dagblaðsbroti, alls 80 bindi. Safnið var stofnað 5. janúar sl. af 26 myndlistarmönnum, sem starfa ýmist heima eða erlendis. I undirbúningi er reglugerð varðandi aðild erlendra listamanna að safninu,- Enn sem komið er hefur Nýlistasafnið engan samastað, aðeins bráðabirgðageymslu, en vonir standa til að úr því rætist innan tíðar. Fimm manna stjórn sér um rekstur safnsins. Formaður er Níels Hafstein en aðrir í stjór eru þeir Magnús Pálsson, Þór Vigfússon, Rúrí og Ölafur Lárusson. I varastjórn eru Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson og Steingrímur E. Kristmundsson. Endur- skoðendur eru Bjarni H. Þórarinsson og Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem jafn- framt er lögfræðingur safnsins. -JBP- BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966 PEUGEOT 404 1967 SKODA 110 1971 V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968 Einnighöfum við úrvalaf kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 Upplýsinga krafizt í Landsbankamálinu: Dómsmálaráðherra lofar skýrslu bankamálafrumvarp kemur á næstunni Sighvatur Björgvinsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og óskaði eftir upp- lýsingum um Landsbankamálið frá dómsmálaráðherra. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra kvaðst ekki hafa þær upplýsingar á takteinum. Hann mundi koma fyrirspurnunum á framfæri við stjórnendur Landsbankans og síðar birta Alþingi skýrslu um málið. Þá sagði ráðherra að á næstu dögum yrði útbýtt frum- Austur í Sigölduvirkjun er nú beðið eftir varahlut í straumrofa frá Rússlandi. I virkjuninni varð fvrir skömmu bilun i straumrofum en vara- hlutir voru til og var hægt að gera við bilunina eftir skamma stund. Bilunin olli þó nokkrum rafmagnstruflunum í Reykja- vik og nágrenni og fór sú bilun saman við mikla seltu á línum við Geitháls og Elliðaár. að sögn Gisla Gislasonar stöðvarstjóra í Sigöldu. . Önnur meiri bilun varð einnig við Sigöldu um svipað varpi til heildarbankalaga fyrir viðskiptabanka rikisins. Frumvarpið hefði verið samið áður en Landsbankamálið kom 'upp. En i því væru mun ítarlegri ákvæði um endurskoðun en í núgildandi lögum. Þá væri þar heimild fyrir bankaráð að ráða sér sérstakan starfsmann, sem hefði aðgang að og heimild til að f.vlgjast með öllu, sem hann kýs, i rekstri bankans eftir reglum sem bankaráð hvers banka setti.Þá leyti. Bilaði ásþéttir í öðrum hverflinum þegar raflína slitnaði í ofsaveðri. Varð það til þess að ferskvatn fór af hverflinum og hitnaði hann þá um of. Þeirri viðgerð lauk einnig eftir nokkra daga og olli bilunin ekki rafmagrístruflun- um, að því er Gísli sagði í sam- tali við fréttamann Dag- blaðsins. Aætlaður kostnaður vegna þessara bilana er 2-3 milljón krónur. -ÓV. kvaðst ráðherra á næstunni leggja fvrir Alþingi skýrslu um stöðu dómsmála og þar yrði ein- mitt vikið að Alþýðubanka- málinu. Sighvatur hafði gagnrýnt hversu Alþýðubankamálið hefur dregizt. Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti í gærmorgun að hafa frumkvæði að þvi að Landsbanka- málið yrði tekið til umræðu á Alþingi og Sighvatur . hefði umræður um það. Eðlilegt og sjálfsagt væri og gæti jafnvel verið skylt að Alþingi léti þar til sín taka. Hann bað í fyrsta lagi um upplýsingar um „hvað raunverulega hefði gerzt i Lands- banka íslands". I öðru lagi vildi þingmaðurinn fá upplýst til hvaða ráða hefði verið gripið til að upplýsa þetta mál og í þriðja lagi hvað gert hefði verið til að hindra að atburðirnir gætu endurtekið sig. „Við tslendingar höfum uppi ákaflega litlar varnir gegn þeirri tegund afbrota sem hér um ræðir," sagði Sighvatur. „Þar höf- um við tslendingar því miður sparað okkur til tjóns." Þá gagn- rýndi hann að ýmis löggjöf þessu viðkomandi væri úrelt. Að lokum þakkaði Sighvatur ráðherra fyrir viðbrögð hans við fyirrspurnunum. Bilanir f Sigöldu — Beöiö eftir straumrof um f rá Rússlandi -HH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.