Dagblaðið - 24.01.1978, Side 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978.
Nýr flokkur stofnaður
— hef ur hlotið naf nið Stjórnmálaf lokkurinn
Eiríkur Rósberg
Stofnaður hefur verið nýr
stjórnmálaflokkur að frum-
kvæði Ölafs E. Einarssonar for-
stjóra. Hreyfing haris hefur að
undanförnu verið þekkt undir
nafninu „Sterk stjórn“.
Nýi flokkurinn hefur hlotið
nafnið „Stjórnmálaflokk-
urinn“. Munu nokkrir
Steinunn Olafsdóttir
tugir manna standa að stofn-
uninni en mörg hundruð hafa
sýnt áhuga, að sögn Ölafs í gær.
Stjórn hefur verið kosin fyrir
flokkinn og er hún þannig
skipuð: Formaður Ólafur E.
Einarsson forstjóri, varafor-
maður Kristmundur Sörlason
iðnrekandi, ritari Eiríkur Rós-
Kristmundur Sörlason
berg tæknifræðingur, gjald-
kerfi, Steinunn Ólafsdóttir
uppeldisfræðingur og
meðstjórnandi Tryggvi Bjarna-
son stýrimaður.
Ólafur sagði að flokkurinn
væri stofnaður í beinu fram-
haldi af könnun landsmálasam-
takanna „Sterk stjórn" á undir-
Tryggvi Bjarnason
tektum við hugmyndir for-
göngumanna flokksins. Nýi
flokkurinn tekur upp þau þrjú
stefnuatriði sem „Sterk stjórn“
auglýsti en þau eru: 1) Að
breyta stjórnarskrá
lýðveldisins, meðal annars á
þann veg að löggjafar- og fram-
kvæmdavald verði aðskilið, 2)
að gerbreyta skattafyrir-
komulagi og auðvelda í fram-
kvæmd og 3) að leggja á her-
stöðvar NATO hér á landi
aðstöðugjald sem verði varið til
vegagerðar, flugvalla- og
hafnarmannvirkja.
Síðar mun nánari grein gerð
fyrir stefnu flokksins. -HII.
Ólafur E. Einarsson
aa
þettaaeriéa
fyrirþig
Aðstoða við að orða auglýsingu þína,
ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig.
Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar
um það sem þú auglýsir og
tek við tilboðum sem berast.
Njóttu góðrar þjónustu ókeypis.
Opið tii ki. 10 í kvöld.
tgam
■ : :■
mm
BIABIB
Dagblaðiö, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiðsla Þverholti 11, sími
.
Norrænir lýðhá-
skólanemar gera
úttekt á íslandi
Fjörutíu til fimmtiu manna
hópur frá Nprræna lýðháskólan-
um í Kungalv í Svíþjóð — þar sem
nú eru ellefu íslendingar — er
væntanlegur í námsferð til
íslands um páskana. Mua
hópurinn dvelja hér í liðlega eina
viku undir leiðsögn skólastjóra
síns, dr. Magnúsar Gíslasonar, og
norrænna kennara.
Undanfarin fimm ár hefur það
verið venja í Norræna
lýðháskólanum, að hópar
nemenda fara i lok námsársins til
ákveðinna byggðarlaga á Norður-
löndum og gera úttekt á lífi
fólksins þar. t ár hefur verið
ákveðið af nemendum og
kennurum að í stað þess að skipta
nemendum í hópa haldi sem
flestir til íslands. Tilgangurinn
með ferðinni er tvíþættur, að því
er dr. Magnús segir í nýútkomnu
ársriti nemendafélags skólans:
t fyrsta lagi að gefa nemendum
kost á að heimsækja tsland og
kynnast daglegu lífi og lífs-
kjörum landsmanna og einnig að
safna efni um tsland sem síðan
væri hægt að endurvinna og nota
til frekara náms um iandið og
íslenzkar aðstæður í dag.
Dr. Magnús Gíslason slær fram
þeirri hugmynd í ársriti
nemendafélagsins að hægt verði
að skipta námsefninu væntanlega
niður í efnisflokka, t.d.: náttúra,
saga, samgöngur, stjórnmál, at-
vinnulíf, menning, hýbýli,
fjölskyldan, félagsleg aðstaða,
íþróttir og tómstundastarf,
fjölmiðlar, þéttbýli-strjálbýli,
tsland og Norðurlönd. Upp- '
lýsingasöfnun nemendanna er
ætlað að verða á sem víðtækastan
hátt—í myndum og máli. líka á
hljóð- og myndsegulböndum.
Getur dr. Magnús þess í bréfi sínu
að mikill skortur sé á námsefni
um ísland í lýðháskólum og
háskólum á Norðurlöndum. Verði
þessi ferð hugsanlega til að bæta
úr þeim skorti.
-ÓV.
t)r. Magnús Gfslason skólastjóri
Kungálv (t.v.) ásamt Birgi
Thorlacius ráðuneytisstjóra i
menntamálaráðuneytinu á fundi
í Kungálv á fyrra ári.
UNGUR SÖNGVARI
SLÆR í GEGN
Ungur söngvari, Kristján
Jóhannsson, sonur hins þekkta
söngvara Jóhanns Konráðs-
sonar, hefur að undanförnu
haldið einsöngva norðanlands
við hinar beztu undirtektir.
Kristján hefur verið við nám
ytra og marga hefur fýst að
heyra árangurinn af námi hans.
Söng Kristján í Borgarbíói
ásamt Sigurði Demetz Franz-
syni. Húsfyllir var. Þegar
tónleikarnir voru endurteknir
gerðist það sama. Margir urðu
frá að hverfa. Hefur Kristján
sungið víðar og alls staðar við
frábærar undirtektir áheyr-
enda.