Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. Borussia nú aðeins tveimur stigum á eftir FC Köln! — vann upp tveggja marka forustu Dusseldorf og sigraði 3-2 V-þýzku meistararnir Borussia Mönchengladbach mæta i kvöld Liver- pool i Evrópukeppni meistaraliða — og Borussia verður án Danans Allan Simonsen, knattspyrnumanns Evrópu. Borussia þokaði sér nær FC Köln i bar- áttunni um v-þýzka meistaratitilinn um helgina, sigraði Fortuna Diisseldorf 3-2 i Bundesligunni, aðeins 48 klukkustund- um eftir jafnteflisleik i Buenos Aires gegn Boca Juniors. Það sem gerir sigur Borussia þeim mun athyglisverðari er, að Fortuna Dilsseldorf hafði yfir í leikhléi, 2-0 — skoraði þrjú mörk á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik. Þeir Kulik, Bonhof og Heynkes skoruðu mörk Borussia. Helmut Schöen valdi 18 manna lands- liðshóp — og þar eru frá Borussia þeir Berti Vogts og Reinar Bonhof. Schöen reyndi mikið að fá Jurgen Grawbrowski til að leika með landsliðinu aftur — en Grawbrowski var einn af lykilleikmönn- um með v-þýzka landsliðinu 1974. Hann neitaði hins vegar. Vildi heldur einbeita sér að því að leika með Eintracht Frank- furt. En staða efstu liða í Bundeslígunni er FCKöln 30 19 4 7 77-39 42 Borussia M’gladb. 30 18 6 6 65-41 40 Hertha Berlín 30 14 8 8 54-42 36 Stuttgart 29 16 3 10 52-34 35 Dusseldorf 30 13 8 9 40-31 34 Hárgreiðsla lögfræði Rætt vtð Guðmundsdóttur ogEin'k Oskarsson . . eis os 1 T 11 L wl » f* I i b 1 r* b w m * m j 1 i jj I Ik JF* ]m m. k 5 ★ ★ c Lh Unáá Limmítidfé Andrew Piazza hinn bandariski leikmaður KR sl sigur. DB-mynd Bjarnleifur. töpuí ogÚlfarnirnálgastl Þrjú af botnliðum 1. deildar á Englandi voru í baráttunni i gærkvöld og öll biðu þau lægri hlut. Birmingham heldur áfram velgengni sinni undir stjórn hins nýja fram- kvæmdastjóra síns, Jim Smith. Stórsigur gegn West Ham, 3-0. Coventry bætti um betur, sigraði Úlfana 4-0 — og jók Coventry þar með möguleika sina - á sæti í Evrópukeppni næsta vetur. Eddie Gray var á skotskónum gegn Leicester, skoraði þrjú mörk i 5-1 sigri Leeds. Síðastliðið vor slapp Coventry naumlega við fall í 2. deild — jafntefli i síðasta leik keppnistímabilsins við Bristol City bjargaði báðum liðum en Sunderland féll. Coventry var ekki spáð mikilli velgengni í vetur — raunar talið eitt af líklegustu liðunum til að falla. En leikmenn Coventry undir stjórn Terry Yorath, fyrirliða síns, og Wales hafa komið mjög á óvart með góðri frammistöðu og þá ekki síður skemmtilegum leik þar sem þeir Mike Ferguson og Ian Wallace hafa verið drjúgir við að skora. Úlfarnir voru yfir- spilaðir á Highfield Road í Coventry og skozki landsliðsmaðurinn Tommy Hit- chinson skoraði tvívegis, landi hans lan Wallace og Valmore Thomas skoruðu eitt mark hvor. Coventry er nú í fimmta sæti í 1. deild. Birmingham hefur sýnt miklar framfarir — og þeir Trevor Francis (2) og Keith Bertchin skoruðu mörk Birmingham gegn West Ham. West Ham er nú í mikilli fallhættu, er nú í fjórða neðsta sæti, hefur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.