Dagblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 5
ÐAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1978.
5
Nú þarf ekki lengur að „hella” í sig kjarki til þess að halda ræðun
FARÐll Á NÁMSKEIÐ EÐA
GAKKTU í MÁLFREYJUKLÚBB
Málfreyjuklúbbarnir eru upprunnir i B andaríkjunum. Það var raunar klúhbur bandarískra kvenna á Keflavíkurflugvelli sem
var fyrsti klúbburinn hér á landi og þar kynntust íslenzkar konur starfseminni. Mikill áhugi er meðal íslenzkra kvenna á
félagsskapnum og margar á biðlista eftir að komast í næsta klúbb. — DB-mynd Höröur.
Við þekkjum öll, er við höfum haldíð
giftingar- eða fermingarveizlur eða er
boðið i stórafmæli til góðs vinar, að
okkur langar kannski til þess að halda
ræðu. En það strandar á því að við
vitum ekki hvernig á að halda ræðu —
og þorum það ekki. Við erum óörugg
með okkur. Ef við neyðumst engu að
síður til þess að standa upp og segja
nokkur orð verðum við að „drekka í
okkur” kjark, eins og það er kallað þegar
maður „hellir” í sig áfengum drykkjum
áður en upp er staðið. Við vitum öll
hvernig það getur farið.
Nú á timum er óþarfi að „hella” í sig
kjarki í formi áfengra drykkja — það er
hægt að fara á námskeið til þess að losna
við feimni, Dale Carnegie, og það er
hægt að ganga í málfreyjuklúbba til þess
að læra að koma fram á fundum — til
þess að læra að tala án feimni og til þess
að læra að þegja — hlusta.
Á dögunum var blm. DB boðið að
vera á einum fundi hjá málfreyjufélag-
inu Kvistinum, sem er annað málfreyju-
félagið sem stofnað er hér á landi, átti
félagið' ársafmæli. Fyrsta málfreyju-
félagið er Varðan i Keflavik en þessa
dagana er verið að stofna þriðja klúbb-
inn sem er i Reykjavík og heitir Björk.
Félagsmenn eru ekki nema þrjátíu í
hverjum klúbbi þannig að allir félags-
menn séu virkir félagar. Ef fleiri koma til
greina verður aðstofna nýjan klúbb. Nú
þegar eru komnar nokkrai konur á bið
lista eftir að komast i næsta klúbb,
stendur aðeins á að þær sem þegar eru
félagsmenn séu orðnar „hæfar” til nýrr-
ar klúbbstofnunar.
Málfreyjur er kvenleggurinn af karla-
klúbbi sem til hefur verið i heiminum í
mörg ár og heitir Toastmaster á ensku
en klúbbar þessir eru upprunnir i Banda-
ríkjunum. Málfreyjur nefnast Toast-
Mistresses á erlendri tungu en islenzka
nafnið er sérlega skemmtilegt og fellur
vel að málinu.
Málfreyjurnar koma saman tvisvar i
mánuði og byggja hver aðra upp í að
koma fram og tala.
Í upphafi hvers fundar þurfa allir
fundarmenn og gestir að standa upp og
kynna sig. Nokkrar af fundarkonum
sögðu blm. að aðeins þetta hefði næstum
reynzt þeim ofraun til að byrja með, svo
ekki sé talað um þegar þær áttu að fram-
kvæmda einhverja meiri athöfn en að
segja nafnið sitt. — En á hverjum fundi
eru einhver atriði flutt, á afmælisfundin-
um fluttu t.d. þrjár konur látbragðsleik
og var Síðan kosið um hver stóð sig bezt.
Veitt eru farandverðlaun fyrir bezta
frammistöðu. Stundum er „ræðu-
keppni ”. Stundum eru ræðurnar um
sjálfvalið efni en stundum um fyrirfram
ákveðið efni. Eru síðan gefnar ,ein-
kunnir” fyrir beztu ræðurnar og
tímalengd þeirra.
Málfreyjur eiga sér einkunnarorð:
„Anda rétt, með þindaröndun, og meina
hvert einasta orð sem þær segja.”
Kennd eru fundarsköp en næsta fáir,
og þá sérstaklega konur, eru vel heima í
þvi hvernig halda á fundi svo að þeir fari
vel og skipulega fram. Þá er kennt að
leita í heimildum og er slíkt mikils virði
ef um er að ræða konur sem langar til
þess að komast aftur út í atvinnulífið
eftir að hafa komið börnum sinum á
legg.
Forseti málfreyjufélagsins Kvists er
Kristjana Kristjánsdóttir og Elin
Þórðardóttir er varaforseti. Ýmsir gestir
voru á afmælisfundinum á dögunum.
