Dagblaðið - 18.05.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1978.
Spurning
dagsins
3
\
segir að íbúar Fossvogshverfis verði fyrir ónæði af völdum gesta sem heimsækja Bústaði, félagsheimili Bústaöakirkju.
Opið bréf til borgarstjóra og borgarstjórnarmeirihluta:
SÖLUSKÚR VÍKIFYRIR BÍLASTÆÐUM
— Vantar þjónustumiðstöð í austurhluta Fossvogs
„Ég undirritaður gat ekki komið
þvi við að mæta á fundi sem borgar-
stjóri hélt fyrir Fossvogshverfi og þar
með missti ég af umræðunum um
málefni okkar hér t austanverðu Foss-
vogshverfi. Þar ber hæst að losna sem
fyrst við söluhúsið sem stendur á lóð
Marklands 2 og er engum til þjónustu
en stendur á miklu umferðarhorni þar
sem Ósland og Bústaðavegur mætast.
Þar skapast oft hættuástand þegar
margir bílar stöðva þar og oft er þar
mikið af börnum sem sækja að svona
sölustöðum.
Mér skildist á svari borgarstjóra að
eitthvert samkomulag hefði verið gert
við eiganda skúrsins að hann fengi að
reisa hann á lóðinni vegna heilsu-
bres'ts, þar sem hann gat ekki stundað
algenga vinnu, og tel ég ekki eftir þann
greiða, en nú eru forsendurnar fyrir
þvi leyfi brotnar þar sem eigandinn er
látinn.
Það er búið að velta þvi til og frá i
borgarstjórn á síðastliðnu kjörtimabili
hvert skuli flytja skúrinn. Það er bara
ekki fullnægjandi fyrir okkur þar sem
við ætlum að hefja framkvæmdir við
bifreiðastæði við götuna sem fyrst á
þessu ári. Þetta er aðalforsendan fyrir
því að skúrinn sé fluttur tafarlaust af
lóðinni, svo að hægt sé að byrja á
framkvæmdum.
Það er fleira sem kemur til hjá
okkur sem búum hjá þessum söluskúr.
Við verðum fyrir ónæði af völdum
fólks, sem cr að slangra i kringum
skemmtistaðinn Bústaði á kvöldin.
Hermann Ragnar taldi réttilega að
hann gæti ekki ráðið utandyra, hann
hefði nóg með það sem væri innan-
dyra, og tel ég það mjög eðlilegt.
Samastaður þessa fólks verður þá
skúrinn og umhverfi hans, bæði fyrir
og eftir lokun, og er það stundum
ófögur sjón að sjá það og heyra, auk
ónæðis, sem við höfum af hávaða sem
fylgir þessu.
Ég mun óska eftir verzlunarmiðstöð
í austurhluta Fossvogshverfis sem
þjónaði hverfinu á sama hátt og
Grimsbær þjónar vesturhluta
hverfisins. Þetta gæti verið í athugun
á næsta kjörtimabili en svör við þessu
vil ég skýr og þar sem þetta þolir enga
bið. vænti ég svars strax. Ef það er
óframkvæmanlegt, verðum við að
snúa okkur til annarra aðila og fá þá
til liðveizlu I vanda okkar og verður
það ekki sársaukalaust fyrir alla, en
hver er sér næstur i þessu máli sem
fleiru.
Virðingarfyllst,
með kveðju og góðri fyrirgreiðslu
Magnús Einarsson,
Marklandi 2,
Reykjavík.
Dýravinir— dýravinir— dýravinir— dýravinir— dýravinir— dýravinin
Enginn menning-
arauki
að geltandi hundum
Á keyrslu minni um Njarðvík um
nokkuð langan tima hefi ég farið
margar ferðir um bæði plássin, hitt
menn að máli, séð og heyrt í kringum
mig. Er ég því nokkuð vel kunnugur
þessum málum sem öðrum þar i bæ.
Mér finnst það enginn menningar-
auki, i vaxandi og kannski finum bæj-
ar- og sveitarfélögum, að þegar maður
keyrir um helztu umferðargöturnar
koma tveir til þrir hundar í einu, snar-
ólmir og geltandi utan í bílinn, en svo
vill þaðoft vera í Njarðvík.
Að sögn blaðanna er þetta svipað
viða annars staðar. En sagan er þó
BORN EIGA EKKIAÐ HAFA HUNDA OG
KETTIFYRIR LEIKFÖNG
Vegfarandi í Njarðvík skrifar:
Hundavinir — kattavinir o.s.frv.
Falleg eru orðin og oft heyrast þau og
sjást í fjölmiðlunum. Og mikið eru þeir
orðnir margir þessir elskulegu vinir
dýranna, ekki vantar það. Svo er það
annað mál, hvort dýrin hafa sjálf not-
ið þeirrar miklu vináttu sem svokallað-
ir eigendur þeirra og elsku vinir eru
svo hrifnir af, með sjálfum sér.
Það virðist vera mjög í tízku að hafa
hunda og ketti og þykir vist afar fínt.
Bömin heimta að hafa hund og kött til
að leika sér að. Og foreldrarnir segja
að bömin þurfi að fá hund og kött og
ekki stendur á að uppfylla óskirnar.
