Dagblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 1
4. ÁRG: - ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 - 69,TBL. . RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. - AÐALSÍMI27022.
r
Árásarflokk-
urinn gengur
ennlaus:
Böröu tennur
úr 15 ára pilti
„Mál piltanna-
eroröiðstór-
mál” segir
aðstoðaryfir-
lögregluþjónn
Árásarhópurinn, skipaður fjórum
ungum piltum, gengur enn laus í
Reykjavík og í gærkvöldi gerði hann
árás á 15 ára pilt og lék hann illa.
Árásin var gerð rétt fyrir kl. 10 i
gærkvöldi á Laugavegi móts við
Barónsstíg. Piltarnir fjórir gengu þá í
veg fyrir piltinn 15 ára sem var einn á
ferð. Börðu þeir hann í andlitið með
krepptum hnefum og hlupu á brott.
Náðust þeir litlu síðar.
Farið var með særða piltinn í slysa-
deild og kom i ljós að tönn hafði
brotnað og önnur losnað. Sauma varð
skurði á innanverðum vörum og pilt-
urinn var marinn og bólginn í andliti.
„Þetta er sami árásarflokkurinn og
gert hefur ótal árásir á fólk í bænum
að undanförnu,” sagði Guðmundur
Hermannsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn. „Þessir piltar eru hér tíðir
gestir, virðast lausir að kvöldi dags þó
þeir hafa framið árásir nóttina áður.
Um helgar eru þeir fastagestir hér og
þá oft fyrir stærri brot, bílaþjófnaði og
rúðubrot.”
Guðmundur taldi að þennan flokk
yrði að stöðva. Fullkomin ástæða væri
til að setja þá i geðrannsókn vegna
tiðra brota og allir væru þeir orðnir
sakhæfir. Guðmundur taldi að fjöldi
afbrota þeirra væri orðið „stórmál”
eins og hann orðaði það. Skýrslur um
afbrot þeirra eru nú sendar rann-
sóknarlögreglu ríkisins. - ASt.
Rauði krossinn:
SETUR UPP
FIMMTÍU KR.
SPILAKASSA
1 pöntun eru nú nýir spilakassar fyrir
Rauða kross íslands, munu þeir gerðir
fyrir. 50 kr. peninga. Kassarnir eru'
smíðaðir í Englandi eftir finnskri frum-
gerð . Enn er ekki vitað hvenær kass-
arnir verða tilbúnir.
Kassar þessir munu verða settir upp
með 10 króna kössunum sem fyrir eru
og þeir verða notaðir áfram á meðan 10
króna peningurinn er í gildi. Ekki er enn
Ijóst hve mikill fjöldi kassa verður tekinn
í notkun, en það fer nokkuð eftir þvi hve
vel þeim verður tekið, því þeir verða
látnir fjármagna sig að nokkru sjálfir.
Tekjum af kössunum verður varið á
sama hátt og tekjum af 10 króna kössun-
um, þ.e. til deilda Rauða krossins og
reksturs hans. Kassarnir hafa verið veru-
leg tekjulind fyrir Rauða krossinn, en
þegar 10 króna kassarnir voru teknir í
notkun í september 1972 var tíkallinn
jafnvirði 55 króna nú. Verðbólgan
hefur þvi farið illa með þessa tekjulind
stofnunarinnar.
JH
„Útflufningsstopp
— þartilþeirræda
við okkuríalvöru”
— segir varaformaður
Verkamannasam-
bandsins
„Verkamannasambandið mun halda
þessu útflutningsbanni áfram þangað til
jákvæð viðbrögð fást hjá atvinnurek-
endum og alvöru viðræður geta hafizt.
Hingað til hafa þeir ekki viljað ræða við
okkur i alvöru,” sagði Karl Steinar
Guðnason, varaformaður Verkamanna-
sambandsins, í morgun.
„Þetta er mjög vandasöm aðgerð sem
ekki hefur verið reynd fyrr,” sagði Karl
Steinar. „Við ætlum að stöðva út-
flutning, bæði áls, fisks og búvará, nema
hjá þeim atvinnurekendum sem greiða
fullar verðbætur. Karl sagði, að nokkr-
ir atvinnurekendur í saltfiski greiddu
fullar verðbætur. Þá mun innflutningur
verða óhindraður, svo og almennt flug.
Útflutningsstoppið á að byrja 15.
apríl, sem er laugardagur, eða 17. april,
mánudag. Engin timamörk verða sett á
það.
Verkamannafélagið Fram, Seyðis-
firði, hefur boðað verkfall frá og með 10.
apríl.
HH
Hvað eru þessir óttalegu grfmuklæddu menn að gera? Jú þeir eru að sprauta hitastokk með grænni málningu. Hvar? I nýju
áningarstöð strætisvagna Reykjavikur við Hlemminn. Grein um þá stöð er á bls. 8 — DB-mynd Hörður.
Enn slys
á Bústaða-
vegi
Bústaðavegurinn hefur að undan-
förnu verið ein mesta slysagildra borgar-
innar. 1 gær varð þar enn eitt slysið á
mótum Stjörnugrófar. Þar varð ung
stúlka fyrir bifreið og slasaðist allnokkuð
en þó ekki lífshættulega. Hún viðbeins-
brotnaði og fingurbrotnaði, hlaut höfuð-
áverka og fleiri meiðsl. Hún er nú í
Borgarspítalanum.
ASt
tæknifræðings
komin á götuna
Tólf milljón króna bifreið
— dýrasta „drossían” á
landinu í eigu Kjartans
Sveinssonar
Þetta er dýrasti bill sem fluttur hefur
verið hingað til lands — kostar um 12
milljónir kominn á götuna, eða eins og
góða 3 herbergja íbúð. Lystikerra þessi
er af gerðinni Lincoln Continental Mark
V. Jubilee og er sérstök hátíðarútgáfa
Lincoln.
Eigandinn er Kjartan Sveinsson
tæknifræðingur, sem hefur unnið sér
m.a. fyrir þessum bil með því að teikna á
að gizka annað hvert hús á SV-horni
landsins, auk þess sem hann er eigandi
bílaþvottastöðvarinnar Blika.
Lincoln Cóntinental Mark V. Jubilee
er búinn öllum helztu þægindum sem
hægt er að hugs sér í bíl til að skutlast á í
vinnuna og heim aftur. Smávægilegt
„aukafiff’ framleiðenda er að bjóða
öllum kaupendum að fá fangamark sitt
skrautmálað á hurðirnar, eins og
Kjartan Sveinsson þáði.
ÓV/DB-mynd: Bjarnleifur
Von að unga fólkið kíki, — venjulegur maður getur
i mesta lagi látið sig dreyma um nýjan smábíl fyrir einar tvær milljónir.
— DB-mynd Bjarnleifur.
i