Dagblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978. r Utgcfandi DagblaAið hf. Framkvæmdastjóri: Sveihn R. Eyjótfsson. Rltstjóri: Jónas Kristjónsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar. Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfrettastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissui Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnloifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M Halldórsson. Ritsjjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Pverholti 2. Askríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholff 11 AAalsími blaðsins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mónuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. mmiAÐiÐ Síðari umferð frönsku kosninganna á morgun: Vamarmálgætu orö- ið vinstri stjóm í Frakklandi aö falli Lífsmark f Framsókn Framsókn hefur verið staðnað- astur allra flokkanna. Flokkinn r hefur um langan aldur skort með öllu grundvallarstefnu og hug- sjónir. Framsókn hefur verið hinn fullkomni kerfisflokkur. Sótzt hefur verið eftir völdum valdanna vegna og flokksmönn- um haldið við efnið með dúsum og greiðum“. í mikilvægustu málum jafnan vart „já, já, nei, nei“ stefnunnar. ..vinar- verður Framsókn hefur vegna kerfismennsku sinnar orðið einhver spilltasti flokkurinn. Skiljanlegt er, að þeim ungu mönnum, sem vilja rétta flokkinn við, ofbjóði, hvernig komið er. Flokkurinn er staðnaður og spilltur, og hann horfir nú fram á fylgistap, þegar áhugi á hreinsun í stjórnmálum hefur verulega vaknað. Þess vegna var nokkurt lífsmark á nýafstöðnu flokksþingi. Ungt fólk, sem gjarnan vill kalla sig „hreins- unardeildina41, lét að sér kveða á flokksþing- inu og setti nokkurn svip á það. Þetta fólk fýsir að hrista upp í flokknum og blása í hann lífi. Við miðstjórnarkjör voru margir fulltrúar þess í.hópi þeirra, sem flest atkvæði fengu. Hreins- linardeildin beindi einkum spjótum sínum að Kristni Fínnbogasyni, framkvæmdastjóre Tímans og bankaráðsmanni, sem hefur verié tákn hnignunar flokksins. Kristinn var felldur út úr miðstjórn. Tíminn hefur undir stjórn Kristins Finn- boagasonar verið ömurlegasta dagblað á tslandi. Á flokksþinginu var talsvert á þetta bent, og unga fólkið kom við sögu í gagnrýni á blaðið og samþykkt ályktunar um málefni þess. í ályktuninni er fundið að ýmsu og jafnvel sagt, að blaðið þurfi að opna fyrir alhliða „jákvæðri þjóðfélagsgagnrýni“. Hvatt er til nánara samstarfs milli blaðstjórnar og starfsfólks. í framhaldi af þessu er rætt um að fá nýja og V hæfari'menn til starfa á Tímanum. * Hreinsunardeildin kom mjög við sögu í próf- kjöri Framsóknarmanna fyrir framboð til Alþingis í vetur. Þar bar Guðmundur G. Þórarinsson, sem hafði gagnrýnt flokksappa- ratið, sigurorð af hinum gamalgróna þing- manni Þórarni Þórarinssyni. Þær breytingar kunna að draga úr hrapi flokksins i næstu þingkosningum. Þótt þetta umrót sé afar athyglisvert, er Framsóknarflokkurinn samur við sig. Engra merkilegra breytinga verður vart í stefnuyfir- lýsingu flokksþingsins að öðru leyti. Flokkur- inn lýtur sem fyrr stjórn Olafs og Eysteins. Engin grundvallarstefna hefur verið mörkuð. sem breytir neinu um ,,já, já, nei, nei“ eða dúsu- og vinargreiða pólitíkina. Hreinsunardeildin verður að komast miklu lengra, ef hún hyggst hrista upp í hinum staðnaða flokki og koma honum af stað. En það vekur vonir, að nokkurt lífsmark var á þessu flokksþingi. V — Sósfalista og kommúnista greinir á um aðild að NATO og raunar einnig að EBE Ef kommúnistar og sósíalistar í Frakklandi mynda samstevpustjórn eftir seinni umferö þingkosninganna á morgun vaknar sú spurning hver sé sameiginlegur and- stæðingur stjórnarinnar í utan- ríkismálum. Sé litið á utanríkisstefnu þessara tveggja meginflokka vinstrimanna, sem hafa nauma for.vstu eftir fyrri umferð kosninganna sl. sunnudag, má lita svo á að þeir séu sammála um flest meginatriði en þó kemur fram ágreiningur sem gæti re.vnzt afdrifaríkur. Báðir flokkar eru því f.vlgjandi að Frakkar haldi áfram að vera í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, þó með vissum skilyrðum kommúnista. Báðir álíta að tengsl Frakklands við þriðja heiminn, einkum fyrr- verandi nýlendur Frakka, þurfi að breytast og báðir flokkar gagnrýna skort á mannréttind- um i A-Evrópu. VARNARMÁLIN DEILUEFNI taki ekki þátt í hernaðarsam- starfi NATO-ríkjanna er landið samt aðili að bandalaginu. Við viljum ekki breyta þvi ástandi." Á siðasta ári sagði sér- fræðingur kommúnista