Dagblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 11
11
N
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978.
næmur og hefur ekki gefið út herskáar
yfirlýsingar.' Hann býr yfir óvenju-
legum styrkleika við skákborðið og
þarfnast þeirra ekki. Enda gaf Ed Ed-
mondson honum þann vitnisburð á
síðasta þingi FIDE að hann væri sann-
ur heimsmeistari og heiðursmaður.
Edmondson á sæti í stjórn Alþjóða
skáksambandsins.
Á þjngi FIDE i Caracas voru sam-
þykktar nýjar reglur um heims-
meistaraginvígi. Keppnin mun standa
yfir þar til annar hvor keppandinn
hefur unnið sex skákir og verður fjöldi
skáka ótakmarkaður.
ÞÖRFIN FYRIR
GERVIVÍSINDI
Áherzla lögð á
■íkamlegan
styrkleika
En heimsmeistarinn eflir ekki
aðeins skákstyrkleika sinn, heldur
gætir hann líkamshreysti sinnar dag-
lega. Hann æfir körfuknattleik, bad-
minton og skiðaiþróttir. Þá er árangur
hans í sundi athyglisverður.
En væntanlegir áskorendur biða
ekki úrslita í einvígi þeirra Karpovs og
Kortsnojs. Þeir eru önnum kafnir við
undirbúning undir næstu svæðamót.
Skákmenn í Sovétríkjunum, sem eru
sérstakt FIDE keppnissvæði, munu
senda fimm sigurvegara á svæðamót,
sem haldið verður í vor, til keppni í
millisvæðamótinu.
Svæðamótið verður haldið i Lov og
þar munu keppa 16 sterkustu skák-
menn Sovétríkjanna, aðundanskildum
þeim sem eiga sjálfkrafa rétt á milli-
svæðamót, en það eru Karpov, hvort
sem titillinn verður áfram hans eóa
ekki, Spasskí, Polugajevskí og Petros-
jan.
Sérstaklega verður fylgzt með
frammistöðu hinna gamalreyndu
skákkappa Tals, Smyslov og Gellers
og einnig ungra og upprennandi skák-
meistara eins og Boris Gulko og Josif
Dorfmann. Þeir Gulko og Dorfman
urðu jafnir og efstir i fyrsta sæti i
keppninni um skákmeistaratitil Sovét-
ríkjanna.
Þá munu sigurvegarar í svæðamót-
inu vafalaust einnig verða meðal
væntanlegra kandídata í landslið
Sovétríkjanna í skák sem á að keppa í
Argentínu í ólympíuskákmótinu.
Sovétmenn hafa sigrað 12 sinnum í
þeirri keppni.
Mannfræðin segir frá margs konar
trúarhugmyndum þjóða á öllum tím
um. Vísindamenn hafa reynt að rekja
og greina hugmyndir manna um töfra
og galdur og hvernig þær hugmyndir
koma heim og saman við áþreifanlega
og mælanlega reynslu. Ekki verður
neitt um það fullyrt hvort viðhlitandi
skýringar hafi fundist á öllu því er
snertir þennan fyrirferðarmikla þátt í
trúarlífi manna, og ef til vill er engin
von til þess, að endanleg skýring verði
fundin á furðulegum fyrirbærum og
undarlegum atvikum, sem tengjast
margvíslegum athöfnum og trúarleg-
um iðkunum. Mannfræðingar og
trúarbragðafræðingar láta sér ekki til
hugar koma áð neita því, að margt sé
óskýrt í þessum efnum, en hitt vita
menn líka fullvel. að ekkert það gerist,
sem ekki á sér rætur í menningu og
heimsmynd þess fólks, sem athafnir
fremur og trúir á fyrirbærin.
Meðal þeirra, sem varpað hafa ljósi
á innihald og þýðingu töfra í sambandi
við trúarhugmyndir og heimsmynd
manna, er breski mannfræðingurinn
Evans-Pritchard, sem látinn er fyrir
skömmu. Evgns-Pritchard vann að
mannfræðilegum rannsóknum í
Afríku á árunum milli heimsstyrjald-
anna og merkustu rit sín gaf hann út
1937—40. l.ritinu Galdur, spádómar
og töfrar meðal Azande segir hann frá
sambandi töfra- og galdratrúarinnar
og samfélagsgerðar Zande-fólksins.
Zande-fólkið á heima í Mið-Afriku, á
svæðinu milli Nilar og Kongó-fljóts.
Yfir hinum einstöku ættbálkum eru
höfðingjar, og karlmenn réðu öllu.
Zande hafast við á grassléttum við
fljótin. Tse-tse-flugan kemur í veg fyrir
að þeir eigi húsdýr að ráði, og engir
nautgripir geta hafst við á þessum
slóðum. Þeir lifa þvi á ræktun og veiði-
skap í ám og á sléttum. Þeir eru
snjallir handverksmenn og smiða
fagra gripi úr tré.
