Dagblaðið - 24.01.1978, Side 12
12
I
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÁNÚAR 1978.
DAGBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. JANUAR 1978.
Sþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþrottir
Iþróttir
Iþróttir
Sþróttir
Iþróttir
I
Axel í tíunda
sæti — Einar
í 16. og
Gunnar í 24.
— yfir markhæstu leikmenn
íVestur-Þýzkalandi
Þrír íslenzkir leikmenn eru meðal 24
markhæstu leikmanna í 1. deildinni vestur-
þýzku. Axel Axelsson hjá Dankersen er
markhæsti leikmaðurinn hjá því liði. Hefur
skorað 53 mörk í 13 leikjutn. Þar af 24 úr
vítaköstum. Hann er í tíunda sæti á listanum.
Einar Magnússon hjá Hannover er í 16. sæti
með 43 mörk, þar af 11 úr vítum, en hefur
leikið mun færri leiki en aðrir, sem eru á
listanum. Gunnar Einarsson, Göppingen, er í
24. sæti með 39 mörk — sex víti. Hlé var gert
á 1. deildar-keppninni í Vestur-Þýzkalandi
rétt fyrir jólin vegna undirbúnings lands-
liðsins fyrir HM. Markahæstu leikmenn voru
þá þessir: Fyrst er leikjafjöldinn — flestir
með 13 leiki — síðan mörkin og hve mörg
þeirra hafa verið skoruð úr vítaköstum.
1. Lavrnic (Derschlag) 13 83/53
2. Frank (Milbertshofen) 13 73/29
3. Krstic (Dietzenbach) 13 63/32
4. Bucher (Göppingen) 14 63/21
5. Don (Húttenberg) 13 62/48
6. Möller (Nettelstedt) 12 61/20
7. v. d.Heusen (Rheinhausen) 13 61
8. Wunderlich (Gummersbach) 13 56/21
9. Ehret (Hofweier) 12 55/7
10. Axelsson (Dankersen) 13 53/24
11. Klúhspies (GroBwallstadt) 12 52/14
12. Deckarm (Gummersbach) 13 52/13
13. Lúbking (Nettelstedt) 13 47/19
14. Kemmler (Neuhausen) 12 45/8
15. Pelster (Rheinhausen) 12 45/32
16. Magnusson (Hannover) 9 43/11
17. Schobel (Hofweier) 12 43/12
18. Wehnert (Dietzenbach) 13 43/12
19. Klenk (GroBwallstadt) 12 42/15
20. Ufer (Derschlag) 13 42/1
21. Capra (Rheinhausen) 13 42/11
22. Krause (Kiel) 10 40/21
23. Westebbe (Gummersbach) 13 39
24. Einarsson (Göppingen) 13 39/6
25. Meisinger (GroBwallstadt) 12 38/6
26. Meffle (Hofweier) 12 38/7
27. Dr. Miller (Neuhausen) 13 38/10
28. Waltke (Dankersen) 13 38/11
29. Ohly (Húttenberg) 13 37
30. Spengler (Húttenberg) 13 37/1
31. Salzer (Neuhausen) 13 37/11
íþróttir
Frægur kappi
til A. Villa
Aston Villa kéypti í gær Tommy Craig,
fyrirliða Newcastle, fyrir 250 þúsund sterl-
ingspund. Þessi skozki landsliðsmaður, eem
áður lék með Sheff. Wed. — fyrst Aberdeen
— hefur verið óánægður hjá Newcastle síðan
Bili McGarry tók þar við stjórninni. Meðal
annars svipti McGarry hann fyrirliðastöð-
unni.
Harry Haslam, framkvæmdastjóri Luton
Town, sagði í gær starfi sínu upp hjá félag-
inu til þess að taka við Sheffield United.
Haslam er 55 ára og hefur staðið vel fyrir
sinu hjá Luton, in.a. komið liðinu i 1. deild,
þó sú viðdvöl yrði stutt. Framkvæmdastjóri
Sheff. Utd., Jimmy Sirrell, var rekinn i
október — og tók þá aftur við Notts County,
sem hann hefur rétt við á ný. Sheffield-liðið
hefOr ekki haft stjóra síðan og gengið hroða-
lega að undanförnu. Fengið á sig fimm mörk
í leik í síðustu þremur leikjunum. Fyrst
gegn Arsenal, síðan Bolton á heimavelli, og á
laugardag í Sunderland.
