Dagblaðið - 06.05.1978, Side 24

Dagblaðið - 06.05.1978, Side 24
Verður nýtt TívoV stofnad í Reykjavík? 1 borgarstjórn hefur komið fram tillaga um að kannað verði hvort haegt sé að koma á fót skemmtigarði i Reykjavík. Það var Björgvin Guðmundsson sem bar þessa tillögu fram á fundi borgarstjórnar hinn 27. april sl. Hann leggur til að borgar- stjórn samþykki að fela borgarráði að kanna möguleikana á því að hrinda V ...................... ............ slíkri hugmynd í framkvæmd. „Hvað sem liður bifreiðaeign, húsa- kosti, sólarlandaferðum og öðrum mis- munandi sjálfsögðum og eftirsóttum hlutum tel ég nú fyllilega tímabært að huga í fullri alvöru að slikum skemmtigarði i höfuðborginni,” sagði Björgvin Guðmundsson i viðtali við DB. Hann taldi eðlilegt að Reykja- víkurborg ætti frumkvæði að þeirri könnun. Síðar mætti ræða það, hvort borgin yrði framkvæmdaaðili og/eða eignaraðili að meira eða minna leyti. í þessu sambandi má geta þess að í einhverjum frægasta skemmtigarði heims, Tívoli í Kaupmannahöfn, er rekstur skemmtitækja og veitinga- aðstaða leigð einkaaðilum. Ennþá muna margir vel eftir Tívolí- garðinum sem um nokkurra ára skeið var rekinn hér i Reykjavik. Hann var vinsæl tilbreyting í borgarlífinu fyrir unga og aldna þótt rekstur hans yrði ekki langærri en raun bar vitni. Nú verður það rætt hvort rétt þyki að kanna möguleika á því að koma á fót nýju Tívoli i Reykjavík. BS „Fómariömb” lægöarinnar Fátt er eins andstyggilegt og að arka móðurinni gott að aka kerrunni í hlað, heim I vindi, regni, og kulda eins en barnið hefur lítið orðið vart við þetta og var i gærdag. En heima bíður hlýjan fjárans óveður sem við vorum orðin og þá verður nýja platan sett á fóninn og næsta óvön. steikin á pönnuna. Og liklega þykir — DB-myndir R.Th.Sig. Rannsókn handtökumálsins erhaldið áfram — Haukur einn í gæzluvarðhaldi Rannsókn „handtökumálsins” heldur áfram hjá rannsóknarlögreglu rikisins. Haukur Guðmundsson fyrrum lög- reglumaður er enn í gæzluvarðhaldi. Ekki eru aðrir i gæzluvarðhaldi vegna þessa máls. Ekki er DB kunnugt um að neitt nýtt hafi komið fram í málinu til viðbót- ar þvi sem áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Það er sannað með játningum að Haukur Guðmundsson fékk tvær stúlkur í lið með sér við að leggja gildru fyrir Guðbjart Pálsson og Karl Guð- mundsson til þess að hann gæti látið handtaka Guðbjart og saka hann fyrir smygl. Þetta var liður í rannsókn, sem hann, ásamt Kristjáni Péturssyni, deildarstjóra i tollgæzlunni á Keflavikurflugvelli, var að gera á meintum fjármálaumsvifum Guðbjarts. Nokkru fyrr en handtakan var hinn 6. des. 1976 hafði Haukur leitað liðsinnis stúlku við að leggja einhverja gildu fyrir Guðbjart. Sú stúlka hætti við öll áform í þá átt. Hefur hún við rannsókn skýrt frá þessu. Haukur Guðmundsson viðurkenndi þetta ekki fyrr en við samprófun á fram- burði þeirra beggja. Þá viðurkenndi hann þessa fyrirætlan sem koma átti til framkvæmda nokkru fyrr en hand- takan fór fram með aðstoð huldu- meyjanna tveggja. -ÓV/BS. ————^ Greenpeace-samtökin hugsa sér til hreifings: Rainbow Warrior kemur hingað í júníbyrjun — fulltrúi samtakanna, AlanThornton, heldurfund hérá landiá mánudag „Skip okkar, Rainbow Warrior mun ekki verða sent á hvalveiðimiðin við ísland fyrr en í júní en við munum reyna að kynna sjónarmið okkar Is- lendingum og islenzkum stjórnvöldum fyrír þann tíma,” sagði Brandes upp- lýsingafulltrúi Greenpeace-samtak- anna í London, í viðtali