Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18.MAÍ 1978.
umsjón með tilraunum þessum telja
ekki ólíklegt að munurinn á árangri
nemenda eigi eftir að verða enn meiri
þegar lengra er komið á námsbraut-
inni.
Vasatölvurnar hafa sérstaklega
komið þeim nemendum að gagni sem
vinna hægar eða eru seinni að hugsa
en aðrir félagar þeirra. Hingað til hafa
þeir oft á tiðum gefizt upp vegna þess
að þeir hafa ekki getað fylgzt með en
nú hafa þeir skyndilega uppgötvað að
þeir geta leyst dæmin á nærri jafn-
skjótum tíma og hinir betur gefnu.
Reynslan virðist sýna að þá gefist
þeim betri tími til að læra reikningsað-
ferðirnar sjálfar sem alltaf verður að
læra þrátt fyrir vasatölvurnar í hvers
mannseigu.
Sumir sérfræðinganna taka svo
djúpt i árinni að jafna vasatölvunum
við tannréttingaspennur eða gleraugu
og þeir benda á að engum mundi detta
i hug að taka gleraugu af neinum sem
þeirra þarfnast.
Sérstaklega er bent á að vasatölv-
urnar séu ekki tæki sem leysi allan
vanda við reikningskennslu en geti ef
vel tekst til verið ómetanlegt hjálpar-
tæki. Kennarinn verði að taka
ákvörðun um hvort hann ætlar að not-
færa sér kosti hennar. Ef hann er hik-
andi í afstöðu sinni til hennar þá sé
eins gott að sleppa notkun hennar
alveg.
r
UM BÆJARMAL
HAFNARFJARÐAR
Dagblaðið kynnir 12. maí sl. fram-
boðin í Hafnarfirði við bæjarstjórnar-
kosningarnar 28. mai nk. 1 inngangs-
orðum frá blaðinu er rangt og villandi
sagtfráforsögu bæjarmálanna, þegar
i blaðið er skrifað eftirfarandi: „Sjálf-
stæðismenn hafa ráðið bæjarmálum I
Hafnarfirði I að minnsta kosti tvo ára-
tugi með fimm bæjarfulltrúa og lengi
fjóra. Stjórna þeir nú I samráði við
óháða borgara...” ,
Hér hlýtur viðkomandi blaðamaSur
að hafa fengið rangar upplýsingar, því
að ekki hvarflar að mér að halda því
fram, að hér sé hið „frjálsa og óháða”
dagblað vísvitandi að mikla ranglega
hkit þeirra sjálfstæðismanna og um
leið lítillækka aðra, sem tekið hafa
þátt í meirihlutasamstarfi um stjórn á
málefnum Hafnarfjarðarbæjar um-
rætt tímabil.
Að þessu gefna tilefni kemst ég því
ekki hjá sem formaður Félags óháðra
borgara að biðja Dagblaðið að birta
eftirfarandi staðreyndir varðandi þetta
. mál:
Það var árið 1962, sem sjálfstæðis-
menn í fyrsta sinni fengu aðild að
meirihlutasamstarfi í Hafnarfirði,
fyrst á þvi kjörtímabili með Fram-
sóknarflokknum, en siðan Alþýðu-
flokknum.
Árið 1966 verða síðan þau þáttaskil
í bæjarmálum Hafnarfjarðar, að
stofnuð eru sérstök bæjarmálasamtök,
Félag óháðra borgara, sem þá við
bæjarstjórnarkosningar hlutu þrjá
bæjarfulltrúa eða jafnmarga og Sjálf-
stæðisflokkurinn. Tókst siðan sam-
starf á jafnræðisgrundvelli 1966—
1970 milli óháðra borgara og sjálf-
stæðismanna, og hófst á þessum árum
sú blómlega endurreisn á sviði fjár-
mála og framkvæmda, sem síðan hefir
verið i Hafnarfirði.
Á kjörtímabilinu 1970—1974 er
Sjálfstæðisflokkurinn utan við meiri-
hlutasamstarf, sem þá var myndað af
Félagi óháðra borgara, Alþýðuflokkn-
um og Framsóknarflokknum.
Á yfirstandandi kjörtimabili hefir
svo aftur verið samstarf milli óháðra
borgara og sjálfstæðismanna, og
gengið vel með gifturíkum árangri
fyrir bæjarfélagið.
Ef hægt er þvi að tala um, að einn
flokkur umfram aðra hafi ráðið eða
mótað störf og stefnu bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar undanfarin tólf ár, geta
óháðir borgarar ekkert siður eða jafn-
vel frekar en sjálfstæðismenn eignað
sér forustuna, að minnsta kosti þegar á
það er litið að aðild óháðra borgara
hefir verið óslitin að meirihlutasam-
starfi þessi þrjú kjörtímabil, en ekki
hja þeim sjálfstæðismönnum.
