Dagblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRlL 1978. 7 Ekki sama Jón og sr. Jón: Bflar „óskabarnsins” ólöglegir? Auðvitað er það sjálfsagt að lögregian skipti sér af ökutækjum, sem lagt er að mestu á gangstétt við gatna- mót og fast að skilti sem tilkynnir að bannað sé að leggja bifreiðum. Myndina birtum við á dögunum til að sýna umferðaröngþveitið i miðbæn- um. Vísir menn bentu okkur síðan á fleiri lögbrot sem myndin sýnir. 1 bif- reiðalögum segir að hámarkslengd dráttarbils og festivagns sem við hann er fastur megi vera 15 metrar. Hámarkslengd bíls með tengivagn megi samtals vera 18 metrar og hámarkslengd eins bíls má vera 12 metrar. Var okkur bent á að dráttar- bílar Eimskips væru allir ólöglegirl! DB-menn brugðu sér á vettvang og mældu lengd þriggja dráttarbíla Eimskips með festivagnana aftan í sér. Reyndust tveir þeirra vera hálfur tuttugasti metri og einn var röskir 20 metrar eða nákvæmlega 20.30 m. Lög- reglumaðurinn á myndinni skiptir sér ekki af umferðarlagabroti „ormsins langa” í eigu Eimskips, enda fást þeir einhverra hluta vegna skráðir hjá Bif- reiðaeftirlitinu þótt einkennilegt megi virðast. Dæmisagan um Jón og sr. Jón á hér við sem víða annars staðar í islenzka !«!«(!»!*!»!» lí ■■•■■11*01 1 f J fifi i Bl- 1 ia H 1 1 I ]H 1® kerfinu. V .......... — n Bodskapur— einkumfyrir fermingarbörnin MEÐHJÁLPARINN GEFUR ÚT BÓK Páll Hallbjörnsson, fyrrum forstjóri Harðfisksölunnar og góðkunnur borg- ari, nú meðhjálpari i Hallgrímskirkju, hefur gefið út mikla bók. Orð og tilkall, sem hann tileinkar islenzkri æsku. Einkum mun bókin vera til þess ætluð að fermingarbörnin fái í henni gott og kristilegt veganesti. Orð og tilkall er 479 blaðsíður — óvenju fallega úr garði gerð og mikið'Skreytt myndum. Bókinni fylgir biskupinn úr garði með nokkrum orðum. PÁLL HALLBJÖRNSSON, meðhjálpari í Hallgrímskirkju, í starfi sínu. — DB- mynd Ragnar Th. Sig. Kaupamenn vin- sælastir á aldr- inum 13-16 ára „Það er nú ekki mjög mikið enn „Það má vel vera en það er nú sem komið er að spurt hefur verið um meira af strákum sem beðið er um en sveitapláss fyrir unglinga,” sagði stelpum. En stelpur geta gengið að Guðmundur Jósafatsson fulltrúi hjá sveitavinnu alveg eins og strákar og Búnaðarfélagi íslands I samtali við standa strákum svona nokkurn veginn DB. Menn vita líka að það er ekki til a sporði. Ef þær fara á vélarnar eru neins að spyrja eftir sumarvinnukrafti. þær kannske heldur gætnari en En undanfarin ár hafa fjölmargir strákarnir," sagði Guðmundur unglingar komizt í sveitavinnu fyrir Jósafatsson. okkar milligöngu. Ég býst alveg við Þeir unglingar sem hafa áhuga á að að svo verði einnig í ár,” sagði komast i kaupavinnu i sumar geta Guðmundur. látið skrá sig hjá Búnaðarfélaginu i — Hvaða aldurshópar eru Bændahöllinni og þeir bændur sem vinsælastir? vj|ja raða rj| sjn röska sumar- „Það eru þessir á aldrinum 13, 14, vinnumenn eða konur geta sömuleiðis l5og 16 ára". snúið sér til Guðmundar i Bænda- — Eru stelpurnar jafn gjaldgengar og höllinni. ' strákarnir? -A.Bj. Ókeypis bíó í Breiðholti Junior Chamber klúbburinn I Breið- þessir aðilar til ókeypis kvikmyndasýn- holti og Framfarafélag Breiðholts III ingar í Fellahelli kl. 3 á sunnudaginn. ætla að taka höndum saman til að Aðgangur er öllum heimill meðan hús- skemmta börnum á sunnudaginn. Bjóða rúm leyfir. ASt/DB-mynd Sv. Þnrm. Leiðrétting: Afrek Leifs eftirtektar- verðara I grein minni um Leif Breiðfjörð glermyndasmið á fimmtudag hefur prentvillupúkinn komist i málið og nagað eitt núllið aftan af mikilvægri tölu. Leifur var sem sagt einn af 30 útvöldum úr hópi 4000 umsækjenda, ekki 400. Gerir þetta afrek hans enn eftirtektar- verðara. A.l. Textar— leikrit Þorvarðar Textar heitir ný kilja sem Letur hf. gefúr út. í bókinni eru fjögur leikrit eftir Þorvarð Helgason. Rósamunda, Síðasta viðtal dagstns, Afmælisdagur og Sigur. Bókin er fvrsta bókin í Leikrita- safni Leturs og mun ætlunin að halda áfram útgáfu slíkra bóka. Bók Þorvarðar er 122 blaðsíður og er bókin offsetfjölrituð. Ný Ijóðabók fráSigurðiA. í Ijósi næsta dags heitir ljóðabók eftir Sigurð A. Magnússon, sem kom út hjá Helgafelli í gær. Á bókarkápu segir m.a.: „Sigurður A. Magnússon á að baki óvenju fjölbreytt bókmenntaverk: Ijóð. sögur, leikrit, ferðabækur. ritgerðir og þýðingar í bundnu og óbundnu máli. Hann hefur verið skeleggur gagnrýnandi og aðsópsntikill rit stjóri undanfarna áratugi. 1 Ijóða gerð er hann nýst<‘fnumaður og andlegar og pólitiskar hræringar samtímans eiga sterk ítök i Ijóðum hans." Hin nýja Ijóðabók Siguröar er 76 síðurí kiljuformi. ÚTBOÐ Suðureyrarhreppur óskar eftir tilboðum í að gera fokheldan 2. áfanga grunnskóla á Suður- eyri. Útboðsgögn verða afhent frá og með 5. iapríl 1978 á skrifstofu Suðureyrarhrepps og hjá verkfræðistofunni Hönnun hf., Höfðabakka 9, Revkjavík gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. Tilboð verða opnuð þann 25. apríl nk. kl. 14.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.