Dagblaðið - 18.05.1978, Page 24

Dagblaðið - 18.05.1978, Page 24
< Stof nfundur leigjendasamtakanna í kvöld: Löggjöf sem kemur f veg fyrir spákaup- mennsku lóða og íbúða — er meðal þess sem væntanlegt leigjendafélag vill beita sér fyrir Stofnfundur samtaka leigjenda verður í Alþýðuhúskjallaranum við Hverfisgötu í Rvík í kvöld kl. 20.00. Á fundinum verður skýrt frá störfum undirbúningsnefndar stofn- fundar leigjendasamtakanna, gerð grein fyrir hugmyndum nefndarinnar um fjármál samtakanna, gerð grein fyrir starfi starfshópa sem myndaðir voru á undirbúningsstofnfundi og sett lög fyrir félagið. Uppkast að lögum hefur verið samið og verður lagt fyrir stofnfund- inn i kvöld. Þar kemur fram að mark- mið fólagsins er m.a. að vinna að lausn húsnæðisvanda leigjenda. gæta hags- muna þeirra i hvívetna, vinna að skipulagðri uppbyggingu leigu- húsnæðis og vinna að bættum aðbúnaði leigjenda og almennum framförum hvað varðar umhverfis- mál þéttbýlis. Félagið vill einnig beita sér fyrir setningu löggjafar sem „tryggi rétt leigjenda gagnvart leigu- sölum og komi i veg fyrir spákaup- mennsku lóða og ibúða,” eins og segir í uppkastinu. Félagið hyggst ná takmarki sinu m.a. með ráðgjafa- og upplýsinga- starfi, útgáfu blaða og rita, funda- höldum og þátttöku í opinberri umræðu um húsnæðismál, sérstaklega innan verkalýðsfélaganna og i sam- starfi við þau. Félagið skal hafa sem nánasta samvinnu við verkalýðssam- tökin, segir einnig í lagauppkastinu. ÓV. FERMINGARVEIZLAISVO TIL HVERJU HUSI ...og þarna er fermingarbörnum óskað til hamingju. — DB-myndir Magnús Skúlason. — skrúðhús Eyrar- bakkakirkju allt of b'tiðþegarl9börn voru fermd Prósessían gekk sem leið liggur austur Búðastíg frá samkomuhúsinu að kirkj- unni. Fyrir nokkru siðan voru 19 börn fermd i Eyrarbakkakirkju og muna menn vart að fleiri börn hafi vcrið l’ermd þar i einu. Vegna þess hve skrúðhúsið við kirkjuna er litið urðu börnin að skrýðast kyrtlum sínum i samkomuhús inu. Þaðan gengu þau svo fylktu liði til kirkju ásamt presti og meðhjálpara og var krossmark borið fyrir göngunni. i kirkjunni var nánast hvert sæti skipað og i sumum bekkjum var þröngt setið. Athöfnin stóð i nærri tvær klukku- stundir og var hún öll hin hátíðlegasta og framkoma fermingarbarnanna þeim til mikils sóma. Að guðsþjónustu lokinni hélt hver til sins heima þar sem kaffið og terturnar biðu og má segja að ferm- ingarveizla hafi verið íh.u.b.öðru hverju húsi á Bakkanum þennan sunnudag. Veður var með bezta móti á Eyrar- bakka, sólskin og 10 stiga hiti, þannig að allt varð til þess að gera fermingarbörn- unum daginn eftirminnilegan. Sóknar- prestur á Eyrarbakka er sr. Valgeir Ást- ráðsson. MK Skákmótiðí LasPalmas: Tæknilegur möguleiki á sigri Friðriks í mótinu Friðrik Ólafsson fékk frestað skákinm . við Sanz, sem tefla átti í 14. umferð skákmótsins i Las Palmas. Það var háls- bólga. sem bagaði Friðrik. Hann gerði sér þó vonir um að geta teflt við Sanz i dag, sem annars er fridagur keppenda. Tukmakov sigraði Larsen igær. Hann er þvi efstur með 10 1/2 vinning, þegar ein skák er ótefld hjá honum og Sax. Staðan hjá öðrum er þessi: Stean 9 v„ Sax hefur 8 1/2 v. og biðskák við Pan- chenko. 