Dagblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. frjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaflið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. RKstjórí: Jónas Kristjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aflstoflarfréttastjórí: Adi Steinarsson. Handnt: Ásgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlorfur BjamleKsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeKsson. DreKingarstjóri: Már E.M. Halldórs- son. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrHstofur Þverholti 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 linur). Áskríft 1700 kr. á mánufli innanlands. í lausasöki 90 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Slflumúla 12. Mynde- og plötugerfl: HHmir hf. Slflumóla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeKunni 19. Gulltrygging toppanna Háttsettir embættismenn ríkisins geta haft allt að tíföldum launum lægst- launaðra verkamanna á mánuði. Kerfið gulltryggir þetta misrétti. Þar er að miklu leyti um að ræða faldar sposlur til æðstu embættismanna. í mörgum tilvikum eru þessi fríðindi ekki talin fram til skatts. Með því að fela þessi fríðindi tryggir kerfið bæði að misréttið í launamálum verður ekki augljóst og misréttið er aukið með því að skattleggja ekki nema hluta af tekj- um kerfisriddarans. Einn er sá glæpur... í öllu því flóði afbrota og misferla, sem yfir íslenzkt þjóðfélag hefur orðið að ganga, svo að það mætti teljast til „menningarrikjanna” svokölluðu er ein tegund glæpa, sem Islendingar og fjölmiðlar í landinu hafa enn ekki flokkað meðal þeirra, sem taka þarf „föstum tökum”, m.a. með því að birtanöfn hinna seku. Á meðan nauðaómerkilegu „finansbankamáli” er ýtt milli tann- anna á landsmönnum, sem allir vildu fegnir eiga aðild að, svo fremi að yfir- völd létu kyrrt liggja, er keppzt við að þegja í hel stærstu og viðamestu glæpastarfsemi, sem nú hefur fest rætur í þjóðfélaginu. — Hér er auð- vitað átt við smygl eiturlyfja til lands- ins, dreifingu þeirra og sölu. Hættuleg mistúlkun Það er oft látið að þvi liggja, þá sjaldan að minnzt er á notkun eitur- lyfja, að sum séu „hættuminni” en önnur. Sumir ganga svo langt að telja fólki trú um, að það eiturefni, sem í Einn úrskurðaður í gœsluvarðhald vegno fíkniefna Rtimlega tvitugur tslendingur var i laug- ardagskvöid Urskurft- aður i allt aft 30 daga gxslu varfthald vegna rannsóknar fDtniefna- máls. Dæmigerð „frétt” um fikniefnamál. hvað mestum mæli hefur verið dreift hérlendis til sölu meðal unglinga sé svo til „skaölaust, ef þess er ekki neytt i óhófi og að staðaldri”! Allar slikar staðhæfingar eða bolla- leggingar eru til þess fallnar að rugla almenning í ríminu og ýta undir lin- kind þá, sem yfirvöld hafa sannanlega sýnt þessum málum með því m.a. að halda málum af þessu tagi, smygli og dreifingu svo og sölu eiturlyfja vand- lega aðskildum frá öðrum afbrotum og láta ekki frá sér fara ítarlegar fréttir um afbrot á þessu sviði eins og gert er þegar um rán eða morð er að ræða. Það liggur i augum uppi, að þegar maður er handtekinn og úrskurðaður i 30 daga gæzluvarðhald vegna meints eða staðfests gruns um dreifingu eða sölu eiturlyfja er slikt ekki minna mál en misferli deildarstjóra í banka og þjóðfélagslega mun hættulegra. Þrátt fyrir tilraunir opinberra aðila — og fjölmiðla eða einstakra starfs- manna þeirra, til þess að gera litið úr þeim vanda sem dreifing eiturlyfja, sala þeirra og neyzla hefur í för með sér, svo sem með því t.d. að nefna eiturlyfjamál „fikniefnamál” eða kalla forherta