Dagblaðið - 18.05.1978, Page 4

Dagblaðið - 18.05.1978, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAt 1978. SKOTHRIb Á BÍLALEIGU- BÍLA A HÁLENDINU Kvikmyndatökumenn BBC undirbúa nú af kappi gerð myndarinnar „Út í óvissuna”, sem kvikmynduð verður á tslandi i sumar. Myndin er gerð eftir sögu rithöfundarins Desmond Bagley. Undirbúningurinn felst m.a. í því að BBC hefur leigt 10—15 bíla hjá Bila- leigu Akureyrar og fengið bifvélavirkja þaðan að auki til að gera við fyrir- hugaðar byssukúluskemmdir á bílunum. en talsverð skothrið er i sögunni. BBC hefur sérstaklega óskað eftir þvi við bilaleiguna, að nokkrar framrúður fylgi nýjum Opel, sem notaður verður. Þá hefur BBC einnig óskað eftir sér- staklega lengdum Land-Rover með talstöð og kæliskáp, en í sögunni segir frá því er söguhetjan fær sér kaldan bjór úr skápnum á Sprengisandi miðjum, að þvi er Akureyrarblaðið Dagur hefur eftir forstjóra Bilaleigu Akureyrar. NÝKOMIÐ: Ódýrir sumarkjólar. Verð aðeins kr. 7.900.00 ELIZUBÚÐIN Skipholti 5. GARÐABÆR Kennarar Vegna fjölgunar nemenda og breytinga eru lausar til umsóknar við Flataskóla Garðabæ stöður almennra kennara, handmennta- (pilta), tónmennta-, líffræði-, teikni-, dönsku- og hjálparkennara. Upplýsingar og umsóknareyðublöð í skól- anum, hjá skólastjóra og yfirkennara í síma: 42756. Skólastjóri Dagblaðið vantar umboðsmann í Hveragerði frá 1. júní. Upplýsingar hjá Sigríði Kristjáns- dóttur í síma 99-4491 og afgreiðslunni í síma 91-22078. WMBIXDIB „Út í óvissuna” verður framhalds- fyrir að gerð þáttanna Ijúki í vetrar- fengnir í myndina og leikur stærsta hlut- myndaflokkur hjá BBC og er gert ráð byrjun. Nokkrir islenzkir leikarar verða verkið Ragnheiður Steindórsdóttir.-ÓV. Félagísl. stórkaupmanna 50 ára: „Haf tastef nan engum f hag” — segja stórkaupmenn Félag islenzkra stórkaupmanna er hálfrar aldar gamalt um þessar mundir. Það var stofnað 21. maí 1928. í tilefni af því var boðað til blaða- mannafundar sl. miðvikudag þar sem núverandi formaður FÍS, Jón Magnússon, kynnti starfsemi félagsins og rakti stuttlega sögu þess. Jón Magnússon sagði að félagið minntist afmælisins með ýmsum hætti. Það gefur m.a. út veglegt af- mælisrit og efnir til hátiðarfundar á Hótel Loftleiðum á afmælisdaginn. Þar mun Gunnar Tómasson hag- fræöingur flytja erindi um islenzk efnahagsmál og svara fyrirspurnum frá fundarmönnum. Um kvöldið verður afmælishóf á Hótel Sögu. í Félagi islenzkra stórkaupmanna eru um 200 fyrirtæki, flest þeirra i Reykjavik, Hafnarfirði og Kópavogi. Einnig eru nokkrir meðlimir á Akur- eyri, ísafirði og Vestmannaeyjum. Á vegum félagsins er rekin skrifstofa sem veitir félagsmönnum ýmsa þjónustu. FÍS gætir hagsmuna félaga i gjald- þrotamálum og veitir upplýsingar um lánstraust fyrirtækja. Innan félagsins starfar sérstakur lánasjóður, Fjár- festingarsjóður stórkaupmanna, og er um helmingur félaga meðlimur í sjóðnum og hefur lánastarfsemi hans farið mjög vaxandi á undanfömum árum. Stórkaupmenn lögðu áherzlu á nauðsyn þess