Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978.
"" B
WBIAÐW
hjálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Steffónsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson,
Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson, * Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M.
Haildórsson.
Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mónuði innanlands. mds. í lausasölu 90 kr.
t lausasölu 90 kr. eintakið.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugorö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Launþegasamtök spottuð
Óviturlega fer ríkisstjórnin að,
þegar hún kýs að skopast að
verkalýðshreyfingunni, um leið
og hún leggur fram ráðagerðir um
mikla kjaraskerðingu.
Lengi hefur verið viðurkennt,
að raunhæfum efnahagsaðgerðum '
verði varla komið við án samráðs og samstarfs
við verkalýðshreyfinguna. Þetta hlýtur fyrst og
fremst að gilda, þegar verulegur þáttur að-
gerða er skerðing kjarasamninga. En í höndum
Geirs Hallgrímssonar verða samráðin argasta
háð.
Að frumkvæði forsætisráðherra var fyrir
meira en ári stofnuð svonefnd verðbólgunefnd
með fulltrúum þingflokka og ýmissa hags-
munahópa. Látið var að því liggja, að tilvist
þessarar nefndar mundi valda straumhvörfum
í efnahagsmálum. Hér hefðl forsætisráðherra
brotið blað. Niðurstöður nefndarstarfsins
liggja nú fyrir. Útkoman varð hin sama og
hefði fulltrúum þessara aðila verið hóað saman
á helgarfund. Nefndin klofnaði í marga hluta,
þar sem hver hélt fram hagsmunum síns hóps. í
rauninni notaði ríkisstjórnin nefndina ein-
ungis sem skálkaskjól. Henni þykir skárra að
reyna að fela sig bak við tillögur óljóss meiri-
hluta í nefndinni en bera þær fram sem sínar
tillögur eingöngu. Að sjálfsögðu falla tillögur
meirihluta nefndarinnar og tillögur ríkis-
stjórnarinnar saman. Meirihlutinn var ein-
göngu að vinna verk fyrir ríkisstjórnina.
Nefndin var því markleysa.
Fulltrúar launþegasamtaka, ASÍ og BSRB,
sátu í verðbólgunefnd. Þeir fengu að gera
tillögur um lausn efnahagsvandans, en þeim
var að sjálfsögðu enginn gaumur gefinn. Auk
þess fengu þeir undir lokin að sjá, hvaða „val-
kosti“ meirihlutinn hafði sett á blað. Fulltrúar
launþegasamtakanna virtust á því stigi enn
telja, að einhver samráð kæmu til greina. Því
skoðuðu þeir nánar þann eina valkost, sem ekki
fól í sér ógildingu kjarasamninga, kost, sem
gerði ráð fyrir skattahækkunum. En ríkis-
stjórnin hafði launaþegafulltrúana að fíflum.
Auðvitað stóð ekki til að fara aðra leið en að
ógilda kjarasamninga. Tilburðir í þá átt að
leyfa launþegafulltrúum og stjórnarand-
stæðingum að skoða valkosti í nokkra daga
voru spé. Launþegafulltrúar sátu í verðbólgu-
nefnd og voru kvaddir á fund ráðherra til þess
eins að fá kost á að samþykkja það sem ríkis-
stjórnin ætlaði sér, ekki til annars. Ekki var
hlustað á neinar úrtölur þeirra eða tillögur. Og
enn lumaði ríkisstjórnin á spotti.
Fulltrúar launþegasamtakanna voru loks
kvaddir á fund forsætisráðherra í fyrrakvöld, í
þann mund sem lokið var prentun á kjara-
skerðingarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Til-
gangurinn var að lesa þeim, hvað gera skyldi.
Og viti menn, enn var ríkisstjórnin með kjara-
skerðingu í erminni til viðbótar því, sem áður
var fram komið. Obeinir skattar skyldu felldir
úr vísitölu um næstu áramót. Von var, að
launþegafulltrúarnir hefðu fengið nóg af
kímnigáfu forsætisráðherra, þegar hér var
komið.