En að sjálfsögðu er það hvorki
sanngjarnt né rétt að eigna einum allt.
Kjallarinn
Árni Gunnlaugsson
sem vel hefir tekist með þá farsælu og
jákvæðu þróun mála, sem orðið hefir í
Hafnarfirði á þessu tólf ára tímabili.
Þar hefir komið til góð samvinna við-
komandi samstarfsaðilja, sem leitast
hafa við að virða hvor annars sjónar
mið.
Það er þvi leitt. þegar ónákvæmni i
blaðamennsku eins og sú, sem hér
hefir orðið að gera athugasemdir við
kynni að villa um fyrir fólki.
Að öðru leyti ætla ég mér ekki að
gera bæjarmál Hafnarfjarðar að frek-
ara umtalsefni á jjessum vettvangi. Þó
hvet ég fólk til að kynna sér árangur-
inn af þeirri merku tilraun, sem gerð
var i Hafnarfirði árið 1966 með stofn-
un Félags óháðra borgara, félags-
skapar sem eingöngu helgar sig bæjar-
málefnum.
Vonandi verða í framtiðinni víðar á
landinu stofnuð slík samtök til starfa á
vettvangi sveitarstjórnarmála, með
öllu óháð landsmálafiokkunum, sam-
tök fólks, sem hefur það meginmark-
mið að vinna að velferðarmálum
sveitarfélaganna og þegna þess á sem
ábyrgastan og heiðarlegastan hátt.
Sá skyldleiki virðist mér vera með
stefnu Dagblaðsins og okkar óháðra
borgara i Hafnarfirði, að við viljum
virða og vernda rétt borgarans til að
vera „frjáls og óháður", við berjumst
fyrir „félagslegu réttlæti og gegn
stjórnmálaspillingu”, gagnrýnum það.
sem miður fer í þjóðfélaginu, látum
ekki fiokksfjötrana hefta frjálsa
hugsun, en þjónum sannleikanum i
einuogöllu.
Ég harma þvi, að umrætt slys skyldi
verða i fréttamennsku Dagblaðsins og
vona að slikt endurtaki sig ekki.
Árni Gunnlaugsson.
einstaklings er að hafa nægan mat til
þess að framfieyta lífinu. En til þess að
íslendingar geti orðið forystuþjóð á
þessu sviði verða þeir að hafa einurð
til þess að reka þennan einfalda og
sanngjarna siðaboðskap og hafa betri
skipulagningu á nýtingu allra hinna
margvíslegu fiskistofna, sem fáanlegir
eru hér við land. í stuttu máli verðum
við að forðast að hafa okkur eins og
naut í moldarfiagi í þessum efnum, en
svo virðist ennþá vera reyndin, ef
dæma má af forsiðufrétt í Dag-
blaðinu 6. mai sl„ en þar segir m.a.:
„að spærlingsbátar hefðu fengið
trollin full og hálffull af sild. Þessum
afla hefði verið fleygt aftur i sjóinn, en
þá var mestur hluti sildarinnar
dauðvona og engum til gagns. aðeins
til tjóns fyrir sildarstofninn." Ég hefði
þvi ekki þurfl að fara 30 ár aftur i
timann til þess að finna dæmi um það,
hvernig við eigum ekki að haga okkur
i þessum efnum, og greinilega eru
ennþá einhverjir við sama heygarðs-
hornið. Þessu verður að linna.
Meira um
sjávarútveg
Einn er sá þáttur i sjávarútvegi
íslendinga, ef upplýsingar stjórnvalda
eru réttar, sem löngum hefur þótt vera
til fyrirmyndar, og lengi vel var hann
sá eini, sem ekki þurfti á hinu
ofþróaða styrkjakerfi landsmanna að
halda. Ég á að sjálfsögðu við hval-
veiðarnar, sem eftir öllum sólar-
merkjum að dæma eru sú grein sjávar-
útvegs, sem hefur verið stunduð af
hvað mestri skynsemi, svo sem
flestum er kunnugt. En er hægt að
stunda hvalveiðar með ennþá betri
árangri en gert hefur verið og nýta
hvalafurðir betur? Svarið við þessum
spurningum er örugglega jákvætt og
skal það nú rökstutt.
