Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978.
5
„Gráa skýrsla” Hafrannsóknarstofnunar:
Hvað má veiða, hvenær, hvar;
hvemig— og hversu mikið?
í skýrslu Hafrannsóknarstofn-
unarinnar um ástand nytjafiska á
íslandsmiðum og aflahorfur áriö
1978 eru settar fram tillögur
stofnunarinnar um það hvað
leyfilegt skuli að veiða af hverri
fisktegund fyrir sig. Kennir þar
margra grasa en auðsætt er að
stofnunin reynir eftir megni að
fá menn til að skilja nauðsyn
þess að sóknin í þorskstofninn
minnki verulega og reynt verði að
beina veiðunum í aðra fiskstofna.
Hafrannsóknarstofnunin hefur
áður gert slíkar tillögur en telja
verður að henni hafi orðið lítið
ágengt enda við ramman reip að
draga þar sem er furðulegt tóm-
læti og afskiptaleysi æðstu yfir-
valda þessara mála.
1 tillögum Hafrannsóknar-
stofnunarinnar kemur fram að
þeir telja auk þeirra friðunarað-
gerða, sem þegar eru í gangi, að
réttast sé að þorskafli 1978 og
1979 fari ekki fram úr 270
tonnum hvort árið. Leggja þeir
til að aflasamsetning veröi sem
hér segir:
3-4 ára 35 þús. tonn
5-6 ára 167 þús. tonn
7 ára og eldri 68 þús. tonn
Afli alls 270 þús. tonn
Auk þessa er lagt til í skýrslu
Hafrannsóknarstofnunarinnar að
gripið verði til skyndilokunar
svæðis ef 20% af afla (eftir
fjölda) er undir 58 cm fram til 1.
júlí en 20% af afla undir 62 cm
það sem eftir er ársins.
ÝSA
Mikil breyting varð til batnaðar
er möskvar voru stækkaðir í 155
mm hvað varðar ýsustofninn hér
við land er möskvar voru
stækkaðir í 155 mm. Er talið að
núverandi sóknarþungi og
möskvastærð muni gefa
hámarksafrakstur niðja þegar
fram í sækir og telur stofnunin
hæfilegt að veidd verði 40 þús.
tonn af ýsu í stað 30 þús. tonna í
fyrra.
UFSI
Bráðabirgðatölur sfðastliðsins
árs benda til þess að afli hafi
verið svipaður þeim og leyfilegur
var það árið, eða um 60 þús. tonn.
Þó er talið réttast, með hliðsjón af
ástandi stofnsins að hækka ekki
þann kvóta fyrir árið í ár, heldur
hafa hann hinn sama.
KARFI
Sókn okkar íslendinga i karf-
ann minnkaði verulega árið 1977
og hefur karfaafli því dregizt
saman. Er talið að við höfum veitt
sjálfir um 28 þús. tonn en aðrar
þjóðir, þá sérstaklega Þjóðverjar,
meira. Heildaraflinn á karfa á
íslandsmiðum er talinn nema um
62 þús. tonna á árinu.
Samkvæmt alþjóðlegri rann-
sókn, sem gerð hefur verið á
karfastofninum, kemur í ljós að
smákarfi hefur verið mikið
veiddur við A-Grænland, hann
vex hægt og er óvissa ríkjandi um
raunverulegt ástand karfans.
Leggur Hafrannsóknarstofnun
þvi til að hámarksafli á karfa hér
við land verði um 60 þús. tonn en
þann kvóta eigum við íslendingar
að geta fullnýtt okkur nú þegar
við sitjum einir að aflanum.
SKARKOLI
Skarkolastofninn hér við land
er vannýttur. Allt frá því að
Bretar hættu skarkolaveiðum hér
við land hefur ásókn í þær veiðar
verið lítil, aðeins veidd um 4500
tonn. Leggur stofnunin til að þær
veiðar verðt stórlega auknar og
nefnir 10 þús. tonna hámarksafla
í því sambandi.
GRÁLÚÐA,
lúða, og steinbítur eru
fiskistofnar hér við land sem
ýmist hafa verið ofnýttir eða eru
fullnýttir eftir undanfarandi of-
nýtingu. Hámarksafla þeirra er
haldið í sama horfi og verið hefur,
15 þús. tonn, 2 þús. tonn og 13
þús. tonn.
SPÆRLINGUR
Meðalafli á spærlingi á árunum
1969 til 1976 hefur verið 7.600
tonn. Er lagt til að spærlings-
veiðar verði auknar verulega.
Lýsa,
langa, blálanga, keila, skötuselur,
langhalar, gulilax, litli karfi og
hrognkelsi.
Um alla þessa fiskistofna er
fjallað sérstaklega í skýrslunni en
þeir eiga það sammerkt að um
raunverulegt ástand þeirra er
ekki vitað í flestum tilfellum en
veiðar verið litlar. Er talið óhætt
að mæla með aukinni sókn í þessa
fiskistofna.
SÍLD
Hafrannsóknarstofnunin gerir
að vonum ákveðnar tillögur um
hámarksafla og tilhögun síldveiða
fyrir árið 1978: a. Leyfilegur
hámarksafli verði 35.000 tonn. b.
Þessum afla verði skipt milli
hringnóta- og reknetabáta, en
þar sem 3-4. ára síld (20-30 cm)
verður í miklum meirihluta á mið-
unum á hausti komanda er ein-
dregið lagt til að sú aflaaukning
sem gert er ráð fyrir frá fyrra ári
verði fyrst og fremst tekin með
reknetum og hringnótaveiðar
ekki auknar frá því sem var árið
1977. c. Hringnótaveiðar verði
leyfðar frá 20. sept. — 20. nóv. en
reknetaveiðar frá 20. ág.—20.
nóv. d. Reglugerð um bann við
veiði smásíldar verði breytt
þannig að 27 cm síld og minni
megi ekki vera meiri en 25% í
afla í stað 50% (eftir fjölda).
