Dagblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
Jeikana. Brian Eno og Robert
Fripp rrlunu að öllum líkindum
jkemmta með Bowie á nokkr-
um hljómleikum.
ENGIN PLATA
Á ÁRINU
David Bowie lýsti því yfir í
viðtali fyrir nokkru, að hann
hefði ekki tíma til að leika og
syngja inn á neina hljómplötu á
þessu ári. Hann hefur nóe að
'gera i leiklistinni. Að undan-
iförnu hefur hann unnið i
Berlín með leikkonunum Kim
Novak og Marlene Dietrich, sv.o
Jað nokkrar séu nefndar, við
kvikmyhdtöku myndarinnar
Just A Gigolo.
í júlf hefst myndataka kvik-
myndar, sem ber nafnið Wally
og verður Bowie þar með. Kvik-
m.vnd þessi verður byggð á ævi
Expressionistans Egons
Schiele, sem lézt árið 1918.
(Samantekt - ÁT -
Hérsé stuðer
ekki svo slæmur
Sjónvarpsáhorfandi skrifar:
„Miðvikudaginn 15. marz jós
ÁT úr skálum reiði sinnar um
þættina Hér sé stuð í Dagblað-
inu. Þó að ég geti að ýmsu leyti
fallizt á skoðanir hans um það
hve þessir þættir séu billega
unnir, þá eru þeir samt við-
leitni, er ber að fagna. Rétt er
það að þáttur hljómsveitarinn-
ar Geimsteins var fyrir neðan
þau gæðamörk, sem sjónvarpið'
hlýtur að setja sér, en ekki er
hægt að dæma heildina út frá
einum þætti.
Sama dag og reiðilestur AT
birtist léku Deildarbungu-
bræður í Hér sé stuð og þeir
stóðu sig ágætlega. Ég er sann-
færð um að krakkarnir, sem
þættirnir eru fyrst og fremst
gerðir fyrir, skemmtu sér ágæt-
lega. Þannig var það að minnsta
kosti á mínu heimili. Vonandi
var Deildarbungubræðraþátt-
urinn ekki undantekningin sem
sannar regluna og ég og aðrir
sjónvarpsáhorfendur eigum
eftir að skemmta okkur ágæt-
lega á miðvikudögum milli
18.30 og 19.00 við að hlusta á
hljómsveitirnar okkar.“
Athugasemd AT:
Sammála um að Deildar-
bungubræður stóðu sig vel í
Hér sé stuð, en umgerðin er
samt allt of billeg.
Ef þú ert David Bowie-
aðdáandi og ætlar þar að auki
að leggja leið þína til Englandí
seinni partinn í júni, — þá er
ekki loku fyrir það skotið að þú
getir heyrt hvað kappinn hefur
að bjóða upp á þessa dagana.
Hljómleikaferð Bowies og
hljómsveitar hans um Banda-
'ríkin og Evrópu hefst 29. marz
vestra og lýkur 1. júlí í London.
Margt og mikið hefur verið
ritað í ensku blöðin að undan-
förnu og tilhlökkun mikil að sjá
Bowie í eigin persónu. Hann
hefur sífellt verið að gera
breytingar á hljómsveit sinni.
Siðast þegar fréttist var hún
skipuð eftirtöldum mönnum:
Gitarleikarar verða Carlos
Alomar og Andrew Below.
Dennis Davis trommuleikari og
bassistinn George Murray
verða báðir með í ferðinni. Þeir
komu báðir fram með Bowie á
hljómleikum hans i hittifyrra.
Þá verður fyrrum fiðluleikari
Hawkwind. Simon House, með,
svo og Sean Mayes hljómborðs-
leikari Fumble. Síðast en ekki
sizt skal svo telja upp Roger
Powell synthesizerleikara Todd
Rundgren’s Utopia. Sjálfur seg-
ist Bowie einnig ætla að leika á
synthesizer og áreiðanlega
verða aðdáendurnir illa
sviknir, ef hann grípur ekki í
saxófóninn í nokkrar mínútur.
Hljómleikar David Bowie í
Englandi verða í Newcastle
(14., 15. og 16. júní), Glasgow
(19., 20., 21. og 22. júní), Staf-
ford (24., 25. og 26. júní) og
loks í Earls Court f London (29.
og 30. júní og 1. júlí). Vissara
er fvrir þá, sen< áhuga hqfa á af
sjá Bowie, að láta kaupa fyrir
sig aðgöngumiða i tíma, þvi að
búizt er við mikilli eftirspurn.
Alls heimsækja Bowie og
félagar hans 65 borgir í hljóm-
leikaferðinni og reiknað er með
milljón manns samtals á hljóm-
David Bowie hyggur
á hljómleikaferd
HERBERT GUOMUNDSSON — A strönd-
inni .