Árið 1956 veiddu Ameríkanar
fyrstir lifandi hval, sem settur var i
dýragarð. Siðan hefur sú flókna tækni,
sem nauðsynleg er, þróazt smám
saman og vitsmunir háhyrninga og
kynni manna af þeim hafa leitt til þess,
að þessi dýr eru eftirsótt i dýragarða
um allan heim. Slík veiði hér við land
hefur verið stunduð í litlum mæli með
aðstoð útlendinga, en talið er, að veiði-
tækni, sem íslendingar ráða yfir, sé ein
sú þróaðasta, sem völ er á. Má því
vissulega nýta þessa þekkingu og
tækni í vissum, takmörkuðum mæli og
hafa af henni nokkrar árvissar tekjur.
Þessar veiðar koma aldrei til með að
hafa mikil bein áhrif á hag rikissjóðs,
en hér er um að ræða merkilega hug-
mynd, sem hrint hefur verið í fram-
kvæmd, og slikar veiðar vekja verð-
skuldaða forvitni margra, sem lika
getur verið æskilegt, þar eð fieira er
verðmæti en peningar. Hitt atriðið er
að nýta miklu betur en nú er gert ýmis
úrgangsefni hvala og annarra sjávar-
dýra, en þau innihalda ýmis gagnleg
og verðmæt efni, sem nú er fleygt eins
og svo mörgu öðru i sjávarútvegi og
landbúnaði, sem kallað er einu nafni
„úrgangur". Þennan „úrgang” má
nýta og gera að verðmætri vöru á
ýmsan hátt, svo sem til lifefna- og
lyfjaframleiðslu. Sem dæmi um þaðer,
að Danir hafa nýlega gert samning við
Bandarikjamenn um að selja þeim
insúlin fyrirsamtals 1 milljarð danskra
króna á næstu 10 árum, en insúlin
vinna Danir úr „úrgangi" (brisi)
sláturdýra. Skylt er að geta þess, að
Danir eru engir aukvisar i insúlinfram-
leiðslu, enda hafa þeir lagt kapp á
hana siðan um 1920. En þetta er gott
dæmi um það á hvern hátt gera má
„verðlausan úrgang” að verðmætri og
gagnlegri vöru. ef þekking og vit er til
staðar. En þvi miður höfum við
íslendingar ekki átt okkar H. C.
örsted (1777-1851), en þessi mikli vit-
og visindamaður kenndi Dönum, að
það væri hluti af fullkomleika visinda
að vera þjóðfélaginu gagnleg.
Fiskirækt
Frá alda öðli höfum við gert ráð
fyrir árvissum göngum nytjafisks á
miðin við landið og höfum við því ekki
þurft aðsjá um ræktun hans. En veiði-
tækni okkar hefur orðið svo háþróuð á
síðustu áratugum og notkun hennar
svo hömlulaus, að mikil hætta er á, að
til vandræða horfi. ef ekki verður að
gert. Haldi svo áfram, sem horfir. er
hætt við, að íslendingar verði að hefja
fiskirækt i stórum stil. Slík ræktun
nytjafiska er framandi atvinnugrein
hér á landi, enda þótt rannsóknir á
ræktun vissra tegunda hafi verið
nokkrar. Ekki virðist vera seinna
vænna að færa út kviarnar og efla
þessar rannsóknir verulega og hefja
síðan fiskirækt, ef niðurstöður rann-
sókna verða hagstæðar. Fóður til
slikrar ræktunar þarf að vera mjög
gott, sérstaklega i upphafi. og trúlegt
er, að hægt sé að framleiða slikt fiska-
fóður úr „úrgangi", sem nú er ekki
Kjallarinn
ViUijálmur G. SHúlason
nýttur. Þá er vitað, að minnsta kosti i
sumum tilvikum er vaxtarhraði meiri
og nýting fóðurs betri eftir þvi sem
hitastig er hærra að vissu marki. Til
þess að rækta fiskinn við sem hag-
stæðast hitastig væri hægt að nota
jarövarmann. Verði fiskirækt i stórum
stíl hagkvæm, er trúlega hægt að
minnka þær sveiflur i afiabrögðum,
sem svo mörgum hafa reynzt óhag-
stæðar, og afia betra og jafnara hrá-
efnis fyrir fiskvinnslustöðvarnar.
Járnbræðsla, sem
nýtir úrgangsefni
Nokkur ár eru siðan byrjað var að
ræða um járnbræðslu hér á landi. sem
nýtti það úrgangsjárn, er til fellur, og
framleiddi úr þvi steypustyrktarjárn.