'Mariotti. Miles og Vesterinen hafa 8 1/2 v. Csom er með 7 v. og bið- skák viðCorral. Friðrik er enn með 9 v. og óteflda skák við Sanz. Siðasta umferðin í mót- inu verður tefld á morgun. Þá teflir Frið- rik við Larsen. - BS Laugardalslaugarnar opna aftura Laugardalslaugarnar verða komnar I sumarbúning, þegar þær opna aftur á laugardaginn eftir viðhald og lagfær- ingu. Um 600 þúsund manns sækja þessar laugar á ári hverju. Nærri má geta að þetta ánægjulega álág veldur eðlilegu sliti á ýmsum hlutum og tækjum. Gott laugardag veður þarf til þess að hægt sé að vinna að viðhaldinu utan húss. Þegar sólin skin eru laugar mest sóttar. Laugarleysið er léttbært, þegar allir vita að verið er að gera laugarnar betri með nauðsynlegu viðhaldi. Það fer vel á þvi að opna þær aftur þann dag sem fara skal til laugaraðfornum sið. -BS Samninganefnd ASV óskar allsherjarverkfalls 1. júní nk.: vSemjum ekki um reykinn frá Geir...” „Við sendum ályktunina út i gær og svör við henni þurfa aðberast fyrir 24. mai," sagði Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða i viðtali við DB i morgun, en samninganefnd ASV samþykkti á fundi sinum í gær að fara fram á það við aðildarfélög sin að þau boði til allsherjarverkfalls 1. júni nk. „Á fundi okkar þar sem 36 af 41 fulltrúa voru mættir rikti mikill einhugur,” sagði Pétur ennfremur. „Þar heyrðist engin hjáróma rödd og ég tel að það spegli alveg viðhorfið og að viðbrögð aðildarfélaganna verði eftir því.” „Atvinnurekendur hér hafa ekki verið til viðtals um samninga og sagt að við gætum beðið eftir heildar- samningum,” sagði Pétur ennfremur. „Það teljum við hins vegar alls ekki, vel sé hægt að semja hér sérstaklega. Við viljum ekki semja um þann reyk sem Geir hefur verið að senda frá sér, enda teljum við það ætlun hans að ekki sé hægt að semja um það. Svo ætlar hann að koma eins og frelsandi engill og breyta þeim vitlausu lögum sem þeir settu og enginn fer eftir." HP. fifálst, áháð dagblmð FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1978. 12175 khzeða 24,6 metrar: Kosningaút- varpættiað heyrastí nágranna- iöndum íslendingar I nágrannalöndum okkar og sjómenn á kaupskipum og fiskiskip- um á fjarlægum miðum ættu að geta notið spennings kosninganóttanna, þ.e. aðfaranótta 29. maí og 26. júni nk. Að sögn Kára Jónassonar, frétta- manns hjá útvarpinu, verður útvarpað kosningaútvarpi á stuttbylgju frá kl. 22 kosningakvöldin bæði og stendur það fram eftir nóttu. Þess skal getið að hádegisfréttir útvarpsins eru ævinlega sendar út á stuttbylgju á sömu bylgju- lengd og nú er notuð, þ.e. 12175 khzeða 24.6 metrum. Vinir og kunningjar hér heima ættu að láta vini sína og ættingja erlendis vita um kosningaútvarpið og bylgjulengdina, því eflaust eru landar erlendis ekki síður áhugasamir um gang mála en þeir sem heimasitja. - JBP Framboðslisti SFV í Austur- landskjör- dæmi Framboðslisti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i Austurlandskjör- dæmi hefur verið lagður fram. Á listanum eru eftirtaldir menn: 1. Andri ísaksson prófessor, Kópavogi, 2. Ágústa Þorkelsdóttir húsfrú, Refsstað, Vopna- firði, 3. Guttormur Sigfússon, bóndi, Krossi, Fellum, 4. Elma Guðmundsdótt- ir húsfrú, Neskaupstað, 5. Emil Emils- son kennari, Seyðisfirði, 6. Arnþór Magnússon bifreiðastjóri, Reyðarfirði, 7. Sigrún Hermannsdóttir hjúkrunar- kona, Höfn i Hornafirði, 8. Hrafnkell Kárason vélfræðingur, Egilsstöðum, 9. Sigurður Ananíasson matreiðslumaður, Djúpavogi, og 10. Ástráður Magnússon húsasmíðameistari, Egilsstöðum. Við síðustu alþingiskosningar fengu Samtökin 491 atkvæði og engan mann kjörinn. A.Bj. B-listi ekki F-listi Meinleg villa slæddist inn í grein og viðtöl við frambjóðendur fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á Egilsstöðum í bláðinu í fyrradag. Listi Framsóknarmanna var þar titl- aður F-listi, en er auðvitað B-listi. DB biður velviröingar á þessum mis- tökum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.