Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. SÖKNUÐUR — í minningu söngvara Mérfmnst ég varla heill né hálfur maöur og heldur ósjálfbjarga þvíerver Efværirþú hjá mér, vila" ég glaður verða betri en ég er. Svo kvað Vilhjálmur Vilhjálmsson um vin sinn og starfsfélaga; Jón Heið- berg flugmann, sem fórst í þyrluslysi fyrir tæpu ári. Þessar Ijóðlínur rifjuð- ust óhjákvæmilega upp pegar lát Vilhjálms i Lusemburg spurðist hingaðheim. Vegna kunnugleika sins í Luxem- burg var Vilhjálmur fenginn til að lið- sinna íslenzkum ferðahópi sem þurfti að hafa viðkomu þar á leið sinni frá ísrael um siðustu helgi. Undanfarna mánuði hafði hann unnið á vegum Arnarflugs i Afríku sem aðstoðar- flugmaður. Aðeins þrír mánuðir voru þangað til hann átti að fá starfið, sem hann hafði lengi dreymt um, flug- stjórastöðu. Arinað' viðfangsefni beið hans einnig: að syngja vinsælustu lögin sín inn á hljómplötu, — lög sem öll þjóðin þekkir og hefur raulað með við ólíkustu tækifæri. En þá var tekið í taumana. Söngferill Vilhjálms Vilhjálmssonar hófst á menntaskólaárum hans á Akureyri. Síðar gekk hann til liðs við Ingimar Eydal og söng nokkur lög inn á hljómplötur með hljómsveit hans. Sem dæmi um vinsæl lög með Vil- hjálmi og Hljómsveit Ingimars Eydal má nefna Litla sæta Ijúfan góða og Vor i Vaglaskógi. Textann við hið síðarnefnda gerði Kristján skáld frá Djúpalæk. Síðar söng Vilhjálmur inn á heila plötu lög við texta Kristjáns. Að loknu stúdentsprófi frá MA kenndi Vilhjálmur einn vetur á Akur- eyri og einnig stundaði hann blaða- mennsku um tíma. En loks lá leiðin suður og í Háskólann. Þar nam hann læknisfræði i tvo vetur, en leizt ekki á fagið. Jafnframt söng Vilhjálmur með hljómsveit Magnúsar Ingimars- sonar og síðar með Haukum og hljóm- sveit' Ólafs Gauks. Þar með lauk hljómsveitarferlinum en frá árinu 1969 er hann söng með Ólafi Gauki á Hótel Borg komu út með honum all- margar plötur. Á sumum söng hann einn, á öðrum með Ellý systur sinni. Að aðalstarfi var Vilhjálmur Vil- hjálmsson þó flugmaður. Hann vann um margra ára skeið sem flugmáður i Luxemburg og eignaðist þar marga vini. Radio Luxemburg minntist hans i gærmorgun, daginn eftir; urnferðar- slysið. — Eftir að heim k/om starfaði hann hjá Flugleigu SverVis Þórodds- sonar, Flugskóla Helga Jónssonar og siðast hjá Arnarflugi. *— Þá var Vil- hjálmur meðeigandi i Hljómplötuút- gáfunni hf. og virkur stjórnarmaður þar. Við kynntumst Vilhjálmi fyrst og fremst sem söngvara. Ekki þarf að tíunda hæfileika hans á þvi sviði. — þjóðin öll þekkir rödd hans. En hann var mikið meira en roddin, — vinur vina sinna og skilningsríkur með al' brigðum. Kimnigáfu átti hann einnig i rikum ir.æli og var allra manna kát- astur i gleðistúndum. Þar sat bó ekki gákahúmorinn í fyrirrúmi, heldur nett kimni og græskulaus. Við sem viijum telja okkur til vina Vilhjálms Vilhjálmssonar minnumst háns með trega og söknuði. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma,það. en samt ég verð aö segja að sumarid liðurallt oj Jljótt. Dagblaðið sendir eiginkonu Vilhjálms, Þóru Guðmundsdóttur, börnum hans, foreldrunum i Merki- nesi óg ættingjum óllum innilegar samúðarkveðjur. ÁT—HP-ÓV. Aðalf undur Verzlu narbankans: Vaxtaaukinn blífur Innlán í Verzlunarbankanum jukust í fyrra meira en við var búizt eða um rúman milljarð i fyrsta skipti. Aukning- in varð 33,6 af hundraði og langmest í vaxtaaukainnlánunum, tæplega 79 af hundraði. Vaxtaaukainnlánin voru um ára- mótin 15,6 af hundraði af öllum spari-' innlánunum. Útlánin jukust hins vegar aðeins um 23,3 af hundraði, sem varð þó heldur meira en samkomulag við Seðlabank- ann gerði ráð fyrir. Útlán með vaxta- auka jukust mikið, úr 5 prósentum af öllum útlánum upp í 11,9 prósent. Innstæður Verzlunarbankans í Seðla- bankanum námu um áramótin 1093 milljónum. Þar af var bundin innstæða um 925 milljónir. í heild batnaði staða bankans gagnvart Seðlabankanum um rúmar436 milljónir. Verzlunarlánasjóður vinnur að lang- mestu leyti með lánsfé, aðallega frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem lagði i sjóðinn 150 milljónir á síðasta ári. Útlán sjóðsins námu i árslok um 597 milljónum og höfðu aukizt á árinu um 45,8 af hundraði. Aðalfundur bankans samþykkti að tvöfalda hlutafé hans með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að það ykist úr 100 milljónum i 200 milljónir. Einnig samþykkti fundurinn aukningu hluta- fjár í 500 milljónir með innborgunum á árunum 1979-1981, 100 milljónir hvert árið. Þorvaldur Guðmundsson forstjóri, sem átt hefur sæti í stjórn bankans frá upphafi og gegnt þar formennsku um árabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaðuren situr áfram í bankaráð- inu.Pétur O. Nikulásson stórkaupmaður var kjörinn formaður bankaráðsins. Hluthöfunum verður greiddur 13% arður. HH Útvegsbankinn opnar á Þorvaldur Guðmundsson I Sfld og Fisk, fráfarandi formaður Verzlunarbankans, og hinn nýkjórni formaður, Pétur O. Nikulásson stórkaupmaður. „Seltjarnarneskaupstaður hefur stækkað mjög mikið siðustu árin og var orðin brýn nauðsyn á að bankaútibú yrði stofnsett þar," segir i tilkynningu fá Utvegsbankanum en bankinn hefur nú opnað útibú við Nesveg á Seltjarnar- nesi. Verður þar veitt öll innlend banka- þjónusta, auk þess sem það verður keyptur og seldur erlendur gjaldeyrir, veitt viðtaka inn- og útflutningsskjölum og bankaábyrgðir opnaðar. Við útibúið starfa fjórir starfsmenn en útibússtjófi verður Hilmar Gunnarsson, sem áður gegndi starfi féhirðis við Utvegsbankann i Kópavogi og er myndin af honum. DB-mynd Hörður Hjalfafiskar Mcrkið s«m vann harðf iiknum nafn Fazsthjó: KJOTBUÐIN BORG Laufjavegi. Hjallur hf. • Sölusími 23472 Oskum eftir fólki í eftirtalin störf: Deildarstjóra í ýmsar greinar sérvara. Afgreiðslustörf í matvörubú ðum. Skrifstofustörf \ bókhald, tollskjöl, verðútreikningar. Upplýsingar á skrifstofu KRON, Laugavegi 91, kl. 10-12 næstu daga ekki í síma. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.