glæpamenn, sem koma við sögu þessara mála „Ungmenni” og á annan hátt að draga fjöður yfir rann- sókn eiturlyfjamála — verður fyrr eða Dagblaðið hefur sagt ítarlega frá fríðindum ráðherra og þingmanna í þessum efnum. í umræðum á Alþingi í síðustu viku var rætt um fríðindi ýmissa annarra toppa i kerfinu. Þar var enn drepið á, að ráðherrar fá til dæmis eftirgefin aðflutningsgjöld af bifreiðum sínum og greidd- an reksturskostnað þeirra. Þeir fá einnig gjafafé í formi lána með lágum vöxtum. Bankastjórar hafa sams konar bílafríðindi og ráðherrar, þótt þau séu ekki veitt sam- kvæmt lögum. Forstjórar Framkvæmdastofnunar ríkisins, oft nefnd- ir kommissarar, hafa tekið sér sams konar bílafríðindi. Ekki er það heldur samkvæmt lögum. Umræðurnar á Alþingi spunnust út af þingsálykt- unartillögu tveggja þingmanna Alþýðubandalagsins, Stefáns Jónssonar og Jónasar Árnasonar. Tillagan fjallar um, að því skuli beint til ríkisstjórnarinnar, að hún láti setja reglugerð um kjör hæst launuðu embættis- manna ríkisins og þeirra stofnana, sem ríkið á meiri- hluta í. Þar verði kveðið á um, að allar greiðslur til embættismannanna fyrir störf í þágu fyrirtækjanna komi fram í launum þeirra en afnumin verði önnur fríð- indi, þar á meðal fríðindi, er lúta að innflutningi bifreiða og rekstri þeirra. Kostnaður embættismannanna vegna starfs þeirra verði hins vegar ætíð greiddur samkvæmt reikningi. í framsöguræðu sagði Stefán Jónsson meðal annars: „Bankastjórar og kommissarar virðast ekki telja þessi fríðindi sín til tekna.” Háttsettir embættismenn kerfisins hafa ekki einungis framangreind fríðindi. Af alkunnum aukasposlum má nefna greiðslu fyrir óunna yfirvinnu, fundarsetur og nefndarstörf. í mörgum tilvikum er verið að greiða embættismönnum tvisvar kaup fyrir tímann, þar sem ýmsar aukasposlurnar eru veittar fyrir störf unnin í dag- vinnutíma. Þrír þingmenn úr öðrum flokkum, sem tóku til máls um tillögu þessara alþýðubandalagsmanna, tóku henni sæmilega vel. Hins vegar má gera ráð fyrir, að þing- heimur hafi yfirleitt lítinn áhuga á að afnema þetta hróp- lega misrétti. Viðgengizt hefur um langt árabil, í stjórnartíð ríkisstjórna úr öllum flokkunum að hygla toppmönnum kerfisins með þessum hætti. Það er mikil- vægur þáttur í samtryggingarkerfi flokkanna. Þingmenn eru einnig þátttakendur í þessari svika- myllu, eins og vandlega hefur verið rakið í Dagblaðinu. Mikil fríðindi þeirra eru ekki skattlögð. Ekki fór hjá því, að þeir þingmenn, sem til máls tóku um framangreinda tillögu, minntust sumir hverjir dálítið á fríðindi þing- manna, en þó mjög takmarkað. Það kemur ekki á óvart. Þingmenn eru sammála um að taka sjálfir þátt í gull- tryggingu toppmanna kerfisins. Innflutnings- frelsið er undirrót efnahagsvandans „Á árinu 1960 var mörkuð sú stefna að gefa utanríkisverslunina frjálsari og afnema innflutnings- höft. Stærstur hluti innflutnings er nú orðinn frjáls til mikilla hags- bóta fyrir þjóðarheildina. Enn er þó nokkur hluti innflutnings háður leyfum, jafnvel þrátt fyrir gagn- stæðar skuldbindingar i samning- um okkar við aðrar þjóðir. Versl- unarráð telur að efnahagslegur ávinningur af frjálsum utanríkis- viðskiptum sé óumdeilanlegur og hvetur stjórnvöld því til að halda áfram á markaðri braut og gefa innflutning frjálsan á þeim vörum sem enn eru háðar innflutnings- leyfum.” (Ályktun frá Verslunarráði Islands, Mbl. 4.2. 