Dagblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRlL 1978. Fasteignasalán EIGNABORG sf. Hamraborg 1 -Símar 43466 -43805 Kópavogsbraut Grenigrund 2ja herbergja íbúð, ca 80 ferm. 4ra herbergja ibúð í eldra tvíbýlis- Verð 7,5 milljónir. húsi, 90ferm. 12 milljónir. Hamraborg Stigahlíð 2ja herbergja ibúð, 55 ferm. 8 l/2 5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. til 9 milljónir. stórglæsileg, I40ferm. I7 milljón- Efstaland ir. 2ja herbergja ibúð, 50 ferm. 8 I/2 Helgaland milljón. Fokhelt einbýlishús með gleri og Melgerði frágengnu þaki. Verð 13 millj. 3ja herb. ibúð, 80 ferm. 7 l/2 til 8 Markarflöt milljónir. Stórglæsilegt einbýlishús á góðum Kvisthagi stað, ca 190 ferm. Verð 35 milljón- 3ja herbergja ibúð, 100 ferm. I0 milljónir. Þinghólsbraut Kópavogsbraut 4ra til 5 herbergja einbýlishús á 4ra herbergja ibúð, 100 ferm, er í góðum stað, ca. I25ferm. 18 til 20 risi. lOmilljónir. milljónir. Asparfell Þorlákshöfn 4ra herbergja íbúQ, 120 ferm. I5 Stórglæsilegt viðlagasjóðshús. milljónir. laust fljótlega. Verð II I/2 Hlégerði milljón. 4ra herbergja íbúð, 100 ferm. I5 Hveragerði. milljónir. Gott raðhús, verð 7 milljónir, laust Lækjarkinn strax. 4ra herbergja, ca 100 ferm. 11 l/2 Vilhjálmur Finarsson sölustjóri oy Pétur milljón. Finarsson lögfræðinRur. Löngum tætist losta kífíð litiarbæturá þaöfást Ásmundur U. Guðmundsson skrifar: 1 blaði yðar þann 4. marz 1978 spyr Jón Gunnar Jónsson um faðerni að nokkrum vísum, og meðal þeirra var Magnús syndar kannar kaf karl ei lyndisglaður. Nærri blindur ágirnd af orðinn grindhoraður. Og kallar höfundurinn sig Listamann, en hver sá maður er í raun og veru skal ósagt látið og tel ég þar um höfundarrangfærslu aö ræða.og renni ég þeim stoðum undir að Simon dala- skáld Bjarnason sé höfundurinn, þrátt fyrir stafamun í annarri ljóðlínu, sem ég tel upprunalegri og nær þeim anda, sem uppi var á þeim árum, sem Simon flakkaði héraða milli. Magnús syndar kannar kaf karl ólyndisglaður. Nærri blindur ágirnd af orðinn grindhoraður. En þessa vísu á ég í fórum mínum, í báðum útgáfunum ásamt faðerni. En sláum á aðra strengi. Það var fyrir nokkrum árum að teiknimynd kom I Mogganum af sökkvandi skipi og litilli eyðieyju sem á var eitt pálma- tré, en uppi.i krúnu þess sat munkur i fullum skrúða skelfingin uppmáluð, en undir trénu stóð allra laglegasta hnáta og var að saga tréð i sundur. Þá datt mér þetta í hug: Löngum tætist losta kifið litlar bætur á það fást. Þvi meinlæta er múnka lífið en meyjan sæta þráir ást. Svo er hér önnur úr annarri átt og annað tilefni. Brennda mjöðinn bergja rauðan Bakkusar i sölunum. Skjótt því kannar skyndidauðann skjald-meyjan úr dölunum. Akranesi þann 24. marz 1978. Ásmundur U. Guðmundsson Suðurgötu 124 Akranesi Lævi blandaö húm af heimsku Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jönsson Jónas Jónsson frá Hriliu mun vcra einhver umdeildasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Gál'ur hans og dugnað hal'a láir dregið i efa. Persónutöfrar hans voru miklir og fundvis var hann á rök fyrir máli sinu og á höggstaði á mál llutning andstæðinga sinna. En hann var lika harður i horn að taka og þeint eigi rnildur, sem völdu aðrar leiðir i pólitíkinni en honum þóttu góðar. Hann var þvi bæði elskaður og hataður. Og þótt hann sé látinn fyrir nokkrum árum deila menn enn um hann. Þegar Jónas varð sextugur 1941 var haldið upp á afmæli hans við héraðsskólann á Laugar- vatni. Meðal þcirra sem sendu honum kveðju var Stefán Vagnsson. skagfirskur hagyrðingur, pólitískur andstæðingur: Fyrrum var þinn vegur beinn, virðing hlaust hjá lýðnunt, un stærstur nú, er stendur einn í stormi lífs og hríóum. Á árunum 1939 og 40 voru dcilurnar milli Jónasar frá Hriflu og vinstri sinnaðra lista- manna hvað harðastar og fékk Jónas þvi þá Iramgengt á alþingi, að miklar og al'drifarikar breytingar voru gerðar á útntutun listamanna- launa. í umræðum unt þessi mál á þingi kom Menntamálaráð ntjög við sögu, en þar hafði