við Dagblaðið í gær en samtökin efna til blaða- mannafundar á mánudaginn kemur um fyrirhugaðar aðgerðir samtakanna V til þess að koma í veg fyrir hvalveiðar hér við land. „Tala skiðishvala við ísland er alls ekki vituð og því finnst okkur það töluvert hættuspil að ákveða svo og svo stóra kvóta sem leyfilegt á að vera að veiða,” sagði Brandes ennfremur. „Við munum því beita öllum ráðum til þess að hindra veiðar íslenzku hval- veiðibátanna, nema að islenzk stjórn- völd gripi i taumana og banni hval- veiðar við landið”. Greenpeace-samtökin eru samtök áhugafólks um verndun hvalastofna i heimshöfunum og hafa þeir fengið fé til starfsemi sinnar með frjálsum fram- lögum einstaklinga um heim allan. „Við erum með þrjá báta i gangi núna, tvo notum við til þess að hindra veiðar Sovétmanna og eru þeir bátar á Hawaii og i Kanada,” sagði Brandes ennfremur. „Þriðja bátinn Rainbow Warrior höfum við svo i Evrópu og munum beita honum til þess að hindra veiðar íslendinga ef stjórnvöld vilja ekki skipta sér af málinu.” Áhöfn Rainbow Warrior er 22 menn, allir sjálfboðaliðar af níu þjóðernum. Hefur bátunum verið beitt þannig, i viðskiptum við hval- veiðimenn til þessa, að þeim er siglt milli hvalveiðiskipanna og hvalanna og auk þess eru bátarnir búnir út- búnaði, sem fælir hvalina frá. HP. frjálst, nháð daghlað LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978. „Má ekki bjóða löggunniþýfi?” Bjartsýni sumra manna ríður ekki við einteyming. Þannig var með einn sem vék sér að tveim einkennisklæddum lög- regluþjónum á götu úti og bauð þeim til kaups sitt lítið af hverju, samlagningar- vél, nælonsokka og hljómplötur. Eitt- hvað fannst laganna vörðum þeir kannast við svipinn á kauða og báðu hann þvi að koma meðsér á stöðina. Við rannsókn þar reyndist allt það er lög- regluþjónunum hafði verið boðið þýfi og var það ekki i fyrsta sinn sem kauði hafði verið tekinn með slikt. Þvi meiri þótti mönnum. þess vegna bjartsýnin en þjófnum var lítið skemmt þegar hann fékk gistingu í fangaklefa. -DS. Hvað á að gera um helgina? Boðið upp á ókeypis kappreiðar Hestamannafélagið Fákur býður öllum sem vilja að horfa ókeypis á kapp- reiðar sem fram fara á svæði félagsins að Viðivöllum við Elliðaár i dag klukkan 3. Þarna fer fram firmakeppni félagsins og i henni taka þátt um 150 firmu. Verður því hægt að sjá margan gæðinginn spretta úr spori. Áhugafólk um hestasport er allt velkomið án aðgangseyris. ASt. Mjög mikil umfeið íReykjavíkígær. Menngómaðir ívínkaupum fyrirunglinga Umferðin um miðbæ Reykjavíkur var óvenjumikil i gærdag um fimmleytið enda ein helgi nýliðin og önnur fram- undan. Að sögn Páls Eirikssonar aðal- varðstjóra lögreglunnar gekk þó allt að mestu slysalaust fyrir sig enda voru allir hans menn á útopnu eins og hann sagði. Er nú orðin venja að lögreglan hafi menn á vakt við vínbúðirnar á hverjum föstudegi til að gæta að því hverjir kaupa vín fyrir unglinga undir aldurs- takmörkum. Sagði Páll að því miður væri nóg af mönnum, sem gerðu slíkt, stundum af tómri fáfræði, þvi þeir gerðu sér ekki grein fyrir að þetta væri brot á lögum og lægju við því sektir. Fyrir þetta þyrfti að komast með samvinnu I blaða og lögreglu. -DS. Þóráframí2. deild Þór á Akureyri hélt sæti sínu í 2. deild íslandsmótsins i handknattleik, sigraði i síðari leik sinum gegn Breiðabliki 28- 23 á Akureyri á fimmtudag. Þór vann siðari leikinn fyrir sunnan, 19—18. ^ Kaupið S BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.