Dagblaðið - 04.04.1978, Síða 3

Dagblaðið - 04.04.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRtL 1978. 3 Súrtímuimi Péturssonar — Grape jelly engin ef tirlíking Jónas skrifar: Eitthvað hefur Péturssyni súrnað i munni ef dæma má eftir síðasta bréfi hans um mint-jelly þaðsem hann þráir hvað ákafast. Það skal því engan undra að hann þurfi mint jellyið til þess að kæta jjragðlaukana. Enginn skyldi taka það svo að ég hafi með bréfkorni minu um ágæti grape jellys verið að amast við mint jellyi. Ég fæ ekki betur séð en að bæði jellyin standi fyrir sínu og smekkur manna ráði síðan hvort þeir velja, ef þeir kjósa ekki að eiga bæði í kæli- skápnum. Fráleitt er Pétursson mikill mat- maður ef hann talar um grape jelly sem eftirlikingu mint jellys. Það lýsir þvi miður mikilli vanþekkingu á þessum ágætu bragðaukum. Grape jellýið er gert úr bláum vínberjum en mint jellyið úr eplum, sem siðan eru bragðbætt með mintlaufi. Og óvirðu- legt tal hans um gömlu og góðu rabarbarasultuna kemur enn upp um hann því betri sulta er ekki gerð á íslandi en úr rabarbara. Það lýsir bezt gæðum grape jellysins að þegar eftir að greinarstúfur minn birtist seldist upp það magn, sem til var hjá Sölunefndinni. Gagnsemi eða ágæti Sölunefndar- innar sem slikrar kemur grape jellyinu ekkert við. Grape jellyið stendur fylli- lega fyrir sínu. Það verður þvi að varast vanhugsaðar yfirlýsingar eins og Pétursson gerði sig sekan um er hann prísaði ágæti mint jellysins. Ég vil þá ekki síður en Pétursson biðja blaðið að birta mynd af grape jelly, þannig að neytendur þekki það ef þeir rekast á það siðar á lífsleiðinni. — Borðum meira jelly — Jónas s STJÓRNMÁLAFLOKKU RINN Laugavegi 84 - Sími 14300 - Reykjavík 124 Utdráttur úr stefnuskrá STJÓRNMÁLAFLOKKSINS Með því að efla veKerð atvinnuveganna og bœta opinbera stjórn- sýslu stefnum við hiklaust að takmarki okkar STERKRISTJÓRN. Stjómmálaflokkurinn B. Stjórnmálaflokkurinn leggur til, að eftirtaldar breytingar verði gerðar á stjórnarskrá Lýðveldisins íslands. 1. Að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald. 2. Að taka upp nýja kjördæmaskipan, sem miði að þvi að jafna rétt þegnanna til áhrifa á val þingmanna, jafnframt þvi að stefnt sé að persónubundnum kosningum. 3. Að Alþingi starfi í einni málstofu og þingmönnum verði fækkað. 4. Að þjóðkjörinn forseti verði meira en samciningartákn þjóðar- innar, eins og það er nú orðað. Hann verði höfuð rikisstjórnar- innar og taki þar með virkan þátt í stjórn landsins. Hann veiji ráð- herra og leggi ráðherralistann fyrir Alþingi til samþykktar. 5. Að ráðherrar starfi á ábyrgð forseta og að hann hafi vald til að víkja ráðherra úr embætti og skipa nýja, ef þess er álitin þörf. 6. Kjörtimabil forseta verði 4 ár. 7. Að valfrclsi skuli ríkja innan sýslna og bæjarfélaga varðandi embætti, þ.e. kosið verði um sýslumanns- og bæjarfógetaembætti skv. reglugerð, sem um það yrði sett. Kjörtimabil þeirra verði 4 ár. 8. Að forseti, meirihluti Alþingis eða 20% atkvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Það liggur Ijóst fyrir, að i þessum málaflokki er ókveðið um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds höfuðatriðið og raunar sú stjórniagabreyting, sem allir aðrir þættir þessa mála- flokks byggjast á. Vel má vera, að ná mætti settu marki eftir öðrum leiðum en hár hafa vérið nefndar, en höfuðtiigangur þessarar lagabreytingar er að sjálfsögðu sá, að stuðla að heil- brigðri og sterkri forystu í stjórn landsins. D. Verðbólgan Stjórnmálaflokkurinn gerir sér Ijóst, að verðbólga getur að vissu marki verið gagnleg. Hún getur fiýtt fyrir framkvæmdum og örvað menn til dáða. En sé verðbólgan komin á það stig, sem hún er nú hér á landi, er hún bæði hrollvekjandi og skaðleg. í stað þess að örva til dáða, ýtir hún undir hvers konar spákaupmennsku og spillingu. Miklar umræður hafa átt sér stað um þetta vandamál og sýnist sitt hverjum. Stjórnmálaflokkurinn telur ekki mögulegt að ráða bót á þessu mikla verðbólgumeini nema með niðurfærslu í einhverri mynd. Gengisfelling og styrkjakcrfisleiðin eru skaðlegar eins og deyfilyfja- lækningar, sem beinlinis lama þjóðfélagið enn meira og ýta undir áframhaldandi verðbólgu og spillingu. Stjórnmálaflokkurinn leggur hér með fram ofangreind málefni sem höfuðbaráttumál sin i komandi Alþingiskosningum. En auk þeirra mun flokkurinn taka ákveðna afstöðu til annarra málaflokka svo sem: sjávarútvegsmála, landbúnaðarmála, iðnaðarmála, viðskiptamála, húsnæðismála, menntamála, heilbrigðismála, elli- og örorkumála, félags- og umhverfismála. A. Það er stefna Stjórnmálaflokksins, að taka beina afstöðu til sem flestra þátta íslenskra þjóðmála og hafa eftirfarandi stefnu- atriði þegar verið mótuð. 