Zande-fólkið trúir því, að galdrar
ráði mestu um allt ólán manna. Galdr-
ar eiga sér bústað i mönnum, stundum
i dýrum, en fæstir vita í upphafi, að
þeir búi yfir göldrum. Sá sem er
galdramaður er það af því, að hann
hefur erft þennan eiginleika, og hefur
enginn ráð með að losna við hann.
Galdramaðurinn hefur í sér galdralif-
færi. Það er eins og aflangur, svartur
poki, sem í eru ýmsir smáhlutir. Þetta
líffæri er nálægt lifrinni. Allir geta lýst
því, en enginn hefur séð það. Oft hefur
verið reynt að finna það með því að
kryfja lik galdramanna, en það hefur
alltaf verið horfið áður en menn náðu
þvi. Galdramenn vilja að ekki vitnist
að þeir hafi verið galdramenn og sjá
þvi svo um, að líffærið, sem galdurinn
er fólginn í, hverfi þegar þeir deyja.
Zande-menn trúa því, að enginn
deyi nema fyrir galdur. Dauðinn er
eitthvað óeðlilegt, óskaplegt, sem
komið er inn I líf manna fyrir illvilja
galdramanna og ógnaráhrif galdralif-
færisins. Galdrarnir geta jafnvel
verkað án vitundar og vilja galdra-
mannsins. Sumir hafa erft galdralíf-
færið og hafa ekki hugmynd um þá
hættu, sem af þeim stafar í samfélag-
inu. Þessi galdratrú er felld í nákvæmt
og rökrétt kerfi. Hvert atvik í.lífi
manna, þ.e.a.s. allt, sem miður fer,
stafar af galdri. Hið eðlilega er, að allir
séu heppnir, hamingjusamir og ódauð-
legir. Galdrarnir hindra þessa eðlilegu
rás mannlifsins. Helsta umræðuefni
Zande er því galdur í öllum þeim form-
um, sem hann birtist mönnum. Hrasi
maður um trjágrein og snúist um ökkl-
ann leitar hann skýringa: hvaða
galdramaður var að verki og af
hverju? Hvernig á að verjast göldrum
hans? Engum dettur í hug, að það sé
eitthvað eðlilegt að maður falli um
trjágrein. Ekki svo, að Zande-fólk
hafni orsakalögmálinu. Maðurinn
dettur af þvi að hann festir fótinn í
trjágrein. En hver hafði séð svo um,
að trjágreinin lá á þessum stað, en ekki
annars staðar, og hvað réði því, að
maðurinn gekk einmitt þennan stíg en
ekki einhvern annan. Og hver réði þvi,
að hann horfði ekki niður fyrir fætur
sér einmitt á þvi augnabliki, sem hann
sté á þennan blett? Eða var greinin
jafnvel ósýnileg á þeirri stundu, sem
hann krækti fætinum í hana?
Þessara spuiiiinga og fjöldamargra
annarra spyr Zande-maðurinn sjálfan
sig. Hann veit að mest er um vert að
komast að því hvaða galdramaður það
var, sem óhappinu olli. Einungis
þannig getur hann varast hann i fram-
tíðinni. Það getur lika verið rétt að
láta viðkomandi galdramann vita um
slysið. Hann hefur ef til vill valdið því
óafvitandi eða fyrir misskilning. Sér-
hver galdramaður ætti að vera þakk-
látur fyrir að vera varaður við því illa,
sem hann veldur.
Sú aðferð, sem Zande-menn nota til
að komast að því hver er galdramaður,
er harla einföld. Þeir leita frétta um
það með þvi að gefa kjúklingum eitur.
Menning
og
samfélag
HaraldurÓlafsson
Þessar spádómsathafnir fara þannig
fram, að útbúið er öflugt eitur, sem
síðan er troðið ofan í kjúklinga. Sam-
tímis er sagt: sé N.N. galdramaður þá
lifir kjúklingurinn þótt hann fái þetta
eitur. Þannig er spurt þangað til ein-
hver kjúklingurinn deyr ekki, heldur
lifir þrátt fyrir kröftuga inntöku. En
þá vandast málið. Vera má að einhver
galdramaður sé hér að verki og hafi
látið kjúklinginn lifa til þess að draga
athyglina frá sjálfum sér. Kannski
hefur hann þegar verið nefndur og
hann látið kjúklingana deyja til að
sleppa. Hér er úr vöndu að ráða, og
ekkert annað að gera en byrja upp á
nýtt i þeirri von, að galdramaðurinn
gái ekki að sér og falli í þá gryfju að
halda að hætt sé að leita að honum.
