Dagblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 12
DAOíBLAÐIÐ. I>AIir,ARDAC,UR 18. MARZ 1078. Smíðar dúkku- hús og selur Fvrir fimm árum var Abi Murrav óhamingjusamur tsraelsmaður sem Iifði á því að selja hanzka í Chicago. En hann tók upp á því að smiða dúkkuhús fyrir tvær frænkur sínar og áður en málningin var þornuð höfðu honum borizt 10 pantanir á dúkkuhúsum frá vinum og kunningjum. Abi lét því hanzkasöluna sigla sinn sjó og opnaði verkstæði þar sem hann smíðar dúkkuhús og getur boðið upp á 20 mis- munandi gerðir frá ýmsum timabilum sögunnar, Abi heldur því meira að segja fram að hann.selji fullorðnum fleiri hús en börnum. Hann leggur alveg ótrúlega mikla vinnu i smáatriðin og hefur alla vinnuna sem nákvæmasta. Arnar og strompar eru annaðhvort úr venjulegu grjóti eða tigulsteini og í gluggunum. sem hægt er að opna og loka. er rúðugler. Hann veggfóðrar og leggur teppi eða parkett í húsin sín. Kona hans, Chervl, aðstoðar hann t.d. með því að sauma gluggatjöld. Draumur Abi er að hann fái einhvern tima tækifæri til að gera líkan af einhverju vel þekktu húsi s.s. Hvíta húsinu og hann hefði jafnvel ekkert á móti því að gera líkan af heilum götum. „Eg áb.vrgist gæði vöru minnar að eilífu. Þess vegna gæti ég aldrei unnið hana í fjöldaframleiðslu." segir Abi. <€ H Abi Murrav var eitt sinn óhamingjusamur hanzkasali í Chicago. En tilviljun hagaði því þannig til að nú smíðar hann dúkkuhús og er loksins ánægður með lífið. Kitla alltaf hlátur- taugarnar Hver kannast ekki við leik- konurnar Lucille Ball og Marv Tyler Moore? Þær hafa ekki átt i miklum vandræðum með að skemmta áhorfendum sínum um dagana. Það var i klúbbhúsi einu, ekki alls fvrir löngu. sem -þær hittust og ekki ber á öðru. en að þær skemmti sér vel. Allavega virðist Lucille Ball hafa sagt einhvern mjög svo góðan brandara. I I 1 t l i i I \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.