Skal þar fyrst nefna Zoe Henning vara-
forseta alþjóðasamtaka málfreyjanna en
hún var langt að komin, alla leið frá
Suður-Afríku. Einnig var á fundinum
Þorgerður Guðmundsdóttir forseti
Vörðunnar i Keflavík og Steinunn
Harðardóttir forseti Bjarkarinnar sem
heldur formlegan stofnfund sinn um
þetta leyti.
A.Bj.
„VIÐ EIGUM VIÐ MÖRG
VANDAMÁL AÐ STRÍÐA,
EN FLEST ERUINNFLUTT”
— sagði Zoe Henning varaforseti alþjóðasambands málfreyja
„Við erum allar svo ólíkar en samt
erum við allar svo likar,” sagði Zoe
Frú Zoe Henning, varaforseti alþjóða-
sambands málfreyja. DB-mynd
Hörður.
Henning, varaformaður alþjóðasam-
taka málfreyja frá Suður-Afríku á árs-
afmælisfundi málfreyjufélagsins
Kvistsins í Reykjavík á dögunum.
„Mér finnst sönn ánægja að vera
komin hingað og sjá að þið eruð aö
gera nákvæmlega það sama og við
heima i Suður-Afriku.”
I heimalandi frúarinnar eru starf-
andi þrjátíu og sex málfreyjuklúbbar
og hafa þeir starfað undanfarin tíu ár.
1 Suður-Afríku eru töluð tvö mál,
enska og afrikans, sem er mál „inn-
fæddra”. Sagði frú Henning að henni
þætti sem mörg orð i íslenzku væru
býsna lik afríkans. Suður-Afrikanar
eru blanda af brezkum, þýzkum, hol-
lenzkum, flæmskum og frönskum
þjóðarbrotum sem þar hafa setzt að á
liðnum árum.
„Málfreyjuklúbbsstarfsemin hefur
hjálpað okkur i Suður-Afríku til þess
að komast yftr ýmis vandamál sem við
höfum átt við að stríða,” sagði Zoe
Henning í samtali við blm. DB.
„Starfsemin er öflug og í henni taka
þátt bæði hvítarog litaðar konur. Eng-
inn kynþáttamismunur er gerður i
klúbbunum. Við eigum við mörg
vandamál að striða í heimalandi minu
en ég held að flest þeirra séu i rauninni
komin utan frá," sagði Zoe Henning.
Hún er innfæddur S-Afrikubúi og
hjúkrunarkona að mennt. Maður
hennar er læknir. Hún sagðist hafa
unnið að aðstoð við aldraða við að
kenna þeim ýmislegt til þess að stytta
þeim stundir, eins og saumaskap og
handavinnu. Hún á þrjú uppkomin
börn og þrjú bamabörn. Frúin hafði
hér viðdvöl á leið sinni á málfreyju-
þing í Kanada og sagðist hún vonast
til þess að fá tækifæri til að heimsækja
ísland aftur síðar í sumar. Þá eru
væntanlegar hingað til lands þrjár
konur frá S-Afríku á leið sinni á al-
þjóðaþing málfreyja sem haldið verður
í San Fransisco.
- A.Bj.
Auglýsing
Skólastjórastaða og tvær stöður sérkennara
við sérkennslustöð að Staðarfelli í Dölum eru
lausar til umsóknar. Umsóknir sendist
menntamálaráðuneytinu fyrir 16. júní 1978
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf.
Menntamálaráðuneytið 22. maí 1978.
Hestar óskast
Viljum taka hesta á leigu á timabilinu 1. júni til 15.
ágúst nk. til afnota fyrir vistmenn að Reykjalundi.
Kunnáttumanneskja sér að öllu leyti um hestana og
notkun þeirra. Þeir sem vildu sinna þessari auglýsingu
hafi samband við Július Baldvinsson í síma 66200.
Vinnuheimilið að Reykjalundi.
SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fímm manna
fólksbíllinn á landinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 km.
SIMCA 1100 kemst vegi sem vegleysur, enda
framhjóladrifinn bfll, búinn öryggispönnura
undir vél, gírkassa og benzíngeymi og er u.þ.b. 21 cm.
undir laegsta punkt.
Þetta er bíllinn sera þú ert að leita að, ekki satt?
Hafíð samband við okkur strax í dag.
CHRYSLER
SIMCA1100 llföKl
@ Wökull hf.
Armúla 36 - 84366
Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454.
Kaupmenn
Kaupfé/ög
Taylor Freezer
ÍSVÉLAR
fyrirliggjandi
Heildverzlun
EIRÍKS KETILSSONAR
Vatnsstíg 3
Slmar 23472 - 19155.