Þær athuganir, sem gerðar hafa verið
á rekstrarhagkvæmni og arðsemi slíks
fyrirtækis. hafa allar verið á einn veg,
eftir þvi sem ég bezt veit. Verður þvi
ekki séð annað en að hér sé hægt að
slá tvær flugur i einu höggi með því að
nota þá mengun, sem úrgangsjárn er.
og breyta þvi i nýtanlegt byggingar-
efni i stað þess að fiytja það inn er
lendis frá. Ég get ekki betur séð en slík
fyrirtæki bjóði upp á þá hringrás, sem
er hin raunverulega lausn á öllum
mengunarvandamálum, en játað skal,
að ekki er auðvelt að beita henni alls
staðar. En hér er tækifæri til þess að
leysa mengunarvandamál, sem trúlega
á eftir að valda okkur vaxandi erfið-
leikum. á mjög hagkvæman hátt. Til
þess að útskýra þessa hringrás nánar
skal tekið annað dæmi. Þegar lífrænt
efni brennur notast súrefni, sem
gengur í samband við það og myndar
koltvisýring. Koltvisýringur getur því
orðið mengun þar, sem mikill bruni fer
fram. Þessa mengun er hægt að nýta
með því að rækta jurtir, sem hafa
blaðgrænu, en þær nota koltvisýring
og mynda lífrænt efni (t.d. tré) og
súrefni, sem er öllum æðri lifverum
lifsnauðsynlegt. Stórkostlegri hringrás
er ekki hægt að hugsa sér. Slík járn
bræðsla, sem áður er nefnd, mundi
nota töluvert af raforku og gæti
hugsanlega greitt hana hagstæðara
verði en sá erlendi stóriðnaður, er hér
hefur náð að festa rætur.
í sambandi við orkuframleiðslu
ættu íslendingar aldrei aftur að láta
blekkja sig til þess að reisa stórvirkj-
anir að mestu leyti fyrir útlendinga á
þeirri fölsku forsendu, að kjarnorka
muni gera vatnsvirkjanir úreltar og
ekki eins hagkvæmar i rekstri. Þessi
staðhæfing er ekki einu sinni rétt fyrir
svokölluð kjarnorkuveldi, hvað þá
íslendinga, sem um alla framtið geta
virkjað þær orkulindir, sem hér
finnast bæði i fallvötnum og í formi
jarðvarma, til hagsbóta fyrir núver
andi ibúa landsins og fyrir komandi
Rynslóðir.
Lyfjaiðnaður
Þó að hagvöxtur og fjárhagsleg vel-
megun sé mikils virði. geta þó allir
verið sammála um. að andlcg og
likamleg heilbrigði sé forsenda fyrir
þvi, sem öllum hagvexti er mikil-
vægara, sem sé lifshamingju. Að minu
viti eru allar fyrirbvggjandi aðgerðir í
viðasta skilningi og heilsuvernd sá
þáttur. sem leggja ber höfuðáherzlu á.
En vitað er. að einkum á siðustu ára
tugum hefur þáttur lyfja í allri heil
brigðisþjónustu vaxið verulega og á
örugglega eftir að aukast. enda er
hægt að ná glæsilegum árangri með
réttri notkun lyfja. En þvi miður er
einnig hægt að valda miklu heilsutjóni
með þeim, ef þau eru misnotuð. en
hvorki er staður né stund til þess að
fara nánar út i þá sálma.
Þau lyf, sem notuð eru hér á landi,
eru að langmestu leyti innfiutt sem
svokölluð sérlyf, en innfiutningsverð-
mæti lyfja- og lækningavara á árinu
1977 var um 1300 milljónir króna. Nú
er að visu litið eitt af lyfjum framleitt
innanlands, en þátt innlendrar lyfja-
framleiðslu þarf að stórauka og er
óhjákvæmilegt að hefjast nú þegar
handa. Að visu þarf að nota erlend
hráefni til framleiðslunnar, en þau eru
öll fáanleg á frjálsum markaði og verð-
mætaaukning við að breyta hráefninu
i nothæf lyfjaform er mikil. Þekking til
þessarar framleiðslu er fyrir hendi
innanlands og með þvi að auka
hlut innlendrar lyfjaframleiðslu má
spara mikinn erlendan gjaldeyri, veita
lyfjafræðingum og aðstoðarfólki
þeirra aukið atvinnuöryggi og lækka
lyfjaverð að mun. Mjög margt, sem
of langt mál yrði að tiunda hér, bendir
til. að lyfjaiðnaður myndi henta
islenzkum aðstæðum einstaklega vel.
Hann sómir sér þvi vel með öðrum
þáttum, sem renna myndu styrkum
stoðum undir þjóðholla stefnu i
atvinnumálum.
Vilhjálmur Skulason
prófessor