Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRlL 1978. 9 Hvað er á seyði í tryggingarmálum: Hagnaður á hagnað ofan en samt þarf stórhækkun iðgjalda frá árí til árs T ryggingaeftirlit ríkisins hef ur stórum bætt og tryggt afkomu tryggingaf élaganna „Það slær mann illa að trygginga- félög sem reka slíkan taprekstur að þau biðja um 84% hækkun á iðgjöld- um milli ára og fá meðmæli „Tryggingaeftirlits ríkisins” með 67% hækkun, skuli slást um hvern einasta viðskiptavin sem vill tryggja bil sinn. Ef félögin tapa svona illþyrmislega á bílatryggingunum, af hverju eru þau jafnáfjáð og samkeppni þeirra sýnir i að fá hverjá einustu tryggingu?” Þannig mælti opinber embættis- maður, sem alla daga starfar að mál- efnum umferðar i landinu og hefur góða aðstöðu til yfirlits á umferðar- slysum og umferðaróhöppum. „Samkeppni félaganna um tap- tryggingarnar á bilum er svo áköf að fólk er hrætt heima í stofu hjá sér á kvöldin með árekstrarhöggum bíla og tilheyrandi ískri, brothljóðum og stór- skemmdum bílum á sjónvarpsskermi sínum. Nægt fé virðist til óendan- legrar auglýsingaherferðar á bíla- tryggingum sem sagðar eru vera reknar meðtapi.” Samvinnutryggingar, sem að eigin sögn hafa 25% allra bílatrygginga I landinu, skiluðu milljóna hagnaði af bílatryggingum á síðasta aðalfundi sínum. 6—7Ö0 manns njóta þar arð- greiðslu og/eða frírra trygginga vegna ágóðans. Samt mun þetta fyrirtæki vera í hópi þeirra er biðja um iðgjalda- hækkun og ef rikisstjórnin gripur ekki í taumana fá 67% hækkun I ár. Tryggingafélögin sem um bílatrygg- ingarnar berjast munu vera níu talsins. Barátta þeirra um tap- tryggingar á bílum er geysilega hörð. Jafnvel Brunabótafélag íslands, sem að miklum hluta er í ríkiseign, tekur þátt í þeirri samkeppni á sama plani og hin tryggingafélögin. Þáttur tryggingafélaganna í vörnum gegn umferðaróhöppum er næsta litil- fjörlegur ef miðeð er við heildarið- gjöldin. Mikill hluti af jjeirri vinnu sem lögreglumenn vinna í sambandi við árekstra erunninnalgerlega í þágu tryggingafélaganna ÁN ENDUR- GJALDS. Mun lsland hið eina Norðurlandanna, þar sem lögreglu- yfirvöld sinna smáárekstrum eins og hér eru tiðastir. Yfir þeim er bundið lið 8—10 lögreglumanna frá morgni til kvölds og fjórir starfa allar nætur að þessum málum. Það er samdóma álit yfirmanna lögreglunnar að þetta lið mætti betur nota til annarra þarfa t.d. fyrirbyggjandi starfa í umferðarmál- unum og umferðarleiðbeininga til að draga úrslysum. Á norrænum fundi samvinnu- manna um tryggingamál sem hér var haldinn á sl. ári kom fram að þá hefði i fyrsta sinn í hálfan annan áratug orðið hagnaður af bifreiðatryggingum á íslandi. Það hefur leitt til álitslegs gróða ýmissa tryggingafélaga. Þannig kom fram hjá Samvinnu- tryggingum í fyrra að heildariðgjalda- tekjur félagsins 1976 námu 1811 milljónum og sjóðir félagsins gildnuðu um 240 milljónir króna. Ágóði Sjóvá á árinu 1976 sem ýmist var lagður í varasjóði eða greiddur út sem arður nam 384 milljónum króna, eða góðri milljón á dag alla daga ársins. Samt þarf að hækka iðgjöld. Hin batnandi afkoma bifreiðatrygg- inga hefur stórbætt afkomu trygginga- félaganna sögðu Samvinnutrygginga- menn á fundinum með norrænu starfsbræðrum sínum. Þeir bentu og