Útgefandi: Fálkinn (FA-005)
Upptökustjorn: Herbert og Eik
UpptökumaAur: Sigurður Árnason
Hljoðritun: Hljoðriti, apríl-maí '77
Ferill Herberts Guðmunds-
sonar sem poppsöngvara hófst i
Laugalækjarskólanum árið
1968, er hann stofnsetti hljóm-
sveitina Raf-Lost. Þetta var á
þeim árum, þegar hljómsveit
starfaði í hverjum skóla og
margir þeir tónlistarmenn, sem
nú.eru hvað hæst skrifaðir í
dægurtónlistinni voru að stíga
sín fyrstu spor. — í Raf-Losti
voru til dæmisy með Herberti
þeir Ævar Kvaran yngri og
Áskell Másson.
Nú, Herbert hélt áfram að
s.vngja eftir að skólahljómsveit-
in dó drottni sinum og til ársins
1976 söng hann með ails tíu
hljómsveitum Herbert kveður
sér’ nú hljóðs á nýjan leik á
nýjum vettvangi. hljómplötu.
Áf lögunum tólf. sem eru á
fyrstu sólóplötu Herberts, A
ströndinni, hefur hann sjálfur
samið tíu. Hin tvö eru eftir
Mike Pollock. Elzta lag Her-
berts, er frá árinu 1973. —
þeim tíma er hann söng með
hljómsveitinni Ástarkveðju.
önnur eru yngri og sum nýleg.
Þeir sem hlusta á Á ströndinni
hljóta að sannfærast um hæfi-
leika Herberts til að semja
áheyrileg og grípandi lög, sem
standa fvllilega á sporði öðru,
sem verfð er að gera hér á landi
um þessar mundir.
I Fall er fararheill
Því miður er ekki hægt að
segja hið sama um texta plöt-
unnar. Þeir eiga sér það allii
sameiginlegt að teljast slæmir.
Flestir eru textarnir eftir
Hilmar Ö. Hilmarsson, prýðis-
dreng, sem því miður er alls
ekki gefin sú náðargáfa að geta
tjáð sig í bundnu máli. Yfirleitt
yrkir hann í kringum góðan
efnivið, en kveðskapurinn er
stirður og barnalegur. — Þor-
steinn Eggertsson á einn texta
á plötunni, sem er hvorki betri
né verri én önnur framleiðsla
úr þeirri verksmiðju. Sjálfur
samdi Herbert einn texta,
kolómögulegan, og Mike
Pollock tvo sem ekkert skera
sig frá hinum.
Meðlimir hljómsveitarinnar
Eikar annast að mestu
hljóðfæraleik á plötu Herberts.
Aðrir, sem koma við siígu, eru
Arnar Sigurbjörnsson gítar-
.leikari Brimklóar, Ölafur Kol-
beins trommuleikari úr
Deildarbungubræðrum og Sig-
urður Long saxófónleikari, sem
síðast spilaði með Herbert i
hljómsveitinni Dínamít.
Hljóðfæraleikurinn er yfir-
leitt ágætur og látlaus. Þarna
eru vanir menn á ferð, sem vita
nákvæmlega hvaó þeir eiga að
gera. Að öðrum ólöstuðum
þykir mér þó Þorsteinn
Magnússon koma bezt út með
smekklegt gítarspil.
A sama tíma og A ströndinni
var hljóðrituð, unnu meðlimir
Eikar að gerð plötu sinnar,
Hrislan og straumurinn. Suma
daga aðstoðúðu þeir einnig Val-
geir Skagfjörð við upptökur,
sem hannvannvið. Árangurinn
miðað við þetta álag er affek út
af f.vrir sig.
Herbert sjálfur s.vngur
hvorki betur né verr á plötu
sinni en hann gerði meðan
hann starfaði í danshúsa^jwlá-
mennskunni. Rödd hans ei víða
anzi flöt, en góðum upptöku-
stjóra hefði átt að vera í lófa
lagið að ráða bót á því.
Á ströndinni, frumraun Her-
berts Guðmundssonar á plötu-
markaðinum, er einnig frum-
raun Sigurðar Arnasonar upp-
tökumanns í fullkomnu stúdíói.
Þess gætir verulega á plötunni
að Sigurður er óvanur takka-
súpunni á stjórnborði Hljóð
rita. Sömuleiðis er hljóðblönd
un víða ærið bágborin.
En þrátt fyrir alla þá galla.
sem hér hafa verið tíundaðir,
má þó aðalatriðið ekki gleym-
ast. Herbert Guðmundsson er
búinn að sýna hvað hann getur.
Hann getur sungið áheyrilega
og samið vel frambærileg lög.
Eg spái því að næsta plata hans
verði mun betur heppnuð en Á
ströndirini. ÁT
DB-mvnd: Ragnar Th. Sigurðsson.