Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 24
r - ....— .....—...... 760 manns bíða fars á Akureyri: Snjókoma hamlar flugi — veðurspáin í dag áf ram óhagstæð „Það bíða nú hér á Akureyri 560 manns eftir flugfari suður, þegar með eru taldir farþegar frá Raufarhöfn, Kópaskeri, Þórshöfn og Vopnafirði, sem koma hér í gegn,” sagði Þorsteinn Jónasson afgreiðslustjóri Flugleiða á Akureyrarflugvelli i morgun. „Þegar við bætist fólkið sem átti að fara suður samkvæmt áæltun í dag, þá hækkar talan verulega eða upp í um 760,” bætti Þorsteinn við. Hæg norðanátt er nú á Akureyri, ágætis veður til flugs, ef ekki kæmi til mikil snjókoma. Þorsteinn kvað skyggni vera mjög slæmt, gizkaði á að það væri innanvið kílómetri. Veður- spá dagsins í dag hljóðar upp á svipað veður. Hefði verið flugfært, sagði Þor- steinn Jónasson að fara hefði átt fimm þotuferðir milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda fólks sem bíður flugfars hafa allir fengið inni i hótelum og í heimahúsum. Hins vegar er hætt við að einhverjir hefðu orðið að gista flugstöðvarbygginguna á Akureyri hefði verið flugfært austan frá, en Norðurflug á Akureyri heldur uppi samgöngum þaðan og til höfuð- staðar Norðurlands. Þorsteinn Jónasson var spurður um, hvort hann vissi eitthvað um fólk sem biði fars á Ólafsfirði og Siglufirði. „Ég vissi til þess að 15—20 manns ætluðu að komast með flóabátnum Drangi frá Ólafsfirði til Akureyrar í gær. Áttinvar hins vegar óhagstæð, svo að óvíst er að báturinn hafi getað lagzt að,” svaraði hann. „Um Siglu- fjörð veit ég ekki. Fólk þaðan fer i gegnum Sauðárkrók, en veður þar var jafnvel verra en hér í gær svo að flug- samgöngurnar þar eru áreiðanlega í lamasessi líka.” - ÁT REYNT AÐ KOMA Á LOFTBRÚ FRÁ ÍSAFIRDI þar bíða um900 manns f lugfars „Það er ein að reyna að lenda og ef það tekst og veður helzt munum við reyna að koma á loftbrú héðan,” sögðu þeir hjá Flugfélagi íslands á Isa- firði í morgun, en þar biðu þá um niu hundruð manns eftir flugfari til Reykjavíkur. „Það virðist þó fara vel um flesta og hafa allir fengið inni hjá skyldfólki eða á gistiheimilum.” Ekkert hefur verið flogið frá ísafirði frá þvi á skírdag en fjöldi fólks fór þangað frá Reykjavik og víðar að af landinu fyrir páska og dvaldist þar við skiðaiðkanir. Hins vegar skall á stórhríð á Vest- fjörðum á annan páskadag og hefur ekki sézt úr úr augum þar i tvo daga. Á hótel Mánakaffi voru gestir að tygja sig til ferðar út á flugvöll og sömu sögu var að segja um Hjálpræðisherinn, en þar hafði hópur Bandaríkjamanna dvalið um páskana. Ófært er að mestu um Austfirði, Norðurland og Vestfirði, en aldrei þessu vant er fært til Vestmannaeyja. -HP. > " > LítilB klaki Óvænt „æfing” á Reykjavíkurf lugvelli: r ■■■ * i jorð — segir garðyrkju- stjóri borgarinnar „Það er tiltölulega lítill klaki í jörð og allt sem bendir til þess að snemma vori að þessu sinni,” sagði Hafliði Jónssn garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar í samtali við DB í morgun. — „Vorverkin eru þó ekki byrjuð af fullum krafti utan húss enn, nema hvað fyrir nokkuð löngu var f#rið að bera áburð á grasbletti. Plöntuuppeldið i Laugardalnum eí komið vel á veg,” sagði Hafliði. Á myndinni má sjá tvo af mönnum Hafliða vera að bera á Austurvöll, sem á eftir að gleðja augu vegfarenda i sumar. Alls vinna um fjórtán manns að plöntuuppeldinu í Laugardalnum. — DB-mynd Bjarnleifur. - A.Bj. Flakið brann „í