Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 14

Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRlL 1978. Ný Spilverksplata í bígerö — verður dýr plata í vinnslu, segir útgefandinn Upptökur á nýrri Spilverksplötu hefjast i mai næstkomandi. A þriggja klukkustunda fundi meðlima Spilverks þjóðanna og Steinars Berg útgefanda síðasta fimmtudag var þessi ákvörðun tekin. Síðasta plata Spilverksins, Sturla, kom út í júli á síðasta ári. Dagblaðið náði tali af hlutaðeig- endum að fundinum loknum á fimmtudaginn. Meðlimir Spilverksins kváðust ekki geta sagt margt um .efni plötunnar tilvonandi en kváðu hana verða i beinu framhaldi af Sturlu, bæði músiklega og hvað efni texta varðar, en þó væri þróunin uppávið. Að vanda mun Spilverkið sjálft stjórna upptökum, en upptöku- maður hefur ekki verið ráðinn Spilverkið byrjar á nýju plöt- unni I maí. Hún á að verða skrautfjöðrin I útgáfu Steina hf. þetta árið. Á myndina vantar einn Spilverksmeðlim- inn, Sigurð Bjólu. DB-mynd: Ragnar. ennþá. Verið er að leita að manni með mikla reynslu við upptöku- borðið. Hljómleikahald Spilverks þjóðanna hefur dregizt verulega saman undanfarin ár, vegna ýmiss konar annríkis. Hópurinn kemur allur fram í leikritinu Græn- jöxlum, sem enn er sýnt við mikla aðsókn. Þá leikur Egill Ólafsson með Þursaflokknum og einnig eru meðlimirnir í margvislegum öðrum störfum. Síðustu vikurnar áður en upptökur plötunnar hefjast i Hljóðrita verða meðlimir ' Spilverksins þó að taka sér fri til að sinna æfingum. Væntanlega gefur hljómsveitin sér þó tima til að leika á hljómleikum Stranglers i Laugar- dalshöllinni. En Spilverkið hefur aldrei leikið þar á sviði áður. Að sögn Steinars Berg verður Nýja Spilverksplatan skraut- fjöðrin í útgáfu fyrirtækís hans, Steina hf., á þessu ári. Steinar taldi að platan yrði mjög dýr i vinnslu, en vildi þó ekki gizka á neinar tölurþarum. ÁT- Enski vinsældalistinn: Óþekkt hæfileika- fólk i toppsæ tunum Óvenju mikið er af áður lítt þekktu eða óþekktu listafólki á enska vin- sældalistanum. Þetta er gjörsamlega í andstöðu við undanfarnar vikur þar sem gömul nöfn sem byggja allt sitt á fornri frægð réðu lögum og lofum. Svo að tekið sé dæmi um þessa nýju kynslóð þá eru lögin í þremur efstu sætum listans flutt af fólki sem verður að treysta á hæfileika sina og sköp- unargáfu til að ná árangri. Bandariska hljómsveitin Blondie er eins og I síð- ustu viku i efsta sætinu með lag sitt Denis. Lag Gerry Raffertys, Baker Street, er í öðru sæti og Kate Bush er komin niður í þriðja sæti með Wuther- Ný súpergrúppa? Bruford og Wetton samaní hljómsveit BILL BRUFORD (ex-Yes), Allan Holdsworth, Eddie Jobson og John Wetton (ex-Heep), allir viðurkenndir sem fyrsta flokks tónlistarmenn, ákváðu fyrir skömmu að leggja þekkingu og krafta sína saman í eina grúppu. Grúppan sem ber nafnið UK er nú komin í gang og eru þeir kappar nú að leggja siðustu hönd á sína fyrstu breiðskifu, sem kemur út snemma í sumar. Polydor mun gefa plötu þeirra félaga út og hefur þegar ákveðið hljómleikaför um Bretland strax eftir útgáfu skífunnar. Fyrir stofnun UK spiluðu meðlimir hennar með ýmsum öðrum þekktum tónlistarmönnum eins og Frank Zappa, Brian Ferry og fleirum. Fyrir nokkru kom út sólóplata með Bruford; sem er hans fyrsta. Á þessari plötu sem ber nafnið „Feels good to me” aðstoðar Holdsv.orih hann meðal annarra, Upphafleg ætlun Bruford og Wetton, sem voru aðalhvata- mennirnir að stofnun grúppunnar, var að fá Rick Wakeman fyrrver- andi og núverandi YES liðsmann í sitt lið en er það mistókst var Jobson fenginn og skömmu seinna Holdsworth. ÆRK. ing Heights. Af þeim þremur sem nefnd hafa verið er Rafferty talinn lík- legastur til að standast samkeppnina á komandi árum. Sem dæmi um önnur ný nöfn á topp tíu i Englandi má nefna Brian og Michael og Nick Lowe. Sá siðarnefndi sendi nýlega frá sér sina fyrstu sóló- plötu, Jesus Of Cool, og er einmitt lagið hans, I Love The Sound Of Brcaking Glass, af henni. Óhætt er að mæla með þessari plötu. Útgáfufyrir- tæki Lowe virðist vera á sama máli því að það lét sér ekki nægja minna en þriggja blaðsíðna auglýsingu þegar platan kom út. Nick Lowe var áður meðlimur í hljómsveitinni Brinsley Schwarz en hætti þar af tveimur ástæðum. Annars vegar var hljómsveitin orðin of vinsæl að hans dómi. Hins vegar voru það svo tii eingöngu karlmenn sem komu til að hlusta á Brinsley Schwarz svo að Nick gat aldrei náð sér í kvenmann út á hana. Bee Gees eru að vanda á toppnum i