Evans-Pritchard segir, að allt þetta
stúss I kringum galdra, spádóma og
eiturbras sé aðalstarf margra í hinu
annars svo friðsæla samfélagi Zande-
fólksins. Trúin á galdra er svo sterk, að
hún útilokar flest annaö. Athafnirnar,
kjúklingaspárnar, galdraumræðurnar
eru sifelld staðfesting þess,að galdrar
valdi allri neyð og öllum slysum og
sjúkdómum manneskjunnar. Ógnin
mesta í lífi sérhvers manns, dauðinn,
er til kominn fyrir galdur. Þarna ná
ekki nein rök til manneskjunnar. Spá-
d'mar og töfraathafnir eru hið eina,
sem einhverja vörn veitir gegn göldr-
unum. Töfrarnir eru andstæða gald-
urs, af því að þeir eru vörn gegn
honum. Viðurkenni menn galdurinn
og kraft hans verður öll heimsskoðun
Zande-fólksins skiljanleg. Þá eru
kjúklingaspárnar eðlilegar og rök-
réttar, galdralíffærið jafn eðlilegt og
hjartað eða lifrin, og töfrarnir einasta
von manneskjunnar í angist hennar og
ótta við galdurinn.
Sú spurning, sem áleitnust verður
þegar ég rifja upp þessa þrjátiu ára rit-
gerð Evans-Pritchards, ritgerð, sem
tvímælalaust er meðal hins merkasta
sem ritað hefur verið um trúarbrögð á
þessari öld, er þessi: hefur sérhvert
samfélag þörf fyrir gervivisindi?
Galdratrú z^ande-fólks er svo sannar
lega gervivísindi, líffræðileg gervivis
indi. Galdrarnir eru ekki eitthvað utar.
mannsins, áhrif máttar eða guðlegra
vera. Þeir eru þvert á móti tengdir
manninum, partur af honum, hluti af
líkama hans og lífeðlisfræði. Mann-
eskjan þráir ekkert fremur en að leys-
ast frá sjúkdómum og dauða. Allt vill
hún leggja i sölurnar fyrir það, fé
skynsemi og sjálfsvirðingu. Og allra
helst vill hún lausn fyrir kraftaverk,
eitthvað sem ekki veröur skýrt. ekki
skilið, en veitir samt líkn. Sé unnt að
koma við gervivisindalegum skýring-
um er það enn betra. Zande fólkið
gefur kjúklingum eitur og reynir að
hamla gegn óhamingjunni með sak-
lausum, töfrum. Á öðrum breiddar-
gráðum dugar ekkert minna en að fara
yfir þveran hnöttinn til þeirra. sem
opna likama manna með berum
höndum og rannsaka hjörtun og nýr-
un. Zande-menn sögðu að galdramenn
gætu ekki verið góðir þótt þeir vildu.
Erum við lslendingar þeirrar skoð-
unar, að góðleikinn sé aðalsmerki
galdralýðsins?
Haraldur Ólafsson
lektor
/ V
— lýðskrum
lög, sem veita starfsmönnum fyrir-
tækja rétt til að kjósa fulltrúa í stjórn
þeirra með fullum réttindum, þó ekki
meirihluta vald, svo geta fulltrúans á
stjórnun og rekstri er ekki einhlit. Þar
getur rödd löglega kjörins fulltrúa
orðið rödd hrópandans í eyðimörkinni
nema þegar vera fulltrúans'er talin
virkilega gagnleg, eins og áður segir.
Þar er jafnframt i gildi löglegt lýðræði
og unnið samkvæmt því. Þar eru og
gerðir kjarasamningar sem njóta lög-
verndunar, — en ekki hér.
í Júgóslavíu gilda svipuð lög að
sögn B.G. En hver er réttur einstakl-
ingsins þar í landi, í landi rikisréttar og
ríkisrekstrar?
Hver er staða fólksins í stjórnun
fyrirtækja þar i landi? Heldur fulltrúi
launþega uppi vörnum og ver rétt
fólksins? Mér er sem ég sjái þann
djarfa verkalýðsfulltrúa. Nei, þangað
sækjum við ekki leikreglur lýðræðis og
réttlætis. Þeir trúi, sem það vilja. Al-
þýðubandalagið myndi trúlega ekki
fúlsa við þessháttar rekstrarformi.
Allir lýðræðisflokkar-hérlendir myndu
frábeiðast þarlendu rekstrarformi.
Einhæfur ríkisrekstur fellur ekki að
geði íslendinga.
Nú um nokkuð langan tima hafa
farið fram miklar umræður um at-
vinnulýðræði innan verkalýðshreyf
ingarinnar, og nú hefur stjórn ASl
tekið upp baráttu fyrir atvinnu-
lýðræði og gert að stefnuskráratriði.