Jónas lengi ráðið þvi sem hann vildi ráða. Bæði hann og Pálnti Hannesson voru i senn alþingis nicnn og fulltrúar i Menntamálaráði. Jónas sagði í þcssuni umræðum, að alþingi hefði oft verið mislagðar hcndur i fjárveilingum til ein stakra listamanna. Hann nel'ndi sem dæmi, að alþingi hcfði aldrei veitt Kjarval listastyrk. en það hefði Menntamálaráðgert. Út al' þcssu voru ortar tvær vísur: Lævi blandið húm af he.msku hylur allan þingsins geim. Siga menn I svefn og gleymsku, svo að Kjarval týnist þeim. Mcinleg gleymska margan þjáði meðan i stjórn og þingi sat sem í Menntamálaráði mundi allt sem hugsast gat. Ég ætla ekki að tilgreina neinn höfund að þessum visum, þvi ég er ekki öruggur um það, hvort ég myndi nefna þann rétta. En skaði væri það. ef þessar þjóðkunnu visur, sem voru á hvers manns vörum á sínum tinta, yrðu ekki rétt og örugglega feðraðar. Þess vegna skora ég á þá sem vita hið rétta, að láta til sín heyra. Magnús Torfason, lengi bæjarfógeti á Isafirði og seinast sýslumaður Árnesinga, tók mikinn þátt i stjórnmálum og sat á alþingi i áratugi. Um hann er þessi þingvisa: Sverða heyrist söngurinn, sveitist drcyra gljáskallinn, skekur geirinn skapúfínn Skutulscyrartýranninn. Ekki veit ég hversu vel áin Gloppa i Húna- vatnssýslu nú er brúuð, en þessi visa er eftir húnvetnska stúlkuogort fyrir a.m.k. 35 árum. Gloppu hefur gengið best að glæða fjör hjá svönnum. Þær, sem ekki höfðu hest, hlupu á bak á mönnum. Séra Sigurður Norland i Hindisvík var míkill hestamaður og var hestakyn hans viðrómað. Friðrik Hansen kennari á Sauðárkróki reið ein- hverju sinni í hlað á prestsetrinu og var séra Sigurður úti með hóp hesta. Hansen orti: Hér er friður, hér er skjól, hér er griðastaður. Prestur botnaði strax: Hér er sniðugt höfuðból, hér er riðið, maður. Nýkomið er út frimerki með mynd Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kunnasta forystumanns kvenréttinda á íslandi. Hún flutti fyrst allra kvenna opinberan fyrirlestur á íslandi. Þegar lögfestur var jafn kosningaréttur kvenna sem karla orti Einar Benediktsson: Allra þjóða efst á blað oss þá menning setti, þegar stóð vort alþing að íslands kvenna rétti. Valdemar Kamellus Benónýsson var lengi bóndi á Ægissíðu á Vatnsnesi og var mörgum kunnur sem skemmtilegur hagyrðingur. Þeir Björn Friðriksson formaður kvæðamanna- félagsins i Reykjavik og Valdemar urðu ein- hverju sinni samferða yfir Vatnsnesfjall. Þegar kom heim að Ægissiðu sagði Valdemar: Min á enda ferð er fold, fljólt til vendi náða. En Björn ætlaði að halda áfram og bætti við: En hvar ég lendi loks i kveld læt ég hending ráða. Fyrir skömmu var hér visa um dóna og dverg eignuð Jóni Thoroddsen. Hún hefur líklega verið rangfeðruð og mun vera til í tveim gerðum. Nánar um það siðar. Konan, sem hringdi, vinsamlega beðin að iáta til sin heyra aftur. Á stríðsárunum voru tveir Hafnarstrætis- rónar búnir að betla sér fyrir flösku, en hvert sem þeir komu, varð endirinn alltaf sá, að þeir urðu að hrekjast burt, þegar þeir ætluðu að setjast að sumbli. En þeir voru heimilislausir og þetta var um hábjartan dag. Leið þeirra lá loks upp i kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þar rákust þeir á nýtekna gröf og var hún mjög rúmgóð, klædd með striga og skreytt blómum. Stigi lá niður í gröfina i öðrum enda hennar. Þeir tóku þvi það ráð að setjast þarna að. Skjól var gott gegn næðingum lifs og veðra. Þarna undu þeir góða stund, kláruðu úr flöskunni. Annar þeirra lét sér renna i brjóst. Hinn fór að raula gamla stöku. — En fyrr en varði komu líkmenn og ráku þá félaga upp með harðri hendi, þvi von var á lixi eins af góðborgurum bæjarins með göfugu fylgdarliði. Annar Hafnarstrætismanna sagði: Um beina ég hef ekki beöiö né skart, eða brauó hér í jarölifs töfínni. En þaö finnst mér sannlega helvlti hart aó hafa ekki frið til að drekka í gröfínni. J.G.J. — S. 41046 l//ö B.'/QCJ^ £/(X/ ■GÖftO/? A?£.ö HAtJbFÖKJGiVAst / f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.