Kevin Keegan hjá Hamburger SV var í
gær dæmdur í átta leikja bann fyrir að slá
mótherja í vináttuleik á gamlársdag. Keegan
varði ekki mál sitt fyrir vestur-þýzku aga-
nefndinni en það er regla í V-Þýzkalandi að
leikmaður, sem rekinn er af velli, fái átta
leikjabann.
Eftir frábíera matarveizlu ]
Þið eruð knattspyrnumenn og þess
vegna eruð þið hingað komnir. Til að Já
Í. leika knattspyrnu.
*v-—_________ || Knattspyrnu
Vinir mínir. Nú skal ég
útskýra málið -,—
Heiner Brand hjá Gummersbach var einn bezti handknattleiks-
maður Véstur-Þýzkalands árið 1977 — og mun verða einn af
lykilmönnum vestur-þýzka landsliðsins á heimsmeistaramótinu í
Danmörku, sem hefst á fimmtud. Brand skoraði 25 mörk í lands-
leik.jum á síðasta ári cn Vestur-Þjóðverjar léku 18 landsleiki — þar
af tvo við ísland — unnu 11. gerðu þrjú jafntefli og töpuðu fjórum.
Hinn síðasti var gegn Pölverjum í Göppingen og þýzka liðið vann
stórsigur 29-19. A Olvmpíuleikunum í Montreal var vestur-þýzka
liðið i fjörða sæti og gæti orðið meðal fremstu liða á HM.
INP-mvnd Sven Simon.
Olafur leikur ekki
á HM í Danmörku
—og m jög vafasamt að lón leiki
Olafur Einarsson, Víkingi,
handarbrotnaði í landsleiknum
við Norðmenn á sunnudag og
getur ekki tekið þátt í heims-
mcistarakeppninni í Danmörku.
Þá er fyrirliði íslenzka liðsins,
Jón H. Karlsson, einnig meiddur
og alls ekki víst að hann geti
leikið á HM. Jón er slæmur í fæti
auk þess, sem hann á við meiðsli
að stríða í baki. Hann var slæmur
í gær og er jafnvel talið, að um
brjósklos sé að ræða í bakinu. Ef
það er revndin eru litlar líkur á
þátttöku Jóns í HM. íslcnzka liðið
hélt áleiðis til Arósa um hádegið í
dag með viðkomu í Kaupmanna-
höfn. Þar kcmur Janusz Cher-
winski til móts við liðið og verður
ákveðið í samráði við hann hvort
leikmönnum, einum eða tveimur,
verður bætt í íslenzka HM-
hópinn. Frestur til að tilkynna
breytingar rennur út á hádegi á
morgun. Líklegt er að leitað verði
til Páls Björgvinssonar, Víkingi,
eða Jóns Hjaltalíns Magnússonar,
Lugi, ef bætt vcrður í HM-hópinn
— jafnvel beggja.
Ölafur Einarsson fékk slæmt
Göngumót í
Skálafelli
Fyrsta göngumót vetrarins á
skíðum hér sunnanlands fór fram
í Skálafelli á laugardag. Hrönn sá
um keppnina. Keppendur voru 8.
og einn þeirra, Pál Guðbjörnsson,
keppti fvrir Knattspvrnufélagið
Fram. Það er í fvrsta sinn, sem
kcppandi frá Fram tekur þátt í
skíðamóti. Páll var áður i Skíða-
félagi Reykjavíkur.
Urslit urðu þau, að Ingólfur
Jónsson, SR, sigraði með nokkr-
um vfirburðum. Gekk vegalengd-
ina, 12 kílómetra, á 42:16.1 mín.
Guðmundur Sveinsson, SR, varð
annar á 45:09.5 mín. í þriðja sæti
varð Bragi Jónsson, Hrönn, á
46:15.1 mín. Páll Guðbjörnsson,
Fram, varð fjórði á 47:55.5 mín.
og í fimmta sæti kom Björn As-
grímsson, Siglufirði, á 48:30.4
mín.
stuð á hönd í landsleiknum en í
fvrstu var þó talið, að aðeins um
hin venjulegu meiðsli handknatt-
lciksmanna va>ri að ræða. Ölafur
lék til loka og það var ekki fyrr en
seint á sunnudagskvöld, að
honum versnaði mjög. Við
röntgenmvndatöku kom í Ijós, að
tvö hein í handarbaki voru brotin.