Ég tel þá gerð mjög hæpna. Það má
mikið vera, ef það á ekki eftir að segja
til sín. Verkfallsrétturinn verður að
vera sterkasta vopnið. Með dreifingu
valds og rekstrarábyrgð í fyrirtækjum
veikist það vopn og tvístrar í margar
áttir baráttuþreki launa- og verka-
fólks.
„Á árinu 1973 skipaði þáverandi
félagsmálaráðherra nefnd til að undir-
búa löggjöf um atvinnulýðræði. Sú
nefnd hefur lítið starfað, sem öllum
mun kunnugt og þvi ekkert gerzt i þá
átt.
Ég vil jafnframt geta þess, sem B.G.
heldur fram i sinni grein um atvinnu-
lýðræði í Vestur-Þýzkalandi. Sú
reynsla, sem þar hefur fengizt, er síður
Kjallarinn
GarðarViborg
en svo jákvæð. En hún er á þá lund,
að fulltrúar verkamanna í stjórnum
fyrirtækja hafa ýmist verið „keyptir”
eða blekktir til að vera málsvarar at-
vinnurekenda gegn vinnufélögum sín-
um, þannig að höfuðverkefni þeirra
hefur orðið að sannfæra vinnufélaga
sína um, að fyrirtækin gætu ekki,
þrátt fyrir góðan vilja, orðið við
kröfum um kjarabætur. Það er út-
breidd skoðun þar, að þetta svokall-
aða atvinnulýðræði hafi í fram-
kvæmd verið einn versti dragbitur á
kjarabaráttu þýzka verkalýðsins.
Einnig má benda á, að ef atvinnu-
rekendur tækju málpipur atvinnulýð-
ræðis alvarlega, þá sem halda því
■fram, að með þvi sem nefnist atvinnu-
lýðræði muni verka- og launafólk öðl-
ast eignaraðild að framleiðslutækjun-
um, myndu viðbrögð eigenda þeirra
verða önnur en nú eru. Vissulega færu
atvinnurekendur ekki að frábiðjast
þvi, að hinda t.d. 10% af launum
hvers verka- eða launamanns,
mánaðarlega, þótt þessi 10% væru í
orði kveðnu talin ei^n launámannsins
í fyrirtækinu. . f
Nei, að mínu mati er allt tal um at-
vinnulýðræði þvaður og til þess eins
að hylja flóttann frá stéttabaráttunni.
Það á þess vegna og með hliðsjón af
framansögðu ekki að taka slíka fá-
sinnu inn i kjarasamninga. — aldrei.
Væri horfið að þvi ráði, sem nú er
helzta tromp forystumanna ASÍ og
sem þeir kalla aukin réttindi, — eða at-
vinnulýðræði — teldi ég eðlilegri ráð-
stöfun eða höfuðmál baráttunnar það,
að trúnaðarmaður launafólksins hjá
fyrirtækjum og á vinnustöðum fengi
seturétt á stjórnarfundum fyrirtækja,
þegar rædd eru rekstrarmál, sem varða
afkomu verka- og launafóllksins sjálfs,
en sé þar ekki til að létta rekstur fyrir-
tækja á kostnað launafólksins. Nú er
við orð haft, að mörg fyrirtæki séu
rekin þann veg, að rekstur heimila eig-
enda er færður sem beinn kostnaður
fyrirtækja þeirra og þann veg er tap-
rekstur fyrirtækja fenginn fram. Sú
.lausn vandans, eða með seturétti trún-
aðarfulltrúa fólksins sjálfs, skapaði
sízt minni tengsl milli launafólksins og
stjórnendanna í viðkomandi fyrirtækj-
um. Þá verður jafnframt að skapa
skörp skil á milli fyrirtækja og einka-
reksturs eigendanna, en þar eru nú
skattaleg vanhöld.
Björgvin Guðmundssyni varð í
grein sinni tíðrætt um eigin tillögur í
borgarstjórn Reykjavíkurborgar. En
hann veit mætavel að meirihlutinn þar
hlustar ekki á tillögur minnihlutans. Á
Alþmgi'íslendinga eru i flestum tilvik-
lim allar tillögur stjórnarandstöðu
felldar, ef þær varða félags- eða efna-
tagsmál. í borgarstjórn Reykjavíkur
gildir sama regla, en oft koma síðar
fram frá meirihlútanum svipaðar til
lögur, ef þær kitla kjósendur. Ég ótt-
ast, að sama komi upp, þótt fulltrúar
verka- eða launafólks tækju sæti i
stjómun fyrirtækja. í okkar lýðfrjálsa
landi hefur meirihlutinn alltaf rétt
fyrir sér — þannig mæla gildandi leik-
reglur.
Garðar V iaorg
fulltrúi.