1 111
Orkumálin í brennidepli:
OLÍA SÍFELLT MEIRA
NOTUÐ í BANDARÍKJUNUM
Carter forseti ieggur áherzlu á aukna kolanotkun
ogsamdratti mmiutnmgi oiiu
Bandaríkjamenn auka enn
olíunotkun sína og hún er að
verða meginorkugjafi þeirra
þrátt fyrir hvatningu Carters
Bandaríkjaforseta til þjóðar-
innar að nota heldur kol.
Þetta hefur komið í ljós í
athugunum Ameriean
Petrolium Institute. En þær at-
huganir leiða einnig í ljós að
nokkur árangur hefur náðst í
orkusparnaðarmálum í Banda-
rikjunum þótt ekki sé það svo
mikið að í vaxandi mæli verður
að treysta á innflutta olíu sem
orkugjafa.
■ Eftirspurn eftir olfu jókst um
5% á síðasta ári og er það
heldur minni aukning en varð á
árinu 1976, en þá jókst eftir-
spurnin um 6.9%. Athyglisvert
að eftirspurn eftir aðalolíuaf-
urðinni, bensíni, minnkaði
jafnvel meira eða féll frá 4.5%
í 2.4% árið 1977.
ÁHERZLA LÖGÐ Á AÐ
NÝTA NÁTTÚRU-
AUÐLINDIR
BANDARÍKJANNA
Minni aukning eftirspurnar á
síðasta ári gefur til kynna
árangur í orkusparnaðartil-
raunum Carters E:. það er ann-
að sem er athyglisvert. Olíu-
eftirspurn siðasta árs jókst um
5% en eftirspurn eftir öðrum
orkugjöfum jókst um 3%, sem
bendir eindregið til þess að sl-
fellt fleiri snúi sér að notkun
olíu sem orkugjafa í stað ann-
arrar orku.
„Slík tilhneiging undirstrik-
ar þörfina á því að finna og
vinna meira af náttúruauðlind-
um landsins,“ sagði formaður
API. „Að halda áfram að mæta
aukinni þörf landsmanna fyrir
olíu með auknum innflutningi
gæti verið of mikil áhætta fyrir
öryggi og efnahag Bandaríkj-
anna.“
Orkuáætlun Carters forseta
sem nú er fyrir þingi, gerir ráó
fyrir orkusparnaði og aukinni
kolanýtingu. Forsetinn hefur
sagt að olíunotkun muni aukast
um 31% fram til ársins 1985,
þannig að hún verði 22.8 millj-
ónir tunna á dag, ef ekki verður
farið eftir tillögum hans. Ef það
verður hins vegar gert gæti
neyzlan orðið 18.2 milljónir
tunna á dag 1985 og með aukn-
um aðgerðum jafnvel ekki
nema 17 milljónir lesta.
Með þessum aðgerðum ætlar
Carter að hafa dregið úr inn-
flutningi erlendrar olíu um
20% árið 1985, en innflutt olía
nam 41% af heildarneyzlunni í
Bandaríkjunum árið 1976.
Þrátt fyrirþað að 1.3% aukning
hafi orðið á olíuframleiðslunni
innanlandshefur innflutningur
aukizt. Aukning á oliufram-
leiðslu hefur ekki orðið í
Bandaríkjunum síðan 1970 en
ástæðan fyrir aukningu á sl. ári
var nýja olíuleiðslan frá
Alaska.
Ekki líta allir orkustefnu
Carters forseta jafnhýru auga.
*
ÞEGAR SAMÚÐIN FÉLL
MILLISKIPS OG BRYGGJU
Það er kafli sem er þess
verður að dveljast við
drykklanga stund hver var
þáttur sumra blaðanna og
nokkurra stéttvilltra sjómanna
er stóðu að því að ófrægja
samtök opinberra starfsmanna
með ýkjusögum og hrollvekjum
er sagðar voru af ómannúðlegri
framkomu verkfallsvarða f
októbermánuði sl. Fyrir okkur
útvarpsstarfsmenn sem höfum
gott útsýni yfir Reykjavfkur-
höfn verður þetta þvf minnis-
stæðara þegar þess er gætt að
veðurblíða var einstök þessa
verkfallsdaga alla. Rjómalogn
og stillur. Tæpast að öldu-
gjálfur heyrðist, nema þá logn-
aldan sem vaggaði hettumáfum
og æðarfugli við Kolbeinshaus.