Oheppnin hefur elt Olaf í sam-
bandi við HM. Fvrir keppnina í
Austurríki í fvrra veiktist hann
og gat ekki leikið nema einn leik
— síóasta leikinn við Tékka um
þriðja sætið í keppninni.
. Olafur fór ineð isienzka lands-
liðinu til Arösa og mun fylgj-
ast með leikjum íslands þar i riðl-
inum — en svo eru miklar líkur
að hann koini heim. Hönd hans
var sett í gips í gær og hann
verður að minnsta kosti með það í
15 daga.
Þetta er ekki f.vrsta áfallið, sem
íslenzka landsliðið verður fyrir.
Ölafur Benediktsson, mark-
vörður, getur ekki leikið á HM
vegna meiðsla, sem hann hlaut á
olnboga. Var skorinn upp við
þeim nfeiðslum og skurðurinn
tökst ekki nögu vel. Því hefur
mjög verið slegið upp í dönskum
bliiðum, að Olafur leiki ekki á
HM og segja dönsku blöðin, að
íslenzka landsliðið verði af þeim
siikum mun veikara en talið var
uppbaflega. Þá hafa Danir einnig
skrifað talsvert um, að bezti
varnarmaður Islands, Ölafur H.
Jónsson. Dankersen, leiki ekki i
heimsmeistarakeppninni.
35 þúsund
fyrir tíu rétta
í 21. leikviku féll niður einn
leikur og útisigur Birmingham í
Liverpool varð þess valdandi, að
engum tókst að gizka rétt á alla 11
leikina. Með 10 rétta leiki reynd-
ist 21 röð vera. og komu kr. 35.000
fyrir hverja. Með 9 rétta voru 239
raðir og vinningar fvrir hverja
röð kr. 1.300. Vinningur fvrir 9
réíta verður sendur strax til
þeirra vinnings'hafa. sem hafa
skilmerkilega merkt sína seðla.
HÆTTU EKKIA NEITT
Á STEINGÓLFI í 0SLÓ
— íslenzka landsliðið sigraði norska meistaraliðið
Refstað 2248 f gærkvöldi
„Það voru ákaflega ruddalegir
leikmenn í norska meistaraliðinu
Refstad og leikurinn við það i
gærkvöld var slakur og leiðin-
legur,“ sagði Axel Axelsson,
þegar blaðið ræddi við hann í
morgun. „Það var furðulegt hjá
Norðmönnum að bjóða upp á þær
aðstæður, sem fyrir hendi voru í
„íþróttahúsinu", sem leikið var í
en Icikurinn var háður í Osló.
Steingólf — hættulegt — og þar
rúmast ekki nema um 100 áhorf-
endur. Við hættum ekki á neitt
við þessar aðstæður en unnum þó
öruggan sigur, 22-18. Þó var erfitt
að komast hjá hörkunni. Menn
taka ósjálfrátt á móti, þegar
harkalega er brotið á þeim og það
var til þess, að margir fengu að
fjúka út af. í norska meistaralið-
inu voru fjórir leikmenn, sem
léku í landsleiknum á sunnudag,"
sagði Axel ennfremur.
Norska liðið skoraði þrjú fyrstu
mörkin í leiknum en íslenzka
landsliðið jafnaði í 5-5. Komst
siðan yfir í 8-6, 10-6 og staðan í
hálfleik var 12-9 fyrir Island. í
síðari hálfleiknum var munurinn
oftast tvö til þrjú mörk fyrir is-
lenzka liðið, 14-11, 15-13, 18-16 og
20-18 svo einhverjar tölur séu
nefndar. Fjögurra marka sigur í
lokin, 22-18.
Kristján Sigmundsson varði
mark Islands í fyrri hálfleik og
Gunnar Einarsson í þeim siðari.