að verzlun væri frjáls á íslandi og töldu haftastefnu i verzlunarmálum engum i hag. Þeir sögðu að krafan um frjálsa verzlun væri ekkert einkamál kaupmanna og heildsala heldur hagsmunamái allra islenzkra neytenda. G M „»*****" Dr. Freilikh prófessor ásamt túlki sínum, Ingibjörgu llaraldsdóttur, við veggspjald tilhevrandi kvikmynd Eisenstcins, Októ- ber. DB—mynd: Bjarnleifur. MÍR SÝNIR TEIKNINGAR OG KVIKMYNDIR EISENSTEINS — þar á meðal tvær myndir sem ekki hafa verið sýndar héráður Félagið Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna gengst á næstunni fyrir sýningum og fyrirlestrarhaldi um sovézka kvikmyndagerðarmanninn Sergei Eisenstein. Af þvi tilefni er kom- inn hingað til lands dr. Semjon Israilev- itsj Freilikh þrautmenntaður fræðimað- ur á sviði kvikmyndagerðar og -sögu. Hann heldur fyrirlestur í kvöld i húsa- kynnum MÍR að Laugavegi 178 og ræð- ir um sovézka kvikmyndagerð frá upp- hafi til vorra daga. 1 janúar síðastliðnum voru liðin átta- tíu ár frá fæðingu Sergei Eisenstein. MÍR efndi þá til sýninga á nokkrum kvikmyndum hans og hafði jafnframt á prjónunum að sýna teikningar Eisen- steins og ýmiss konar efni um ævi hans og störf. Af því gat þó ekki orðið fyrr en nú vegna þess, hve þetta sýningarefni er vinsælt og af þeim sökum erfitt að fá það til landsins. Á laugardaginn kemur verður sýnd i Laugarásbíói kvikmyndin Verkfall. Hún er fyrsta myndin, sem Eisenstein lauk við, frumsýnd i janúar 1925. Ekki er vit- að til þess að Verkfall hafi áður verið sýnt hér á landi, né heldur myndin Gam- alt og nýtt frá árinu 1929. Sú kvikmynd verður sýnd að Laugavegi 178 auk fleiri kvikmynda eftir Eisenstein. Þar verður sýningunni á teikningum meistarans jafnframt komið fyrir. Flestar teikningarnar, sem sýndar verða, eru eftirmyndir af frumdrögum Eisensteins. Dr. Freilikh hafði þó með sér nokkrar frumteikningar, sem verða sýndar á laugardag, sunnudag og mánu- dag. Eisenstein var afkastamikill teikn- ari og liggja eftir hann um þrjú þúsund' myndir frá ýmsum timum. Dr. Semjon Ísrailevitsj Freilikh próf- essor er hámenntaður á sviði kvik- myndalistarinnar. Út hafa komið eftir hann margar bækur um kvikmyndir og hann hefur skrifað nokkur kvikmynda- handrit. Hann er doktor í listfræði og hefur lokið prófum í sagnfræði, heim- speki og bókmenntum. —ÁT— Kef lavíkurganga 10. júní nk.: „Þjóðin hefur aldrei verið spuið sérstaklega..." „Það er sérstaklega mikilvægt nú þeg- ar kosningar eru í vændum, enda hefur þjóðin aldrei verið spurð um þetta mál sérstaklega,” segir i tilkynningu frá Sam- tökum hernámsandstæðinga, þar sem landsmenn eru hvattir til þess aö taka þátt i Keflavikurgöngu sem samtökin efna til laugardaginn 10. júní nk. Gengið verður frá hliðum her- stöðvarinnar á Keflavikurflugvelli og sem leið liggur um Hafnarfjörð og Kópavog til Reykjavikur. Áð verður nokkrum sinnum á leiðinni og efnt til útifunda. Göngunni lýkur á hefðbundinn hátt með útifundi á Lækjartorgi. -HP.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.