Með þetta f huga varð enn
minnisstæðari mynd frá útför
Gunnars Gunnarssonar skálds f
nóvembermánuði 1975. Hinn
aldni höfðingi og væringi skáld-
mennta og frægðar kaus sér
hinsta hvílustað f fornhelgri
mold Viðeyjar. Mælti svo fyrir
að fámenn fjölskylda og vinir
skyldu fylgja sér i hinstu för á
litlum vélbáti úr Reykjavlkur-
höfn til Viðeyjar.
Uggi Greipsson — Hug-
leikurmjögsiglandi er við mun-
um, kaus sér Skip
heiðrfkjunnar til hinstu farar.
Á köldum og næðingssömum
degi i norðaustan stinnings-
kalda vaggaði skip hans litlu
stærra en áttæringur og bar
innanborðs dýran farm. Kistu
skáldsins og það fylgdarlið er
honum var kærast og tengdast
tryggustum böndum. Við út-
varpsmenn og starfsmenn
Fiskifélags og Hafrannsókna-
stofnunar fylgdumst með
norðanstróknum sem ýfði
sjávaröldur er skulfu með ágjöf
og ákafa á kinnung fleytunnar.
Flestum fannst mikið til um för
skáldsins og þótti viðeigandi að
höfundur sá er ritað hafði svo
margar myndríkar sögur,
Svartfugl, Fjallkirkjuna og Jón
Arason viki sér með þeim hætti
f Viðeyjarklaustur.
Kjallarinn
PéturPétursson
Mér er nær að halda að finna
megi lýsingar á hinstu för
skáldsins f Reykjavíkurblöðum.
Ég minnist þess ekki að hafa
séð þess getið að hið látna
skáld, aðstandendur þess né út-
fararstjórn hafi hlotið ámæli af
þessu. Þó fannst þeim sem á
horfðu sem hér væri ólíku
saman að jafna og þessi
umrædda vetrarför tvfsýnni, ef
jafnað var við ferðirnar er
farnar voru á bátum er fluttu
skipverja og ættingja þeirra
milli skips og bryggju
verkfalldagana.
Framtakssamur bátseigandi
hafði fyrir nokkrum árum
gengist fyrir Viðeyjarferðum
og komið á stofn veitingastofu f
Viðey. Flutti bátur hans Reyk-
víkinga milli lands og eyjar og
varð margur til þess að hlýða
kalli enda spöruðu blöð og út-
varp ekki hvatningarorð um
þátttöku.
Aldrei heyrðist orð um að
hér væri lffi og limum stofnað í
hættu né að teflt væri á tæpt
vað.
Merkur aldinn blaðamaður
Morgunblaðsins, Arni Öla,
ritaði eitt sinn grein f
Morgunblaðið. Þar stakk hann
upp á þvf að Viðey yrði fram-
tíðargrafreitur — kirkjugarður
Reykvíkinga. Við minnumst
þess ekki að hafa séð greinar er
vændu hann um að ætla sér
með þeim hætti að stuðla að
ófarnaði landa sinna og sam-
borgara.
En við BSRB menn máttum
una þvf af hálfu Morgun-
blaðsins og hjálparkokka þess
að vera borið á brýn að við
virtum að vettugi öryggi
sjómanna og ástvina þeirra.
Aðeins einn aldraður
heiðursmaður í sjómannastétt
lagði okkur lið með smágrein f
Velvakanda Morgunblaðsins.
Það var Jón Eiríksson fyrrv.
skipstjóri á Lagarfossi er ritaði
stutta en mergjaða grein og tók
sér stöðu við hlið okkar.
Það var siður litlu barnanna
að kalla á mömmu og klaga,
sagði hann. Þetta gera stóru
börnin lfka. Aflmiklar vélar,
talsamband við land, loftskeyti
öflug tæki og tól. Allt er til