Þeir fengu á sig níu mörk hvor og
vörðu allþokkalega — einkum
Urslit í 1. deildinni í Hollandi á
sunnudag urðu þessi:
Amsterdam — Venlo 3-0
Volendam — NEC 2-0
Telstar — Haag 0-1
Deventer — Sparta 1-2
Roda — PSV Eindhoven 0-0
Fe.venoord — Twente 0-2
NAC Brcda — Haarlem 2-1
Arnheim — Ajax 2-2
Utrecht — AZ ’67 0-0
Staða efstu liða
PSV 21 16
Twente
AZ ’67
Ajax
Sparta
Gunnar. Allir leikmenn Islánds
tóku þátt í leiknum nema þeir Jón
H. Karlsson og Ólafur Einarsson,
sem eiga við meiðsli að stríða —
og markvörðurinn Þorlákur
Kjartansson. Þeir Þorbergur
Þorbergur Aðaisteinsson —
markhæstur í gærkvöld.
Aðalsteinsson, Víking og Gunnar
Einarsson, Göppingen, sem ekki
léku í landsleiknum á sunnudag,
stóðu sig prýðilega í leiknum —
ákveðnir í að sýna hæfni sína.
Þorbergur var markhæstur ís-
lenzku leikmannanna í leiknum.
Skoraði fimm mörk og Gunnar
kom næstur með fjögur mörk.
Þorbjörn Guðmundsson og Axel
Axelsson skoruðu þrjú mörk hvor
— Axel tvö úr vítaköstum. Geir
Hallsteinsson og Janus Guðlaugs-
son tvö hvor, og þeir Björgvin
Björgvinsson, Bjarni Guðmunds-
son og Einar Magnússon eitt mark
hver.
Hjá Refstad var Ingebretsen
markhæstur með fimm mörk og
Furuseth skoraði fjögur.
Stonesreyndi
við heimsmet
Suleiman Nyambui, Tanzaníu,
náði öðrum bezta tíma, sem náðst
hefur innanhúss í 2ja milna
hiaupi á móti í Los Angeles á
laugardag. Hljóp vegalengdina á
8:18.0 mín. Henry Rono, Kenýa,
varð annar á 8:18.3 mín. og Nick
Rose, Brctlandi, þriðji á 8:20.3
mín. Heimsmetið er 8:13.2 mín.
sett af Emile Puttemans, Belgiu,
1973.
í míluhlaupi sigraði Thomas
Wessinghage, V-Þýzkalandi,
Filbert Bay, Tanzaníu, á Ioka-
metrunum. Hljóp á 3:59.7 mín.
Ba.vi hljóp á 4:00.5 mín. Mike
Boit, Kenýa, sigraði í 880 jarda
hlaupi á 1:50.5 mín. Landi hans
Omwanza hljóp á 1:50.6 mín.
Gunther Lohre, V-Þýzkalandi,
og heimsmethafinn innanhúss,
Mike Tuliy, USA, stukku báðir
5.40 í stangarstökki en Lohre
sigraði á færri tilraunum. Dwight
Stones, USA, stökk 2.26 m i
hástökki en tókst ekki að setja
nýtt heimsmet, 2.32 m. Heims-
methafinn Greg Joy, Kanada,
stökk 2.21 metra. Olympíumeist-
arinn í langstökki, Arnie
Robinson, stökk 8.01 metra í lang-
stökki og Milan Tiff, USA, 16.69
m í þrístökki.
Skemmtilegir úrslitaleikir í
badminton þeirra ungu
Opið unglingamót í badminton
var haldið í TBR-húsinu við
Gnoðarvog sunnudaginn 22. jan.
sl. Keppt var í tvenndar- og tví-
liðaleik og voru þátttakendur frá
TBR, KR, ÍA, Val og Víkingi.
Urslitaleikir voru skemmtilegir
og jafnir og margir oddaleikir.
Urslit í einstökum flokkum.
voru sem hér segir:
Tátuflokkur (12 ára og yngri):
Karítas Jónsdöttir og Iris Smára-
dóttir ÍA unnu Rannveigu Björns-
dóttur og Þórdísi K. Bridde TBR,
15-10, 12-15, 15-7.
Hnokkar (12 ára og yngri);
Arni Þ. Hallgrímsson og Ingólfur
Helgason ÍA unnu Þórð Sverris-
son og Snorra Ingólfsson TBR,
15-0, 15-0.
