Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1978. MÓTORHJÓLIÐÁ HUG HANS ALLAN Leikarinn og stórstjarnan, Steve McQueen, hefur svo sannarlega breytt um útlit og lifnaðarhætti. Fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum hljópst eiginkona hans, leikkonan Ali MacGraw, á brott og skildi Steve eftir einan í ibúðarhúsi þeirra í Malibu í Kaliforniu. Þessi þekkta leikkona hafði ekkert unnið utan heimilisins í þau fjögur ár sem þau voru gift. Hún hefur nú snúið sér aftur að kvikmyndaleik og vegnar vafalaust vel. Það fyrsta sem Steve gerði eftir skilnaðinn, var að kasta póstkassanum sínum á haf út og sjá til þess að allur póstur merktur honum yrði sendur bifhjólaviðgerðarmanni hans úti á landi. Þar eyðir hann hvort sem er nær öllum tíma sinum með mótorhjólið sitt. Samtimis byrjaði Steve að láta hár sitt og skegg vaxa þvi um þetta leyti lék hann í mynd, gerðri eftir einu leikrita Ibsens, þar sem krafizt er mjög hár- og skeggprúðs manns. Annars eru þær víst ekki margar kvikmyndirnar sem Steve hefur áhuga á að leika í. „Eg læt bifhjólaviðgerðar- manninn minn lesa handritin yfir og ef hann samþykkir þau ekki, afþakka ég þau,“ segir Steve. Salim Osman og Therese Rabiefrá Suður-Atrikuurðu að flýja land til þ'ess að geta gifzt. HVÍT OG SVÖRT HJÓNABÖND Tveir ungir Suður- Afrikubúar giftu sig i New York ekki alls fyrir löngu og báðu um hæli sem pólitískir flóttamenn vegna þess að ef þau færu aftur til sins heima^ lands, myndi þeim varpað i fangelsi fyrir að hafa gifzt. Therese Rabie, sem er 21 árs hjúkrunarkona, er hvit og eiginmaðurinn, Salim Osman, 33 ára verzlunarmaður, er Asíu- búi. Samkvæmt lögum frá 1950 eru hjónabönd hvítra og annarra kynstofna bönnuð í Suður-Afríku. Eftir að hafa fengið vega- bréfsáritun flúðu þau Suður- Afriku. „Við fórum út á flug- völl sitt í hvoru lagi, og þótt- umst hvorki sjá né þekkja hvort annað,“ sagði frú Rabie. „Við vorum dauðhrædd um að„ verða stöðvuð. Við sátum ekki einu sinni hlið við hlið fyrr en við vorum komin yfir landa- rnærin." Hjónakornin dvöldu hjá vinum sinum eftir giftinguna og hinn nýbakaði eiginmaður sagði að það væri þeim nægi- lega góðir hveitibrauðsdagar að haf a kómizt til Bandarikjanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.