á að með tilkomu Tryggingaeftirlits ríkisins í byrjun 1974 hefði hagur tryggingafélaganna mjög vænkazt því þá batnaði' slæmt ástand hvað ákvörðun iðgjaldá snerti verulega til hags fyrir tryggingafélögin, einkum er bifreiðatryggingar snertir. Og ennþá viðgengst það misrétti þegnanna að tryggingagjöld eru mishá eftir landshlutum. Samt er það stað- reynd að utanbæjarbílar eru viðriðnir fjórða hvert umferðaróhapp sem á sér stað í Reykjavík. ASt. Bókasaf n Kópavogs 25 ára: Ekki dregur sjón- varpið fólkið frá bókalestrinum — stórkostleg útlánaaukningí fyrra Það er óhætt að segja að Bókasafni Kópavogs hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim 25 árum, sem það hefur starfað. í upphafi var aðeins lánað að kvöldlagi úr hinum litlu húsakynnum sem safnið hafði þá yfir að ráða í Kópavogsskóla og síðar frá Kársnesskóla þar sem útibú var sett á stofn. I félagsheimili Kópavogs hefur safnið starfað síðustu 14 árin, hefur þar 150 fermetra húsnæði á annarri hæð. Hefur safnið fyrir löngu sprengt utan af sér í því húsnæði, og nú stendur flutningur fyrir dyrum og mun safnið senn flytja að Fannborg 3—5. Þar er 300 fermetra húsnæði á jarðhæð og aðstaða öll hin bezta. Þó er litið svo á að þetta verði bráðabirgðaúrlausn þar til safnahús Kópavogs ris. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var Jón skáld úr Vör og var hann lengi forstöðumaður þess, eða þar til Hrafn Harðarson bókasafnsfræðingur tók við stjórn safnsins fyrir ári. Við safnið starfa 10 manns, þar af eru 6 fastráðnir starfs- menn. , Bókakostur hefur vaxið mjög hin síð- ari árin og munu verða um 30 þúsund bindi í Iok þessa árs. Þá hefur heimlán- um mjög fjölgað síðari árin, sem bendir til að tilkoma sjónvarps hafi síður en svo truflað bóklestur almennings á íslandi. Árið 1974 voru lánaðar 34.323 bækur, 1975 41.367 bækur, 1976 49.106 bækur, — og stóra stökkið kom svo á siðasta ári, þá voru lánaðar út 70.530 bækur. Bókasafnsstjórnin er skipuð þeim Magnúsi Bjarnfreðssyni, formanni, Guðmundi Gíslasyni, Guðrúnu Gísla- dóttur, Guðrúnu H. Jónsdóttur og Helga Tryggvasyni. - JBP Nanna og myndavélin: „Sniðugur kassi til að skálda með” „Þegar ég var einu sinni farin að Þetta segir Nanna Búchert, fædd hugsa í myndum, fór ég að sjá alls konar 1937, nú gift kona í Danmörku. Nanna efni beint fyrir framan nefið á mér, t.d. á ölst upp við Láugaveginn, og við þá heimilinu. Dætur mínar og vinkonur sömu götu sýnir hún nú ljósmyndir sínar þeirra voru um tíma með dellu að safna í Klausturhólum, alls 60 myndir. Nanna gömlu sparitaui með blúndum og pifum hefur tekið mikið af myndum fyrir og búa sig út. Þá gat ég myndað þær eins dönsk dagblöð og tímarit, en nú siðustu og þær dreymdi um að vera — eins og árin hafa augu hennar opnazt fyrir því spariútgáfur af sjálfum sér. Það er svo að „myndavélin er sniðugur kassi til aö gaman að vinna með börnum, því þau skálda með”, eins og hún segir. kunna þetta: að leika sér svoleiðis að það verður alveg eins og i alvörunni...” -JBP NANNA BÚCHERT, — um skeið nam hún fornleifafræði, en fyrir 9 árum fór hún að fitla við myndavélina og hefur náð góðum árangri með hana. Myndin hér að ofan er ein af myndunum hennar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.