Dagblaðið - 04.04.1978, Page 14

Dagblaðið - 04.04.1978, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. Garðyrkja Garðyrkja Garðyrkja Garðyrkja Garðyrkja Moldin erekki eitt- hvað til að ganga á! Það er engu líkara en sumir áliti að moldin sé aðeins eitthvað til (tess að ganga á og skeyta því engu hvort verið sé að reyna að rækta eitthvað í henni. Reynt er að afsaka þessa afstöðu með því að Íslendingar séu óvanir ræktun en ég veit ekki betur en bóndanum sé mjög sárt um að gengiö sé yfir óslegið tún hans. Þeir eru að minnsta kosti fáir sem veigra sér við að stíga í moldarbeð, þar sem ekki sést í plöntur. Sumir vaða heldur upp i ökkla en að taka á sig smá- krók, þótt augljóst sé að bletturinn verði fyrir stórskemmdum. En takið eftir mismuninum á beði sem stungið hefur verið upp um haust og varið fyrir ágangi vetur og vor og hinu. sem troðið hefur verið á eins og hverju öðru hlöðugólfi. Hið fyrra má nærri þvi nýta með þvi að raka yfir það með garð- hrífu, en hitt getur verið erfitt að stinga upp með gaffli og moldin verður aldrei eins lifandi. Ef beð eru það breið að ekki er hægt að hlúa að plöntunum án þess að stiga út i moldina ætti að hafa stiklur til þess að ganga á. Það geta verið steyptar hellur eða hellubrot, lágir steinar eða hraun hellur. Stiklurnar koma i veg fyrir að moldin troðist þegar verið er að gróður- setja plöntur eða hreinsa burtu illgresi. binda upp og hvaðeina sem gera þarf í blómabeði. Ef ekki er fyrir hendi efni sem nota má í stiklur má nota lausa fjöl eða fjalir sem síðan má fjarlægja að af- loknu verki og geyma þangað til næst þarf á þeim að halda. Þið munið fljótlega komast að raun um að það er mikill munur að vinna í beði sem er ótroðið. Jurtirnar taka fæðu sina með rótun- um úr moldinni og þvi ættu allir garð- ræktendur að láta sig miklu varða hvað gerist undir yfirborði jarðar. Moldin er móðir allra og heilsa barna hennar fer eftir heilsu hennar sjálfrar. Fylgist vel með moldinni í garði ykkar og haldið henni hraustri. Kynnið ykkur hvað er að gerast i kringum rætur plantnanna og hvort áburðargjöf eða ásigkomulag moldarinnar er í lagi. Ef moldin er of sendin eða of leirborin verður að bæta úr því. Efsta jarðvegslagið mætti nefna frjó- mold, andstætt þvi lagi sem neðar er og væri hægt aö kalla dauða mold. Þar er um að ræða ófrjótt leir- eða sandlag. Frjómoldarlagið er langt frá því að vera lífvana. Það er morandi af örsmá- um lifverum, gerlum, en hlutverk þeirra er að breyta jarðvegsefnum i uppleysan- legt form sem jurtirnar geta hagnýtt sér í gegnum rætur sínar. Loft þarf að geta komizt að moldinni til þess að hún geti varðveitt frjósemi sína, eins og t.d. þegar stungið er upp. Eins þarf árlega að bæta i moldina nokkru magni af jurta- eða dýraleifum. Þannig berum við í hana safnhaugamold eða húsdýraáburð til þess að næra mold- ina, þar sem tilbúni áburðurinn nærir aðeins jurtirnar. Undir hinu tiltöluiega grunna lagi af frjómold er dauði jarðvegurinn sem venjulega er þéttur. Skorturinn á lifræn- um efnum sýnir sig með ljósari lit. Var- ast skal að færa dauða jarðveginn upp á yfirborðið nema það sé beinlínis gert i þeim tilgangi að bæta hann. Það er auð- vitað hægt að gera með því að láta hann veðrast og bera i hann lifræn efni eins og mómold, safnhaugamold eða húsdýra- áburð. Bezt er að halda dauða jarðvegin- um kyrrum á sínum stað en bæta frjó- moldarlagið. Margir húsbyggjendur fara illa að ráði sínu með því að hræra saman þess- um óskyldu jarðvegstegundum. Auk þess bæta þeir oft saman við moldina sementsafgöngum, spýtum, plasti og öðru rusli. Liggur i augum uppi að slikt er ekki heppilegur safnhaugur. Þegar talað er um djúpa mold er átt við að moldin hafi verið ræktuð djúpt, annaðhvort frá náttúrunnar hendi eða af manna völdum, vel framræst, laus við steina og önnur aðskotaefni. Skipulagning erveigamesta atriðið Uildirstöðuatriði aö velheppnuðum garði er jarðvegurinn, einkum efsta moldarlagið sem tré og jurtir eiga að vaxa i. Þessu veigamikla atriði er þvi miður alltof lítill gaumur gefinn. Hið verð- mikla efsta moldarlag er oft vandlega grafiö undir haug af sandi eða leir sem stórvirkar vélar hafa ýtt til eða mokaö upp. Saman vifíþetta hrærast svo steypu- afgangar, naglar og spýtnabrak. Það liggur i augum uppi að slikur jarðvegur er ekki heppilegur til ræktunar. Að visu er ekki alls staðar góð mold fyrir enda má sjá að hundruðum