Hnokkar og tátur tvenndarleikur:
Þar unnu Haraldur Sigurðsson og
Þórdís Erlingsdóttir TBR, þau
Árna Hallgrímsson og Karítas
Jónsdóttur tA, 15-10, 15-11.
Meyjar (12-14 ára):
Þar unnu þær Elín Bjarnadóttir
og Elísabet Þórðardóttir TBR þær
Drífu Daníelsdóttur og Þórdísi
ErlingSdóttur TBR, 9-15, 15-9, 15-
9.
Sveinar (12-14 ára):
Haukur Birgisson og Tryggvi
Ölafsson TBR unnu Þorstein
Hængsson og Smára Ríkharðsson
TBR 8-15, 15-4, 15-10.
Sveinar og meyjar, tvenndarleik-
ur:
Þorsteinn Hængsson og Mjöll
Daníelsdóttir TBR unnu Þórhall
Ingason og Ingunni Viðarsdóttur
IA 15-8. 15-2.
Telpur (14-16 ára):
Kristín Magnúsdóttir og Bryndís
Hilmarsdóttir TBR unnu þær
Örnu Steinsen og Sif Friðleifs-
dóttur KR 15-4, 15-0.
Drengir (14-16 ára):
Þorgeir Jóhannsson TBR og
Gunnar Jónatansson Val unnu
Skarpheðin Garðarsson og Gústaf
Vífilsson TBR 17-18, 15-9, 15-10.
Piltar (16-18 ára):
Broddi Kristjánsson og Guð-
mundur Adolfsson TBR unnu
Reyni Guðmundsson og Ágúst
Jónsson KR 15-10, 15-0.
Piltar og stúlkur, tvenndarleikur:
Guðmundur Adolfsíon og Kristín
Magnúsdóttir TBR unnu Reyni
Guðmundsson og Sif Friðleifs-
dóttur KR 15-8, 15-7.
McGovérn eftir 10 ár með Clough:
„Þekki varla manninn”
„Ég er ekkert sérstakt fyrir
Clough þó ég hafi leikið fyrir
hann í tíu ár. Ég stend ekkert
nær Clough nú en er ég var
18 ára. Satt að segja þekki ég
varla manninn. En þannig á
það að vera. Það er rétta af-
staðan milli framkvæmdastjóra
og leikmanns."
Sá, sem ^nælir þessi orð er
John McGovern, hinn 28 ára
fyrirliði Nottingham Forest á
leikvelli. Hann hefur nær
undantekningarlaust leikið
undir stjórn Brian Clough,
stjóra Forest-liðsins. Fyrst hjá
Hartlepool, síðan hjá Derby,
Leeds og nú Nottingham
Forest. Ferill hans sem knatt-
spyrnumanns er óvenjulegur
og snjall.
Hann var 15 ára, þegar hann
lék i fyrsta sinn í knattspyrnu-
leik — og þá var hann lítill og
grannur. Kennari hans, Henry
Smith, sagði við hann: „Mundu
eftir orðum mínum, John,
knattspyrna er ekki fyrir þig.“
En hún varð — og er það.
John McGovern uppgötvaði
þegar hann var í heimsókn hjá
ömmu sinni, að hann lék betur
en drengirnir í nágrenninu —
drengir, sem höfðu sparkað og
skallað frá því fæturnir gátu
borið þá. Hann hætti í skólatil
að gerast fyrsti atvinnu-
drengurinn hjá Hartlepool —
smáborg á austurströnd Eng-
lands skammt frá Sunderland
og Newcastle. Hjá því félagi var
ungur þjálfari, sem var að stíga
sín fyrstu spor á því sviði,
Brian Clough. Hafði orðið að
hætta knattspyrnu ungur á
hátindi frægðar sinnar sem
miðherji Sunderlands og Eng-
lands, en hafði byrjað að leika
með Middlesbro. Seldur fyrir
stórpening til Sunderland.
Brian Clough sýndi strax mik-
inn dugnað — gekk á krárnar i
bænum til að biðja menn að
kóma og sjá leiki Hartlepool. I
fyrsta skipti í sögu Hartlepool
komst knattspyrnufélag bæjar-
ins á blað. Komst upp í 3. deild
1967 en féll strax niður árið
eftir. Brian Clough var farinn
— farinn til Derby. Það var
1967 og John McGovern fylgdi
honum fyrir sjö þúsund sterl-
ingspund.