1978). Ályktunin hér á undan er nokkuð dæmigerð fyrir þann „almennt viður- kennda sannleika” að frjáls innflutn- ingur sé þjóðinni til hagsbóta. Menn virðast einfaldlega slá þvi föstu að svo sé, án þess að rökstuðnings sé þörf. Undirritaður telur þetta mál þó um- deilanlegra en Verslunarráð vill vera láta — og mun ég reyna að skýra ástæðuna hér á eftir. Um hagfræði Ef við í fljótheitum litum á þá hag- fræðikenningu sem notuð er til stuðn- ings frjálsum innflutningi, ge'ngur hún út á það að því frjálsari sem heimsvið- skiptin séu, þeim mun meiri verði hagnaðurinn fyrir alla aðila. Kenning- in sér heiminn sem samansafn fyrir- tækja sem keppa á frjálsum markaði þar sem hver og einn reynir að bjóða lægra.verð en keppinauturinn. Þannig verði sá sem framleiðir með minnstum tilkostnaði ofaná i samkeppninni og neytendur fái þá um leið vöruna á lægsta verði. Allar viðskiptahömlur og tollar milli landa séu þess vegna neyt- endum i óhag. Þetta litur ákaflega vel út á pappirnum — og gildir raunar i sumum tilfellum. Kenning þessi varð til á bernsku- skeiði iðnaðarins í Evrópu, áður en auðhringar með nútimasniði komu til sögunnar. Því er eðlilegt að spyrja: er hún nothæf i dag? Hinn heimsfrægi bandaríski hag- fræðiprófessor John Kenneth Gal- braith hélt gestafyrirlestur í Oslóarhá- skóla í feb. sl. og ræddi þá þessa spurn- ingu: „Aðalatriðið i fyrirlestri Gal- braiths var að hagfræðiþekking einar kynslóðar væri ónothæf fyrir þá næstu. Meiri hluti hagfræðinga i hinum vestræna heimi notar lík- an þar sem kerfið er samsett af óháðum fyrirtækjum sem keppa hvert við annað. Öll séu þau háð markaðslögmálum, og að endingu háð óskum og dómi neytenda. Gal- braith fullyrðir að þessi mynd sé algerlega röng, en hagfræðingar séu þó eins og fastlímdir við hana. Þetta er ein af ástæðunum til þess að þeir skilja ekki ástandið i dag. Vegna þess að hagfræðingar nota úrelt likan skilja þeir ekki breyting- arnar sem nú eiga sér stað i þjóð- félaginu. Tillaga Galbraiths er að skipta hagfræðinni í tvennt. í Bandaríkjunum eru 60% atvinnu- lífsins í höndum 200 fyrirtækja, en bandarísk fyrirtæki eru í allt um 200000. Þessi stærstu mynda alveg sérstakan þátt í efnahagslífinu, en þau smáu starfa í samræmi við gamlar kenningar. Það eru þau stóru sem eru í vexti og stuðningur ríkisins beinist að þeim. Það er ekki hægt að láta þau verða gjald- þrota, rikið strengir öryggisnet sitt ef þeim mistekst.” (Þýtt úr „DAGBLADET” (Osló) 11.2. 1978). Með öðrum orðum: hagfræðingum sést af einhverjum ástæðum yfir þá staðreynd að auðhringar eru til, og hafa i skjóli stærðar sinnar, fjölþjóða- skipulags og valdaaðstöðu mikla yfir- burði yfir smærri keppinauta sina. Yfirburðirnir felast ekki bara i stórum einingum og greiðum aðgangi að rikis- stuðningi, heldur gerir fjölþjóðaskipu- lagið þeim kleift að forðast skatta með því að flytja gróða sinn til landa þar sem skattar eru lágir (t.d. Sviss) og mannfreka framleiðslu geta þeir stað- sett í þeim löndum þar sem kaupgjald er hvað lægst. Síðast en ek*ki síst eru auðhringarnir óháðir lánsfjármagni, þeir fjármagna sig sjálfir. Fjármagnið gerir jjeim kleift að vinna markaði með þvi að undirbjóða keppinauta sina um tíma og koma þeim þannig út af markaðnum — og það sem ekki er siður mikilvægt: standa undir um- fangsmikilli auglýsingastarfsemi. 1 framhaldi af þessu hljótum við að spyrja: Hvað kemur til að hagfræðing- um sést yfir slíkt og þvílíkt, hvernig stendur á því að þeir halda sig enn við hagfræðikenningar átjándu aldar? Svarið liggur að líkindum í því að kenningin er ákaflega heppileg fyrir stóru fyrirtækin — auðhringana. Margir háskólar, bæði i Bandaríkjun-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.