moldar- bila er ekið í garða viðs vegar um bæinn. Þó er stundum verr farið en heima setið. Sums staðar hefur borizt illgresi í garða með aðkeyrðri mold. En mjög erfitt er að uppræta fjölært illgresi eins og njóla og húsapunt. Þegar byggð eru hús fer ekki hjá þvi að jarðvegurinn treðst saman af stór- virkum vinnuvélum. Ef sæmilegur jarðvegur er i nýju lóðinni ber að varðveita hann með þvi að ýta honum upp í hrúgu þar sem hann Hermann Lundholm garðy rkjustjóri. verður ekki fyrir þegar byggingin hefst. Eftir að búið er að hreinsa til, jafna og losa jarðveginn er moldarhrúgunni dreift um lóðina þar sem hennar er þörf. Ef moldin sem fyrir er er mjög sendin eða leirborin er bezt að bera i hana mómold, helzt veðraða. Hrein mómold er ekki heppileg. Hún þornar illa á sumrum en verður óþægilega gljúp í bleytutíð. Til þess að hún verði góð ætti að bera í hana grófan sand. Nauðsynlegt er að fjarlægja allt grjót úr lóöinni áður en sáð er eða plantað. öll jarðvinnsla verður til muna auðveldari i grjótlausum beðum. Það er lika hætt við að steinar komi upp, jafnvel úr grasblett- um i frosti. Steinar geta einnig gert flöt- ina óslétta. í grasblettum og blómabeðum er 25 cm moldarlag æskilegt en tré og runnar þurfa a.m.k. 50—60 cm þykka mold. Þegar búið er að ganga frá jarðvegin- um er sjálfsagt að taka jarðvegssýni og láta greina það hjá rannsóknarstofu landbúnaðarins að Keldnaholti. Þeir gefa upp hvaða efni vanti í jarðveginn. Þá fyrst er komiö svo langt að hægt sé að fara að hugsa um skipulag garðs- ins. Staðsetning hússins er ekki alltaf heppileg með tilliti til hentugs fyrir- komulags á lóðinni. Það er engu likara en að arkitektar hugsi sjaldnast út í úr hvaða átt sólin skíni. Oft er það algjör eyðilegging. sér- staklega ef um litla lóð er að ræða, ef húsið er staðsett sem næst á miðri lóð- inni. Bezt er að það sé i norðausturhorni lóðarinnar til þess að garðurinn visi sem bezt móti sól og verði þægilegur dvalar- staður. Skynsamleg staðsetning bílskúrs getur komið að góðu gagni við að mynda skjólgott horn. Eins sýnist óþarfi að eyða stóru landrými undir innkeyrslu að bilskúr i fjærsta horni lóðarinnar þegar miklu hentugara er að staðsetja bílskúr- inn viðgötuna. Oftast nær eru þessir hlutir fast- mótaöir af heildarskipulaginu en það borgar sig að gefa þeim gaum. Áður en hafizt er handa borgar sig aö gera teikningu eða riss af lóðinni. Gleymið ekki hinum ýmsu smáatriðum sem nauðsynleg eru i hverjum garði en vilja oft gleymast: staðsetning sorpiláts, útivatnskrani, þvottasnúrur og fána- stöng. Svo getur komið sér vel að hafa ákveðinn stað fyrir börnin með sand- kassa, rólu og þess háttar. Og ekki má gleyma safnhaugnum. Það er auðveldast að nota rúðustrik- aðan pappir þar sem hver reitur á pappimum jafngildir 1 m i garðinum. Teiknið fyrst grunnlínur hússins inn á blaðið með tilheyrandi innkeyrslu og gangstéttum. Neðst kemur svo skjólbelti og trjá- plöntur. Munið að áætla nægilegt vaxtarrými frá girðingum og húsum. Limgerði þurfa, ef ekki er samstaða um Séð á hlið á sama húsinu, sem er á myndinni fyrir ofan. Lóð i miklum halla. Framlóð opin að götu, dvalarsvæði ofar á lóðinni. Brekkur þaktar með garðarós. Allar skipulagshugmyndirnar eru eftir Jón H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt. ( Verzlun Verzlun Verzlun ] og rósaviður. Mikil myndgæði + R C A myndlampi. Georg Ámundason & Co Suðurlandsbraut 10 R. Simi 81180. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Vorum afl taka upp 10" tommu hjolastell fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna. Höfum á lager allr r staarflir af hjólastellum og alla hluti í kerru r, sömuleiflis allar gerflir af kerrum og vögnu-m. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparstíg 8. Sími 28616 (Heima 72087) Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, simi 16139. Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli. Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sfi| Dalshrauni8Hafnarfirði, simi 50877. Tilvalinn stóll til fermingargjafa. 1 j Framleiðandi: * 1 Stðliðjan Kópavogi -r>;' ; KRÓM HÚSGÖGN w Smifljuvegi 5. Köpavogi. Simi 43211 G.G. Innrömmun Grensásvegi 50, simi 35163, opið fró kl. 11-6. Áður Njólsgötu 106. Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma- val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og glært gler. Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.