Dagblaðið - 04.04.1978, Síða 2

Dagblaðið - 04.04.1978, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. Ekki má gleyma mismunandi far- gjöldum á Hafnar- fjarðarleiö og hjá Reykjavíkurstrætó Ranka skrifar: Ég bjó i Hafnarfirði i fyrra og Mig iangar að segja nokkur orð vegna greinar Hafnfirðings sem birtist i DB 30. þessa mánaðar i sambantli við strætisvagnaferðir milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Hafnfirðingur ber saman strætis- vagnaferðir frá Hafnarfirði og ferðir ofan úr Etra Breiðholti og niður i miðbæ. Ennfremur nefnir hann þjón- ustu að kostnaðarlausu og skil ég ekki hvað hann á við. Alveg gleymist að nefna þann mismun sem er á far- gjöldum þessara tveggja leiða. kostaði þá far með Hafnarfjarðar- vögnum 150 krónur aðra leiðina og ekki er hægt að fá skiptimiða eins og til dæmis hjá Kópavogsstrætó. Á sama tima kostaði far með strætis- vögnum Reykjavikur 60krónur. Blöskraði mér þessi mismunur miðað við vegalengd. Ekki er þvi nein furða þó Hafnarfjarðarvagnamir eigi betra með að endurnýja vagna sína. Hafnfirðingur segir að hann eigi engra hagsmuna að gæta í fyrirtækinu Raddir lesenda en ég hefði haldið að fyrst og fremst væru það Hafnfirðingar. sem nota vagnana mest, sem hagsmuna hefðu aðgæta i þessu tilliti. Ég vil koma þvi hér á framfæri að þann tíma, sem ég bjó í Hafnarfirði tók ég eftir hve áberandi var að unglingar báðu um far með alls konar bifreiðum, það er — á puttanum. — Tel ég það stafa meðal annars af þessum háu fargjöldum sem greiða verður fyrir að fá að fara með Hafnar- fjarðarstrætisvögnunum. Lögreglan í Hafnarfirði á þakkir skildar fyrir aðstoð við unglinga sem flækzt hafa til Reykjavíkur á puttan- um og orðið of seinir fyrir, meðal annars af því að þeir hafa ekki átt fyrir strætó. JLMI y U U U11 fk I — Launamismunurinn einhver svartasti n I m% n mmm LJP% wll bletturinná Alþýðusambandinu VERKFALLSRÉTTUR” - hvað þýða síendurtekin glamuryrði verkalýðsforkólfa um að allar kaupkröfur séu geiðar fyrir láglaunafólkið? Páll H. Arnason skrifar: „Hinn heilagi verkfallsréttur”. Þá fer nú flest að fá á sig helgisvip þegar honum er klint á verkfallsréttinn, eins og hann er notaður nú til dags. Ennþá hefi ég ekki séð annan árangur verkfallsbeitingar en nauðungar- samninga og þvingunaraðgerðir á þjóðfélagsheildina, sem jafnast á við illvirk hermdarverk, oftast nær. Skemmst er að visa til siðustu kjara- samninga sem knúðir voru fram með verkföllum og ennþá hærra reiddum verkfallsvendi. Að hækka kaup og laun um 60—80% til þess að ná fram ca 7% kaupniáttaraukningu er furðulegt fyrirbæri er hlýtur að koma fram í smækkandi krónum, öllum til tjóns. Fyrir mínum leiksmannaaugum lá deilan þannig i upphafi að viðunandi og sanngjörn lausn gæti aðeins fengizt á þann hátt að veruleg kauphækkun næði aðeins til þeirra lægstlaunuðu og svo hækkunin stighækkandi eftir því sem ofar kæmi í launastiganum og alls engin hækkun þegar mánaðarlaunin væru komin i ákveðið hámark, t.d. 250 þúsnd kr. á mánuði. Ég efast um að til nokkurra verkfalla hefði þurft að koma til þess að ná fram slikunt samnmgum. Hins vegar. eftir reynslunni að dæn ... var vist óhætt að reikna með alvarlegum athugasemdum hálekjumanna okkar við slíka samninga, þar með taldir alþingismennirnir, upp til hópa. Svo virðist sem eiginhagsmunalóðið þeirra sé langtum þyngra á metunum en öll umhyggjan fyrir illa stöddum rikis- kassa og atvinnuvegum. Hvernig stendur á þessum síendur teknu glamuryrðum Alþýðubandalags og verkalýðsforkólfa um að allat kaupkröfur séu gerðar fyrir láglauna fólkið sem sýnir sig að vera bara áróðursbragð þvi þegar samningum er lokið er launamismunurinn orðinn meiri en áður var. Þeir tekjuháu fengu mesta viðbót og sú verðbólgu- aukning.sem hlaut að fylgja i kjölfar allsherjar launahækkunar, át að sjálf- sögðu fyrst upp lægsta ágóðahlutann. hlut láglaunafólksins. Launamismunurinn er einhver svartasti bletturinn á þjóðfélaginu og alveg sérstaklega á Alþýðusanv bandinu, af því það þykist alltaf vera að lækna þá