höndum” slökkviliðsins Óvæntur og skyndilegur bruni varð i flaki gamallar Iscargo-vélar á Reykja- vikurflugvelli i gær. Slökkvilið vallarsins hafði fengið flakið að gjöf til æfinga, sem ráðgerðar voru i vor er slökkvilið- ið fær nýjan og fullkomin slökkvibíl eftir langa bið. Skyndilega stóð þetta flak i björtu báili og kom í ljós að ungir strákar höfðu kveikt i flakinu. Var það alelda er slökkviliðið kom á staðinn og hóf þessa óvæntu „æfingu”. Flakið brann allt fram að vængjum þrátt fyrir allar tilraunir þeirra slökkviliðsmanna er á vakt voru til að slökkva og máttu vatnsbílar liðsins og slöngur sin litils gegn eldinum. Þó tókst „að bjarga” báðum vængjum flaksins og höfðu menn gaman af eftirá. Þess skal getið að þessi æfing er ekki sambærileg við það er liðið er á vakt við komu vélar til lendingar. Flakið var alelda er þessi eina vakt liðsins af fjórum kom að því. Aðeins var notað vatn við slökkviliðsmönnum verst að missa slökkvistörfin en engin dýr efni sem flakið, sem er dýrmætt vallarliðinu til gripið er til við alvörubruna. Þótti æfinga. ASt. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. Landakirkjumáliö: Samkomulag um endur- greiðslu fjárins — málið til ríkissak- sóknara á næstunni Á næstu dögum fær embætti ríkissak- sóknara til meðferðar Landakirkjumálið svonefnda i Vestmannaeyjum — fjár- drátt fyrrum gjaldkera sóknarnefndar Landakirkju. Jón Ragnar Þorsteinsson, setudómari í málinu, sagði i samtali við DB fyrir helgina, að verið væri að leggja siðustu hönd á rannsókn málsins og færi það síðan sina leið til ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hefur nú náðst fullt sam- komulag milli gjaldkerans fyrrverandi og sóknarnefndar Landakirkju um endurgreiðslu þess fjár, sem dregið var undan. Nam sú upphæð um 6.4 milljón- um króna auk vaxta, þannig að heildar- upphæðin, sem gjaldkerinn endur- greiðir, er rúmlega 12 milljón krónur. Lækkaði sóknarnefndin vaxtakröfu sína að hluta, en gjaldkerinn fyrrverandi borgar endurskoðunarkostnað og inn- heimtukostnaðvegnamálsins. -ÓV VL-réttarhöldin: Málfrelsis- sjóður styrkir Garðar Stjóm Málfrelsissjóðs hefur ákveðið að veita Garðari Viborg, fyrrum ábyrgðarmanni blaðsins Nýtt land, fjár- hagsaðstoð til að standa straum af kostnaði við málaferli vegna meiðyrða- máls, sem aðstandendur undirskrifta- söfnunarinnar „Varið land” höfðuðu gegn Garðari. Fær Garðar alls kr. 243.755 úr sjóðnum, en þetta er i annað sinn,sem úthlutað er úr Málfrelsissjóði í samræmi við tilgang sjóðsins, eins og segir í frétta- tilkynningu hans. Málaferlin spruttu af ummælum sem viðhöfð voru i forystu- og fréttagreinum i Nýju landi i janúar 1974. Héraðsdóm- ur taldi engin þeirra sex ummæla, sem stefnendur töldu ærumeiðandi, refsiverð og synjaði kröfum um miskabætur. Þrenn ummælanna voru dæmd dauð og ómerk ogvoru stefnendum dæmd 25 þúsund í málskostnað. Þessum héraðsdómi áfrýjaði Garðar Viborg. Hæstiréttur dæmdi tvenn um- mælanna dauð og ómerk og gerði Garðari að greiða VL-mönnum 60 þús- und krónur i málskostnað fyrir báðum réttum. -ÓV Borgarnes: Skoðana- könnun sjálfstæðis- manna Sjálfstæðismenn í Borgarnesi efna til skoðanakönnunar vegna komandi hreppsnefndarkosninga á morgun, fimmtudaginn 30. marz. Fer hún fram í skrifstofu flokksins á Borgarbraut 4 milli kl. 18 og 23. Sjálfstæðisflokkurinn á nú tvo fulltrúa af sjö í hreppsnefnd i Borgarnesi. • JBP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.