Dagblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGIIR 18. MARZ l‘)78.
r
Raddir
lesenda
Borgarstarfsmaður skrifar:
Maður nokkur, sem nefnir
sig „meiriháttar græningja i
verkalýðsmálum" í upphafi
máls síns, ritar grein í Dagblað-
ið 14. þ.m. um málefni Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborg-
ar. Er að var gáð, kom í ljós, að
„græninginn" er hinn sami og
tekið hefur að sér, hér uppi á
íslandi, að frelsa heiminn frá
auðhringum og skrifað um það
efni langlokur í dagblöð, þótt
árangur sé ekki sýnilegur. Eftir
yfirlýsinguna um græningja-
háttinn hefði farið vel á því, að
spámaður þessi hefði lokið máli
sínu, því raunverulega var
hann þar með búinn að segja
það sem eftirstöðvar greinar
hans leiddu i Ijós. Þótt vafamál
sé, hvort svara eigi þeim Elíasi
Daviðss.vni og Markúsi B. Þor-
geirssyni (hann virðist vera að
frelsa heiminn frá Eimskip) er
þeir skrifa í blöð, þá er erfitt að
umbera „marklaust bull og
mannskemmandi kjaftæði“,
eins og vSteinn Steinarr komst
eitt sinn að orði, þegar það
beinist að féla'gslegum hags-
munum starfsmanna Re.vkja-
víkurborgar.
„Græninginn" talar um „vel-
bvrga stjórnarmenn" af því að
rekstur St.Rv. hafi kostað 4,3
milljónir skv. reikningum
félagsins, sem farið hafi í
launagreiðslur. Ekki veit ég,
hvort forystumenn verkalýðs-
AF „GRÆNINGJA”
SEMÆTLARAÐ
FRELSA HEIMINN
félaga, þótt minni væru en
næststærsta félag, opinberra
starfsmanna, teldu viðkomandi
„græningja" viðræðuhæfan um
félagsmál sín. En ef þeir gerðu
það og reyndu að skýra fyrir
honum reikninga sína, færu lík-
lega fleiri að verða ,,velbyrgir“
að hans dómi. Asakanir um
peningagróða manna i nafn-
greindu félagi fela að sjálf-
sögðu í sér persónulegar dylgj-
ur. Hefur þá gefizt tilefni til að
spyrja hver sé „velbyrgur" og
hver ekki. Gæti t.d. ver^ð rétt
að græningi nokkur fari eða
hafi farið reglulega tvisvar í
mánuði flugleiðis til Vínarborg
ar til að leika sér á hljóðfæri?
Einnig mætti spvrja hver væri
svo „velbyrgur“ að borga her-
ferð svonefndrar „nýrrar
hreyfingar" á hendur félagsfor-
ys’tu borgarstarfsmanna.
(Lausleg ágizkun er hálf til heil
milljón á nokkrum vikum).
Okkur, sem ókunnug erum i
Vínarborg, þætti fróðlegt að
vita meira um það efni.
Það hefði kannski gengið á
kreppuárunum fyrir ,stríð að
kalla eina kommúnistaselluna
til viðbótar „nýja hreyfingu“. I
dag er hann úreltur þessi
brandari, og ósköp er hann
leiðinlegur.
3
Spurning
dagsins
Áttþúvon
á verkföllum
fyrirkosningar
í vor?
Brandur Vilhjálmsson. starfar
hjá Vélamiðstöð Reykjavikur-
borgar: Eg vona ekki — allavega
hef ég ekki áhuga á verkfalli
Rannveig Gylfadóttir. Myndlista-
og handiðaskólanum: Eg get i'kk-
ert um það sagt og hef litið um
þetta hugsað.
Eni atvinnu-
auglýsingar
tóm
blekking?
Þórarinn Björnsson skrifar:
Til hvers eru menn að eyða
fjármunum í auglýsingar þegar
svo kemur í ljós að marga vini
þeirra vantar vinnu?
