Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978.______________________________________________________________________ 15 Garðyrkja Garðyrkja Garðyrkja Garðyrkja Garðyrkja að gróðursetja á lóðamörkum, að vera a.m.k. 30 cm frá lóðamörkum. Það gefur með tímanum 60 cm breitt limgerði sem má telja lágmark. Óklipptu limgerði verður að planta um 1 m frá lóða- mörkum svo að greinarnar angri ekki nágrannana. Stór stök tré má ekki láta nær en 2—3 metra frá lóðamörkum. Bezt er að ráðfæra sig við kunnáttu- menn um tegundaval. Þá er að ákveða hvort rækta skuli grænmeti eða blóm eða hvorutveggja. Milli blómagarðs og matjurtagarðs er ágætt að planta röð af rifsi eða sólberja- runnum en hafið millibilið ekki minna en 1 metra milli plantna. Bezt er að ganga þannig frá hverjum hluta garðsins að hirðing hans verði sem auðveldust. Framræsla sums staðar nauðsynleg Víðast hvar er framræsla óþörf Moldin verður að geta haldið í sér eins miklum raka og jurtirnar þurfa og sumar þurfa mikinn raka. Þeim hjálpum við með því að sjá til þess að alltaf sé fyrir hendi nægilegt magn af rotnuðu eða rotnandi efni í jarðveginum. eða rauðamöl til þess að koma í veg fyrir að mold hrynji niður á milli steinanna. Áður en moldarlagið er látið yfir er gott að raða þökum á hvolfi, gömlum striga- pokum eða öðru álika á mölina. Yfir þetta allt kemur svo 30-40 cm moldar- lag. Þarna má siðan rækta jurtir sem ekki fara mjög djúpt með ræturnar eða hreinlega gras. Að þessum svelg er jarðvatnið síðan leitt í smáskurðum um ca 60 cm djúpum. Hallinn þarf ekki að vera mikill, 1 á móti 50. en sem jafnastur og með þéttum botni. Grófa möl má nota sem leiðslu, gætið þess að hún sé grófust neðst eða hrís bundið saman í 15-20 cm viðum knippum. Bezt, en jafnframt langdýrast er að nota steinrör sem mega vera múffulaus en láta möl yfir samskeytin svo opin stíflist ekki af mold. Að öðru leyti skal ganga frá skurðinum eins og að ofan greinir. Jurtmeð dularkrafti Mjög athyglisverð lækningajurt er Hypericum perforatum eða gullrunni sem vex villt um stærstan hluta Evrópu og virðist þrífast einnig hér. Þetta er fjölær jurt frekar en runni þó að stönglar séu trjákenndir við grunninn. Víða í þýzkum og enskumælandi löndum er hún kennd við Jóhannes skirara, á ensku St. John Worth og á þýzku Johanniskraítt. Eftir gömlum sögnum á hún að hafa sprottið upp úr blóði hans. Menn eru ekki á eitt sáttir um uppruna botaniska nafnsins Hypericum sem mun vera úr grísku, annað hvort hypoeikona sem þýðir gegn illum\öndum, eða hypo erike sem þýðir undir heiðinni. Jurt þessi vex Til skamms tíma og jafnvel sums staðar enn þann dag í dag eru blöð jurtarinnar og blóm sett á brennivin til bragðbætis. Til ættarinnar heyra einar átta teg- undir en aðeins þessi eina hefur gildi sem lækningajurt. Perforatum merkir gegnumstunginn. Ef blöðum jurtarinnar er haldið upp á móti birtunni sjást gagn- sæir deplar sem hún dregur nafn sitt af. Þetta eru í rauninni smákirtlar sem eru fylltir loftkenndri oliu. Þessir oliu- kirtlar finnast líka i blómunum. Ef þeir eru rifnir sést að olían er rauðleit en hún er einmitt aðallækningaefnið í jurtinni. Blöð og blóm sem týnd eru I júlí- ágúst, á meðan þau eru í blóma og góðum vexti, eru þurrkuð og búið til af te. Það er talið gott gegn slæmsku í lifur og höfuðverk sem stafar af vatns eða slímmyndun, gegn þyngslum i brjósti eða lungum. Þetta te á einnig að geta hjálpað börnum sem væta rúmið ef það stafar af taugaveiklun. Bezt er að drekka sykurmola. Það hefur alveg sömu áhrif og teið. Auk þess er olían ágætismeðal gegn brunasárum og smáskrámum og einnig við gigt og bólgum. Ef einhvern langar til þess að búa sjálfan til pericum olíu á að týna um það bil 1/2 líter af nýtíndum blómum án stönguls og bikars og láta í einn litra af olívu- eða einhverri annarri álíka góðri matarolíu. Þetta er látið standa í lokuðu íláti í tvær vikur í sólarbirtu eða þangað til ólían er orðin sterkrauð á litinn. Áður en þetta er notað þarf að sía löginn. Vilji maður losna við allt umstangið má kaupa svona oliu í apótekinu. Einnig er hægt að fá smyrsl sem má nota á sama hátt. Merkilegur eiginleiki fylgir lyfinu sem er nefnt hypericin. Það er Ijósnæmi. Það gerir húðina svo næma að ef sól skin á hana í lengri tíma geta komið bólgur sem eru svipaðar og brunablöðrur. Dýr sem eru með Ijósan feld geta einnig fengið slikar sólblöðrur ef þau Litil lóð, suðurlóðin er götumegin. Framlóð aðskilin frá götu með lágum runnum, dvalarsvæðið uppi við húsið aðskilið með hærri runnum. Há tré við gafl skerma gaflglugga frá nágrönnum. Heimkeyrsla og gagnstétt gerð einföld og sameinuð garðinum. Lágur gróður til norðurs vegna útsýnis. Hús við enda botnlangagötu, ekið inn á lóðina frá hlið, bifreiðageymsla á neðri hæð, hægt að snúa bil á lóðinni. Samband húss við suðurlóð lélegt, reynt að tengja svalir við dvalarstað I garðinum. Tjörn erumhverfis stein, sem var á lóðinni, með setkanti I kring. 