Undir stjórn Clough vann
Derby sig strax upp í 1. deild —
eða 1969 — og 1972 var lið
félagsins Englandsmeistari.
Don Revie hætti hjá Leeds og
gerðist landsliðseinvaldur Eng:
lands. Leeds ,,keypti“ Ciough
frá Brighton, því áður hafði
hann farið frá Derby vegna
ágreinings við stjórn félagsins.
Þegar Clough kom til Leeds lét
hann það verða sitt fyrsta verk
að kaupa McGovern frá Derby.
En Clough náði ekki strax ár-
angri með lið Leeds — og vár
rekinn eftir 44 daga. Stjórnar-
menn Leeds hljóta síðan að
hafa harmað það glapræði sitt.
McGovern lék fjóra leiki í aðal-
liði Leeds en var ekki valinn í
það eftir að Clough fór. „Ég
hefði eins getað verið heima og
fengið launin send i póstinum.
Þetta var hræðilegur tími en
sem betur fer tók Clough við
Nottingham Forest og keypti
mig frá Leeds til Forest.” segir
McGovern.
Hér? I
snjónum
Brian Clough til hægri ásamt Peter Tavlor. sem hefur fvlgt honum
gegnum árin einsog McGovern. Aðalþjálfari Forest.
John McGovern
Nottingham Forest.
fyrirliði
Og eitt af ævintýrum knatt-
spyrnunnar hófst í Notting-
ham. I fyrra komst félagið upp í
1. deild — varð í þriðja sæti i 2.
deild, þegar Iið Bolton hrundi í
lokin—og Clough og McGovern
voru á ný komnir í 1. deild.
Ævintýrið heldur áfram.
Forest hefur sex stiga forustu í
1. deild eftir leikina á laugar-
dag.
John McGovern er aftur á
toppnum sem fyrirliði liðsins
og maðurinn bakvið hinn
snjalla framvarðaleik liðsins
ásamt Archie Gemmill, sem
Clough kevpti frá Derby. Þeir
eru alls staðar á vellinum og
mottó Forest er: Sókn er bezta
vörnin.
„Höldum við velli? Fólk er
alltaf að reikna með að eitthvað
bresti hjá okkur — en ennþá er
ekkert, sem bendir til þess. Við
höfum ekki orðið vari við
pressu annarra liða. Ef til vill
kemur hún, en við höfum leik-
menn. sem geta tekizt á við
hana." segir McGovern.
21. LEIKVIKA — LEIKIR 21. JANÚAR 1978
VINNINGSRÖÐ: 011 — X21 — 121 — 111
1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 35.000.-
3084 31265 32791 40150(1/10.4/9) 40708(2/10.6/9)
5790 31754 32890 40185(1/10,4/9)+ 40861(1/10,4/9)
30591+ 31840 33860 40360(1/10.4/9) 41147(1/10,4/9)
30800 32693- 32231(1/10,1/9) 40589(1/10.4/9) 41239(1/10.4/9)
2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 1.300.-
2066+ 31003+ 32134+ 33128+ 34155+ 40184(2/9) +
30516+ 31036+ 32914+ 33129+ 34159+ 40223+ • 40779 +
30948+ 31632+ 33100+ 33403+ 34199+ 40744+ 41090(2/9) +
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að frainvísa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna f.vrir greiðsludag \inninga.
sem er 7. febrúar.
Þeir vinningshafar í 2. vjnningi, sem eiga aðra seðlai en
hér eru taldir, og ekki hafa fengið vinningin í pósti hinn
1. fehrúar. vinsamiegast hafi samband við skrifstofu
Getrauna, sitni 91-85690.
Ka'rufrestur er til 13. féhrúar kl. 12 á hádegi. Ka>rur
skulu vera skriflegar. Ka'rueyðuhlöð fásl hjá umboös-
mönniim og aðalskrifstofunni. Vinningsuppba'ðir í I.
vinningi geta hckkað. ef ka'rur verða teknar til grcina.
GETRAUMR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK