Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 24
Geri mérvonirumað vinna í Hæstarétti — segir Gunnar H. Baldursson, „pabbi” sjónvarps-Palla og sækjandi í sparimerkjamálinu Gunnar var að vinna við módelsmíð fvrir barnatímann þegar UB heimsótti hann á vinnustað. DB-mvnd Ragnar Th. „Það fyrsta sem ég eiginléga frétti af þvi að ég stæði í þess- um málaferlum var þegar ég las það í Dagblaðinu," sagði Gunnar H. Baldursson, leik- myndargerðarmaður hjá sjón- varpinu, er blm. DB heimsótti hann á vinnustað. Gunnar er stefnandi í hinu svonefnda sparimet'kjamáli. „Nafn mitt var valið vegna þess að mitt „sparimerkjamál" spannar yfir meira en hjá flest- um. Reynt var að finna ein- hvern aðila sem svo stóð á um. Ég hafði verið í skóla á tíma- bilinu og tekið út sparimerki og síðan farið að safna aftur eftir að námi lauk," sagði Gunnar. „Upphæðin sem um var að ræða var um 65 þúsund krónur plús vextir. En dómurinn féll á þá leið að ríkið borgar ekki nema rúmlega 1200 krónur. Ég gerði mér svo sannarlega vonir um að þetta færi öðruvísi. Nú fer málið fyrir Hæstarétt. Það verður spennandi að vita hvernig það fer,“ sagði Gunnar. Hann hefur unnið í leik- myndadeild sjónvarpsins í sjö ár. Frægasta verk Gunnars er liklega leikbrúðan Palli sem öll börn á íslandi þekkja nú orðið úr barnatímum sjónvarpsins. Palli er nefnilega „skilgetinn sonur“ Gunnars. A.Bj. Dómurí sparimerkja- málinuí undirrétti SPARIMERKJAEIGEND- UR FÁ ÞÓ AGNARÖGN Þótt ríkissjóður hefði að miklu leyti sigur í sparimerkja- málinu, sem dómur féll i síð- degis í fyrradag, var gerð leið- rétting á útreikníngum visitöíu- DOta ao noKkru. Niðurstöður benda þvi til þess að spari- merkjaeigendur síðustu ára eigi kröfur um talsvert fé úr höndum rikisins í skaðabætur þegar allt verður lagt saman. I viðtali viðGuðmunu Jónsson borgardómara í gær kom fram að íallizt nefði verið á ieiðrétt- ingu á útreikningi verðbóta. Hins vegar hefði aðeins óveru- lega verið breytt útreikningi vaxta. Guðmundur lagði áherzlu á að kröfum stefn- endanna hefði fyrst og fremst verið hafnað í þessu einstaka máli, þar sem þeim útreikning- um sem Gunnar H. Baldursson stefnandi hefði lagt fram hefði verið breytt mjög vegna aðstæðna í máli hans. Krafan var um 64 þúsund krónur en ríkissjóður var aðeins dæmdur til að greiða 1274 krónur. Guðmundur Jónsson kvaðst ekki treysta sér til að fullyrða hvaða áhrif dómurinn hefði á rétt sparimerkjaeigenda yfir- leitt. Málinu verður að öllum lík- indum áfrýjað til Hæstaréttar og munu báðir aðilar hugsan- lega standa að því. Málið er þrófmál þannig að ríkissjóður greiðir einnig kostnað af mál- sókninni. Með þessu máli og öðru svipuðu, sem bíður dóms í borgardómi, á að skera úr um skaðabótarétt skyldu- sparenda á hendur rikissjóði. HH Alvara lífsins á bak við málaða brosið Þótt málningin sé upp á við í breitt bros sýnirmunnsvipurinn annað — alvöru lífsins. Þetta minnir á fræga mynd af grátandi trúð. Þó er óhætt að fullvrða að. þessari ungu glæsikonu sé ekki grátur i hug, líklega þvert á móti. En eitthvað hefur hún séð sem gefið hefur tilefni til þess að íhuga málið í alvöru. — DB-mynd Hörður. HASSIÐ FALIÐI SJÓNVARPSTÆKI — Hæstiréttur staðfestir60 daga gæzluvarðhald í hassmálinu Hæstiréttur hefur staðfest 60 daga gæziuvarðhaldsúrskurð yfir rúmlega tvítugum Reyk- víkingi sem í fyrri viku var handtekinn á Húsavík og flutt- ur til Reykjavíkur, grunaður um aðild að stórfelldum inn- flutningi og dreifingu á fíkni- efnum. Hæstiréttur staðfesti einnig 5 daga gæzluvarðhalds- úrskurð sem kveðinn var upp á Húsavík er maðurinn var hand- tekinn. Leikur grunur á að þessi maður hafi smyglað inn miklu magni af fikniefnum — aðal- lega hassi — í notuðum sjón- varpstækjum á síðasta ári. Hefur hann neitað þessum ásökunum fyrir sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum og hjá rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík en viður- kennt að hafa fengið að gjöf notað sjónvarpstæki erlendis frá. Maður þessi hefur marg- sinnis áður komið við sögu fikniefnainnflutnings og dreif- ingar hérlendis á undanförnum árum. Tveir menn sitja nú í gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar þessa máls sem verður æ umfangsmeira. Báðir eiga að sitja í allt að 60 daga. öðrum mönnum í þessu máli hefur verið sleppt úr gæzlunni, hinum síðustu í þessari viku. siEý K'T í; JL'- .i 4 0 m&'Mjk f. fá > H Ffé- 1 +/ fifáJst, nháð daghlað LAUGARDAGUR 11. FEB. 1978. Hækkunástöðu- mælagjöldum: Sami pening- urinn— styttri tími „Það er erfitt að reka sjálfsala í verðbólgunni því maður er bund- inn við þá mynt sem er í gangi,“ sagði Guttormur Þormar fram- kvæmdastjóri umferðarnefndar Reykjavíkurborgar í samtali við DB. Beiðni um hækkun stöðu- mælagjalda var samþ.vkkt í borgarráði í vikunni. „Ekki er búið að ákveóa hvenær þessi hækkun tekur gildi eða hve mikil hún verður því eftir er að leggja málið fyrir ríkis- stjórnina. Lagt var til að gjaldið i stöðumælana yrði tvöfaldað en .aukaleigugjald, þar sem menn kaupa miðá," hækki-úr 300 kr. í 500 kr. Það er töluverður rekstrar- kostnaður við stöðumælana, bæði viðhald og eftirlit með þeim, og til þess að ekki verði halli á þeim rekstri verður gjaldið að fylgja verólaginu. Við gerum ráð fyrir að 10 króna peningurinn verði notaður áfram en timinn verði styttur. Til þess þarf að breyta stöðumælunum en það er minni breyting heldur en ef breyta ætti um mynt,“ sagði Guttormur. A.Bj. mmammmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmam Umferðarslys íHafnarfirði Mjög harður árekstur varð klukkan rúmlega sjö í fyrrakvöld á mótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar í Hafnarfirði er tveir fólksbílar rákust saman. ökumaður annars bílsins skarst illa f andliti og var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans. Mikiar skemmdir urðu á báðum bílunum. Um hálftólfleytið var ekið á gangandi stúlku á Hafnarfjarðar- veginum við Arnarneslæk. Var stúlkan flutt á slysadeild Borgar- spítalans þar sem gert var að meiðslum hennar. A.Bj. Ekkert spurzt til Benedikts Enn hefur ekkert spurzt til Benedikts Viggóssonar . sem hvarf frá Kleppsspít- alanum 29. janúar sl. Víðtæk leit hefur verið gerð að Benedikt, m.a. gengnar f.jör- ur í og við Reykjavík, en án árangurs. ÓV Óboðinn gesturí sundlaug Akureyrar Brotizt var inn í Gagnfræða- skólann á Akureyri í fyrrinótt. Var brotin rúða i skólahúsinu. Heyrði húsvörðurinn til manna- ferða og kallaði á lögregluna. Þegar hún kom á vettvang var innbrotsþjófurinn allur á bak og burt. Tóku lögreglumennirnir þá eftir að rúða var brotin í sund- laugarbyggingunni sem er skammt frá gagnfræðaskólanum. Fóru þeir að athuga málið og komu að tuttugu og eins árs gömlum manni undir áhrifum áfengis. Var pilturinn handtek- inn. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.