Mikið er að gera fyrstu dagana. En
dýrðin vill oft dofna fljótt og önnur
leikföng þykja heppilegri, sem meira er
gaman að. En þó er gott að eiga þessi
dýr, að nafninu til, og losa sig eins
fljótt við þau og mögulegt er. Skiptir
þá litlu máli hvert þau flækjast, svöng
og köld. Kettirnir eru skriðandi inn í
hvern útikofa sem þeir komast í, hund-
arnir geltandi og gjammandi utan i
fólki og farartækjum, hræða börn og
eldra fólk sem ekkert veit hvaðan þessi
dýr koma eða hvenær þau bita.
ekki öll. Það eru til fleiri tegundir af
dýravináttu inni en hér hafa verið
nefndar. Við hús eitt er stendur hjá
annarri mestu umferðargötunni í
Innri-Njarðvik, þar sem ég keyri oft
fram hjá, eru tveir hundar við hús-
hornið. bundnir hvor i sitt band, ca
8—10 metra langt. Þegar bílar og fólk
fer framhjá hlaupa þeir geltandi með
miklum látum i áttina að þeim sem um
götuna fer og hamast fastir I böndun-
um.
Ég hefi sérstaxlega nú á þessum ný-
liðna vetri, þegar ég hefi farið þar
framhjá, fylgzt með þessum vesalings
dýrum sem þar hafa verið bundin úti i
öllum veðrum frá morgni og langt
fram á kvöld. Þar hafa hundakvalirnar
staðið bundnar i snjónum, á klakan-
um, í aurbleytunni. Mér hefur oft á
tíðum legið nærri að stanza bilinn
minn, fara út, skera á böndin og taka
þessa húshornahunda með mér og láta
þá hverfa fyrir fullt og allt, frá þeirri
dýravináttu sem þeir hafa langtimum
búið við.
Þarna á litlum bletti við húsið leggja
hundarnir frá sér saur og þvag, mánuð
eftir mánuð. Mér hefur verið tjáð, að
nokkur börn eigi heima í þessu húsi.
Hefi ég oft á minum ferðum séð börn
á svæði hundanna. Það rpá nærri geta
hvers konar þrifnaður það er. Og ef
svo væri að hundarnir hafi ekki verið
hreinsaðir, sem jafnvel má reikna
með, þarf ekki að lýsa nánar hvaða
hollustu og hreinlæti er þar um að
ræða.
Fólk verður fyrir
ágangi hundanna
Fólk sem erindi hefur átt að þessu
húsi hefur sagt frá því að það hafi orð-
ið fyrir ágangi hundanna, án þess þó
að þeir hafi skaðað það. Og þeir sem
ekki kæra sig um hundavaðal á sig
hafa orðið frá að hverfa.
Það sem hér hefur verið sagt er sýn-
ishorn af þeirri svokölluðu dýravin-
áttu sem vaðið hefur uppi nú á síðustu
og verstu timum. En sem betur fer
eiga þar ekki allir hluta að máli. Þeir
eru margir sem fara vel með sin hús-
dýr og láta ekki aðra verða fyrir
ágangi né óþrifum frá þeim.
Sagt er að lög og reglur séu til um ,
hundahald í Njarðvíkurbæ og maður
sé ráðinn þar til að sjá um að þær regl-
ur séu haldnar. Hvarer hann? Hvarer ’
dýraverndunarfélag Njarðvikurbæjar?
Hvar eru heilbrigðiseftirlit og heil-
brigðisnefnd Njarðvikur? Væri ekki
gott aðgera eitthvað til úrbótar?"
Hundurinn er bezti vinur manns-
ins og getur ekki án mannsins ver-
ið. En eins og brcfritari bendir
réttilega á er það eitt að eiga hund
ekki nög til þess aö vera „dýravin-
ur”.
DB—mynd Björgvin.
Hvaða prúði leikari
finnst þér skemmti-
legastur?
(Spurt á Barnaheimilinu við Tjarnar-
eötu).
Sigga Ásta Árnadóttir, 3 ára: Loðni
karlinn, hann er langskemmtilegastur.
Sástu þegar hann kom og blés í einn. það
var langskemmtilegast.
Henning, 3 ára: Piggy er lang-
skemmtilegust, hún er svo vitlaus. Svo
cr hún lika svakalega fcit.
Ragnheiður B. Árnadóttir, 4 ára:
Froskurinn finnst mér skemmtilegastur.
Hann er líka svakalega sætur og svo
talar hann alltaf langmest.
Hilmar Guðmundsson, S ára:
Skemmtilegastur er tröllið. Hann étur
alltaf alla hina prúðu leikarana.
Kristin M. Ágústsdóttir, S ára:
Froskurinn, hann er svo svakalega
skemmtilegur, hann er lika svolitið
sætur. Hann hefur aldrei frið fyrir hin-
um. þeir eru alltaf að hrekkja hann.
Helga Vala Helgadóttir, 6 ára: Kermit.
hann er svo skemmtilegur og skritinn.
Svo gerir hann alltaf svona 0g svona og
svo fer hann stundum i fýlu.
V