Dagblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 28
80 netasærðir laxar veiddust úr netalausri á í fyrra:
Vaxandi veiðiþjáfnaður
ógnar laxastofninum hér
— nefnd skipuð vegna málsins— stórhert veidief tirlit í undirbúningr
Þrátt fyrir að laxveiði á Islandi hafi
fjórfaldazt á aðeins 20 árum með
skipulagi og stórfelldri rækt, steðja
ýmsar hættur að laxastofninum og
hefur nýlega skipuð nefnd landbúnað-
arráðuneytisins undanfarið fjallað um
gagnaðgerðir.
Sem kunnugt er heldur laxinn sig
viða i Atlantshafmu yfir veturinn og
hafa strandriki við Norður-Atlantshaf-
ið stöðugt meiri áhyggjur af framtíð
laxstofnsins og efna m.a. til ráðstefnu
um málið í Skotlandi i haust.
Veiðimálastjóri íslands, Þór Guð-
jónsson, mun væntanlega sækja hana.
Þegar litið er til svæðisins alls eru það
einkum þrjár hættur sem ógna stofn-
inum. Mengun áa í iðnrikjunum, auk-
in ólögleg netaveiði við strendur, og
áframhaldandi virðingarleysi margra
aðila fyrir samkomulagi margra þjóða
við N-Atlantshaf um laxveiði I sjó. Fer
hún vaxandi.
Veiðimálastjóri sagði í viðtali við
DBI gær vegna þessa máls að svo virt-
ist sem ólögleg laxveiði hér, bæði með
netalögnum i sjó og með aðgerðum
veiðiþjófa i ánum sjálfum, færðist í
vöxt.
Sem dæmi um það nefndi hann að í
Laxá í Þingeyjarsýslu hefðu 80 veiddir
laxar i fyrra reynzt með netaför, þótt
engin netaveiði sé leyfð i ánni. Þá
væru ótaldir þeir laxar sém festst
hefðu i netunum, þeir sem sloppið
hefðu stórskaddaðir og drepizt og loks
þeir sem gengið hefðu með netaför i
ána og til sjávar aftur. Væri fyrirhug-
að að herða veiðieftirlit þegar í sumar
og enn frekar i nánustu framtíð.
Sagði Þór þvi miður of algengan
hugsunarhátt hér að líta á slíkan veiði-
þjófnað sem smámál. Hins vegar væru
hér verulegir þjóðarhagsmunir I veði,
bæði í formi sölu veiðileyfa og ýmissar
atvinnu, sem skapazt hafi í kjölfar lax-
veiðanna hér. Þá gat hann þess að ef
um stórfelldan veiðiþjófnað væri að
ræða í einhverjum tilvikum, kynni svo
að fara að viðkomandi á eða ár væru
ofveiddar án þess að skýrslur bentu til
þess, með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. Að lokum sagði hann þörf hugar-
farsbreytingar gegn sllku. —GJS.
AFSPYRNUSLÆ MUR ENDIR
Á SANDSPYRNU
Bandariskur hermaður á Kefla-
víkurflugvelli fór i siðustu viku á nýja
GMC-hálfkassabilnum sínum (7000
dala grip) niður i sandfjöru skammt frá
Höfnum á Reykjanesi til að reyna
„spyrnuna" i sandinum. Skemmti
hann sér þar um stund ásamt félaga
sinum, og voru þeir sammála um, að
með breiðum dekkjum, eins og voru
úndir bilnum, væri afspymugaman að
spyrna.
Svo fór þó á endanum, áð billinn
festsist I blautum fjörusandinum. Þeir
félagar fóru eftir hjálp.
Þegar þeir komu aftur var billinn
útlitandi eins og sjá má af myndunum
— nær gjörónýtur. Sjórinn hafði tekið
hann I faðminn og þrýst honum að
DB-myndir: Heimir Stígsson.
sér. Ægir konungur var heldur um of
harðhentur — húsið á bilnum lagðist
saman, hann er allur meira og minna
begldur, sandur smaug i hverja rifu og
smugu, rúður brotnuðu, sætisáklæði
rifnaði og fleira skemmdist.
Afspymuóheppilegur endir á sand-
spyrnu.
-ÓV.
Netaveiðin byrjuð í Hvítá í Borgarfinði:
FYRSTU ÞRÍR LAXARNIR
Á LAND í GÆR
Ákært íantík-málinu:
Meintar
nafnafals-
anirá
gjaldeyris-
umsóknum
Eina atriði í rannsókn „Antik”-
málsins, sem ástæða þykir að ákæra
fyrir eru meintar falskar nafngreiningar
i sambandi við gjaldeyrisumsóknir.