meinsemd sem það sifelld- lega eykur við. Hvers vegna erum við komnir á kaf í erlendar og innlendar óreiðuskuldir og vaxandi siðgæðisupplausn, eins og t.d. stórfjölgandi fóstureyðingar sanna og undraverð fjármálaspilling með meiru. Það er vegna brjálæðislegs lifsgæða- kapphlaups og yfirborðsmennsku sem trúað er á að veiti lífshamingju, en er i raun eyðilegging hennar þvi það rask- ar sálarró en eykur öfund og græðgi. í skólamenntunina vantar kjarn- ann, manngildismatið. Æskulýðsskóli ágæti — þú aflstrauma menningar ber — Og þekkingar miðlar þú mæti — en manndáðin sveltur hjá þér. Menntamennirnir sýna lika stundum viðbrögð múgmennsku, t.d. með þvi að vera frammámenn í verk- föllum. Hin langvinnu kolanámuverk- föll i Bandarikjunum sýna ótvírætt anda og afleiðingar verkfalla. Innan samtaka verkfallsmanna sjálfra er jafnvel skipzt á skotum milli verkfalls- varða og verkfallsbrjóta meðan þjóðfélagslegar afleiðingar verkfallsins eru að mylja niður verðgildi dollarans. Nægilega sterk verkfallssamtök bjóða hiklaust gildandi lögum birginn. Má þar til nefna litið dæmi úr siðustu tveggja daga verkföllum. Verka- lýðsfélagsformaður fór á verkfallsvakt með nokkrum félögum og rakst á nokkra er hann taldi verkfallsbrjóta. Hótaði hann að reka þá úr félaginu. Var hann þá spurður, af verkstjóra. hvort félagið hefði vald til þess að skipa félögum sinum að brjóta lands- lög og sagði hann svo vera. Svo langt getur múgmennskan gengiö. Mikið hefur verið deilt á nkis- stjórnina fyrir nýgerðar efnahags- ráðstafanir. Persónulega met ég hana þó heldur meira eftir þær en áður. Sé það rétt, sem mér hefur skilizt að umsamin launahækkun sé minnkuð i prósentuvís á tekjur, missa þeir mest er hæstu launin hafa og að réttu áttu enga hækkun að fá. Slíkt er þó vottur af raunhæfum jöfnuði. En í þetta sinn a.m.k. hefði ekkert átt að nema af hækkunum þeirra lægst launuðu. Nægur er iaunajöfnuðurinn samt. Fyrir mitt leyti vildi ég gjarnan gefa minum fjár- þrota ríkissjóði 10% af mínum ellilif- eyristekjum ef ámóta gjöf til hans gengi i gegnum allan launastigann. Hins vegar kysi ég að ekki væri úr honum kastað i Viðishúsfjárfestingu eða annað slikt. Þvi vist munar hann um „blóðmörskepp í sláturtiðinni”. Og Ijótt fmnst mér það oröalag, þó máske sé það í fullu samræmi við hugsana- gang þtngmanna. að likja fjárlaga- umræðum Alþingis við sláturtið. Væru þingmenn starfi sínu vaxnu ætti frekar að mega kenna þaö tímabil við raunhæft framsóknarnafn. Gagnvart riftun ákvæða kjarasamninga hafði ríkisstjórnin það sér til afsökunar að þeir vorú óraunhæfir nauðungar- samningar, undirritaðir af illri nauðsyn til þess að afstýra enn frekari þjóðhættulegum verkföllum. Voru þar ekki að verki sams konar ástæður og alltaf hafa verið þegar ríkisstjórnir hafa talið sig knúðar til að rifta samningum? Samningsþóf. Ágeng frekja er í ráðum — en áfram þvæla nefndir slyngar. — Ætli við verðum ekki bráðum — efnahagsins sjálfs- morðingjar. Launajöfnuður, verð- trygging sparifjár og þar með lægri vextir og hófsamlegir lifnaðarhættir allrar þjóðarinnar eru með sjálfsögð- ustu endurhæfingarmeðulum íslenzks þjóðfélags í dag. Burt með hermdarverk og múg- sefjun verkfallanna, þar sem fjöldinn dansar með af hálfum huga og margir sárnauðugir. Þvi með lögum skal land byggja og með dómum úr deilum skera, en ólögum eyða. Við verðum að fara að borga skuldir í stað þess að safna þeim. Við verðum að skapa fastan verðmætan gjaldeyri i stað þess að mylja krónuna mélinu smærra i græðgi þeirra að skipta þeim verðmætum.sem eru raunverulega ekki til. Og við mættum sleppa öllum vælutón um „mannsæmandi IIP’ eins og lífskjörum er nú háttað. Und- irstöður þess verða aldrei háar tekjur, fyrst og fremst, heldur manngildi hvers og eins. Við erum fjallaþjóð og okkur bæri sannarlega að vera dálitið brattsæknari i stað þess að velta und- an lífsvenjuhallanum. —„Þá gerist leiðin grýtt og þröng, við göngum beint með leik og söng"." Páll H. Árnason Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.