Ég hef frekar af rælni en trú
sótt um næstum öll þau störf'
sem auglýst hafa verið laus
nokkrar undanfarnar vikur.
Jafnvel hef ég fengið lærðan
auglýsingamann til að orða
sumar umsóknirnar en ekkert
hefur stoðað.
I sumum tilfellum hef ég
orðið að útfylla þvílíkar furðu-
skýrslur að ævisaga yrði vart
betri heimild. (Eru þetta njósn-
ir f.vrir Kanann eða hvað? Spyr
sá er ekki veit.)
Hvers vegna hringja þessir
atvinnurekendur, sem vantar
fólk í vinnu, bara ekki strax til
vina sinna og kunningja í stað
þess að eyða stórfé í auglýsing-
ar sem siðan reynast tómar
blekkingar? Því vinir og kunn-
ingjar eru ráðnir, hinir ekki
virtir svars.
Það er ekki tilviljun að ég
hef ekki fengið nein af þessum
störfum sem auglýst eru. Hægt
væri að útvega næg meðmæli ef
á þarf að halda.
Því miður er það bara ekki
nóg. Verkstjórar fyrirtækjanna
fara sínu fram og gera það sem
þeim sýnist, jafnvel án vit-
undar sinna yfirmanna.
Síðan er farið út í að auglýsa
eftir starfsmanni sem vantar í
það og það skiptið. Þá verða
umsækjendurnir að fylla út ná-
kvæma lífs- og menntunar-
skýrslu. Ef þetta væri austur í
Rússlandi mundu vestrænir
menn kalla þetta einu nafni
persónunjósnir.
Síðan er mín reynsla sú að
umsóknirnar skipti engu máli.
Kunningsskapurinn ræður öllu
þegar til starfsráðningar kem-
ur.
Þórarinn Björnsson
Laugarnestanga 9B
9406-1229
J
Styður ÞÚ á réttu
hnappana?
ÖÞessir hnappar tilheyra DTS
DTS er greiðslureiknir.
DTS sýnir sjálfvirkt
e(með því að styðja á réttan hnapp)
hve mikið gefa skal til baka.
DTS léttir afgreiðslustörf.
ÖDTS hefur öruggan leiðréttingarbúnað.
DTS er sannarlega nafni sinu
samkvæmur.
MÖGULEIKAR VÉLA T. D. DTS OG MEKANtSKRA VÉLA
Lyklaborð Verð pr. kg. 10 lyklar 63 tyklar
eða meter. Já Nei
Verð mlðað vlð Margföldun Nel (stundum endurt.)
elnlngafjölda og og endur-
htuta úr elnlngu. teknlng.
Villu lelðróttlng. Já. Nel
Vöm gegn straumrofl Já, rafhlaða tekur vlð sem hægt er að vinna á i elna klukkustund. Nel
Hllðargluggl fyrlr
vlðsklptavinl Já Nel
Afsláttur Já, sjáltvirkur með skránlngu Nel
Frádráttarrelknlverk fyrlr t. d. Innleggs- relknlnga, keyptar flöskur og margt annað. Já Nei
Talning á hve oft af- greltt og hve oft skúffan er opnuð án þess að sala fari tram Já Nei
Ðrúttó uppgjör og nettó uppgjör. Já, — dregur sjálfvirkt frá gjaldaliði: Nei
söluskatt,
greiðslu úr kassa,
skilaðri vöru, inn-
leggsnótur, o. s. frv.
,Með DTS styður þú á réttu hnappana"
Tryggvagötu— Reykjavík
Box 454 - Síml 28511
J
Aniona Gunnaisfein. starfar á
Hótel Esju: Þnð vona ég bara alls
ekki
.Fón Bergmundsson verk-
fræðingtir: ,íá. ég býst við að eitt-
hvað verði i þá áttina og á |>á helzt
von á yfirvinnubanni til að bvrja
með.
Auðunn Einarsson kennari: Nei.
ég hef ekki trú á þvi.
Kristjan .sæmundson jarð-
fræðingur: Já. ég á alveg eins von
á því.
V