1. Að islensk fiskveiðilögsaga sé nýtt af tslendingum einum. 2. Að engir erlendir aðilar eða samtök njóti neinnar sérstakrar fyrir- greiðslu eða fríðinda hér á landi umfram tslendinga sjálfa. Og i beinu framhaldi af þvf: 3. Að varnarsamningurinn við Nato verði endurskoðaður. 4. Leggja skal aðstöðugjald á herstöðvar NATO hér á landi og afnema tafarlaust alla tollvernd og önnur friðindi þeim til handa. Aðstöðugjaldinu skal varið til verklegra framkvæmda, er treysta öryggi og varnir landsins, forgang meðal þeirra framkvæmda hafi uppbygging varanlegs vegakerfis um land allt. 5. Að tslendingar taki virkan þátt í vörnum landsins og stefnt sé að þvi, að þeir geti annast þær sjálfir i framtíðinni. 6. Að tslendingar endurskoði afstöðu sína til stóriðju hér á landi og hlutdeildar erlendra manna í islenskum fyrirtækjum. 7. Að islenska þjóðin styðji og standi að vestrænni samvinnu. C. Skattamál Stjórnmálaflokkurinn vill gjörbreyta skattafyrirkomulagi hér á andi og auðvelda i framkvæmd. Hann leggur áherslu á, að meira rétt- læti riki i skattheimtu en nú tiðkast og að hún verði einfaldari og ódýrari i framkvæmd en nú er. Stjórnmálaflokkurinn vill vinna að niðurfcllingu á beinum tekju- > skatti i áföngum óg bendir á, að til að vega upp á móti þeim tekjumissi ríkis, sem af þvi leiddi, mættl draga úr niðurgreiðslum á neysluvörum, sem þvi næmi. Ljóst er, að fái launþegar að halda launum sínum óskertum, eru þeir færir um að greiða hlutina, t.d. mjólk og kjöt, þvi verði sem þeir kosta. Sú hringrás, að hirða stóran hluta af launum vinnandi fólks, til þess að greiða niður lifsnauðsynjar þess, verður ekki litin öðrum augum en sem einhvers konar svikamylla í kerfinu. Þyki ekki kleift að fella niður svo stóran hluta af niðurgreiðslum, að nægi til að bæta upp tekjumissi þess opinbera, á að innheimta mismuninn i formi óbeinna gjalda. í þvi sambandi verður að sjálfsögðu að styðjast við sterkt tryggingakerfi og jafna á þann hátt aðstöðu fólks, þcgar um mikla ómegð eða fjölskyldu- áföll er að ræða. Það er ekki síður nauðsynlegt, að atvinnufyrirtæki hverrar þjóðar, smá og stór, blómgist og beri ávöxt, en að laun fólksins séu mannsæm- andi og veiti hverri fjölskyldu cðlilegt og heilbrigt lifsviðurværi. Allt helst þetta í hendur. Riðlist einn þáttur þessarar hringrásar, truflast starfsemi allra hinna og afleiðingarnar verða þjóðfélagslegt tjón. Sú stefna að íþyngja fyrirtækjum, hver sem þau eru, er skaðleg og kemur ekki síður niður á starfsfólkinu en fyrirtækjunum sjálfum. Hugsanleg skattlagning fyrirtækja gæti verið á þessa leið: Að öll fyrirtæki greiði einn þriðja tekna sinna í rikissjóð, ÁÐUR EN AF- SKRIFTIR FARA FRAM, og mega þvi halda tveim þriðju hlutum hagnaðar síns til uppbyggingar og afskrifta. Ekkert skal um það fullyrt, hvort nefnd prósentutala er réttlætanleg, en ætla má að fyrir- tæki, sem fengju þennan ákveðna hluta tekna sinna til eigin ráðstöf- unar, verðu honum af meiri samviskusemi og fyrirhyggju til uppbygg- ingar fyrirtækjanna sjálfra en oft vill verða hér á landi. Stjórnmálaflokkurinn er alfarið mótfallinn lögum og reglugerðum i þessum efnum sem öðrum, sem eru svo flókin og torskilin, að jafnvel þeir, sem lögin setja, skilja þau ekki sjálfir. Hann telur, að núgild- andi skattalög leiði til spillingar, óarðbærrar fjárfestingar fyrir þjóð- félagsheildina og ýti ásamt öðru undir áframhaldandi verðbólgu. Telur þú að verð- lagseftirlit sé í nægi- lega góðu lagi hér á landi? Þyri Sveinsdóttir snyrtisérfræðingur: Nei, það finnst mér nú ekki. Guðbjörg Kristjánsdóttir, húsmóðir og verzlunarmaður: Nei, ég tel það ekki vera. Hallgrimur Kristjánsson, starfar við Hafnarböðin: Það skil ég ekki i, þvi mað- ur verður aldrei var við neitt eftirlit. Jóhann Björgvinsson sölumaður: Ég tel það en helzt vil ég að fylgzt sé með nauð- synjavörum. Þórarinn Jónasson bóndi: Nei, það er alls ekki i lagi og liklega miklu fremur hægt að segja að allt sé að því. Dóra Skúladóttir, húsmóðir og við- skiptafræðinemi: Nei, það finnst mér ekki. Til dæmis er verð á tizkuvörum mjög mismunandi eftir verzlunum; eins á fatnaði, sem unglingar margir hverjir eyða öllum sínum tekjum i.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.