1 sambandi við matjurtagarð getur verið hagkvæmt að hafa vermireit til uppeldis á káli og blómplöntum og einnig snemmvöxnu grænmeti, hreðk- um, salati og þess háttar. Einnig er hægt að flýta fyrir gulrótum og ýmsum öðrum tegundum með því að sá undir gleri eða plasti. Nú er eftir að teikna blómabeð og síðast en ekki síst grasflötina. Falleg og vel hirt grasflöt er alltaf mesta prýði i hverjum garði. Skemmtilegast er að hafa flötina sem heillegasta. Þaö gefur beztan svip og auðveldar hirðingu. Hafið i huga að grasið er einnig jurt sem þarf næringu og umhirðu engu síður en blóm og tré. Það fer bezt að hafa blómabeðin með- fram limgirðingu eða trjá- og runnabeði frekar en að skera út smábeð I sjálfri grasflötinni. Það er líka erfiðara að hirða slík beð. *f Ef mikill halli er I lóðinni, þannig að ekki verði hjá því komizt að gera stalla, eiga þeir að vera mjög aflíðandi svo að auðvelt sé að renna yfir þá með sláttuvél og þeir skemist siður af traðki. Þar sem ekki er hægt að koma slíkum fláa við er betra að hlaða vegg úr hraun- hellum eða grjóti, laglegt holtagrjót eða lágbarðir steinar er tilvalið efni. Það getur farið vel að gróðursetja ýmsar jurtir í slikan vegg. Steinhæðir virðast vera í tízku um þessar mundir. Þarna er einmitt tilvalinn staður fyrir slíka stein- hæð. Misráðið getur verið að stafla upp ein- hvers konar hrúgaldi aðeins til þess eins að fá steinhæð í garðinn. Steinhæðin á helzt að falla inn i landslagið. En hvernig sem steinhæðinni er komið fyrir ber að gæta þess að gras vaxi hvergi að henni. Ef grasrætur ná að festast milli steinanna getur verið mjög erfitt að uppræta grasvöxtinn. Meðfram steinhæðinni ætti að hafa helluröð eða blikk eða plastræmu til þess að hindra grasvöxt. Annars verður að skera kantana árlega. Stór lóð, mikill hluti lóðarinnar er garðengi, með fristandandi trjám til þess að draga úr slætti. Grasið I garðenginu er slegið tvisvar á ári og þvi kjörínn staður fyrir villta blómlauka við stofna trjánna. Gangstigar eru formaðir um garðengið með sláttuvélinni. Ef pollar vilja standa lengi eftir rigningu getur það bent til þess að fram- ræslu sé þörf. Þá er bezt að gera tilraunir með því að grafa nokkrar holur um það bil metra á dýpt á nokkrum stöðum i garðinum. Ef það reynast minna en 40 cm niður að vatnsborðinu er þörf á framræslu, að minnsta kosti i þeim hluta garðsins. Þá kemur spurningin: hvert á að leiða vatnið? Ef ekki er hægt með góðu móti að leiða það í frárennsliskerfi hússins má útbúa svelg. Svelgur er gryfja í lægsta hluta garðsins fyllt með lausu efni sem getur haldið vatnið i holrúminu án þess að fyllast af mold. í litlum garði dugar gryfja sem er ca 2 metrar á dýpt og álika við. Grófasta efnið er látið neðst: steinhnullungar, blikkdósir og tómar flöskur. Ofan á þetta er látin gróf möl aðallega í þurrum fjallshliðum og með- fram vegum. Lengi vel var haldið að hún hefði ein- hvern dularkraft og á miðöldum þegar galdrakonur voru pindar til þess að ,játa” var þeim gefinn drykkur af þessari jurt til þess að losa þær undan áhrifutrídjpfulsins. Riunpo^ rr Hermönnum sem báru á sér jurt þessa átti ekki að vera skeinuhætt. Fram á síðustu öld var haldið að ef sveigur af þessari jurt væri hengdur upp i stofunni varnaði hann því að nokkuð illt gæti hent húsið. Um Jónsmessuhátíð sem einnig var kennd við Jóhannes skirara voruölturu kirknanna skreytt með þessum jurt- um. Þetta væri ekki hægt að gera hér vegna þess að jurtin blómgast ekki fyrr en seinni part sumars eða í ágúst-septem- ber. það snemma morguns. Einnig er hægt að vinna olíuna úr blómunum og nota hana beint. Þá eru notaðir 6—8 dropar i eta eitthvert magn af jurtunum. Tilbúið lyf sem keypt er i apóteki hefur þóekki þennan eiginleika. Blaðbuiúarböm óskast: BERGÞÓRUGÖTU, KÓPA VOG AUSTURBÆ, HJALLA Uppl. ísíma27022. mmiAÐin

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.