Annað kemur ekki til álita sem
kæruefni.
Það sem lýtur að skattahlið málsins
verður sent til skattrannsóknardeildar
ríkisskattstjóra til umfjöllunar og frekari
ákvörðunar.
Það var skattrannsóknardeildin, sem
upphaflega bað um dómsrannsókn á
„Antik”-má!inu. Fór hún fram i saka-
dómi Reykjavíkur og tók hartnær tvö
ár, enda málið mjög flókið og rannsókn-
in umfangsmikil.
Antik-málið snýst um innflutning á
miklu af antik-varningi á nokkurra ára
timabili. Lék grunur á að innkaups- og
söluverð þessara hluta hefði verið falsað.
Niðurstaðan nú er þó sú, sem fyrr
greinir, að aðeins verður ákært fyrir
meinta fölsun gjaldeyrisumsókna.
Kærði i þessu máli, Björn Vilmundar-
son, lét vegna málsins af störfum for-
stjóra Ferðaskrifstofu rikisins.
-BS/ÓV.
Bensínið:
ígær
og f yrradag
— steindautt yfir
sölunni í morgun
Nokkrir dagar munu nú liða þar til
eðlilegt ástand kemst á i bensín-
sölumálum á borgarsvæðinu, þvi í gær
og fyrradag voru metsöludagar, ef svo
má að orði komast. Dagarnir voru
reiknaðir frá hádegi til hádegis, þannig
að tölur gærdagsins liggja ekki endan-
lega fyrir, en ljóst er af viðtölum við
olíufélögin að salan var gifurleg báða
dagana.
Þá hafði blaðið samband við tvær
bensinsölur I morgun og var sama svarið
á báðum stöðum: Alveg steindautt.
Stafar það að sjálfsögðu af því að nú
hefur verið leyft að dæla bensíni úr
rússneska oliuskipinu, sem beið hér i
nokkra daga löndunar. -G.S.
Þrír fyrstu laxarnir á þessu sumri
bárust á land úr Hvitá i Borgarfirði i
gær, en þá hófst netaveiði þar. Að sögn
Ásu Björnsson á Hvitárvöllum eru ekki
nándar nærri allar lagnir komnar I ána
enn, og auk þess hefur orðið vart við sel,
sem étur laxinn úr netunum. Annars
sagði hún að ekkert hefði verið að marka
gærdaginn, það væri ekki fyrr en eftir
flóðið i dag að eitthvað færi að sjást
hvernig veiðin færi af stað.
Bændur við neðanverða Hvitá senda
lax sinn aðallega á markað í Reykjavik
svo næstu daga gæti nýr lax orðið á
boðstólum I verzlúnum. -G.S.
Irjólst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1978.
ÓmarValdimars-
sonaðstoðar-
fréttastjðri
Dagblaðsins
Ómar Valdimarsson blaðamaður
hefur verið skipaður aðstoðarfréttastjóri
Dagblaðsins frá og með deginum í dag.
Munu hann og Atli Steinarsson skipta
með sér verkum I þessu starfi.
Dagblaðinu hefur á ferli sinum vaxið
svo fiskur um hrygg að álag á frétta-
stjóm hefur sífellt aukizt.
Ómar Valdimarsson er 28 ára gamall
og hefur starfað við blaðamennsku i 9
ár. Hann stundaði nám í blaðamennsku
I Svtþjóð og Bandarikjunum. Við Dag-
blaðið hefur hann starfað allt frá upp-
haft haustið 1975.
Dagblaðið býður Ómar Valdimarsson
velkominn til nýrra starfa.
—JBP—
Á raf magns-
bíllinn
möguleika
á íslandi
— almennur háskóla-
fyrirlestur um málið
ídag
„Rannsóknir okkar á möguleikum Is-
lendinga til notkunar rafmagnsbila felast
fyrst og fremst I því að fylgjast með þró-
un mála erlendis,” sagði Gisli Jónsson
prófessor i viðtali við DB. Á morgun kl.
5 flytur próf. Gísli almennan fyrirlestur
um það sem fyrir liggur varðandi raf-
magnsbilanotkun. Fyrirlesturinn verður
fluttur i stofu 158 í húsi verkfræði- og
raunvisindadeildar. öllum er heimill að-
gangur.
„Frekari rannsóknir okkar hafa verið
ókleifar sakir fjárskorts. Við erum að
vonast til að fá til landsins fullkominn
rafmagnsbíl. Gefið hefur verið I skyn að
við fáum aukið fé til að kanna mögu-
leika rafmagnsbila hér á landi. Ef fólk
sýnir málinu áhuga verður það lyfti-
stöng til aðgerða i málinu,” sagði Gisli
Jónsson.
—ASt