L0ÐNA
Til þess að tryggja viðvarandi
hámarksafla loðnu og stuðla að
öflun góðs hráefnis leggur Haf
rannsóknarstofnunin til að settar
verði eftirfarandi takmarkanir
við loðnuveiðar:
a. Hámarksafli verði ein millj.
tonna á tímabilinu 1. júlí 1978 til
30. júní 1979. b. Loðna 12 cm á
lengd og minni verði friðuð með
a) svæðislokunum b) ákvæðum
um aflasamsetningu eins og nú
er, c) setningu reglugerðar um
lágmarksmöskvastærð 19 mm. c.
Veiðibann frá lokun vetrarver-
tíðar til 15. júlí meðan yngri
árgangurinn er að taka út sumar-
vöxt, loðnan að fitna og átuinni-
hald er mest.
KOLMUNNI
Astandi kolmunnastofnsins og
fyrirhugðum veiðum á honum er
hægt að lýsa með orðum Hafrann-
sóknars'tofnunarinnar: ,,Sá afli
sem hingað til hefur verið tekinn.
er svo örlítið brot af stofninum að
telja verður hann mjög lítið
nýttan“.
HUMAR
Talið er að stofninn hafi verið
kominn í 13.200 tonn á sl. ári sem
er aukning frá þvi sem áður hefur
verið. Er hún fyrst og fremst
rakin til nýliðunar í árgangana
1969 til 1971 í nýtanlegum hluta
humarstofnsins á árunum 1975 til
1977 fyrst sem smáhumri og síðar
millihumri. Hluti stórhumars hef-
ur að mati Hafrannsóknarstofn-
unarinnar farið sífellt minnk-
andi.
HÖRPUDISKUR
Varðandi hörpudisk telur Haf-
rannsóknarstofnunin að veiðiþol
þekktra miöa sé um 5000 tonn i
Breiðafirði, 1000 tonn á Vest-
fjörðum og a.m.k. 1500 tonn í
Húnaflóa, eða samtals um 7.500
tonn.
RÆKJA
Rækjuvertíðin hefst víðast
hvar i október eða nóvember og
fæst oft einn þriðji til helmingur
vertíðaraflans fyrir áramót. Með
hliðsjón af varanlegum hámarks-
afrakstri og til að reyna að
tryggja sem jafnastan afla frá ári
til árs gerir Hafrannsóknarstofn-
Sem betur fer erum við lausir við þann ófögnuð sem erlend verksmiðjuskip eru. Myndin sýnir austur
þýzka togara undan ströndum Bandarikjanna.
unin eftirfarandi tiliögur um
hámarksafla á veiðisvæðunum:
V eMirit ’.n veturinn
1977-7 8 1978-79
tonn tonn
Arnarfjörður 600 590
Isafjarðardjúp 2500 2500
Ilúnaflói 2000 2000
Axarfjörður 850 850
Berufjörður 85 75
HVALUR 0G
HVALVEIÐAR Hvalveiðar eru víðast hvar
mjög umdeildar en hvalstöðin hér
verður þó varla talin stærsti skað-
valdurinn á því sviði, enda hefur
hún sjálf sett sér ýmsar takmark-
anir.
Alþjóðahvalveiðiráðið hefur
gert það að tillögu sinni að
hámarksafli á meðalári verði ekki
meiri en 254 langreyðar og 84
sandreyðar. Enn hefur ekki verið
settur hámarkskvóti fyrir búr-
hvali hér við land.
Leyfilegt er að veiða 200
hrefnur á þessu ári.
SELIR OG SELVEIÐAR
Selveiðar hafa verið enn eitt
deilumálið að undanförnu í
heiminum. Hér við land er talið
að um 30 til 35 þúsund selir lifi
góðu lífi og enn hafa engar tak-
markanir verið settar á fjölda
selkópa er veiða má við landið.
Samantekt —HP.
Auglýsing
um hönnun bygginga með tilliti
tilfatlaðra
Á fundi menntamálaráðherra Norðurlanda í Re.vkja-
vík í júní 1974 var lögð áhersla á að í menningarsam-
starfi beri að taka sérstakt tillit til þeirra, sem fatlaðir
eru. >g búa þannig í haginn að þeir geti í sem ríkuslum
mæii tekið þátt í og notið þess sem um er að ræða á sviði
menningarmála. í orðsendingu frá menntamáiaráðu-
neytinu 15. júlí 1974, sem birt var í fjölmiðlum, var þeim
tilmælum beint til allra sem hanna bvggingar, er varða
starfssvið menntamálaráðunevtisins að einhverju levti,
svo sem skólahús, félagsheimiíi, safnahús o.s.frv., að þess
sé vandlega gætt að gera fötluðu fólki sem auðveldast að
komast inr, í húsin og fara í kringum þau. í bréfi til
Arkitektafélags íslands og Sambands íslenskra sveitar-
félaga 11. mars 1975 minnti ráðuneytiö á þetta ntál og
æskti góðrarogarangursríkrarsamvinnuallra’ r um þetta
mál fjaila.
Um leið og ráðunevtið minnir enn á þessi viðhorf sín
vekur það athygli á að það mun ekki staðfesta teikningar
að b.vggingum nema framangreindra atriða sé gætt.
í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU,
9. febriúar 1978.
SEGLBATUR með
OG GENOA
ÐAR FYRIR
R.
SKROKKUR BATSINS
ER OR TREFJAGLERIj
EN YFIRBYGGING
ER SMIÐUÐ 0R
MAHOGANY VIÐI.
SÍMI 2 18 14