í utan- rikismálum, Jean Kanapa, að flokkur hans styddi því aðeins kjarnorkuknúinn herafla Frakklands að honum væri beint í aliar áttir. ÁGREININGUR EINNIG UM EBE En þótt varnarmálin séu sá þáttur þar sem helzt greinir á með flokkunum, er það alls ekki eini ágreiningurinn. Sfðan EBE var sett á laggirnar hafa franskir kommúnistar, eins og raunar kommúnistar annars staðar, fordæmt bandalagið sem efna- hagslegan bakhjarl NATO og jafnvel hættulegt evrópskri menningu. En aðild að EBE er einn af hornsteinum i stefnu sósfalista ásamt með frekari sameiningu Evrópu. Kommúnistar hafa í raun fallizt á áframhaldandi aðild 'Frakklands að EBE með þvi skilyrði að það sé notað til þess að koma á félagslegum umbótum í öllum aðildarríkjun- um. KOMMÚNISMI OG JAFNAÐARSTEFNA Fleiri evrópsk málefni aðskilja flokkana en aðildin að EBE. Mitterrand er t.d. I grund- vallaratriðym hlynntur stefnu V-Þýzkalands vegna þess að sósialdemókratar sitja þar við völd. Kommúnistar líta hins vegar svo á að V-Þjóðverjar séu Mesta vandamálið varðandi utanrikismál flokkanna eru varnarmálin. Sósíalistar vilja halda áfram samstarfi innan NATO þannig að frai.skt herlið standi með öðrum vestrænum ríkjum gegn ógnun úr austri. Kommúnistar vilja verjast ógn- un alls staðar frá, líka úr vestri. Varnarmálin voru ein meginástæða þess að slitnaði upp úr viðræðum sósíalista og kommúnista í september sl. þegar viðræður áttu sér stað um hugsanlegan málefna- samning sameiginlegrar stjórn- ar þeirra. Þá er heldur ekki ljóst hve mörg fyrirtæki raunveruleg vinstri stjórn myndi þjóðnýta en þjóðnýting hefur verið ágreiningsefni vinstri flokk- anna. Varnarmálastefna; komm- únista ber svip af stefnu de G a u 11 e s á s í n u m t í m a e n 1966 lét hann franska herinn hætta þátttöku í NATO- samstarfinu. Leiðtogi sósíalista, Francois Mitterrand, lýsti viðhorfum flokks síns til NATO-samstarfsins á blaða- mannafundi í febrúar sl. Hann sagði m.a.: „Þótt Frakkland Marehais leiðtogi kommúnista á tali við leiðtoga italskra kommúnista, Berlinguer. l 1 ■T I ' • ■ Þjóðabrot í Rúmeníu t desemberhefti mannfræði- tímaritsins Current Anthropo- logy er bréf frá bandarískum mannfræðingi, Michael Sozan að nafni. t bréfinu vekur hann athygji á minnihlutahópi í Evrópu, sem örsjaldan er minnst á þegar rætt er um erfiða stöðu menningarhópa. Þetta eru Szeklers, sem svo eru kallaðir, íbúar Transylvaníu sem nú er innan landamæra Rúmeníu. Szeklers eru bænda- fólk af ungverskum stofni, sem slitið hefur verið úr eðlilegum tengslum við frændur sína og þjóð innan Ungverjalands. Þeir eru um tvær milljónir að tölu. Þeir tala ungversku og lifa að mestu út af fyrir sig, eða gerðu þar til fyrir nokkrum árum. Að undanförnu hefur nokkur hópur flóttamanna komið frá Transvlvaniu til Vesturlanda og láta þeir illa af afleiðingum af stefnu rúmensku stjórnar- innar í menningar- og k.vnþátta- málum. Vilja þeir halda því fram, að rúmenska stjórnin sé að drýgja þjóðarmorð á hinum ungverska minnihluta I landinu, m.a. með því að útrýma tungu hans og menningarlegum sérkennum öllum. Telja þeir að stefna rúmensku stjórnarinnar sé hin ■;ama og annarra ríkisstjórna, sem hafi þjóðernisminnihluta innan landamæra sinna, þ.e. miskunnarlaus viðleitni til að brjóta niður sjálfstæða menn- ingu slíkra hópa og neyða þá til að taka upp tungumál og siði meirihlutans. Sjaldan er sagt frá Szeklers i fréttum, og í ritum, sem fjalla um þá hættu sem þjóðernis- minnihlutar eru í, er þeirra ekki getið nema með höppum og glöppum. Þeir eru einn hinna gleymdu hópa. — fólk, sem enginn stærir sig af að muna eftir og berjast fyrir. Baskar hafa vakið athygli á málstað sínum, Skotar og Irar láta til sín taka, Grænlend- ingar, Samar, Baltnesku þjóð- irnar, Indjánar og Kúrdar eiga samúð okkar. En það gle.vmist hve fjölmargar þjóðir eiga sér hvergi talsmann, enga mögu- leika á að ná eyrum nokkurs manns. Szeklers eru svo sannarlega i þeim hópi. Þeir hafa, eins og allir þjóðernis- minnihlutar, sem sögur fara af, orðið fyrir barðinu á þeim rikis- stjórnum, sem eru að „sam- eina“ þjóðir. Og sameining er ætið fólgin í því að gera alla eins, útrýma menningarlegum sérkennum, útrýma tungu minnihlutans fyrst af öllu. Alþýðulýðveldið Rúmenía hefur í engu vikið frá þessari stefnu. í krafti laga frá 1974 hefur rfkisstjórn Rúmeníu snúið sér að hinum ungverska minnihluta í landinu og leitast við að „aðlaga“ hann eftir sömu aðferðum og alræðisstjórnir I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.