Bandaríkjunum, að þessu sinni með lagið Night Fever úr myndinni Satur- day Night Fever. Lögin í fjórða sæti, Stayin’ Alive, og í niunda sæti, If I Can’t Have You, eru einnig úr þeirri kvikmynd. Öll þrjú eru þau einnig eftir Gibbbræðurna Robin, Barry og Maurice. Sama máli gegnir um lagið Emotions sem er i fimmta sæti. Fjögur ENGLAND - Melody Maker 1. <1 ) DEIMIS..................................BLONDIE 2. ( 3 ) BAKER STREET.....................GERRY RAFFERTY 3. ( 2 ) WUTHERING HEIGHTS....................KATE BUSH 4. (13) MATCHSTALK MEN AND MATCHSTALK CATS AND DOGS... .................................BRIAN AND MICHAEL 5. ( 5 ) I CANT STAND THE RAIN.................ERUPTION 6. (14) I LOVETHE SOUND OF BREAKING GLASS.....NICK LOWE 7. ( 4 ) THIS IS LOVE...........BOB MARLEY AND THE WAILERS 8. (11) WISHING ON A STAR....................ROSE ROYCE 9. (18) EVERY 1'S A WINNER................HOT CHOCOLATE 10.(10) EMOTIONS..........................SAMANTHA SANG BANDARÍKIN - Cash Box 1. (1) NIGHT FEVER.............................BEE GEES 2. ( 5 ) CANT SMILE WITHOUT YOU...........BARRY MANILOW 3. ( 4 ) LAY DOWN SALLY.....................ERIC CLAPTON h. t i } 5STAYIN' ALIVE........................BEE GEES 5. (2) EMOTIONS..........................SAMANTHA SANG 6. (8 ) THUNDER ISLAND.....................JAY FERGUSON 7. (7) IGO CRAZY.............................PAUL DAVIS 8. (10) JACK AND JILL...........................RAYDIO 9. (11) IFI CANT HAVE YOU................YVONNE ELLIMAN 10. (12) DUST IN THE WIND........................KANSAS HOLLAND 1. (1) DENIS..........................................BLONDIE 2. ( 4 ) ONLY A FOOL.............MIGHTY SPARROW AND BYRON LEE 3. ( 2 ) BIG CITY..................................TOL HANSSE 4. ( 3 ) STAYIN' ALIVE...............................BEE GEES 5. ( 6 ) WUTHERING HEIGHTS..........................KATE BUSH 6. (8 ) U O ME... ........................................LUV 7. ( 9 ) FANTASY...........................EARTH WIND AND FIRE 8. (19) ARGENTINA................................CONQUISTADOR 9. ( 5 ) IF I HAD WORDS.......SCOTT FITZGERALD AND YVONNE KEELY 10. (7) SHE'S NOTTHERE................................SANTANA HONG KONG 1. (1) YOU'RE IN MY HEART.......................ROD STEWART 2. ( 2) DONT IT MAKE MY BROWN EYES BLUE........CRYSTAL GAYLE 3. (3) EMOTION................................SAMANTHA SANG 4. ( 5) STAYIN' ALIVE................................BEE GEES 5. ( 7) JUSTTHE WAY YOU ARE........................BILLY JOEL 6. (4 ) HEY DEANIE.............................SHAUN CASSIDY 7. ( 8 ) SLIP SLIDING AWAY........................PAUL SIMON 8. ( 9 ) HOW CAN I LEAVE YOU AGAIN...............JOHN DENVER 9. (13) ILOVE IS) THICKER THAN WATER...............ANDY GIBB 10.(8) THENAMEOFTHEGAME............................... ABBA lög af tíu vinsælustu — það er hreint ekki svoslæmt! Á uppleið i Bandaríkjunum eru tvær gamlar stjömur. Barry Manilow er í öðru sæti með lagið Can’t Smile Without You og virðist ætla á topp- inn. Á hæla hans kemur Sally hans Erics Clapton. Blondie er í efsta sæti i Hollandi aðra vikuna í röð með Denis sinn. Rod gamli Stewart er á toppnum í Hong Kong. Alveg er það merkilegt hvað You’re In My Heart ætlar^að endast lengi. - ÁT D Verzlun Verzlun Verzlun A S A litsjónvarpstæki fvrirliggtandi. 22” og 26”, hnota og rósaviður. Mikii myndgæði + R C A myndlampi. & Co Suðurtandxbraut 10 R. Simi 81180. Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli. Stærð 50x50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sfDalshrauni 8 Hafnarfírði, sími 50877. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Vorum aö taka upp 10" tommu hjólastell fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna. Höfum á lager allar stnrAir af hjólastellum og alla hluti i kerrur. sömuleifiis allar gerAir af kerrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSS0N Klapparstíg 8. Sími 28616 (Heima 72087) Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Sími 43211 Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- iínumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, simi 16139. mmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmi^mmmm^^mmtmmmm G.G. Innrömmun Grensásvegi 50, simi 35163, opifl frá kl. 11—6. Áður Njálsgötu 106. Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma- val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og glært gler. Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.